Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
45
1ES5
I 2 1« ) S S S
? i 51
AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
.FÖSTUDAC
n TIL FÖSTUDAGS
'ItwujM&'-an'iJ ir
Þesslr hringdu
Samtök heimsfrið-
ar og sameiningar
— heimiliskirkjan
Kristinn Árdal hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — í pistli í
dálkum þínum í dag, fimmtudag,
sem bar yfirskriftina „Samtök
heimilisfriðar og sameiningar —
heimiliskirkjan", á reyndar að
vera „Samtök heimsfriðar og
sameiningar — heimiliskirkjan",
er vikið að konu, sem heitir Pat
Iversen. Hún hefur mikinn
áhuga á því að höfundur pistils-
ins, Hallfríður Georgsdóttir,
heimsæki söfnuðinn, þegar
henni hentar á fimmtudags-
kvöldum kl. 20 á Skúlagötu 61,
annarri hæð, og kynni sér af eig-
in reynd hvað fólkið er að gera.
Hallfríður segist hafa heyrt
slæma hluti um moonistana en
bendir ekki á neitt sérstakt. Það
eina sem hún virðist eiga sökótt
við þá er að þeir hafa tvisvar
reynt að bjóða foreldrum hennar
aðstoð, ef þau þyrftu á henni að
halda. í þessu starfi hugsar fólk-
ið ekki um neinn ávinning; þetta
er bara lífsskoðun þess. Þó að ég
sé ekki í söfnuðinum þá veit ég
að helmingur safnaðarfólks
vinnur úti á vinnumarkaðinum,
fyrir launum, til þess að gera
hinum fært að ganga í hús og
bjóða fólki aðstoð sína. Og það
kemur enginn bakreikningur eft-
ir að búið er að veita aðstoð.
Heimiliskirkjan er þáttur í
starfsemi „Samtaka heimsfriðar
og sameiningar". Sem sagt Hall-
fríður er velkomin til þess að
kynna sér starfsemina og þá
þarf hún ekki að byggja á upp-
lýsingum sem hún getur ekki
staðfest.
Allar formælingar
verði útilokaðar
úr barnatímum
Útvarpshlustandi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Ég stóð við uppþvottinn í gær-
kvöldi (miðvikudag) og lagði
hlustir við útvarpssögu barn-
anna. Mér sárnaði ákaflega:
Jafnvel í barnatímanum þurfa
þeir að bölva og ragna. Hvert
blótsyrðið rak annað. Kvöldið
áður voru einhverjar konur „við
stokkinn" að tala við yngstu
hlustendurna. Þar var líká verið
að kenna þeim málið, eins og:
„Þú lýgur meira en þú mígur."
Já, hugsið ykkur, þetta var þátt-
ur fyrir litlu börnin. Það er eins
og að fá löðrung eða högg í mag-
ann, þegar við erum að reyna að
innræta börnunum guðhræðslu
og góða siði, að fá svo slíka
fræðslu úr ríkisfjölmiðlinum.
Ekki er langt síðan vikið var að
þessu alvarlega máli í dálkum
þínum, en það virðist ekki hafa
borið árangur. Ég skora á full-
trúann, sem ber ábyrgð á út-
varpsefni handa börnum, að sjá
nú til þess, að allar formælingar
verði útilokaðar úr barnatímum.
Það nær ekki nokkurri átt að
borga fólki fyrir að henda rusta
á jötu ungviðisins. Að sjálfsögðu
eiga formælingar og grófyrði
hvergi heima í dagskrá útvarps-
ins. í helgri bók segir: „Látið
ekkert svívirðilegt orð líða yður
af munni." Og frelsarinn sjálfur
mælti: „Af orðum þínum muntu
verða réttlættur, og af orðum
þínum muntu verða sakfelldur."
Fyrirspurn til
sjónvarpsins
Skúli Helgason prentari
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Þeir hafa ekki látið svo
lítið sjónvarpsmenn, að svara
fyrirspurn minni varðandi
bandarísku stórmyndina „Litli
risinn", sem sýnd var fyrir
skemmstu „klippt og skorin", ef
svo mætti segja, a.m.k. svo illa
farin, að við lá að maður þekkti
hana ekki aftur. Þetta hef ég
heyrt fleiri tala um sem sáu
myndina þegar hún gekk hér
fyrir nokkrum árum. Það yrði
eitthvað sagt við matvörukaup-
menn, ef þeir byðu okkur upp á
eins skemmda vöru og þarna var
gert. Þá dettur manni í hug, að
eins gæti verið farið með fleiri
myndir, sem maður hefur ekki
séð áður og þekkir ekki í heilu
lagi. Getur verið að þetta sé
skýringin á því, hversu lélegar
myndirnar eru í sjónvarpinu?
