Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 30

Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 Moldarrof og uppblástur á óvörðu landi í Fnjóskadal. (Ljósm. Páll Jónsson) Birkirunnar, sem sáð var til 1947. Mynd frá 1983. (Igósm. H.B.) Endurgræðsla Háls- mela í Fnjóskadal — eftir Hákon Bjarnason Síðari grein l>að er næsta ótrúlegt hve við íslendingar látum okkur litlu skipta, hve land okkar er eytt og rúið að landgæðum. Sú skoðun virðist ótrú- lega almenn að endurgræðsla upp- blásinna og gróðurvana landa sé mjög auðveld. Slíkt er fjarstæða. Hið sanna er, að við kunnum varla tökin á að sinna þessu máli. Hér verður sagt frá því, hvernig tilraun- um með endurgræðslu Hálsmela hefur miðað, og hver er árangur þeirra. Friðun melanna Árið 1946 var skógargirðingin um Vaglaskóg stækkuð út á Háls- mela, og hefur síðan fylgt þjóðveg- inum frá Fnjóskárbrú langleiðina heim að Hálsi. Þá komu allt að 50 hektarar gróðurvana lands innan girðingarinnar. Vonir stóðu til að melarnir mundu að nokkru gróa upp af sjálfsdáðum, en síðan eru liðin 37 ár án þess að sjálfs- græðslu gæti að nokkru marki nema á örfáum blettum, einkum í dældum, þar sem jarðraki er mestur. Fnjóskadalur er langur, djúpur og mjög þurrviðrasamur. Mikill hluti hans er um og yfir 100 metra ofar sjó, og melarnir munu í um 150 metra hæð. Sumur eru stutt og úrkomulítil og að auki eru vor- þurrkar oft með afbrigðum þrálát- ir. Þetta á auðvitað nokkurn þátt í því, hvað endurræktun og sjálf- græðsla melanna hefur gengið hægt. Vorið 1947 sáði þáverandi skóg- arvörður á Vöglum, Einar G. E. Sæmundsen, grasfræi í tvo hekt- ara lands meðfram þjóðveginum, og átti þetta að verða einskonar sýnireitur. Grasfræið var blanda af íslensku grasfræi frá Sámsstöð- um og venjulegu erlendu fræi, sem þá var notað við alla túnrækt. Ennfremur var sáð bæði grasfræi og íslensku melfræi í dálitla laut, sem sandur og mold hafði borist í. Síðan var alhliða áburði dreift yf- ir. Nokkru eftir að þessu var lokið gengum við Einar um landið til að sjá hvernig til hefði tekist og höfð- um við með okkur um 100 grömm af birkifræi. Meira var ekki til þá stundina, því miður. Sáldruðum við fræinu á dálítinn blett í miðri grasfræsáningunni skammt frá girðingunni. Næstu þrjú árin var borið á reitina og litu þeir fallega út eins og græn vin í eyðimörk. Eftir það var talið að grasið ætti að komast af án áburðar, og þá var áburðargjöf hætt með öllu. Næsta sumar var mikill kyrkingur í grasinu og sást þá nokkur vottur hundasúru. Sumarið þar á eftir sló rauðum blæ á sáðreitina því að hijndasúran óð uppi. En hunda- „Hér kemur einnig hið sama í ljós og áður, að einstaka birkiplöntur hafa náð að rótfesta sig utan í grashnubbana. Þær eru enn að vísu mjög litlar og miðar hægt upp á við, en þær eiga framtíðina fyrir sér. Segja má að þetta sé eini árangurinn af öllum þessum áburðar- og grasfræaustri. Hvet- ur hann, ásamt fyrri til- rauninni, til umhugsun- ar um hve tilgangslaus slík landgræðsluaðferð er, sé henni ekki fylgt eftir með sífelldri áburðargjöf.