Morgunblaðið - 12.11.1983, Side 21

Morgunblaðið - 12.11.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 21 í tómarúmi plastfrægðar og viskídrykkju Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir hjódleikhúsið: Návígi eftir Jón Laxdal Halldórsson. 1‘ýóing: Arni Bergmann. Lýsing: Hávar Sigurjónsson. Leikmynd: Björn G. Björnsson. Búningar og aðstoó vió leikmynd: Guðrún S. Haraldsdóttir. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir og Jón Laxdal Halldórsson. Mannleg samskipti, áleitin áform, sem muni leiða til frægð- ar og frama. Áform sem verða aldrei að virkiieika, vegna þess að eitthvað skortir. Kannski er frægðin heldur ekki eftirsóknar-. verð, þegar öllu er á botninn hvolft. Og þó. Líklega vantar hugrekkið. Þá er þægilegra að láta sig dreyma og sturta í sig nokkrum viskíflöskum með hverjum draumi (mikið hlýtur Borgar Garðarsson að hafa verið orðinn leiður á teinu). Einhvern tíma hefur þó kannski verið hæfileiki til að skapa, hug- myndaflug og dugur til að skapa hjá þessu fólki. En einhvers staðar á leiðinni hefur eitthvað farið að snúast öfugt. Og hér er svo málum komið, að hver lifir í sínum heimi. Þessir heimar snertast á stöku stað, en þeir eru allir óraunverulegir og „þríhyrn- ingurinn" — vinurinn — eigin- maðurinn — eiginkonan — hafa svo sem ekki getu til eins eða neins, nema láta flæða frá sér orð. Ekki orð, sem byggja upp og mynda samstæðu og samfellu, heldur orð sem drepa, svo að vitnað sé nú í verkið. En sem sagt, leikritið hefst: Paul eiginmaður er að hlusta á fréttirnar og hlustar þó ekki. Því til undirstrikunar eru þær endurteknar nokkrum sinnum. Hann dundar við að opna flöskur og undirbúa allt fyrir komu Rud- olfs vinar síns, sem er líklega að minnsta kosti heimsfrægur. Kannski Paul sé það líka. Óljóst fyrir hvað. Rut eiginkona er að vökva blómaskrúðið og snurfusa það. Sögusviðið er stórt setur einhvers staðar í Mið-Evrópu. Svo veltur inn á sviðið hinn sæli og frægi listamaður Rudolf, í bókstafstaflegri merkingu. Upp- hefjast nú samræður um kvik- myndirnar sem á að framleiða og færa þeim frægðina og lífs- gleðina. Ög drukkið mikið viskí með. Konan situr bak við blóm og reykir. Brosir eins konar brosi. Þessar samræður urðu býsna langdregnar og ekki spaklegar, þótt innan um og saman við spryttu fram góðar replikkur. Samskipti hjónanna ber á góma, lýsingar mannsins á þeim og síð- ar í leiknum konunnar; bæði væru þau hamingjusamari ef hitt væri dautt og þau gætu geymt öskuna í krukku á arin- hillunni. Rudolf drekkur og drekkur og stóru hugmyndirnar verða ekki að veruleika í þetta skiptið og skyldi engan undra. Rithöfundurinn birtist í næsta þætti og er haldið áfram á sömu leið. Rudolf er timbraður og drekkur sig upp. Rithöfundurinn vill fá þessar manneskjur í lið með sér til að framleiða stóra listaverkið. Mér er spurn: hvað vill „höfundurinn" vera að púkka upp á þessar útbrunnu verur, sem virðast vilja það eitt að fá að vera með kvölina og vanmátt- inn í sínum loftþéttu hólfum, þar sem ekkert kemst að, alténd ekki lífsandi? Svo er hlé. Og hvað hef- ur verið að gerast annað er dregnar eru upp myndir af fólki sem talar í frösum. Kannski skýrist þetta eftir hlé. Þá er Paul eiginmaður að taka tappa úr flöskum, hefur útvarpið á, fréttirnar eru ekki endurtekn- ar núna. Konan er eitthvað að dúlla si sona. Þau eru að undir- búa heimsókn elskulegs vinar þeirra, Rudolfs stórlistamanns. Og svo hlúnkast hann í bókstaf- legri merkingu inn á sviðið. Hefjast nú á ný samræðurnar um áformin, draumana og for- tíðina. En draumarnir rætast ekki frekar nú en áður, áformin ekki raunhæfari, fortíðin blend- in. Og væri þá ekki bara ráð að fá sér viskí. Undir lokin virðist niðurstaðan vera sú að það muni aldrei gerast neitt umfram það sem sýnt hefur verið. Þau vilja status kvó. Hann er eftir allt saman skársti kosturinn. En birtist þá ekki allt í einu höfund- urinn og hefur sér til fulltingis nokkra Palestínuskæruliða, gráa fyrir járnum. Arabagullið hefur verið tryggt, hann ætlar að neyða Paul og Rudolf til að taka þátt í leik sem þeir hafa gefið frá sér fyrir löngu. Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri. Tjaldið. Árni Bergmann hefur þýtt leikritið og gott málfar hans var án efa texta höfundar til fram- dráttar. Leikmynd Björns Björnssonar er ákaflega viða- mikil og vendilega unnin, senni- Iega mjög mið-evrópsk ef út í það er farið. Svo er auðvitað spurningin hvernig eigi að leika svona texta. Er þetta gleðileikur um sorg? Eða sorgarleikur um gleði? Þar er leikstjóra vandi á höndum og tekst að fara bil beggja og sýna hugkvæmni í leikstjórninni og vinnubrögðin eru vönduð í hvívetna. Þar sem mér hefur ekki gefist kostur á að sjá handritið er mér ekki ljóst, hvort það er hugmynd leikstjóra eða höfundar að láta Guðrúnu Stephensen tala þetta sérstæða mál sem hún gerði á stundum — og stundum alls ekki. Aftur á móti tókst útfærsla þeirrar hugmyndar, ekki hvað síst vegna þess hvað Guðrún Stephensen skilaði hlutverkinu afbragðs vel. Náði að lýsa dularfullri konu, lífsleiðri en með skammt af glettni eftir í farangrinum, og hefur ekki látið þetta skrítna og heldur hvumleiða líf beygja sig. Borgar Garðarsson er með sviðið á valdi sínu, framsögn og hreyf- ingar fagmannlegar og aðdáun- arverður var dugnaðurinn við teviskíið. Aftur á móti kannski ekki hægt að búast við því að hann skilaði því, hver Rudolf er, til þess er persónan of fjar- stæðukennd. Róbert Arnfinns- son fór létt með Paul, lék býsna mikið upp á rútínu, en þá er mér líka aftur spurn: Hvað voru leik- ararnir að leika, lífsfirrtar al- vörumanneskjur eða einhverjar týpur eða skissur. Þetta leikrit er mér óneitan- lega nokkur gáta. Kannski eigi bara að slá öllu upp í grín og vitna í eitt spekiyrðanna í verkinu: To be or not to be — det er spörgsmaalet. Kjarvals- sýningu lýkur um helgina UM HELGINA lýkur sýningunni á verkum Jóhannesar S. Kjarvals að Kjarvalsstöðum, sem opnuð var 15. október síðastliðinn, á afmælisdegi Kjarvals. Á sýningunni eru allar mál- verkagjafir sem borist hafa Kjarvalssafni frá opnun hússins^ 1973, í allt 46 málverk og teikn- ingar. Tilefni sýningarinnar er fyrst og fremst að sýna gjöf þeirra hjóna Eyrúnar Guðmundsdóttur og Jóns Þorsteinssonar, íþrótta- kennara, sem þau færðu safninu í sumar, fjögur stór olíumálverk og tuttugu og tvær teikningar. Á sýn- ingunni er einnig starfsferill Jó- hannesar S. Kjarvals í máli og myndum, eftirprentanir, kort og ljósmyndir í 25 römmum, unnin af Gylfa Gíslasyni, myndlistar- manni. Sýningin er opin daglega kl. 14—22, fram til sunnudagskvölds 13. nóvember. Á laugardaginn 19. nóv. nk. opna síðan Ingunn Eydal og Messíana Tómasdóttir sýningu í Kjarvalssal, en þær hlutu báðar starfslaun Reykjavíkurborgar í ár. FrétUtilkynning frá Kjarvalsstödum. „Island og friðar- umræðan“ ísafoldarprentsmiðja hf. hefur sent frá sér ritið „ísland og friðar- umræðan", en það eru framsögu- erindi sem flutt voru á friðarráð- stefnu Lífs og lands 22. október sl. Ritið er gefið út i samvinnu við Líf og land, það er 52 bls. að stærð og útsöluverð er kr. 296,40. Nú bjóðum við alla þá sem horfa fram á veginn með hagsýnina að leiðarljósi velkomna til okkar á sýninguna Skrifstofa framtíðarinnar í Húsgagnahöllinni á Bíldshöfða Við kynnum þar fjölbreytt úrval okkar af Silver-Reed og Message rafmagnsritvélum, ritvinnslukerfum Silver-Reed og Televideo, Ijósritunarvélum frá U-Bix, tölvuprenturum frá Nec, Star og Silver-Reed og að sjálfsögðu sýnum við fjölbreytt notkunarsvið Televideo tölvunnar við hinar ólíkustu aðstæður. IBM PC í allri sinni dýrð! Síðast en ekki síst kynnum við nú í fyrsta sinn á íslandi drottningu einkatölvanna, IBM Personal Computer sem verið hefur leiðandi í allri framleiðslu einkatölva í heiminum. £ % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi .20560 — Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.