Morgunblaðið - 12.11.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
Sveinn Egilsson hf,
SKEIFUNNI 17 — SIMI 85100
ViÖ sýnum í dag 1984 árgeröina
af Ford Escort
Escort 1,3 I og hinn stórglæsilegi
sportbíll Escort XR3i
Opiö í dag frá kl. 10—16.
Hvað tekur
við af
Andropov
YURI Andropov hefur reynt að hleypa nýju lífi í sovézk efnahagsmál síðan
hann kom til valda fyrir einu ári, en barátta hans hefur að mestu leyti runnið
út í sandinn, og á sama tíma hafa samskipti Rússa við Vesturveldin, sem
hann kvaðst vilja bæta, sjaldan verið verri.
Enn bendir ekkert til þess að
„hallarbylting" sé yfirvofandi,
þðtt Andropov mætti ekki við há-
tíðarhöldin á byltingarafmælinu.
Hins vegar var það athyglisvert að
aðalkeppinautur Andropovs,
Konstantin Chernenko, tók sæti
hans á fundi í Kreml. Sjálfur hef-
ur Chernenko oft verið fjarver-
andi á undanförnum rnánuðum og
stuðningsmenn Andropovs hafa
gefið pólitíska skýringu á því.
Vegna bágrar heilsu sinnar hefur
Andropov greinilega ákveðið að
koma sem sjaldnast fram opinber-
lega, en líta má á það sem skyldu
æðsta leiðtoga Sovétríkjanna að
mæta á byltingarafmælinu.
Heilsufar hans virðist slæmt.
Andropov hefur lagt áherzlu á
efnahagsmálin síðan hann tók við
völdunum fyrir ári. Gífurleg sóun
á sér stað í sovézkum efnahags-
málum vegna uppbyggingar kerf-
isins og ef engar breytingar verða
gerðar á því telja margir Rússa
dæmda til að vera annars flokks
iðnríki og háða vestrænni tækni-
þekkingu.
Andropov vildi ráða bót á þessu
þegar hann kom til valda og
minnti menn á að áhrif Rússa í
heiminum grundvölluðust á
frammistöðu þeirra í efnahags-
málum. Hann tók skýrt fram að
risaveldi í hermálum, sem verði
gífurlegum fjármunum til her-
mála, mætti ekki við því að búa
við efnahagskerfi, er hefði yfir
frumstæðri tækni að ráða og gæti
ekki dafnað vegna stórfelldra
annmarka í framleiðslu og dreif-
ingu.
En Andropov hefur farið hægt í
sakirnar og ákveðið hefur verið að
móta enga umbótastefnu í efna-
hagsmálum fyrr en tilraunir hafi
farið fram og niðurstöður þeirra
metnar. Það mun taka tvö ár.
Þangað til verður komið á tak-
mörkuðum umbótum, en sú stefna
hefur verið gagnrýnd á þeirri for-
sendu að hún sé ófullnægjandi,
hálfkák, einkum vegna þess að
laun verði ekki nánar tengd fram-
leiðni.
f sumar sagði Andropov sjálfur:
„Við höfum ekki verið nógu
þróttmiklir. Við höfum ekki
ósjaldan gripið til hálfkáks og
höfum ekki getað sigrazt á doða,
sem grafið hefur um sig í langan
tíma. Nú verðum við að bæta upp
það sem við höfum glatað.“ En
ljóst er að nýstárlegar hugmyndir
um markaðssósíalisma eiga ekki
upp á pallborðið hjá honum og að
hann heldur í gamlar hugmyndir
um áætlunarbúskap. Þótt lítillega
hafi verið reynt að sníða af mestu
agnúana virðist þaö hafa borið
sáralítinn árangur.
Andropov hefur reynt að víkja
gömlum stjórnmálamönnum og
DREGIÐ19. NOVEMBER,
í byggingarhappdrætti SÁÁ
Vegna /^Qám afmœlis
okkurvenÖurstöðin bkuðfrá
kl T7dsunnudagl3.nóv.
til kl.5ú mmudagsmorgun
\ HREVFILL 7
»