Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Kór Dómkirkjunnar í Reykjavík. Kirkjutónleikar Tónlist Egill Friöleifsson DÓMKIRKJAN: 13.11. ’83. FLYTJENDUR: Kór Kársness- og Þinghólsskóla, Kór Dómkirkjunn- ar. Stjórnendur: Þórunn Björns- dóttir, Marteinn H. Friðriksson. Halldór Vilhelmsson bariton. Marteinn H. Friðriksson orgel, Helgi Pétursson orgelundirleikur. EFNISSKRÁ: Verk eftir Hándel, Jón ÁsgeirsNon, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson, H. Disler, Mendelssohn, Brahms, Dvorák. Tónlistardögum Dómkirkj- unnar lauk nú um helgina. Til- gangur þessara daga er að efla og kynna kirkjutónlist, standa fyrir tónskáldakynningum, stuðla að nýsköpun kirkjutón- verka og greiða götu tónlistar- fólks, sem kemur langt að, eins og segir í efnisskrá. Þetta eru góð markmið. Vonandi tekst for- ráðamönnum tónlistardaganna að standa við þessi fyrirheit í framtíðinni, en ætlunin er að hér verði um árvissan atburð að ræða, sem væntanlega á eftir að setja sinn blæ á fjölskrúðugt tónlistarlíf höfuðborgarinnar. Undirritaður átti þess kost að hlýða á lokatónleikana sl. sunnu- dag. Á efnisskránni voru verk eftir átta tónskáld innlend og erlend, þar á meðal var frum- flutt ný tónsmíð eftir Jón Ás- geirsson er ber heitið „Leyfið börnunum að koma til mín“. Textinn er sóttur í Biblíuna og Biblíuljóð Valdimars Briem og er verkið samið fyrir blandaðan kór, barnakór, einsöng og orgel- undirleik. „Leyfið börnunum að koma til mín“ er ákaflega einfalt verk að allri gerð, 'en um leið sterkt og áhrifaríkt. Það fylgir hefðbundnum formerkjum og fellur vel að textanum og eykur á áhrifamátt hans. Verkið hefst á hressilegu kalli — Hlustið á! Einsöngshlutverkið söng Hall- dór Vilhelmsson. Halldór hefur volduga rödd en beitti sér hér óþarflega mikið. Betur gekk hon- um í Biblíuljóðum op. 99 eftir Dvorák er hann söng síðar á tón- leikunum, einkum í laginu „Við vötn Babylons", sem hann söng mæta vel. Svo haldið sé áfram að fjalla um verk Jóns Ásgeirssonar, skal þess getið að það var Dómkórinn Jón Asgeirsson undir stjórn Marteins Friðriks- sonar og Kór Kársness- og Þing- hólsskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, sem mest mæddi á í verkinu. Þórunn hefur náð at- hyglisverðum árangri með kór sinn hin siðustu ár og virðist vaxa við hverja raun. Hlutur krakkanna úr Kópavogi var mjög góður í þessu verki. Það var áhrifaríkt er kórarnir sam- einuðust í einradda söng i loks verksins og sungu „Sannur er hann enn“ o.s.frv., svo undir tók í kirkjunni. Ég er á því að þarna hafi Jón Ásgeirsson hitt í mark. Það kæmi mér ekki á óvart þó þetta verk ætti oft eftir að hljóma í framtíðinni. Hver venjulegur kirkjukór ætti auðveldlega að geta ráðið við það. Auk þess að syngja í þessu verki söng Kór Kársness- og Þinghólsskóla nokkur lög og var þar margt laglega gert. Hljómur kórsins er mildur og yfirleitt jafn og áferðarfallegur. Og þó „Ave Maria" Brahms hafi ekki tekist sem skyldi í þetta sinn, voru jákvæðu hliðarnar mun fleiri, t.d. í lagi Hugo Dislers „Hve björt og fögur". Það er ástæða til að óska Þórunni Björnsdóttur til hamingju með góðan árangur. Höfuðpaur tónlistardaganna, Marteinn H. Friðriksson dóm- organisti, lék orgelverk eftir Brahms af öryggi og er hans þáttur í þessu framtaki lofsverð- ur. Tónleikarnir voru vel sóttir og góður rómur að þeim gerður. Tónlistardagar Dómkirkjunnar Tónlíst Jón Ásgeirsson Það eru ánægjuleg tíðindi að kirkjan ætlar sér hlut í tónlist- ariðkun fslendinga og í raun og veru ætti það að vera skyldu- starf þeirra tónlistarmanna, er starfa við kirkjur, að standa undir fjölbreytilegum tónflutn- ingi, sem