Hvaða dreifingaraðilar eru það,
sem fara svona með myndirnar?
Ég spyr aftur hins sama og fyrr
og finnst ekki til of mikils mælst
þó að ég ætiist til, að sjón-
varpsmenn svari, þegar við-
skiptamaður stofnunarinnar
spyr opinberlega undir fullu
nafni.
að þjóðarskútunni?
Pálmi Stefánsson skrifar:
„Velvakandi.
Það er ansi fróðlegt að líta um
öxl og rifja upp fiskveiðar Islend-
inga síðustu 25 árin.
Upp úr 1960 er byggður upp
heill floti, stærri en áður, til síld-
veiða, þar næst enn stærri skip til
loðnuveiða og svo kemur gífurleg
fjárfesting í skuttogurum til
þorskveiða.
Og árangurinn? Hann hefur
ekki látið á sér standa. Fyrst brást
Suðurlandssíldin, þá Norður-
landssíldin, þar næst loðnan og nú
ku vera yfírvofandi hrun þorsk-
stofnsins. Þá er vert að minnast
þess, að meðan nóg var af síldinni,
þá var ekki litið við loðnunni.
Sama má enn segja um fleiri fisk-
stofna.
En það eru fleiri fisktegundir í
sjónum en þroskur, síld og loðna,
þótt þessir hafi verið okkar aðal-
nytjafiskar.
Fyrir um 25 árum hlustaði ég á
nokkur sunnudagserindi í útvarp-
inu, sem Hermann heitinn Ein-
arsson fiskifræðingur flutti. í
þessum erindum var einkum rætt
um 3 stærstu fiskstofnana þá hér
við land, sem sé þorsk, síld og
loðnu. En minnst var á þann
fjórða stærsta, sem sé sandsílið.
Kæmi mér ekki á óvart, að hann
væri nú orðinn stærstur eins og
ástand hinna er. Alla vega munu
frændur okkar Danir veiða og
nýta þennan fisk til mjölfram-
leiðslu í miklum mæli. Hér er
ábyggilega tækifæri, sem vert
væri að reyna, auk þess sakar ekki
Jónas S. Jónasson skrifar:
„Velvakandi.
Með bréfi þessu vil ég flytja Ríkis-
útvarpinu bestu þakkir fyrir góða
dagskrá. Flestir hugsandi menn
hljóta að gera sér ljóst, að smekkur
fólks er misjafn og það sem er einum
hugstætt er öðrum óljúft. Sé erindi
flutt er einn á móti, en annar með.
Sé leikin góð tónlist þá gleðst einn,
en annar ergist og telur hljómlist-
ardeild slæma.
Hvar eru mörkin á milli góðs og
ills og hver vill draga þá línu?
Nokkrir aðilar telja að heimsfrétt-
irnar séu skáldskapur fréttastofunn-
að geta þess, að verð á mjöli er
með besta móti um þessar mundir.
Það skyldi þó aldrei fara svo, að
sandsílið gæti bjargað þjóðarskút-
unni?“
ar, en þó einkum þeir sem haldnir
eru stjórnmálalegum meinsemdum.
Sagt hefur verið að erfitt sé að
þjóna tveim herrum. En hvað þá að
þjóna heilli menningarþjóð?
Mörgum er tamara að nota tung-
una en eyrun og slík manngerð talar
fyrst, en hugsar svo, ef sá hæfileiki
er þá yfirleitt til staðár. Það eru
mörg ljót orð í „íslenskri orðabók“.
Á að skamma þann er skráði bókina
eða sleppa að fletta upp á ljótu orð-
unum?
Með kveðjum og þakklæti til
stofnunar sem reynir að gera sitt
besta. Blómvöndurinn kemur síðar.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hann réði fólk til starfa.
Rétt væri: Hann réð fólk til starfa.
Blómvöndurinn
kemur síðar
Hagsýnn velurþað besta
BUSEAGNAHOLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410
---- III
Atlas snjódekk
Stærð
600x12
P155/80D13
155R13
175R14
165R15
A78x13
B78x13
C78x14
E78x14
C78x15
P175x80R13
P195/75R14
P205/75R14
P205/75R15
Verð m/sölusk.
2.072
2.038
2.397
2.846
3.139
2.629
2.673
3.112
3.291
3.753
2.848
3.549
3.711
3.980
Atlas jeppadekk
700x15
700x16
750x16
800x16,5
4.935
6.020
7.390
3.707
BIFREIDADEILD SAMBANDSINS
HÓFOABAKKA 9-SÍMI 83490
HJOLBARÐASALA
0DQ GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM