Morgunblaðið - 13.11.1983, Page 36

Morgunblaðið - 13.11.1983, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Ellefu lið luku keppni í Fjalla- maraþoni 1983: Á þessari mynd má sjá hækkun keppenda á sídari deginum, þegar gengið var úr Marardal upp á Skeggja, niður í Innstadal um Sleggjubeinsskarð í Vík- ingsskál og þaðan yfir Stóra-Reykjafell í Skíðaskálanum í Hveradóium. Sigurvegarar keppninnar í lokin, Guttormur B. Þórarinss- on t.v. og Jón E. Rafnsson. Fjallamaraþon Landssam- bands hjálparsveita skáta og Skátabúðarinnar, hið þriðja í röðinni, var haldið á dögunum og tókst mjög vel eins og endra- nær. Fjallamaraþon fer þannig fram, að keppt er í tveggja manna liðum, sem skipuð eru félögum hinna ýmsu björgunar- og hjálparsveitaa landsins, en í keppninni reynir aðallega á rat- vísi einstaklinga og síðaná lík- amlegt atgervi. Sigurvegarar í Fjallamaraþoni 1983 urðu þeir Guttormur B. Þórarinsson og Jón E. Rafnsson úr Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík, en þeir félagar lentu í öðru sæti í keppninni á síðasta ári. 18 lið skráð Fyrir keppni höfðu alls 18 lið skráð sig til keppni, en það er svipaður fjöldi og tekið hefur þátt undanfarin ár. Nokkur afföll urðu þó þegar til keppni var komið og 12 lið hófu keppni. Að sögn þeirra Eggerts Lár- ussonar og Einars Hrafnkels Har- aldssonar, tveggja skipuleggjenda keppninnar voru keppendur frá sex björgunar- og hjálparsveitum lands- ins, Elugbjörgunarsveitinni í Reykja- vík, hjálparsveitum skáta í Garðabæ, ísafirði, Reykjavík og Vestmannaeyj- um og siðan félagar úr Björgunar- sveitinni Stakki í Keflavík. Keppni nú með öðrum hætti Aðspurðir sögðu þeir félagar, að þeir hefðu verið ánægðir með hvernig keppnin gekk fyrir sig, en hún var með nokkuð öðrum hætti, en undan- farin ár. Keppnin undanfarin ár hef- Sigurjón Fj. Óttarsson t.v. og Kristófer E. Ragnarsson lentu í 2. sæti keppninnar. Þátttakendur í Fjallamaraþoni 1983. Keppnin fór fram við mjög erfiðar aðstæður Sigurvegarar urðu Guttormur B. Þórarins- son og Jón E. Rafnsson úr Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík AOL j FJALL-A MARAOO*. 106.1 6(/G 1 500 | \ \ \V' . \ \ , \ /f^ ^ • o^7 300 0 / V1 Noismiths rule 12.17 km 12.17 894. 5 600 » 3klst 55min iaa?tla«íur timi)^,- 2H t 47mín imedcltimi i reynd) FJallamakaþöH . FjaLl amaraþoN \ ** * * * % Íi iá it é MARK * WSim* ur farið þannig fram, að lagt hefur verið af stað á laugardagsmorgni, og verið að alla helgina. Að þessu sinni var tekin ákvörðun um að hefja keppni á laugardagskvöldi klukkan 22.00 og var liðunum stefnt saman við Skeggjastaði í Mosfellssveit. Síðan fór rötunarþáttur keppninnar fram í myrkri um nóttina. Eggert og Einar Hrafnkell sögðu þessa nýbreytni hafa gefizt vel og i sama streng tóku þeir þátttakendur, sem spjallað var við. Þoka og dumbungur Þegar keppnin hófst á laugar- dagskvöld var veður hið leiðinlegasta, þoka og dumbungur yfir öllu, þannig að ljóst var þegar í upphafi, að veru- lega myndi reyna á ratvísi manna um nóttina. Nokkur leynd hvíldi yfir keppnis- staðnum fram á síðustu stundu og þegar liðin höfðu verið könnuð og Ijóst, að menn væru með allan þann útbúnað, sem var skilyrði, þ.e. nægi- legan búnað til helgarferðar, var mönnum sagt að ekki yrði lagt upp frá Skeggjastöðum, heldur var ekið aftur upp á Þingvallaveg og liðunum síðan sleppt út með um eins km milli- bili. Leynd Þeir Eggert og Einar sögðu að keppendur hefðu ekki átt að hafa hugmynd um keppnisstaðinn fyrr