kostaður væri af kirkj- unni og gerði stofnunina þátt- takanda og skapandi afl í tón- menningu þjóðarinnar. Fátt hefur meira aðdráttarafl og góður tónflutningur, sérstak- lega ef flytjendur hafa til að bera þá snilld að skilaboð mikill- ar hugsunar fær þá merkingu er rís hæst í óskilgreinanlegri hrifningu áheyrenda. Þá verða öll orð óþörf, er fegurðin hefur umskapast í hrifningu, er heil- agur Ambrósíus kirkjufaðir kallaði „guðlega nálgun". Hann var sakaður um að tæla til sín fólk með fallegum söng og sagði, „því get ég ekki neitað“. „Soli Deo Gloria" eru einkunnarorð þeirra er standa að þessum mannfagnaði, en framkvæmd tónlistardaganna er í höndum Dómkórsins og stjórnanda hans. Samkvæmt því að Dómkirkjan skuli vera í fararbroddi ís- lenskra kirkna, er hún það ekki, ef ekki er neinu til kostað á sviði tónlistar, því hvar á það að koma skýrar fram en í iðkun og sköp- un listar, að maðurinn finni hjá sér hvöt til að tjá trúartilfinn- ingar sínar. Tónleikaröðin hófst á orgeltónleikum Arne Rodvelt Olsen, en hann lék verk eftir Bach, Franck, Brahms og sjálfan sig. Aðrir tónleikarnir voru kórtónleikar og komu fram auk kórs Dómkirkjunnar kór Tón- listarskólans og Hörður Ás- kelsson, orgelleikari. Flutt voru verk eftir Vittoría, Brahms, Mendelssohn og Bach. Söngur kóranna var á margan hátt vel útfærður en vantaði á köflum þá samfellu blæbrigða raddanna, sem fæst aðeins með þrotlausri þjálfun á löngum tíma. Síðasta verkið Fest und Gedenksprúche, eftir Brahms, er feikna voldug tónsmíð, er um margt minnir á stórbrotna kórtónlist Schútz, og var verkið í heild skýrlega flutt. Hörður Áskelsson lék verk eftir Brahms og Bach. Mörg orgel- verka Brahms eru ekki talin veigamikil og mátti greinilega heyra að flytjandi var ekki sátt- ur við Brahms-verkið, en hins vegar því betri í margfalt erfið- ara verki eftir Bach, sem var Fantasía og fúga í g-moll. Fúgan er ein af glæsifúgum gamla mannsins og var mjög vel leikin. Jón Ásgeirsson P.s. Af ófyrirsjáanlegum orsök- um sáu tónlistargagnrýnendur blaðsins sér ekki fært að sækja tónleika Arne Rodvelt Olsen. íslenska hljómsveitin fslenska hljómsveitin hóf vetr- arstarf sitt með tónleikum í Nes- kirkju og voru viðfangsefnin úr listakistu Ameríkuþjóða. Tónleikarnir hófust á nýju verki, sem sérstaklega var samið fyrir íslensku hljómsveitina. Verkið kallar höfundurinn, Mark W. Philips, Summer-Soft, sem útleggja mætti sem Sumar- blíðu. Tveir þættir eru ytri skip- an verksins og heita þeir Vöggu- vísa og Draumadans. Blær verksins er ljúfur en ekki ris- mikill. Lagferli hverrar raddar var að mestu tóntegundabundið en samskipan raddanna ómstríð, með einstaka blæviðbótum, svo að útkoman varð þægilega líð- andi. Efnisval íslensku hljóm- sveitarinnar er nokkuð bundið við mörk kammertónlistar og auk þess að binda efnisskrána við sérstaka tónlist er hætta á að hún verði æði „revíuleg", eða í ætt við það sem kalla mætti „eitthvað fyrir alla“. Annað verkið á efnisskránni var píanó- leikur og fluttar þrjár Prelúdíur eftir Gershwin. Ánna Guðný Guðmundsdóttir lék þessar skemmtilegu tónmyndir Ger- shwins mjög fallega en án þeirr- ar skerpu er gerir „svingaða" tónlist áhrifamikla. Þriðja verkið var Konsert fyrir gítar og hljómsveit, eftir Villa-Lobos og lék Pétur Jónsson einleikinn í verkinu. Pétur er frábær einleik- ari en eitthvað vantaði í verkið til að vera sá glaðningur, sem konsert getur verið tónleikagest- um. Largo eftir Ives var næst á efnisskránni. Ives mætti heyrast meira hér á landi en hér var hann eins og uppábúinn leikari „allt öðru leikriti". Flytjendur voru Sigurður I. Snorrason, Hlíf Sigurjónsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem fluttu verkið fallega en einnig nokkuð „nervöst". Kristinn Sigmunds- son með undirleik önnu Guðnýj- ar Guðmundsdóttur flutti næst þrjá negrasálma. Ekki er þess getið hver hafi raddsett þá, sem þó hefur nokkuð að segja, því um er að ræða æði margar raddsetn- ingar og þykir Bandaríkja- mönnum oft nokkuð einkenni- legt að heyra þessa þjóðlegu tónlist sina tilslípaða af evrópskum hefðum. Hvað sem því líður, var söngur Kristins mjög góður og stundum gæddur þeim meistaratökum, sem ætla má að verði heildareinkenni söngs hans á næstu árum. Þrjár suður-amerískar skissur, eftir Aron Copland, voru síðast á efnisskránni. Copland er merkur tónsmiður og hefur sjálfur sagt, að það sé einföld lausn fyrir þann er vill verða amerískt tónskáld, að semja „djass“ tón- list. Djass er aðeins einn þáttur í margbrotnu þjóðlífsmunstri Ameríku og samkvæmt þessu hefur Copland lagt sig eftir ýms- um sérkennum sem minna eru kunn, en það sem verslað hefur verið með og gert að nokkurs konar vörumerkingu fyrir amer- íska tónlist. Copland tekst vel upp í síðasta kafla verksins og var margt vel gert af hálfu hljómsveitarinnar. í heild voru tónleikar íslensku hljómsveitarinnar frekar daufir. Guðmundur Emilsson stjórnaði hljómsveitinni og opnaði tón- leikana með smáræðustúf, sem vel hefði mátt afgreiða í stuttum texta í efnisskrá. Eftirtektarvert er hversu vel þessir tónleikar voru sóttir og verður ékki annað sagt en að hlustendur kunni að meta fram- tak þeirra er standa að íslensku hljómsveitinni. Jón Ásgeirsson Kammermúsíkklúbburinn Kammertónleikarnir voru að þessu sinni haldnir í Neskirkju og við húsfylli, en eins og einn þekktur leikhúsmaður sagði: „Það er með ólíkindum hversu aðsókn að tónleikum er góð, á sama tíma og leikhús eiga við minnkandi aðsókn að stríða." Þeir sem „hlusta" á tónlist láta sig ekki vanta ef von er á góðum flutningi bestu listamanna þjóð- arinnar. Tónleikarnir hófust á tríói op. 114. Einar Jóhannesson, Gunnar Kvaran og Gísli Magn- ússon fluttu verkið. Það hefst á sellóeinleik og á þrunginn tónn Gunnars Kvaran vel við Brahms. Samleikur hans og Einars Jó- hannessonar var á stundum frábær og er hreint ótrúlegt hversu Einar leikur stundum vel á klarinettið. Það eina sem skyggði á flutning verksins var harður og hljómhvass spilamáti Gísla Magnússonar, oft svo sterkur að nærri yfirgnæfði samspilendur. Ljóðasöngur var næst á efnisskránni og fluttu Rut Magnússon og Jónas Ingi- mundarson fimm ljóðasöngva. Það var margt mjög fallega gert bæði hjá píanóleikara og söngv- ara, en því miður virðist sem rödd Rutar sé horfin henni, orð- in flöt og án innri hljómgunar. Þetta var einnig áberandi í tveimur ljóðasöngvum er Rut flutti annars ágætlega með Helgu Þórarinsdóttur og Gísla Magnússyni. Síðasta verkefnið átti að vera strengjakvintett op. 88 en vegna smá slyss varð að fella niður flutning verksins á síðustu stundu. Kammersveitin hljóp þar undir bagga og flutti sextett op. 36, en þetta verk var flutt á tónleikum Kammersveit- arinnar fyrir skömmu á Kjar- valsstöðum. Það mátti engu muna að allir hljóðfæraleikar- arnir gætu komist á tónleikana og mátti merkja nokkra spennu í leik þeirra, sem trúlega má rekja til aðstæðna og feginleikans yfir því að allt fór vel að lokum. Kvintettinn er löng og erfið hlustunartónlist og fyrir bragðið voru tónleikar þessir óvenju langir, sem ekki kom að sök, því bæði voru verkefnin skemmtileg og vel leikin. Má því með sanni segja, að þetta hafi verið mjög langir og skemmtilegir tónleik- ar. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.