Morgunblaðið - 12.11.1983, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
fHwgMiiÞlfifrtfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Ríkisstjórnin og
verkalýðshreyfingin
Um þetta leyti árs fyrir
20 árum ríkti mikil
spenna milli þáverandi rík-
isstjórnar og verkalýðs-
hreyfingarinnar og benti
allt til, að mikil og alvarleg
átök væru þá yfirvofandi í
þjóðfélaginu. Persónulegt
samband milli Ólafs Thors,
þáverandi forsætisráð-
herra, og Eðvarðs Sigurðs-
sonar, sem þá var formaður
Dagsbrúnar, varð til þess
að átökum var afstýrt. í
kjölfarið fylgdi næstu mán-
uði á eftir friður á vinnu-
markaði og aukið traust
milli Viðreisnarstjórnar og
verkalýðshreyfingar, sem
stóð til loka viðreisnar-
tímabilsins. Það traust átti
m.a. verulegan þátt í, að
þjóðin komst klakklaust út
úr þrengingunum, sem að
steðjuðu 1967—1969.
í febrúarmánuði 1978 —
15 árum eftir þennan at-
burð — greip ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar til
alvarlegra efnahagsað-
gerða, sem m.a. skertu þá
kjarasamninga, sem í gildi
voru. Verkalýðshreyfingin
brást harkalega við og urðu
viðbrögð hennar til þess, að
þáverandi ríkisstjórn rétti
fram sáttahönd í maí 1978
með því að setja bráða-
birgðalög, sem milduðu
mjög þær aðgerðir, sem
febrúarlögin gerðu ráð
fyrir.
Maí-lög Geirs Hallgríms-
sonar höfðu hins vegar ekki
sömu áhrif og sáttaboð
Ólafs Thors í nóvember
1963. Þvert á móti herti
verkalýðshreyfingin róður-
inn gegn ríkisstjórninni
með eftirminnilegum ár-
angri. Innan Sjálfstæðis-
flokksins var ríkisstjórnin
gagnrýnd harðlega fyrir
það, að standa ekki við
fyrri aðgerðir og maí-lögin
voru lögð henni mjög til
lasts.
í viðræðum um myndun
núverandi ríkisstjórnar í
maí sl. fór ekki á milli
mála, að það var Fram-
sóknarflokkurinn, sem
krafðist þess, að samn-
ingsrétturinn yrði skertur
en Sjálfstæðisflokkurinn
var því andvígur. Mála-
miðlun tókst á milli flokk-
anna sem verkalýðshreyf-
ingin snerist gegn af mik-
illi hörku.
Nú hefur ríkisstjórnin
lýst því yfir, að hún falli
frá þessu undeilda ákvæði
bráðabirgðalaganna. Rök
hennar eru þau, að efna-
hagsaðgerðirnar hafi nú
þegar borið verulegan
árangur og þess vegna sé
óhætt að falla frá þessu
ákvæði.
Ef árangurinn af þessari
ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar verður sá, að í kjölfarið
fylgi friður á vinnumarkaði
og traust á milli forystu-
manna ríkisstjórnarinnar
og verkalýðshreyfingarinn-
ar er það af hinu góða.
Verði niðurstaðan hins veg-
ar svipuð og 1978, að verka-
lýðssamtökin líti á þessa
ákvörðun stjórnarinnar
sem veikleikamerki, er
mikil hætta á ferðum. Hitt
fer ekki á milli mála, að
rökin, sem ríkisstjórnin
færir fyrir ákvörðun sinni
eru hæpin. Það er alltof
snemmt að kveða upp úr
með það, að aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar hafi borið
árangur. Við lifum enn í
svipaðri blekkingu og vet-
urinn og vorið 1981, þegar
gengisstöðvun þáverandi
ríkisstjórnarinnar hægði á
verðbólgunni um skeið.
Þegar sýnt verður, hvort
ríkisstjórnin finnur lausn á
stórfelldum vanda útgerð-
arinnar án gengislækkunar
er hægt að tala um raun-
verulegan árangur en fyrr
ekki.
Að undanförnu hafa ein-
stakir þingmenn stjórnar-
flokkanna gefið yfirlýs-
ingar hingað og þangað um
nauðsyn þess að afnema
skerðingarákvæði bráða-
birgðalaganna. Þær yfir-
lýsingar hafa gefið vís-
bendingu um, að stjórnin
hafi ekki meirihluta á þingi
fyrir samþykkt bráða-
birgðalaganna í óbreyttu
formi. Það er ekki styrk-
leikamerki hjá núverandi
ríkisstjórn að afnema
skerðingarákvæði bráða-
birgðalaganna við slíkar
aðstæður. Vinnubrögðin nú
og fyrir 20 árum að þessu
leyti eru mjög lærdómsrík.
