Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Útvegsmál, bankar o.fl. — eftir Geir Borg Eins og kunnugt er, varpaði góðvinur minn Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra fram þeirri spurningu, hvort ekki væri réttast að leysa útvegsmenn á ís- landi úr viðjum, með því að strika út skuldir þeirra við opinbera sjóði. Stórhugur hefur ávallt verið að- al Alberts Guðmundssonar og þótt ágreiningur sé manna á meðal um ágæti þessarar hugmyndar, hefur Albert Guðmundsson látið í það skína, að tilgangur hennar hafi öðrum þræði verið sá að vekja al- mennar umræður um þetta mikla vandamál, ef á þann hátt kynnu að fást vísbendingar um betri lausnir. Vissulega hafa margir látið frá sér heyra og gerir ekkert til, þótt ég sláist í hópinn. Ég lít málið öðrum augum en Albert Guðmundsson, af því ég hygg, að hugmynd hans um „skulda-aflausn" leysi ekki það, sem fyrir honum vakir, sem ég leyfi mér að telja að sé: í fyrsta lagi: Hvernig á að bregðast við vanda, sem stafar af offjárfestingu í fiskveiðiskipum og vinnslustöðvum. f öðru lagi: Hvar og hvernig á að finna hvata, sem leiðir til umbóta í efnahagslífinu með sérstöku til- liti til sjávarútvegsins. Pyrri liður: Meðan núverandi forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, var sjávarútvegs- ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, varði hann í sjón- varpsþætti gerðir sínar í útvegs- málum gegn gagnrýni þáverandi alþingismanns, Arna Gunnarsson- ar, sem byggðist á því, að Árni Gunnarsson taldi ráðherrann hafa leyft offjölgun fiskiskipa og veitt af ofrausn styrki til útgerðarfé- laga, sem voru nauðulega stödd. Spurði ráðherrann þá, hvort Árni Gunnarsson væri mótfallinn því, að greiddar hefðu verið kr. 29 milljónir fyrir tilteknar eignir (ómetnar) í því skyni að bjarga 8 til 9 fjölskyldum frá gjaldþroti eða hvort Árni Gunnarsson óskaði þess, að gjaldþrotum fjölgaði. Árni Gunnarsson þverneitaði, að sú væri ósk hans og mátti nú vart merkja meiningarmun milli herr- anna. Gjaldþrot er leitt orð og eðlilegt að enginn óski, hvorki sjálfum sér né öðrum til handa, að þurfa að þola þá raun. Hitt er engu að síður staðreynd, að fjöldi atvinnurek- enda er ekki starfi sínu vaxinn, og á það ekki síst við innan útgerðar- innar, og af þeim orsökum valda þeir einatt sjálfum sér og öðrum tjóni. Þessa menn ber að stöðva en ekki styrkja. Stuðning má að sjálfsögðu veita til þess að gera þeim uppgjörið sem bærilegast, en hvað „pennastrik" Alberts Guð- mundssonar áhrærir er hætt við, að þeir fái mest, sem minnst eiga skilið, sem sé þeir, sem hlutfalls- lega skulda mest miðað við umsvif og veltu. Stöðvunarskylda hvílir hinsvegar ekki á þessum mönnum og því geta þeir eftir sem áður haldið áfram basli sínu við útgerð, öðrum til óþurftar. Meðan þetta er skrifað berast þær fréttir frá fiskifræðingum, að á næsta ári verði enn að skera niður þorskafla um ca. 30%, svo þorskstofninn á Islandsmiðum fari ekki niður fyrir hættumörk. Þá þarf ekki lengur vitnanna við. Draga verður saman segl útgerð- arinnar með því að selja úr landi þau skip/báta, sem ekki er not fyrir og stuðla að því að þeir fær- ustu fái að njóta sín. Einkunnar- orðin, sem felast í því mati, hljóta að vera, að þá beri að verðlauna (ekki hegna með sköttum), sem veiða og verka leyfilegt fiskmagn, er uppfylli besta gæðamat með minnstum tilkostnaði. Aflakóngur á ekki að vera sá sem skilar flest- um fiskum, heldur hinn sem veitir mestan arð. Seinni liður: Óhætt er að full- yrða, að frá því að ísland losnaði úr nýlendufjötrum, hafi flestir af- reksmenn atvinnusögu okkar á einhvern hátt tengst sjónum. Enn- þá eru meðal okkar aldnir vík- ingar og heiðursmenn eins og Ein- ar Guðfinnsson, Ingvar Vilhjálms- son, Tryggvi ófeigsson, svo ein- hverjir séu nefndir. Þessir af- bragðs- og fyrirmyndarmenn eiga sér arftaka