Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
17
Andropov á fundi í vor með Sandinistaleiðtoganum Daniel Ortega frá
Nicaragua.
Chernenko: tekur hann við?
embættismönnum, sem hafa mis-
notað aðstöðu sína. Nú síðast hef-
ur hann reynt þetta í yfirstand-
andi flokkskosningum í sovétlýð-
veldunum. En þetta hefur ekki
verið auðvelt verk og á þessu sviði
sem öðrum hefur hann farið með
gát. Hann hefur tekið undir kröf-
ur um að leiðtogum, sem verða á
mistök, verði refsað, en þær kröf-
ur virðast hafa mætt andstöðu
innan valdastéttarinnar.
Orðrómur er t.d. uppi um
óánægju ýmissa valdamanna með
herferð, sem hafin hefur verið í
því skyni að neyða þá til að selja
ríkinu einkasumarhús, sem þeir
hafa byggt, þrátt fyrir það að rík-
ið sjái þeim bæði fyrir íbúð og
sumarhúsi.
Fréttir um bágborna heilsu
Andropovs, sem hefur ekki komið
fram opinberlega síðan í ágúst,
styrkja stöðu þessara valda-
manna, sem áttu Brezhnev frama
sinn og völd að þakka og voru
hliðhollir honum. Þar við bætist
að ieiðtogi þessara manna og aðal-
keppinautur Andropovs, Chern-
enko, virðist enn hafa mikil völd,
þrátt fyrir fréttir um að hann hafi
verið sviptur stöðu einnar mikil-
vægustu deildar miðstjórnarinn-
ar. Því er talið vafasamt að breyt-
ingar, sem kunna að verða gerðar
í flokksdeildunum í sovétlýðveld-
unum, verði víðtækar.
Fréttir herma að Chernenko
hafi reynt að koma í veg fyrir til-
raunir Andropovs til að koma
stuðningsmönnum sínum í áhrifa-
stöður í flokksdeildunum á lands-
byggðinni. Andropov á því erfitt
um vik, því að hann hefur ekki
boðað byltingarkenndar ráðstaf-
anir og verður því að styðjast við
rétta menn á réttum stöðum.
Hann virðist ekki geta efnt til
hreinsunar til að losna við van-
hæfa og spillta áhrifamenn, sem
Brezhnev hlóð undir og gegna enn
mikilsverðum embættum þrátt
fyrir ásakanir á hendur þeim, og
það veikir þann boðskap hans að
ef allir stundi störf sín af meiri
kostgæfni og samvizkusemi muni
kerfið dafna.
Til þess að efla kerfið hefur
Andropov barizt fyrir auknum
vinnuaga, en sú herferð virðist
hafa runnið út í sandinn á skömm-
um tíma vegna allsherjar tregðu-
lögmáls, sem einkennir sovézkt
samfélag, og viljaskorts sumra
ráðamanna. Sama máli virðist
gegna með baráttu gegn drykkju-
skap og þrátt fyrir baráttu Vitaly
Fedorchuks, hins gamla sam-
starfsmanns Andropovs í KGB,
gegn spillingu í lögreglunni, virð-
ist lítið hafa dregið úr spillingu
meðal þjóðarinnar. Hreinsanir í
innanríkisráðuneytinu og KGB
hafa hins vegar tryggt Andropov
stuðning þessara tveggja áhrifa-
miklu valdastofnana.
Táknrænt þótti að þegar Andro-
pov skar upp herör gegn drykkju-
skap á fundi með flokksstarfs-
mönnum í ágúst (þegar hann kom
síðast fram opinberlega) sátu hon-
um hvor á sína hönd þeir Mikhail
Gorbachov, sem er 53 ára, og
Grigory Romanov, sem er sextug-
ur. Þessir „ungu“ valdamenn, sem
báðir eru metnaðargjarnir og
kænir, munu taka við arfinum eft-
ir Andropov, hver sem hann verð-
ur, ásamt þriðja „Ung-Tyrkjan-
um“, Geidar Aliyev.
Gorbachov fer með landbúnað-
armál í miðstjórninni og virðist
ætla að njóta góðs af sæmilegri
uppskeru í ár, eftir uppskerubrest
fjögur ár í röð, og kornsamningi
við Bandaríkjamenn. Romanov,
sem hefur lengi verið flokksleið-
togi í Leníngrad, en tók við starfi
miðstjórnarritara í Moskvu í
sumar, hefur notað tímann til að
afla sér bandamanna í höfuðborg-
inni og vinna gegn því áliti að
hann sé hrokafullur leiðindagaur.
Á einu sviði hefur Andropov
engan bilbug látið á sér finna, í
baráttunni gegn uppsetningu með-
aldrægra, bandarískra eldflauga í
Vestur-Evrópu. Hann hefur notað
þetta mál til þess að reyna að
kljúfa Atlantshafsbandalagið og
virðist reiðubúinn að slíta Genf-
arviðræðunum um eldflaugatak-
markanir, þegar eldflaugunum
hefur verið komið fyrir.
í þessu sambandi er mikilvægt
að ýmislegt bendir til þess að
áhrif sovézka heraflans hafi auk-
izt, þar sem Andropov geti að
miklu leyti þakkað Dimitri Ust-
inov landvarnaráðherra hve fljótt
honum tókst að treysta sig í sessi.
Því virðist verða að taka aukið til-
lit til heraflans.