Vonandi verður framvinda
þessara mála sú, að friður
ríki á vinnumarkaðnum
næstu misseri og verka-
lýðshreyfingin og vinnu-
veitendur beri gæfu til að
finna kjaradeilum þann
farveg, sem samræmist
þeirri erfiðu stöðu, sem
þjóðarbúskapur okkar er í.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN C. AUSLAND í Osló
Ákafar umræður um
öryggismál í Noregi
LÍKLEGA hafa aldrei verið jafn ákafar umraeður um norsk öryggismál en
um þessar mundir. Athyglin beinist einkum að bandarísku kjarnorku-
eldflaugunum sem komið verður fyrir í Vestur-Evrópu á næstunni en
Norðmenn líta einnig í eigin barm og velta því fyrir sér, hvort varnir
þeirra sjálfra séu eins góðar og almennt er talið. Þessi mál eru mikið
rædd í fjölmiðlum. Á stórþinginu búa menn sig undir að greiða atkvæði
um Evrópueldflaugarnar 21. nóvember næstkomandi og 8. desember
koma fjárveitingar til varnarmála á næsta ári til atkvæða.
Evrópueldflaugarnar
pphafið að umræðunum um
Evrópueldflaugarnar má
rekja til ákvörðunar utan-
ríkisráðherra NATO-ríkjanna í
desember 1979. Vegna ótta við
nýjar sovéskar kjarnorkueld-
flaugar af gerðinni SS-20 tóku
ráðherrarnir tvíþætta ákvörðun.
í fyrsta lagi skyldu hafnar af-
vopnunarviðræður milli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna. í
öðru lagi skyldi bandarískum
Pershing II eldflaugum og stýri-
flaugum komið fyrir í Vestur-
Evrópu og fjöldi þeirra ráðast af
niðurstöðu afvopnunarviðræðn-
anna.
Ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins undir forsæti Odvar
Nordli stóð að þessari ákvörðun
á vettvangi NATO, þótt and-
staða væri við hana innan
flokksins. Eftir að Verkamanna-
flokkurinn lenti í stjórnarand-
stöðu eftir kosningar síðla árs
1981 ákvað forysta hans á hinn
bóginn að nauðsynlegt væri að
breyta um afstöðu til eldflaug-
anna ef takast ætti að viðhalda
einingu í flokknum. Á þessum
grundvelli var síðan mótuð
stefna sem svipaði mjög til af-
stöðu Sovétmanna.
Þessi stefnubreyting olli
óánægju hjá ríkisstjórnum
flestra NATO-landa en kom
Verkamannaflokknum til góða í
sveitarstjórnarkosningum sem
fram fóru í Noregi í september
síðastliðnum. Verkamannaflokk-
urinn jók verulega fylgi sitt, og
ýmsum þykir margt benda til
þess að flokkurinn geti myndað
ríkisstjórn að loknum þingkosn-
ingum sem efnt verður til 1985.
Káre Willoch, forsætisráð-
herra úr Hægriflokknum, á í
nokkrum erfiðleikum vegna af-
stöðu samstarfsflokka í ríkis-
stjórninni, Kristilega þjóðar-
flokksins og Miðflokksins. Þótt
forystumenn flokkanna séu
hlynntir því að hafist verði
handa við að koma bandarísku
eldflaugunum fyrir í desember
næstkomandi takist ekki sam-
komulag við Sovétmenn, er ekki
einhugur um málið innan flokk-
anna. Af þessum ástæðum hefur
Willoch-stjórnin aðeins eins at-
kvæðis meirihluta á Stórþinginu
í eldflaugamálinu.
Flestir telja að ríkisstjórnin
muni merja það í atkvæða-
greiðslunni 21. nóvember. Þess
vegna kemur tæplega til þess að
forsætisráðherrann þurfi að
standa við fyrri heitstrengingar
um að segja af sér ef atkvæði
falla honum í óhag. Gro Harlem
Brundtland, formanni Verka-
mannaflokksins, er ekkert
kappsmál að fella ríkisstjórnina.
Hana langar ekki að axla stjórn-
arforystu nú á tímum verulegs
atvinnuleysis. Auk þess getur
hún varla vænst þess að innan
NATO fallist menn á afstöðu
John C. Ausland, höfundur með-
fylgjandi greinar, er fyrrum starfs-
maður í bandarísku utanríkisþjón-
ustunni. Hann er nú búsettur í
Noregi og hefur fyrir fáeinum vik-
um sent frá sér bók, „Norge i en
tredje verdens krig“, þar sem
hann ræðir um varnir Noregs. Hef-
ur bókin orðið hvati að umræðum
um öryggismál í Noregi, enda telur
höfundurinn að ekki sé nóg að gert
til að tryggja varnir Noregs.
Verkamannaflokksins til Evr-
ópueldflauganna.