“ súran er sníkjuplanta, sem að nokkru leyti lifir af rotnandi grasrótum, og upp úr þessu dó grasið að mestu út uns ekki varð lengur séð, hvar sáð hafði verið. Eftir voru þó örlitlar birkiplöntur á stangli þar sem birkifræið kom niður. Voru þær yfirleitt angar litlar og stóðu í stað í mörg ár, eflaust sakir næringarskorts, enda var ekkert að þeim hlúð. Mörgum árum síðar var eftir því tekið, að þær fóru að teygja úr sér og á nokkrum árum var komin upp þyrping birkiplantna, sem færðist í aukana með hverju ári. Nú stendur þar dálítill birkilundur, allt að fjórir metrar á hæð, og um- hverfis hann er urmull birkiný- græðings, sem vaxið hefur upp af fræi úr lundinum. í skjóli birki- lundarins er einnig allþéttur gras- gróður ásamt nokkrum öðrum plöntutegundum. Að þessu verður vikið síðar. Endurtekin tilraun Þrátt fyrir mistökin eða árang- ursleysið af grasræktinni á árun- um 1947 til 1950 var efnt til gras- ræktar í miklu stærri stíl árið 1969 í von um að nú tækist betur til. Landgræðsla ríkisins lagði til leiðsögn og gaf töluvert grasfræ- magn í upphafi. Sáningar fóru fram 4 ár í röð, og var alls sáð í 18 hektara lands norðan við skóga- mörkin á Vöglum. Borið var á sán- ingarnar í 8 ár, fyrst á hverju ári og síðar annaðhvert ár. Alls fóru 17 tonn af áburði á sáningarnar eða sem næst eitt tonn á hvern hektara. Meðan áburðar naut við slógu sáningarnar grænum lit á melana og vöktu athygli þeirra, sem um þjóðveginn fóru, á sama hátt og í fyrra sinnið. Þegar áburðargjöf var hætt fór allt á sama veg og eftir fyrri tilraunina. Tilsýndar sér þess nú enga staði, að þar hafi verið myndarleg gras- rækt í nokkur ár, en með því að ganga um landið má sjá hnubba af vingli og lógresi, sem verið hafa fyrir á melunum og fengið aukinn lífsþrótt við áburðinn, að minnsta kosti um stundarsakir. Hér kemur einnig hið sama í ljós og áður, að einstaka birkiplöntur hafa náð að rótfesta sig utan í grashnubbana. Þær eru enn að vísu mjög litlar og miðar hægt upp á við, en þær eiga framtíðina fyrir sér. Segja má að þetta sé eini árangurinn af öllum þessum áburðar- og grasfræ- austri. Hvetur hann, ásamt fyrri tilrauninni, til umhugsunar um hve tilgangslaus slík landgræðslu- aðferð er, sé henni ekki fylgt eftir með sífelldri áburðargjöf. Vingullinn á Stórulágarbarmi Ekki má skilja svo við tilraun- irnar með endurgræðslu, að ekki sé getið um Stórulágarbarminn. Þar hófst uppblásturinn á melun- um fyrir 120 árum, eins og áður er getið. Þar var dálítill vingulgróður ásamt lógresi og vallhæru þegar landið var friðað, og þessar teg- undir höfðu þést nokkuð á friðun- artímabilinu. Var horfið að því ráði er grasfræsáningarnar hófust að bera túnáburð á barminn sam- tímis því er borð var á sáningarn- ar. Við það þéttist vingullinn og innan fárra ára var þar komin samfelld gróðurþekja. Vingullinn bar fræ á hverju ári eftir að farið var að bera á, og virðist það hafa flýtt mjög endurgræðslunni. Hann er nærri einráður á barminum, en þar sjást einnig fáeinar aðrar teg- undir. Eftir að áburðargjöf var hætt dró mjög úr þroska vinguls- ins og fræmyndun er nú orðin lítil eða engin, en gróðurþekjan er samfelld. Lítilsháttar hefur fund- ist af sjálfsánu birki innan um vingulinn, og birkiplöntum virðist fjölga smám saman. Fer það að líkindum eftir fræfalli í Vagla- skógi hve ört þeim kann að fjölga. Varla þarf að taka fram, að vöxtur birkisins er hægur enn sem komið er. Liðin eru mörg ár síðan því var veitt eftirtekt á gömlum melskell- um innan Vaglaskógar, að þær greru upp á sama hátt og í gras- fræsáningunum. Vingullinn var fyrstur allra plantna til að festa rætur á gróðurlausri melskellu, en síðan gat birkið fengið fótfestu utan í jaðri vingulþúfunnar. Stangast þessi athugun á við það, sem á stundum var haldið fram fyrir allmörgum árum, að fyrstu landnemarnir á gróðurvana landi væru