Morgunblaðið - 13.11.1983, Page 3

Morgunblaðið - 13.11.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 3 Menntamálaráðherra á fundi með námsmönnum: Allar líkur á að fjárþörf Lána- sjóðs í desember verði fullnægt Frá fundinum um lánamál stúdenta. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra er í ræðustól. MorpinbiaAM Köe Allar líkur eru á að það fé fáist, sem Lánasjóð íslenzkra námsmanna vantar, til að geta staðið við skuldbind- ingar sínar við námsmenn í desembermánuði. Þetta kom m.a. fram í ræðu Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráð- herra á fundi með náms- mönnum í hátíðarsal Háskól- ans í fyrradag. Auk ráðherrans fluttu fulltrúar þingflokkanna, stúdentaráðs og Lánasjóðs framsöguerindi á fund- inum, sem var mjög fjölsóttur. Síðan voru almennar umræður þar sem stúdentar mótmæltu harðlega hugmyndum um skerð- ingu námslána. Einnig var menntamálaráðherra afhent skjal með undirskriftum 13—1400 námsmanna úr 15 sérskólum þar að lútandi. Menntamálaráðherra sagði að fjárhagsvandræði Lánasjóðs mætti að miklu leyti rekja til óraunhæfra fjárlaga síðustu ríkis- stjórnar fyrir þetta ár þar sem gert hefði verði ráð fyrir 42% verðbólgu. Raunin hafi hins vegar orðið sú að verðbólgan varð miklu meiri. Þó væru 95% líkur á að fjármagn fengist til að Lánasjóð- urinn gæti veitt námsmönnum námslán í desembermánuði í sam- ræmi við lög. Hér væri um að ræða 22 og hálfa milljón kr., en menntamálaráðherra kvaðst ekki á þessu stigi geta upplýst hvernig fjárins yrði aflað. Ennfremur kom fram i máli ráðherra að lögin um Lánsjóðinn væru flókin og losaraleg svo að gera þyrfti breytingar á þeim til að skýra þau. Þá lýsti mennta- málaráðherra yfir þeirri skoðun sinni að fresta ætti um eitt ár því ákvæði laganna um að veita náms- mönnum 100% lán á næsta ári vegna hins bága efnahagsástands. Það væri unnt að gera með tvenn- um hætti: Annars vegar að breyta lögunum og hins vegar reikna framfærslukostnað út öðru vísi en nú er gert. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir frá Kvennalistanum kvaðst vera á móti öllum breytinum sem fælu í sér skerðingu námslána. Hér skyti skökku við að fjármagn virt- ist vera fyrir hendi til að reisa flugstöð, en námsmenn þyrftu að taka á sig kjaraskerðingu. Ragnar Arnalds frá Alþýðubandalginu tók í sama streng og kvað það laga- lega skyldu ríkisstjórnarinnar að veita full námslán, annað væri lögbrot. Friðrik Sophusson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að finna þyrfti sanngjarna lausn á málefnum Lánasjóðsins. Ef breytingar á lög- um hans væru til bóta mundi hann styðja þær. Þá sagði Friðrik að þeir aðiljar sem hefðu með lána- málin að gera hefðu lagt ólrkar forsendur til grundvallar við út- reikning námslána á árinu 1984. Kvað hann það rangt sem kom fram í máli Sigríðar Dúnu að 500 millj. vantaði til að fjárþörf Lána- sjóðsins yrði fullnægt á næsta ári. Hér væri um að ræða 200 millj. ef ríkisstjórnin næði settum mark- miðum í efnahagsmálum. Páll Pétursson frá Framsóknarflokki lagði áherslu á jafnan rétt til náms án tillits til efnahags hvern- ig sem áraði. Hins vegar þyrftu námsmenn að taka á sig byrðar eins og aðrar þjóðfélagsstéttir þegar efnahagsástandið væri svo slæmt sem raun bæri vitni. í ræðu Stefáns Benediktssonar, fulltrúa Bandalags Jafnaðarmanna, kom fram m.a. fram að ekki væri deilt um hvort menntun væri nauðsyn- leg, en námsmenn sjálfir þyrftu að koma með skýrar tillögur um lánamálin til að tryggja að tekið yrði tillit til þeirra. í skíðaferð með Cttsýn Á skíðum skemmtu þér Vörusv0'09 _ KaviPs'e'nU r* \Z\ösK\p^erö' LECH, FINKENBERG OG MAYERHOFEN Beint leiguflug með Flugleiöum, 2 vikna feröir. Brottfarardagar: Jólaferö 20. desember, 22. janúar, 5. og 9. febrúar, 4. mars. Verð frá kr. 18.030. SVISS: Skíðaferðir Útsýnar veturinn . 1983—1984 til Austurríkis og Sviss, þar sem hver staður- inn er öðrum betri. AUSTURRÍKI: Odýrar helgarferöir KAUPMANNAHÖFN Brottför laugardaga. Verö frá kr. 8.915. EDINBORG Brottför föstudaga. Verð frá kr. 8.208. GLASGOW Brottför föstudaga. Verö frá kr. 8.202. LUXEMBORG Brottför föstudaga. Verö frá kr. 10.273. LONDON Brottför fimmtudaga. Verð frá kr. 8.275. AMSTERDAM Brottför föstudaga. Verö frá kr. 9.950. PARÍS Brottför föstudaga. Verö frá kr. 12.754. HELSINKI Brottför föstudaga. Verö frá kr. 10.918. KAÍU: Brottfarardagar í leiguflugi: 14. des., 4. jan., 25. jan., 15. febr., 7. mars, 28. mars, 18. apr., 9. maí. Brottfarardagar í áætlunarflugi: Vikulega frá og meö 2. nóvem- ber. Verö frá kr. 19.159. ANZERE Beint leiguflug meö Arnarflugi, 2 vikna feröir. Brottfarardagar: 20. desember, 3., 17. og 31. janúar, 14. og 28. febrúar, 13. og 27. mars, 10. apríl. Verð frá kr. 16.600. Feröaskrífstofan 0TSÝN Costa del Sol Þar sem sólin skín allan ársins hring. Á Costa del Sol er alltaf mikiö líf og fjör. Brottfarardagar: 16. og 30. desember, 6. og 13. janúar, 3., 10., 17. og 24. febrúar. 9., 16., 23. og 30. mars. Verö frá aðeins kr. 14.800 í 2 vikur. Hægt aö framlengja dvölina í London. Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.