Morgunblaðið - 12.11.1983, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
Ragnar Ólafsson
Sveit GR
til Spánar
Sveít Golfklúbbs Reykjavík-
ur hélt í gær tíl Spánar, þar
sem hún mun taka þátt í
sveitakeppni Evrópu. Ragnar
Ólafsson, Siguröur Pétursson
og Óskar Sæmundsson eru í
sveit GR, sem keppir fyrif
hönd íslands, og fararstjóri er
John Nolan.
Keppnin stendur yfir frá 20.
til 27. nóvember — en fram að
þeim tíma munu kapparnir æfa
á Los Brison, þar sem keppnin
fer fram, em þar fór Opna
spánska meistaramótiö einmitt
fram fyrir hálfum mánuöi.
íþróttir
helgarinnar:
Rvk-mót
A ■ A m *
i judo
Reykjavíkurmótiö í júdó fer
fram í dag í íþróttahúsi Kenn-
araskóla Islands og hefst kl.
15.00. Keppt verður í þremur
þyngdarflokkum og veröa allir
bestu júdómenn landsins
meöal þátttakenda. Því má
búast viö miklum átökum og
skemmtilegum glímum.
Blak í dag
ÞESSIR leikir fara fram í blak-
inu í dag:
Hagaskóli kl. 14.00 ÍS—Þróttur
1. d. karla, kl. 15.20 Fram—HK
1. d. karla, kl. 16.40 Víking-
ur—Völsungur 1. d. kvenna.
Handbolti
um helgina
KLUKKAN 14.30 í dag leika KR og
HC-Berchem í Laugardalshöll í
Evrópukeppni bikarhafa. Þetta er
fyrri leikur liöanna. KA og Stjarn-
an leika á Akureyri í 1. deíld kl.
14.00 og Fylkir og HK leíka t 2.
deild i Seljaskóla í dag kl. 15.15.
A morgun, sunnudag, leika
Þróttur og Haukar i 1. deild karla i
Laugardalshöll kl. 14.00. Strax á
eftir leika Fylkir og HK Kl 20.15
leika IR og Reynir í 2. deild karla
Körfubolti
um heigina
Eftirtaldir leikir fara fram í islands-
mótinu í körtuknattinik um helgina:
12. nóv. laugardagur Hafnarfj. HaukarjR
14.-00 U
15.30 Borgarnet 1.1». HaukarifS
15:30 I.kv. Snaatall.iS
17:00 Akranes Il.d. SnselelhUBK
14:00 Selfoss ll.d. ÍA:Tindaatóll
15Æ0 I.ka. UMFL.Þór
13. nóv. sunnudagur Hagaskóli
14Æ0 I.ka. Fram.Þór
15:30 I.kv. KR:UMFN
17:00 Seljaskóli 2.11. KR:ÍBK
14:00 Ú. Valur:UMFN
15:30 I.kv. ÍR:Haukar
17:00 2-ft. ÍR:Haukar
Evrópukeppnin í handknattleik:
Fleyta áhorfendur liði
KR yfir flúðirnar í dag?
STÓRLEIKUR helgarinnar í hand-
knattleiknum er leikur KR gegn
Berchem í Evrópukeppní bikar-
hafa. Leikur liöanna hefst kl.
14.30 í Laugardalshöllinni.
KR-ingar eru nú aö taka þátt í
Evrópukeppninni annaó áriö í
röö. I fljótu bragöi mætti ætla aö
KR ætti aö vinna öruggan sigur í
dag gegn liði Berchem sem er frá
Lúxemborg. En Berchem er meö
þrjá atvinnumenn í liði sínu,
snjalla pólska leikmenn sem eru
lykilmenn í öllum leik liösins og
gera þaö mjög sterkt.
Þaö má því búast viö hörkuleik í
Laugardalshöllinni í dag. KR-ingar
þurfa aö vinna leikinn í dag meö
fjórum til fimm mörkum til aö telj-
ast öruggir meö aö komast áfram í
átta liöa úrslit keppninnar. Leik-
menn KR hafa undirbúiö sig af
kappi fyrir leikinn og eru staöráön-
ir í því aö standa sig vel. Þá vonast
þeir eftir öflugum stuöningi áhorf-
enda. En íslenskir áhorfendur hafa
löngum veriö þekktir fyrir góöan
stuðning viö íslensk lið. Oft hafa
erlendir handknattleiksmenn haft
orö á því aö þaö séu áhorfendur
sem þeir óttist mest. Þaö skildi þó
aldrei vera aö áhorfendur eigi eftir
aö fleyta liöi KR yfir flúöirnar í
leiknum í dag.
— ÞR.
Handknattielkur
• Markvörður KR, Jens Einarsson, og Friörik Þorbjörnsson veröa f
sviðsljósinu I dag ásamt þjálfara KR en þeir félagar virðast þarna eíga
eitthvaö vantalað viö Óla Olsen dómara. Morgunw«ö»/Frt6þjóiur.