lágplöntur, fléttur, skófir og mosar, en síðar kæmu æðri plönt- ur er lágplönturnar hefðu undir- búið jarðveginn. En hvað sem þessu líður, þá er vingullinn fljót- astur að nema land á Hálsmelum, j pn ýmsar aðrar tegundir fylgja Mynd úr flugvél yfír Vaðlaheiði. Gróðrarstöðin í Vaglaskógi til hsgri á myndinni, en gamli vegurinn austur í Ljósavatnsskarð til vinstri. Myndin sýnir uppblástur í heiðinni betur en orð fá lýst (Ljóam. f-k v. Línden) Gamli þjóðvegurinn milli Háls og Skóga. Á hægri hönd hrísmóar að gróa upp eftir friðun frá 1946. Birkibuskar að koma upp á víð og dreif. Á hægri hönd melar, sem reynt hefur verið að rækta upp mað grasfræssáningu. Athyglis- verðust er þó jarðvegseyðingin í Vaðlaheiði upp af bænum. honum þótt minna beri á þeim. Þá má benda á, að birkiplönturnar utan í vingulhnubbunum geta lengi staðið í stað án þess að bæta nokkru sýnilegu við vöxt sinn, en svo kemur allt í einu að því, að þær teygja sig upp á fáum árum og auka vöxt sinn úr því. Sennilegt er, að þá hafi sveppur eins og kúa- lubbi, eða jafnvel fleiri tegundir sveppa, sest að á rótum birki- plantnanna og greitt fyrir vextin- um. Reynsla af lúpínu á Hálsmelum Fyrir mörgum árum voru fáein- ir lúpínuhnausar settir niður ná- lægt gamla birkilundinum út við þjóðveginn. Þeir þrifust allsæmi- lega og báru fræ en útbreiðslu þeirra miðaði mjög hægt. Landið er marflatt en lúpínan kastar ekki fræjum sínum nema örskammt frá móðurplöntunni og kann það að hafa verið orsökin til lítillar útbreiðslu. En um sama leyti og grasræktin hófst að nýju var tölu- vert af lúpínurótum sett niður á ýmsa staði á melunum, einkum á smáhóla og utan í brekkur. Frá þessum stöðum hefur hún breiðst mjög ört út og þekur hún nú all- stór svæði á melunum. Lúpínan þarf mikla úrkomu til að þrífast vel, og er hún því ekki eins stór- vaxin á þessum stað og víða ann- arsstaðar í mjög þurrum árum, og það hefur komið fyrir að hún hef- ur visnað og dáið á hæstu hryggj- unum þegar miklir þurrkar ganga að vorlagi. En slíkt virðist ekki skipta öllu máli þar eð urmull fræplantna kemur upp í skellun- um og tekur við af því er féll. Lúpína þarf ekki á áburði að halda. Hún aflar sér köfnunarefn- is úr andrúmsloftinu, og meira að segja miðlar hún öðrum plöntum af afla sínum. Undir lúpínuþekj- unni vaxa margar tegundir plantna sem lítið ber á meðan hún breiðir sig yfir allt, en sé hún sleg- in eða grisjast kemur jörðin oftast algræn undan henni. Niðurlag Af þeirri reynslu, sem fengist hefur af friðun og endurgræðslu Hálsmela, er augljóst að sáning grasfræs er alveg gagnslaus nema með sífelldum áburðaraustri. Vingull og birki mundu nema landið á ný, en slík endurgræðsla yrði að njóta friðunar í heila öld eða lengur. Gróðursetning lúpínu á víð og dreif er mjög ódýr rækt- unaraðferð, og með henni mætti klæða allt landið og bæta jarðveg- inn. En hvað við tæki eftir lúpínu- ræktunina skal ósagt látið. Hún myndi þó ávallt skila frjórri jörð þar sem nú er líflaus jarðvegur. Að endingu má bæta við, að enda þótt Hálsmelar blási ekki lengur upp og nokkur tilraun hafi verið gerð til að bæta gömul sár, þá er enn mikill uppblástur í gangi og landeyðing í Vaðlaheiði og ýmsum öðrum stöðum á þess- um slóðum, og vafasamt er að meira grói upp en eyðist þrátt fyrir víðlendar skógargirðingar í Fnjóskadal og strjálbýli í suður- enda dalsins. Híkon Bjarnason er fyrrrerandi skóer^arst^ri.Uitii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.