Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
35
Edda Jónsdóttir vid tvœr Hringrásarmyndir sínar, vinstra megin er framhlió-
in, en bakhliðin hægra megin.
Edda Jónsdóttir:
Manneskjan sem
skotskífa lífsins
Edda Jónsdottir á sex myndir á sýningunni, Hringrás nefnir hún þær, fra
eitt til sex, og eni þetta ætingar unnar á zinkplötur. Þessar myndir eru annar
helmingurinn af myndröð sem Edda hefur unnið og verða allar myndirnar
tólf sýndar á íslenskum menningardögum í Berlín og Bonn seinni part
mánaðarins, ásamt verkum fimm annarra grafíklistamanna.
„Þessar sex myndir í Norræna
húsinu eru framhliðin á plötum
sem ég vinn báðum megin,“ út-
skýrir Edda. „Hringformið er alls-
ráðandi, eins og nöfn myndanna
gefa til kynna, og þessi framhlið
getur verið manneskjan sem
skotskífa lífsins, eða hringhugsun
konunnar og listamannsins. Relíf-
ið, eða það sem er upphleypt í
myndunum, er það sem maður
gefur frá sér eða verður fyrir.
Hinn hluti myndraðarinnar, sá
sem ekki er hér á sýningunni, er
bakhliðin á tilverunni, sem ekki er
eins ljós og ekki eins fínpússuð. Ég
nota bakhliðina af sömu plötun-
um, relífið er orðið innhverft og í
stað mynda eru rispur, minniskrot
og annað sem komið hafði á plöt-
una á meðan ég var að vinna
framhliðina.
Framhliðin er þannig unnin, að
ég tók fyrst ljósmyndir af sjálfri
mér, raðaði þeim saman og bjó til
eins konar klippimynd, sem síðan
er yfirfærð með ljósmyndatækni á
zinkplötu. Relífið er til komið i
framhaldi af vinnu minni með
blindraletur, sem ég byrjaði að
nota í myndum mínum árið 1979.
Annars held ég að ekki borgi sig
að segja meira um myndirnar,
áhorfandinn verður að hafa
eitthvað eftir fyrir eigið ímyndun-
arafl," sagði Edda að lokum.
KjarUn Guðjónsson á heimili sínu.
Kjartan Guðjónsson:
Grafíkin aukageta
„GRAFÍKIN hjá mér er eiginlega aukageta. Ég byrjaði fyrst á þessu 1978, en
hafði þá lengst af stundað málverkið. Þessar myndir mínar á sýningunni eru
hluti af myndröð sem ég kalla „Reykjavík“, svona nokkurs konar Vestur-
bæjarrómantík,“ sagði Kjartan Guðjónsson kennari við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands um langt árabil, en Kjartan á sjö dúkristur á sýningunni.
„Dúkristan er sennilega tækni-
lega einfaldasta grafíkformið og
hana þekkja flestir af eigin
reynslu úr barnaskóla. Það er
skorið með sérstöku járni í dúk,
valsað á prentsvertunni og þá
verða skurðlínurnar eftir hvítar.
Myndin verður því negatíf, ef svo
má segja.“
— Skera menn fríhendis í dúk-
inn, eða er teiknað fyrst?
„Það er sjálfsagt einstaklings-
bundið. Sjálfur teikna ég mikið
áður en ég tek til við að skera. Mér
finnst ég verða að vera klár á því
fyrirfram í stórum dráttum hvað
ég ætla að gera. Og svo verður að
gæta að því að það er lítið hægt að
leiðrétta, eða breyta sjálfum
skurðinum. Það er því mikilvægt
að hafa skýra hugmynd um það
fyrirfram hvernig myndin á að
verða.“
— Ertu lengi með eina dúk-
ristu?
„Ég er þrjá til fjóra daga að
skera, en þá er eftir að þrykkja,
sem getur verið mikið verk ef
tæknin er ekki fullkomin. Fyrst í
stað notaði ég matskeið og það er
ansi seinlegt. En nú hef ég eignast
pressu, sem átti að fara í brota-
járn, og það er mikill munur."
Kristniboðsvika á Akureyri
Akureyri, 11. nÓTember.