en þeim var sleppt út þarna á Þingvalla- veginum. Þar var keppendum síðan afhent umslag með upplýsingum um hvert ferðinni væri heitið. Liðin áttu að koma við á þrem'ur mönnuðum eft- irlitsstöðvum og skrá sig þar. Þau þurftu að finna þessar stöðvar eftir ákveðnum forsendum og setja þær inn á kort. Eftirlitsstöðvarnar voru merktar með rauðu blikkandi ljósi, sem sást úr um 150 metra fjarlægð. Það kom fljótlega í ljós, að keppend- um gekk misjafnlega vel að finna stöðvarnar í leiðindaveðrinu um nótt- ina, en það var að duga eða drepast því að fyrir að sleppa eftirlitsstöð fengu liðin eina klukkustund í refs- ingu. Hámarkstími til að ljúka rötun- arþættinum var 4 klukkustundir og 15 mínútur. Mikið svartnætti Að sögn keppenda voru aðstæður til ferðalaga heldur daprar eins og áður hefur verið vikið að, svartaþoka og myrkur, auk þess sem jarðvegur- inn var blautur og tjarnir og vötn á leiðinni, sem menn urðu að krækja framhjá. Keppendur sögðu svart- nættið hafa verið það mikið, að fyrsta mannaða eftirlitsstöðin hafi ekki sézt fyrr en menn voru komnir í 50—75 metra fjarlægð frá henni. B-stöð torfundin Öllu verr gekk mönnum að finna eftirlitsstöð B, sem reyndist falin ofan í lægð á heiðinni. Eftir að hóp- arnir höfðu hver í sínu lagi reynt að finna hana um nokkurt skeið voru þeir farnir að sameinast og höfðu á orði, að jörðin hefði hreinlega gleypt hana. Flestiryfír hámarkstíma Hármarkstími flestra var þegar út- runninn og farið var að birta af degi. Loks kom þó lítið tjald í ljós ofan í lægð einni og liðin hentust af stað í átt að eftirlitsstöð D, sem var enda- stöð við rætur Hengils. Hóparnir tíndust síðan inn á eftirlitsstöð D eft- ir um 5—6 klukkustunda göngu, eða nokkru lengri tíma, en gefinn hafði verið sem hámarkstími til að ljúka rötunarverkefninu. Flestir héldu, að nú gætu þeir fengið sér smáblund, áð- ur en haldið yrði áfram, en svo var ekki því svefnstaður hafði verið ákveðinn í mynni Marardals, en þangað var um hálftíma gangur. Tjaldað I minni Marardals var slegið upp tjöldum og keppendur fengu sér I gogginn, enda flestir orðnir svangir og lúnir eftir ævintýri næturinnar. Eitt lið féll úr keppni Eftir þennan fyrri hluta keppninn- ar var ljóst, að eitt lið hafði fallið úr keppni, og nokkur höfðu ekki fundið eina eftirlitsstöð og fengið refsitíma út á það. Keppendur fengu um þriggja tíma svefn í minni Marardals, en þá var ræst á nýjan leik. Menn tóku pjönkur sínar saman og haldið var á stað framar í Marardal, þar sem ræsa átti menn í gönguþátt keppn- innar. Svartaþoka, slydda og snjór Liðunum var raðað upp í samræmi við endanlegan tíma eftir fyrri þátt keppninnar. Það var því mjótt á mun- unum milli fremstu liðanna, þegar þau lögðu af stað. Gönguþáttur fjalla- maraþonsins fólst í því, að ganga ákveðna leið á sem skemmstum tíma. Frá Marardalnum var ferðinni heitið upp á Skeggja, hæsta tind Hengils. Keppendur lentu fljótlega í vandræð- um með að finna heppilegustu leiðina því varla voru þeir farnir af stað, þeg- ar skall á svartaþoka, síðan slydda og snjókoma. Röð liða riðlaðist því fljót- lega i dimmviðrinu. A tindi Skeggja var síðan fjórða mannaða eftirlits- stöðin í keppninni. Hlaupið ofan afSkeggja Upp á Skeggja tíndust liðin hvert af öðru og skráðu sig. Þaðan var ferð- inni heitið niður í Innstadal, að skíða- skála Víkings í Sleggjubeinsskarði. Spenningur var kominn í mannskap- inn og hlupu flestir við fót þennan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.