Morgunblaðið - 12.11.1983, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
Öllum þeim, sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu, 2.
nóvember sL, þakka ég af alhug. Sérstakar þakkir til
fósturbama minnafyrir ógleymanlegan dag.
Guö blessi ykkur ölL
Halldóra Jóhannesdóttir
frá Mosfelli.
Ég þakka hjartanlega öllum sem glöddu mig með nær-
veru sinni, gjöfum og skeytum á 70 ára afmælinu mínu
í Domus Medica.
Ingvi Guðmundsson,
Álftamýri 40.
BASAR
Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur
basar í Sigtúni á morgun, sunnudaginn 13. október, og
hefst hann klukkan 14.
Ágóðinn rennur til nýbyggingar sumardvalarheimilis
fatlaðra barna í Reykjadal.
Kvennadeild Styrktarfélags lamaöra og fatlaðra.
Blaðburdarfólk
óskast!
Vesturbær Austurbær
Granaskjól Bergstaöastræti Ingólfsstræti og
Frostaskjól. Freyjugata 28—49 Þingholtsstræti
fltargmtfybifrtfr
Viðtalstími
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins verða til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12.
Er þar tekið við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtals-
tíma þessa.
Laugardaginn 12.
nóvember verða til
viðtals Páll Gíslason
og Gunnar S.
Björnsson.
Páll
Gunnar
Metsölublad á hverjum degi!
ílleööur
á tnorgutt
Guömundsson dómkirkjuprestur
messar. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í reykjavík: Almenn
guösþjónusta kl. 14.00. Safnaö-
arprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Kirkjufööurins Marteins
Lúthers minnst og sunginn sálm-
ur eftir hann. Organleikari og
söngstjóri Pavel Smid. Ferming-
arbörn og foreldrar þeirra sér-
staklega beöin aö koma. Eftir
guösþjónustu veröa seldir postu-
Kristniboðsdagurinn
Guösþjónustur í Reykjavík-
urprófastsdæmi sunnudginn 13.
nóvember 1983.
DÓMKIRKJAN: Laugardagur:
Barnasamkoma á Hallveigar-
stööum kl. 10.30. Sr. Agnes Sig-
uröardóttir. Kl. 5.00 sd.: Kórtón-
leikar í Dómkirkjunni. Kór kirkj-
unnar og Tónlistarskólans í
Reykjavík syngja. Höröur Ás-
kelsson leikur einleik á orgeliö,
stjórnandi Marteinn H. Friöriks-
son. Sunnudagur: Messa kl. 11.
Dómkórinn syngur lög eftir dr.
Gunnar Thoroddsen, Crúger,
Distler o.fl. Trompetleikararnir
Lárus Sveinsson og Jón Sigurös-
son. Marteinn H. Friöriksson
leikur tónlist eftir Brahms og
Hallgrím Helgason. Sr. Þórir
Stephensen. Messan kl. 2.00 fell-
ur niöur. Kl. 17.00: Kórtónleikar í
kirkjunni. Kór Kársnes- og Þing-
hólsskóla og Dómkórinn frum-
flytja ásamt einsöngvara, Hall-
dóri Vilhelmssyni, verk eftir Jón
Ásgeirsson, „Leyfiö börnunum
að koma til mín“. Barnakórinn
syngur fleiri löng undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur. Marteinn
H. Fröriksson leikur einleik á
orgel.
ÁRBÆ J ARPREST AK ALL:
Barnasamkoma í Safnaöarheimili
Árbæjarsóknmar kl. 10.30 ár-
degis. Guösþjónusta í Safnaöar-
heimilinu kl. 2.00. Altarisganga.
Organleikari Jón Mýrdal. Tekiö á
móti gjöfum til kristniboösstarfs-
ins. Sr. Guömundur Þorsteins-
son.
ÁSPRESTAKALL: Barnaguös-
þjónusta aö Noröurbrún 1, kl. 11.
Messa sama staö kl. 2.00. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPREST AK ALL:
Laugardagur: Barnasamkoma kl.
11. Sunnudagur: Messa kl. 14.00
í Breiöholtsskóla. Sr. Lárus Hall-
dórsson.
BÚST AOAKIRK J A: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 2. Sr.
Auöur Eir Vilhjálmsdóttir prédik-
ar. Umræöur og kaffi í Safnað-
arsal eftir messu. Barnagæzla.
Organleikari Guöni Þ. Guð-
mundsson. Prestur sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Kvenfé-
lagsfundur mánudagskvöld kl.
20.30. Félagsstarf aldraöra miö-
vikudag kl. 14—17. Æskulýös-
fundur miövikudagskvöld kl.
20.00. Sóknarnefndin.
DIGRANESPRESTAKALL: Laug-
ardagur: Barnasamkoma í Safn-
aöarheimilinu viö Bjarnhólastíg
kl. 11. Sunnudagur: Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11.00.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
ELLIHEIMILID GRUND: Messa
kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Laugardagur: Barnasam-
koma í Hólabrekkuskóla kl. 2.00.
Sunnudagur: Barnasamkoma f
Fellaskóla kl. 11. Guösþjónusta í
menningarmiöstööinni viö
Geröuberg kl. 2.00. Sr. Hjalti
línsvasar Fríkirkjunnar, sem ger-
öir voru í tilefni 80 ára afmælis
hennar, en á þeim er einmitt
mynd af merki siöbótarhetj-
unnar, Lúthersrósinni. Sr. Gunn-
ar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Laugardag-
ur: Bazar Kvenfélags Grensás-
sóknar í Safnaðarheimilinu.
Sunnudagur: Barnasamkoma kl.
11. Guösþjónusta kl. 14.00.
Organleikari Árni Arinbjarnar-
son. Fundur BSK kl. 16.00 á
sunnudag. Almenn samkoma nk.
fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Föstudagur, æskulýösfundir kl.
17 og kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar-
dagur 12. nóv. kl. 10—14: sam-
vera fermingarbarna. Sunnudag-
ur. Tekiö veröur viö framlögum til
kristniboösins viö allar messur
sunnudagsins. Messa og barna-
samkoma kl. 11.00. Lúthers-
minning. Börnin komi í kirkju og
taki þátt í upphafi messunnar. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Messa kl.
14.00. Sr. Miyako Þóröarson
heyrnleysingjaprestur. Kvöld-
messa meö altarisgöngu kl.
17.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Þriöjudagur, fyrirbæna-
guösþjónusta kl. 10.30 árd., beö-
iö fyrir sjúkum. Þriðjudagur kl.
20.30: Félagsvist í Safnaðar-
heimilinu. Miövikudagur 16. nóv:
Náttsöngur.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
GRÆNMETI
Aa®avEEBi
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLAIa EtÐISTORG111
Pétur Þorvaldsson og Ragnar
Björnsson.
Selló- og
orgeltón-
leikar á
Suðurlandi
LAUGARDAGINN og sunnudaginn
12. og 13. nóvember nk. munu þeir
Ragnar Björnsson organleikari og
Pétur Þorvaldsson sellóleikari halda
tónleika á Selfossi og í Skálholti.
Tónleikarnir á Selfossi, sem eru á
vegum Tónlistarfélagsins á staðn-
um, verða haldnir í Selfosskirkju á
laugardaginn, og hefjast kl. 17.00.
Tónleikarnir í Skálholti eru á
vegum kirkjunnar þar, og verða
haldnir á sunnudaginn kl. 17.00.
Á efnisskránni eru verk eftir
Vivaldi, J.S. Bach, Allain og César
Franck, bæði einleiksverk fyrir
orgel og selló og verk fyrir bæði
hljóðfærin saman.