Varnir Noregs
Káre Willoch og Gro Harlem
Brundtland hafa sem sé hvort
um sig reynt að snúa eldflauga-
málinu sér í vil en samhliða
þeirri keppni hefur athygli
Norðmanna í vaxandi mæli
beinst að því, hvort ekki sé
ástæða til að huga að nærtækari
vanda í varnarmálum.
Þegar rætt er um norsk varn-
armál þarf að huga að tvennu:
stöðu norska hersins og liðsauka
frá bandamönnum Noregs.
Undirrót vandans að því er
norska herinn varðar er sú, að
aldrei hefur verið brugðist við
því sem skyldi að Bandaríkja-
menn hættu að veita Norðmönn-
um hernaðaraðstoð 1969. Til að
komast hjá þessum vanda hefði
annaðhvort þurft að stórauka
fjárvejtingar til varnarmála eða
skera norska herinn niður.
Hvorugt var gert.
Hverfa verður lengra aftur til
að komast að rótum vandans
vegna liðsauka frá banda-
mönnum Noregs. Þegar Norð-
menn gerðust aðilar að NATO
ákváðu þeir að erlendur her yrði
ekki í Noregi á friðartímum.
Hins vegar gerðu þeir ráð fyrir
því að taka á móti liðsauka á
hættutímum. Þeir gerðu þó ekki
ráðstafanir sem eru nauðsynleg-
ar til að þessar erlendu liðssveit-
ir geti barist í Noregi. Þess
vegna lá ekki ljóst fyrir hve mik-
ill liðsstyrkur yrði sendur, ef lit-
ið er framhjá nokkrum banda-
rískum flugvélum en ráðstafanir
voru gerðar til að taka á móti
þeim.
Á síðari hluta áttunda áratug-
arins var gripið til aðgerða sem
áttu að bæta úr þessum skorti á
nauðsynlegri aðstöðu liðsaukans.
Norsk varnarmálanefnd skil-
aði skýrslu á árinu 1978 þar sem
hvatt er til þess að her landsins
verði verulega endurbættur.
Sameiginleg rannsókn Banda-
ríkjamanna og Norðmanna
leiddi til ákvörðunar um að í
Mið-Noregi skyldu verða birgðir
fyrir stórfylki bandarískra land-
gönguliða. Á vettvangi NATO
var ákveðið að á nokkrum norsk-
um flugvöllum skyldi verða við-
búnaður til að taka á móti nokk-
ur hundruð flugvéla frá banda-
lagsríkjunum á hættutímum.
Bandaríski flotinn setti upp
birgðastöðvar í Mið-Noregi fyrir
flugvélar frá flugmóðurskipum,
sem nota á ef móðurskipið lask-
ast eða því er sökkt.
En allt kostar þetta stórfé.
Þótt samaðilarnir að NATO
hlaupi undir bagga vegna kostn-
aðarins við liðsaukann verða
Norðmenn að borga sinn hluta.
Ríkisstjórn Willochs glímdi við
þetta dæmi á síðasta vetri, þegar
hafist var handa við að velja og
hafna vegna nýrrar fimm ára
áætlunar í varnarmálum. Þegar
skjalið var kynnt á nýliðnu vori
hafði ekki verið tekið af skarið
um alla þætti málsins. Megin-
stefnan var þó skýr: það er ekki
unnt að halda öllu áfram sem
byrjað hefur verið á til að
styrkja varninar.
Samkvæmt útreikningum
varnarmálaráðuneytisins þyrfti
að auka hernaðarútgjöld um 7%
árlega næstu fimm ár aðeins til
að framkvæma hugmyndir varn-
armálanefndarinnar frá 1978. í
þessu dæmi er ekki tekið tillit til
kostnaðarins sem Norðmenn
verða að bera vegna liðsaukans,
ekki liggur enn fyrir hve mikill
hann verður. Talað er um 7% en
í raun gert ráð fyrir 3,5% vexti á
útgjöldunum.
Vegna alls þessa hefur ríkis-
stjórn Káre Willoch ákveðið: (1)
að lengja þann tíma sem þarf til
að framkvæma tillögur varn-
armálanefndarinnar um norska
herinn og miða við að þær kom-
ist til framkvæmda fyrir alda-
mót, og (2) að minnka styrk og
viðbragðsflýti norska hersins.
Norðmenn hafa eins og aðrir
vaxandi áhyggjur af þróun al-
þjóðamála, en flestir þeirra
treysta þó á það að ekkert al-
varlegt gerist í þessum heims-
hluta. Af þeim sökum má telja
fullvíst að stefna Willoch-
stjórnarinnar verði samþykkt 8.
desember næstkomandi að lokn-
um umræðum í stórþinginu um
fjárveitingar til varnarmála.
Allt er á huldu um hvernig
umræðurnar um varnarmál þró-
ast á árinu 1984. Ég sé það alls
ekki fyrir eins og málum er nú
háttað.