í hinum ýmsu ver- stöðvum landsins, sem þegar hafa sýnt manndóm sinn og eru líklegir til mikilla átaka. Þeir hafa hins vegar verið ruglaðir í ríminu. Með tilkomu bæjarútgerða og styrkþega, sem tengjast byggða- stefnu o.fl., hefur fjármagn og hæfur vinnukraftur dreifst víðar en skyldi og óreyndir og misvitrir stjórnmálamenn ráðið um of ferð- inni. Hvernig á alvarlega hugsandi útgerðarmaður að fóta sig, þegar öllu ægir saman: Nefndaálit eru birt með stuttu millibili og þar segir: „Sjávarútveginn vantar 400 milljónir" ... stuttu síðar: „Sjáv- arútveginn vantar 500 milljónir" ... og enn nokkru síðar: „Sjávar- útveginn vantar 1000 milljónir, svo ekki komi til stöðvunar." Hvernig þessar tölur eru fengnar fylgir ekki sögunni; því síður hvað hver fái í sinn hlut, rétt eins og um væri að ræða eina heild, sem kalla mætti samrekstrarútveg sbr. samyrkjubú. Inn á milli þessara nefndaálita, birtast svo staðhæfingarnar: „Gengið er ranglega skráð" — síð- an: „Sala freðfisks" ... eða „Sala saltfisks" ... eða „Sala skreiðar skilar tapi, nema íslenska krónan verði felld um „20%“ eða „30%“ eða „40%“. Næsta stórfrétt: „Gengisfelling framkvæmd" og einhver prósentutala tilnefnd. Síð- an hefjast útreikningar: Hvaða sjóður á að fá gengismun greiddan og hvaða sjóður á að greiða geng- ismun? „Starfið er margt“, en óvíst um „bræðrabandið". Inn í þessa hringiðu sogast svo verð- bólgan. Stjórnmálamenn kunna ráð gegn henni. Það er nefnt „leiftursókn" og aðrir kynna „niðurtalningarleið"; enn aðrir sjá „Með tilkomu bæjarút- gerða og styrkþega, sem tengjast byggðastefnu o.fl., hefur fjármagn og hæfur vinnukraftur dreifst víðar en skyldi og óreyndir og misvitrir stjórnmálamenn ráðið um of ferðinni.“ ekkert athugavert við verðbólgu o.s.frv. „Niðurtalningin" var valin, en einhvernveginn fór hún úr böndum, því þegar upp var staðið, reyndist „niðurtalningin" verða „upptalning"! Þá má enn krydda grautinn með „vaxtastefnu", en í krafti hennar voru skráðar ótrúlega margar og mismunandi vaxtatölur, sem eng- inn gat áttað sig á, aðeins eitt var víst, að maðurinn, sem átti fé í sparisjóði, hverju nafni sem reikningurinn nefndist — allt frá því að vera óhreyfður í 10 ár í það að að vera ávísanareikningur — eigandinn hlaut að tapa. Þetta var staðreynd um árabil, þar til verð- tryggðu innlánsreikningarnir voru stofnaðir, en þá skildu fæstir og síst gamla fólkið, enda hefur það fengið að blæða. Er nokkur furða þótt alvöru- útgerðarmönnum hafi þótt dans- gólfið ærið hált fyrir slíkan darr- aðardans og þeir því átt erfitt með að fóta sig? (Þó hafa skattamálin ekki verið nefnd!) Afleiðingin þessi: Almennt traust á gildi pen- inga glataðist að miklu leyti og öruggast þótti að verja peningun- um sem fyrst til öflunar annarra verðmæta, hvort sem þeirra var þörf eða ekki. Úr því varð offjár- festing, sem var óraunhæf eins og stjórn efnahagsmála. Sem betur fer er nú ástæða til nokkurrar bjartsýni, þrátt fyrir erfiðleikana. Ný ríkisstjórn hefur sest að völdum og þann skamma tíma, sem hún hefur starfað, hefur hún svo sannarlega snúið við blaði fyrirrennaranna og það, sem hún hefur skráð á nýju síðuna, er allt til bóta og hefur Albert Guð- mundsson ekki síst komið þar við sögu. Hann lýsti strax yfir þeirri stefnu sinni að selja ríkisrekin fyrirtæki, eftir því sem föng væru á, og sölulisti hefur að nokkru ver- ið birtur. Þar eð þetta mál er í deiglunni, langar mig til að benda Albert Guðmundssyni á einfalda en að mínum dómi sjálfsagða lausn á gömlu deilumáli stjórnmála- manna, sem snýst um það, hvort ekki sé rétt að sameina ríkisreknu viðskiptabankana þrjá. Mitt ráð til Alberts Guðmundssonar er ein- faldlega þetta: Stefndu að því að leggja þá alla niður eða selja þá. Hér á ekki að vera nema einn ríkisbanki, þ.e. Seðlabankinn. Þannig er það, eftir því sem ég best veit, um