Síðustu yfirlýsingar Andropovs
gætu bent til þess að hann búi sig
undir uppgjör við Bandaríkja-
stjórn. Sovézkum borgurum hefur
verið sagt að þeir verði að herða
ólina vegna „gagnráðstafana",
sem nauðsynlegt verði að gera til
að svara uppsetningu bandarísku
flauganna. I opinberum yfirlýs-
ingum hefur verið talað um „óeig-
ingjarnt" átak alþýðunnar til að
efla hernaðar- og efnahagsmátt
landsins.
Bjartsýnustu sérfræðingar ef-
ast um að Rússar grípi til rót-
tækra ráða þegar bandarísku eld-
flaugunum hefur verið komið upp
í Vestur-Evrópu. Þeir telja að þeir
komi aðeins nokkrum eldflaugum
fyrir í Tékkóslóvakíu og Austur-
Þýzkalandi og í kafbátum úti fyrir
strönd Bandaríkjanna. Þeir segja
að Rússar hefji ekki alvarlega
samninga í Genf fyrr en eldflaug-
unum hefur verið komið fyrir.
Hinir svartsýnni telja að Rúss-
ar muni líta svo á að þeir hafi
verið settir upp við vegg og muni
vísa öllum tillögum Bandaríkja-
manna algerlega á bug. Eftir
harðar, gagnkvæmar ásakanir
risaveldanna að undanförnu sé al-
gert sambandsleysi á milli þeirra.
Þessir sérfræðingar segja að
Rússar muni telja sig tilneydda að
koma áf stað neyðarástandi í
heimsmálum til að réttlæta harð-
ar gagnráðstafanir.
Hins vegar er mikið komið und-
ir heilsufari og valdaaðstöðu
Andropovs og á það er bent að
hann hafi alltaf mildað hótanir
sínar með áskorunum um bætt
samskipti. Spurningin er hve lengi
hann verður við völd og hvað tek-
ur við af honum. GH
Lloyd Herman
Fyrirlestur
um bandaríska
handíð sem
listgrein
BANDARÍSKI listfræðingurinn
Lloyd Herraan, forstjóri Renwick-
safnsins við Smithsonian Institut-
ion í Washington D.C., sem er
jafnframt einn fremsti listiðnfræð-
ingur Bandaríkjanna mun flytja
fyrirlestur á Kjarvalsstöðum laug-
ardaginn 12. nóvember kl. 17.00
og sýna litskyggnur.
Efni fyrirlestrar hans mun
verða: „Bandarísk handíð sem
listgrein".
Fræðsluerindi
í Hafnarfjarð-
arkirkju
Dr. Einar Sigurbjörnsson pró-
fessor mun flytja fræðsluerindi í
Hafnarfjarðarkirkju um hina
postullegu trúarjátningu í dag,
laugardag, klukkan 10.30. Á eftir
erindi dr. Einars verður kaffihlé
og síðan fyrirspurnir. Dr. Einar
mun flytja fræðsluerindi í kirkj-
unni næstu fjóra laugardags-
morgna.
Harrison Ford mundar byssuna
Blade Runner í
Austurbæjarbíói
AUSTIJRB/EJARBÍÓ hefur nú hafið
sýningar á kvikmyndinni Blade Runn-
er með Harrison Ford í aðalhlutverki.
Leikstjóri er Ridley Scott, framleið-
andi Michael Deely og kemur myndin
frá The Ladd Company og Warner
Bros.
Myndin gerist árið 2020 eftir Krist
og fjallar um baráttu lögreglu-
mannsins Decards (Harrison Ford)
við vélmenni, sem losnað hafa úr
viðjum manna. Þau eru ákaflega lík
venjulegum mönnum og því erfitt að
greina þar á milli.
Sex vélmenni gerðu uppreisn á
geimfari og héldu til jarðar. Decard
er falið að hafa upp á vélmennunum
og komast að því hvers vegna þau
héldu til jarðar. Það er ekki fyrr en
eftir langa og stranga baráttu Dec-
ards við vélmennin, sem sannleikur-
inn kemur í ljós.
Kökubasar f
Verzlunarskóla
SJÖTTI bekkur Verzlunarskóla ís-
lands heldur kökubasar sunnudag-
inn 13. nóvember í húsakynnum
skólans, Grundarstíg 24, á tíma-
bilinu frá klukkan 13—16.
Stórútsalan Markaðshúsinu
Sigtúni 3, 2. hssð sr,":r*
Mjög þekkt fyrirtæki eru nú meö við opnum s.s.:
KARNABÆR
BELGJAGERÐIN (Vinnuföt)
SPORTVAL (Sportfatnaöur)
BIKARINN (Sportfatnaður)
HENSON (íþróttafatnaöur)
ÚTILÍF (Sportfatnaöur)
ÆSA (Skartgripir)
ASSA (Tískuföt, barnaföt)
S.K. (Sængurfatnaður)
LIBRA (Fatnaöur)
GALLERÍ LÆKJARTORG
(Hljómplötur)
RAFTAK (Rafmagnsvörur)
LAGERINN (Fatn. á alla fjölskylduna)
TINDASTÓLL (S.H. gluggatjaldaefni)
G.M. PRJÓNAGARN
PRJÓNASTOFAN KATLA
(ísl. prjónapeysur)
K. HELGASON (Sælgæti)
M. BERGMANN (Sængurfatnaöur)