ÞESSA viku hefur staðið yfir
kristniboðsvika á Akureyri á veg-
um KFUM, KFUK og kristniboðs-
félaganna. Samkomur hafa verið
haldnar daglega og verður svo
fram til sunnudags, sem er
kristniboðsdagur íslensku Þjóð-
kirkjunnar, en þá lýkur kristni-
boðsvikunni. Samkomur þessar
eru haldnar í Kristniboðshúsinu
Zion og er þar auk ræðumanna
boðið upp á mikinn almennan
söng, einsöng og tvísöng. Sam-
komurnar hefjast kl. 20.30.
GBerg.
© <I> © (9)
o © Ö Ö
Zffi ( Z7 Evolux kastarar og kastarabrautir í miklu úrvali. Einnig nýkomin loftljós, borðlampar og fleira. Opiö í dag frá kl. 10—16. Mlf Sýning sunnudag frá ki. 13—17. SÍÐUMÚLA 21 (GENGIÐ INN FRÁ SELMÚLA) SÍMAR: 84019 - 38191
Fyrívtiyggja
í feröamálum
Þú getur byrjaö strax í
SLferöaveltunni
SL-ferðaveltan gerir (arþegum okkar
kleltt að búa nú þegar í haginn (yrir
nœsta sumar, safna á auðveldan hátl
álitlegum larareyri og skapa sér þannig
ánœgjulegt sumarleyli. laust við hvimleið-
ar (járhagsáhyggjur
SL-ferðaveltunni svipar til venjulegrar
spariveltu. - nema í einu grundvallaratriði
- sem einmitt gerir gœtumuninn.
Líkt og í spariveltunni legsrur þú
mánaðarlega inn ákveðna upphœð á
Ferðaveltureikning í Samvinnu-
bankanum og fœrð upphœðina síðan
endurgreidda í einu lagi að 3ja til 10
mánaða sparnaði loknum, asamt láni fra
bankanum jafnháu sparnaðarupphœð-
inní. Þú hefur þannig tvófalda upphœð til
ráðstöfunar að ógleymdum vöxtunum.
Sérstaða SL-ferðaveltunnar er siðan
fólgin 1 þvi að þu greiðir lanið á 5-12
mánuðum, 2 mánuðum lengri tima en
venja er til. Samvinnuferðir-Landsýn
fjármagnar framlengingu endurgreiðslu
tímans, hver greiðsla verður léttari og
sumarleylið greiðist upp an fyrirhafnar
Þökk sé SL-ferðarveltunni og fyrirhyggju
þinnl.
Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um,
-tryggðu þér tvöfaldan ferðasjóð strax.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SL-ferðavelta
Sparnaðar- timabil Manaðarlegur sparnaður Sparnaður í loktímabils Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfá með vöxtum Mánaðarleg endurgreiðsla Endurgreiðslu- tfmi
3 mánuðir 2 000,00 4.000,00 6.000,00 6.000,00 12.000.00 18.000,00 6000,00 12 000,00 18.000,00 12.004,00 24.216,00 36.428,00 1.333,30 2.646,60 3.960,00 5 mánuðir
ö mánuðir 2 000,00 4 000,00 6.000.00 12.000.00 24.000,00 36.000,00 12.000,00 24 00000 36 000,00 24W41.00 49.690,00 74.639,00 1 **5,60 3.451.30 5.166.90 8 mánuðir
8 mánuðir 2.000,00 4 000,00 6.000,00 16.000,00 32.000,00 48 000,00 16.000,00 32000,00 48.000,00 33.524,00 67 256.00 100.988,00 1 908,90 3.787,70 5.671,60 10 mánuðir
10 mánuðir 2.000.00 4.000,00 6.000.00 20.000.00 40 000,00 60 000.00 20.000.00 40.000,00 60.000,00 42 540,30 85.288,70 128.037.00 2.039,50 4.059,00 6.078,50 12 mánuðir
Gert er rað fyrir 35% innlansvöxtum og 37.024% utlánsvöxtum og lántökukostnaöi (stimpil-. lantöku- og greiðslugjaldi). Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Framangreind vaxtakjör gilda frá 21.9. 1983.