allan hinn lýðfrjálsa heim. Með þessu yrðu viðskipta- bankarnir losaðir undan áhrifa- valdi stjórnmálamanna, en arð- semissjónarmiði leyft að sitja í fyrirrúmi í bankakerfinu. Ég vildi óska, að slík ráðstöfun kæmi sem fyrst til framkvæmda og í kjölfar- ið fylgdi að sjálfsögðu — lokun Framkvæmdastofnunar ríkisins. Að lokum: Á umgetinn sölulista Alberts Guðmundssonar finnst mér endilega líka vanta eignir rík- issjóðs í „Grundartanga", sem mér þættu best komnar í höndum er- lendra eigenda. Geir Borg var forstjóri fyrir Hf. Kol og salt og síðan var hann for- stjóri Saltsölunnar hf. Gullbrúðkaup: Aðalsteinn Sigurðs- son frá Bæjum og Marta Markúsdóttir í dag, 16. nóvember, eiga þau Að- alsteinn Sigurðsson frá Bæjum og Marta Markúsdóttir gullbrúð- kaupsafmæli. Foreldrar Aðalsteins voru heið- urshjónin Sigurður Ólafsson og María R. Ólafsdóttir, sem lengstum bjuggu í Bæjum á Snæfjallaströnd. Foreldrar Mörtu voru Markús Kr. Finnbjarnarson bóndi á Sæbóli, Að- alvík, og Herborg Árnadóttir konu hans. Þau Aðalsteinn og Marta bjuggu fyrstu árin í Vatnsfirði, síðan að Kleifum á Seyðisfirði, en þaðan fluttu þau til Súðavíkur. Var Aðal- steinn verkstjóri hjá Hraðfrysti- húsinu Frosta í 2 ár, en flutti til fsafjarðar árið 1945, þar sem þau hjón bjuggu til ársins 1962. Á Isa- firði lærði Aðalsteinn skipasmíðar hjá Marzeliusi Bernharðssyni og vann sér þar meistararéttindi. Frá 1962 hafa þau búið í Reykjavík, þar til fyrir 3 árum er þau fluttu í Mos- fellssveit. Þau Aðalsteinn og Marta eiga fjögur börn, Sigríði, Kristínu, Grétu og Trausta, sem öll eru bú- sett hér syðra. Hafa þau eignast 10 barnabörn og 9 barnabarnabörn. Þessi myndarhjón eignuðust vini hvar sem heimili þeirra var. Eins og foreldrar þeirra í Bæjum og í Aðalvík eru þau þekkt að dugnaði og heiðarleik. Afkomendur þeirra hafa einnig reynst mesta myndar- fólk. Vinir þeirra Mörtu og Aðalsteins árna þeim og skylduliði þeirra allra heilla með gullbrúðkaupsafmælið og farsæld í lífi þeirra og starfi. Vinur Þau hjón verða að heiman á gullbrúðkaupsafmælinu. Þórarinn og Guðmund- ur unnu á Skaganum Guðmundur Páll Arnarson og Þórarinn Sigþórsson öruggir sigurvegarar í Hótel Akranes-mótinu. Bridge Arnór Ragnarsson HINN árlegi helgartvímenningur Bridgeklúbbs Akraness, Hótei Akranes-mótið, fór fram um helg- ina á hótelinu á Akranesi. Spilaður var 24ja para barómeter, fjögur spil á milli para. Þórarinn Sig- þórsson og Guðm. Páll Arnarson unnu keppnina, hlutu 197 stig yfir meðalskor. Aðrir urðu Sigurður Vil- hjálmsson og Sturla Geirsson með 132 stig, en þriðju Runólfur Pálsson og Áðalsteinn Jörgensen með 119 stig. Þessi þrjú pör hlutu peningaverðlaun. Jón Baldursson og Valur Sigurðsson lentu í fjórða sæti með 83 stig, en þeir hafa tvisvar unnið þetta mót saman og Jón einu sinni i viðbót með Sævari Þorbjörns- syni. Þetta var í fimmta skiptið sem mótið er haldið. í fimmta sæti urðu Guðm. Sv. Hermanns- son og Björn Eysteinsson með 68 stig. Keppnisstjóri var Bragi Hauksson og stjórnaði hann mótinu af mikilli röggsemi. í upphafi var stefnt að því að ná saman 32 pörum til keppn- innar, en einhverra hluta vegna tókst það ekki. Var heldur dauft hljóðið í forystumönnum Bridge- klúbbs Akraness vegna þessarar dræmu þátttöku, en vonandi verður hún ekki til að draga úr þeim kjarkinn á næsta ári. Tafl- og bridgeklúbburinn Síðastliðinn fimmtudag 10. nóvember hófst Hraðsveita- keppni félagsins með þátttöku 17 sveita: Staðan eftir fyrsta kvöldið er þessi: Sveit: Sigfúsar Árnasonar 694 Braga Jónssonar 649 Gests Jónssonar 644 Auðuns Guðmundssonar 632 Helga Ingvarssonar 600 Næstkomandi fimmtudag 17. nóvember verður svo keppninni haldið áfram og eru keppendur beðnir um að mæta stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í Domus Med- ica. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.