Mótherjar KR HC-Berchem
• Mótherjar KR-inga í dag, HC Berchem frá Luxemborg. Fremri röð frá vinstri: 12 Meyer, 3 Theis, 7 Uhrig,
8 Jarzynski, 16 Nowicki, 10 Sinner. Aftari röö frá vinstri: 11 Diederich, 2 Pundel, 5 Ganska, þjálfari, 9 Braun,
14 Pittico, 6 Letch.
Wallace aftur á Ibrox
JOCK Wallace hefur veriö ráöinn
framkvæmdastjóri skoska knatt-
spyrnuliösins Rangers. Þetta er í
annaö skipti sem Wallace tekur
við stjórninni á Ibrox en liöiö var
stórveldi undir hans stjórn á átt-
unda áratugnum.
Wallace hefur veriö stjóri Moth-
erwell síöustu átján mánuöi, en þar
áöur var hann hjá Leicester í Eng-
landi. Það er álit sérfræðinga í
Skotlandi aö verkefni Wallace sé
gífurlega erfitt en Rangers er í
næstneösta sæti úrvalsdeildarinn-
ar. Fyrsti leikur hans meö liöiö er i
dag gegn Aberdeen, en stjóri þess
liös, Alex Ferguson, var einmitt
einn þeirra sem afþökkuöu þoö
um aö taka viö Rangers-liöinu.
Talsmaöur Rangers sagöi aö fé-
lagiö heföi samþykkt aö greiöa
Motherwell „hæfilegar bætur“ fyrir
Wallace en nefndi engar tölur. Tal-
iö er að Motherwell hafi fengiö 100
til 150 þúsund þund (tæþar 4,2 til
rúmar 6,2 milljónir ísl. kr.) í þætur.
Nedeljikov Vujinovic:
„Við vitum
að hverju
við göngum"
VIÐ gerum okkur fyllilega
grein fyrir því að leikur okkar
gegn HC Berchem veröur
mjög erfiöur. En viö munum
leggja okkur alla fram um aö
bregóast ekki þeim fjölmörgu
áhorfendum sem munu leggja
leiö sína í höllina á leikinn ef
aö líkum lætur, sagöi þjálfari
KR-inga, Júgóslavinn Nedelj-
iko Vujinovic.
— Okkur veröur aö takast
vel uþþ og viö veröum aö þerj-
ast eins og Ijón ef sigur á aö
vinnast. Viö erum ekki meö
mjög sterka einstaklinga og þvi
veröum viö aö byggja á liös-
heildinni. Strákarnir í KR-liöinu
geta spilaó vel, þaó hafa þeir
sýnt, og meö öflugum stuöningi
áhorfenda eigum viö góöa
möguleika á aö sigra hér
heima. Viö vitum aö pólsku
leikmennirnir í liói Berchem eru
sterkari og þeir bera leik liösins
uppi. Við höfum skoöað leik
liösins á myndsegulbandi og
vitum því aö hverju viö göng-
um, sagöi þjálfari KR.
— ÞR
Mútumálið:
Rannsakaó
enn frekar
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, tilkynnti í gær aö áfram
yrói kafaö ofan í mál ítalska liós-
ins Inter Milan, sem forráöamenn
hollenska liösins Groningen
kæröu fyrir mútur.
Hollenska liöiö vann Inter í fyrri
leik liöanna í Hollandi, og fyrir
þann seinni voru Han Bergar,
þjálfara Groningen, boðnar um 2,3
milljónir ísl, kr. fyrir aö láta liö sitt
tapa.
Sérstök rannsóknarnefnd frá
UEFA mun „krefjast nánari upplýs-
inga og stjórna rannsókn í samráði
viö bæöi liöin sem eiga hiut aö
máli“, eins og segir í tilkynningu frá
UEFA.
Hill í lands-
liðshóp N-íra
Colin Hill, hinn tvítugi varnar-
maóur Arsenal, er einn þeirra
sem valdir hafa veriö í lands-
liöshóp Noröur-íra fyrir Evrópu-
leikinn gegn Vestur-Þjóóverjum í
Hamborg á miövikudaginn.
Sveinninn ungi taldi meiri líkur á
aö komast í írska landsliðiö en þaö
enska og valdi því fyrri kostinn.
Hann er fæddur í Englandi en faöir
hans er aftur á móti Noröur-íri, og
því má strákur velja á milli land-
anna.
Hópurinn er annars þannig skipaöur:
Markveröir eru Jim Platt og Pat Jenn-
ings. Varnarmenn: Jimmy Nicholl, Chris
Ramsey, Chris Nicholl, John McLeland,
Colin Hill, Mel Donaghy, Gerry McEI-
hinney. Miövallarleikmenn: John
O’Neill, David McCreery, Sammy
Mcllroy. Framherjar: Terri Cochrane,
Gerry Armstrong, Billy Hamilton og lan
Stewart.