Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
Veljum íslenskt Veljum íslenskt
Kaupið beint af
framleiðanda
Sedrus - húsgögn
Súdavogi 32 - Sími 30585 & 84047
Úrval af íslenskum bólstruðum húsgögnum á hag-
stæöu veröi, meö hagkvæmum greiöslukjörum.
Dæmi: 25% út og rest á 6—8 mánuöum eöa umtals-
veröur staögreiösluafsláttur.
Svo er þaö okkar sérgrein: Viö tökum notuö sett
upp í ný, ef um semst.
Opiö laugardag til kl. 4
og sunnudag 1—4.
Notið tækifærið meðan birgöir endast.
Pólland:
Andstaða gegn
yerðhækkunum
Varajá, II. nóvember. AP.
YFIRVÖLD í Póllandi hafa loks
hafið umræður, sem fyrir löngu
hafði verið lofað, um fyrirhugaðar
verðhækkanir á matvöru í byrjun
næsta árs. Var talið, að nauðsynja-
vörur myndu hækka um 20 af
hundraði að meðaltali. Ekki er hins
vegar enn vitað á hvern hátt yfir-
völd hyggjast bregðast við and-
stöðu almennings gegn þessum
verðhækkunum.
Að því er best er vitað munu
málgögn stjórnvalda víðs vegar
um landið greina frá hækkunum á
þremur vöruflokkum, annaðhvort
á morgun eða á mánudag. Leiðtog-
um hinna nýju verkalýðsfélaga
stjórnvalda voru kynntar tillögur
um þessar verðhækkanir á
fimmtudag, en viðbrögð þeirra eru
ekki kunn. Aðeins 3,3 milljónir
þeirra, sem voru innan vébanda
Samstöðu, eru í hinum nýju
verkalýðsfélögum.
Þeir leiðtogar Samstöðu, sem
enn hafast við í felum, hafa á hinn
bóginn hvatt verkafólk til þess að
efna til skipulegra skæruverkfalla
á vinnustöðum verði ekki hætt við
fyrirhugaðar hækkanir.
Jaruzelski, leiðtogi Póliands,
hitti í gær ritara miðstjórnar sov-
éska kommúnistaflokksins, Konst-
antin Rusakov, að máli í Varsjá.
Jafn háttsettur embættismaður
Sovétstjórnarinnar og Rusakov
hefur ekki heimsótt Pólland í
meira en tvö ár.
Ekkert var vitað um komu Rus-
akov til Póllands fyrr en birtar
voru myndir og fréttir af fundi
hans og Jaruzelski í dag. Að sögn
blaða ræddu þeir um ástandið í
Póllandi. Lítið hefur verið minnst
á Pólland í sovéskum fjölmiðlum
að undanförnu, en vitað er til þess
að þarlendir ráðamenn eru ekki
fyllilega sáttir við vinnubrögð
kollega þeirra hinu megin landa-
mæranna.
Afsögn Reiners tilkynnt
Kins og frá var greint í fréttum í gær, var Ove Reiner, fyrrum dómsmálaráðherra Svíþjóðar skipaður í embætti
hæstaréttardómara í fyrradag, en aðeins 25 slíkir eru í landinu. Reiner neyddist til að segja af sér vegna umtals
í fjölmiölum um skattamál hans. Mynd þessi var tekin er Olof Palme, forsætisráðherra, tilkynnti að Reiner
hefði sagt af sér og gat Reiner ekki stillt sig. Felldi hann nokkur tár er Palme lýsti málavöxtum.
Aukum velmegun í landinu
og kaupum íslenskt.
Kristniboðs-
dagurinn 1983
Eins og undanfarin ár verður annar sunnudagur í nóvember
(13. nóvember) sérslaklega helgaður kristinboðinu og þess
minnst í ýmsum kirkjum og á samkomum á morgun. Á eftirfar-
andi samkomum viljum viö vekja athygli:
Akranes:
Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K kl. 8.30 e.h. Jó-
hannes Tómasson og Sigurjón Gunnarsson tala.
Akureyri:
Kristniboössamkoma í kristniboðshúsinu Zíon kl. 8.30 e.h.
Arni Sigurjónsson talar. Einsöngur.
Hafnarfjörður:
Kristniboössamkoma í húsi KFUM og K við Hverfisgötu kl.
8.30 e.h. Benedikt Arnkelsson talar.
Reykjavik:
Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K við Amtmannstíg kl.
8.30 e.h. Skúli Svavarsson talar. Æskulýðskór KFUM og K
syngur.
A ofangreindum stöðum og eins og áður sagði í ýmsum kirkjum
landsins veröur íslenzka kristniboðsstarfsins minnst og gjöfum
til þess veitt móttaka. Kristniboösvinum og velunnurum eru
færðar beztu þakkir fyrir trúfesti og stuðning við kristniboöiö á
liðnum árum og því treyst, aö liðsinni þeirra bregöist eigi heldur
nu Samband íslenzkra kristniboðsfélaga.
Aðalskrifstofa Amtmannsstíg 2B.
Pósthólf 651.
Gíróreikningur 65100-1.
Reykjavík.
Afvopnunarviðræður 35 landa:
Möltumenn tefja
undirbúningsfund
lleLsinki, II. nóvember. AP.
FULLTRIII Möltu á undirbún-
ingsfundi 35 þjóða fyrir afvopnun-
arviðræður sömu þjóða, hefur taf-
ið fyrir því að undirbúningi Ijúki,
en afvopnunarfundurinn hefst í
Stokkhólmi 17. janúar næstkom-
andi. Fulltrúi Möltu krefst þess að
þau Miðjarðarhafslönd sem ekki
eru í hópi landanna 35, fái tæki-
færi til að tala máli sínu á fundin-
um. Þessu hafa aðrir fulltrúar
ekki viljað una og óvíst er hver
nióurstaða verður.
Fulltrúi Möltu hefur þegar neit-
að með öllu að ganga að einni
málamiðlun og hinir fulltrúarnir
sitja í mörgum hornum í smáhóp-
um og ræða með sér möguleika á
sáttum. Fundinum í Helsinki átti
að ljúka í gær, en nú er óvíst hve-
nær honum lýkur, því samþykkja
verður einróma ályktun og undir-
FELIPE Gonzales, forsætisráðherra
Spánar, kom í gær í opinbera heim-
sókn til Portúgals. Hófust fundahnld
strax með Mario Soares. forsætis-
ráðherra Portúgals, og verður þeim
fram haldið í dag.
Með spænska forsætisráðherr-
anum í förum eru fjórir af ráð-
búning fundarins fyrir aðalfund-
inn í Stokkhólmi. Malta og Kýpur
eru einu Miðjarðarhafslöndin
fyrir utan meginland Evrópu, sem
sæti eiga á fundinum. Ef gengið
ÖRYGGISRAÐ tyrkneska hersins
hefur framlengt herlögum í landinu
um fjóra mánuði, aðeins fjórum
dögum eftir fyrstu kosningarnar í
landinu síðan árið 1977.
herrum hans og munu þeir allir
ræða við portúgalska starfsbræð-
ur sína. í dag mun Gonzales
ávarpa portúgalska þingið. Við
komuna til Lissabon sagði Gonzal-
es að erindið væri að efla enn náin
tengsl þjóðanna.
verður að kröfu Möltumanna,
munu lönd á borð við Líbíu eiga
rétt á fulltrúa. Er lítil hrifning
meðal margra Evrópulandanna á
þeim möguleika.
Herlög voru sett í stærstu
borgum landsins í desember 1979,
er 111 manns týndu lífi í óeirðum.
í september 1980, er Kenan Evr-
en hershöfðingi tók völdin í land-
inu, var Tyrkland allt síðan
hneppt í herlögin. Hið nýkjörna
þing mun koma saman 19. nóv-
ember og þá verður skorið úr
hvort herlagaframlenging örygg-
isráðsins verði haldin eða numin
úr gildi. Búist er við því að Turg-
ut Ozal, formaður Föðurlands-
flokksins, sem vann stórsigur í
kosningunum, fái í hendurnar
umboð til stjórnarmyndunar í
næstu viku. Öryggisráðið mun
starfa áfram sem nokkurs konar
eftirlitssveit.
Gonzales til Portúgals
I.Lssabon, II. nóvember. AP.
Tyrkland:
Herlög framlengd
um fjóra mánuði
Ankara, 11. nóvember. AP.