Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
23
Pólland:
Lögregla handtók 40
vestræna fréttamenn
Varsjá, 15. nóvember. AP.
LÖGREGLA handtók að sögn sjón-
arvotta 40 vestræna fréttamenn og
pólska aðstoðarmenn þeirra í morg-
un er þeir reyndu að fylgjast með
yfirheyrslum yfir séra Henryk Jank-
owski, vini og skriftaföður Lech
Walesa, sem hófust í Gdansk í
morgun.
Saksóknarinn í Gdansk hafði
kallað Jankowski fyrir sig til þess
að ræða ásakanir á hendur honum
um misnotkun á frelsinu sem er
því samfara að starfa fyrir kirkj-
una. Presturinn vildi ekkert láta
hafa eftir sér um yfirheyrslurnar
er til hans náðist símleiðis síðdeg-
is.
Meira en 100 lögreglumenn og
yfir 200 stuðningsmenn Samstöðu
voru saman komnir fyrir utan
skrifstofu saksóknara þegar Jank-
owski og lögfræðingur hans komu
þangað í morgun. Þegar þeir
gengu inn í húsið hélt lögreglan
aftur af borgarahópnum, en hand-
tók síðan fréttamennina einn af
öðrum. Flestir eru starfsmenn
bandarískra, v-þýskra og sænskra
sjónvarpsstöðva. Þeim var sleppt
að tveimur klukkustundum liðn-
um.
í sárabætur fengu fréttamenn-
irnir leyfi til að mynda sjósetn-
ingu skips í Lenín-skipasmíða-
stöðinni. Kom það mjög á óvart
því sumir þeirra höfðu beðið leyfis
til að fara inn í skipasmíðastöðina
í meira en tvö ár.
Erlendir fréttamenn hafa áður
verið handteknir við störf sín í
Póllandi, en handtökurnar í morg-
un voru þær fjölmennustu til
þessa.
Bandarískur flotamála-
fulltrúi myrtur í Aþenu
Wa.shin£ton, A|>enu, 15. nóvember. AP.
KONALD REAGAN Bandaríkjaforseti harmaöi morðið á bandaríska flota-
málafulltrúanum í Aþenu í morgun og hét grískum yfirvöldum aðstoð við að
hafa upp á þeim sem ábyrgð bæru á verknaðinum. Andreas Papandreou
forsætisráðherra hefur fordæmt verknaðinn.
Maður á vélhjóli myrti George
Tasante sjóliðsforingja, aðalflota-
fulltrúa bandarísku hermála-
nefndarinnar í Grikklandi, og bíl-
stjóra hans, þegar bifreið flota-
málafulltrúans staðnæmdist á
gatnamótum í Aþenu.
Lögreglan í Aþenu hóf um-
fangsmikla leit að morðingjanum
og hugsanlegum vitorðsmönnum.
Reistir voru vegatálmar umhverf-
is borgina. Fjölmargir urðu vitni
að verknaðinum. Vitnin segja að
tveir menn á ljósbláu vélhjóli,
klæddir dökkum jökkum og með
hjálma á höfði, hafi ekið upp að
bifreið Tasantes, sem merkt var
bandaríska sendiráðinu, er hún
staðnæmdist á rauðu ljósi er hann
var á leið til vinnu sinnar í sendi-
ráðinu klukkan 7.30 að staðar-
tíma. Atvikið átti sér stað fimm
kílómetra frá sendiráðinu.
„Farþeginn á mótorhjólinu
skaut að minnsta kosti sjö kúlum
úr öflugri .45 kalibera byssu gegn-
um eina rúðu bifreiðarinnar,"
sagði lögregluforingi í Aþenu.
Fjórar kúlur hæfðu Tasante, sem
var í borgaralegum klæðum.
Morðingjarnir óku á brott í ofboði
inn í úthverfið Psychico og komust
undan. Engin öfgamannasamtök
hafa lýst ábyrgð á hendur sér.
Flotamálafulltrúinn var 53 ára,
kvæntur og þriggja barna faðir.
Hann var af grískum ættum.
Uppsetning nýrra eldflauga í V-Evrópu:
Ósk Grikkja um frest-
un harðlega gagnrýnd
Stra.sbourg, Moskvu, London, 15. nóvember. AP.
HART VAR DEILT á Grikki á þingi Efnahagsbandalagsins (EBE) fyrir
tilraunir þeirra til að fá sex mánaða frestun á uppsetningu stýri- og Pershing
II eldfiauga í löndum EBE.
Voru Grikkir með þessu sakaðir
um tilraunir til að sundra ríkjum
Atlantshafsbandalagsins (NATO),
sem staðið hefðu einarðlega sam-
an í afstöðunni til uppsetningar
flauganna.
Utanríkisráðherra Grikkja, Io-
annis Haralambopoulos, neitaði
að útskýra eða réttlæta tillögu
stjórnar sinnar um frestun á upp-
setningu flauganna þar sem það
væri ekki í verkahring þings EBE
að fjalla um utanríkisstefnur ein-
stakra aðildarríkja. Fékk hann
harkalega ádrepu þegar hann
neitaði að svara ásökunum um að
Grikkir reyndu að kljúfa EBE.
Bandarískir embættismenn
lögðu ríka áherzlu á það í dag að
haldið yrði áfram tilraunum til að
ná samkomulagi í viðræðum við
Rússa í Genf um fækkun meðal-
drægra kjarnorkuvopna og að enn
væri tækifæri til að semja áður en
uppsetning nýrra bandarískra
flauga hæfist af fullum krafti.
Sovézka viðræðunefndin í Genf
gekk af samningafundi í morgun
eftir 35 mínútna fund, hinn styzta
í næstum tvö ár. Næsti fundur er
fvrirhugaður á fimmtudag.
Astæður útgöngunnar voru ekki
gefnar upp, en talið að Rússar hafi
verið að mótmæla komu fyrstu
flauganna til Evrópu, sem komu
til Englands í gær.
Einn helzti fréttaskýrandi Nov-
osti-fréttaþjónustunnar, Alexand-
er Malyshkin, sagði komu fyrstu
bandarísku eldflauganna til Bret-
lands staðfesta það að Reagan og
NATO-ríkin ætluðu að flýta sér
sem mest að koma upp nýju flaug-
unum og að Reagan væri staðráð-
inn í því að stefna Genfarviðræð-
unum í voða. Malyshkin sagði
einnig nýjar tillögur Bandaríkja-
manna um takmörkun kjarnaodda
vera áróðursbragð, og upp á henni
bryddað til að rugla vestur-þýzka
þingmenn í ríminu rétt fyrir mik-
ilvægar umræður í þinginu í Bonn
um eldflaugamálið.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
BrUsael
Chicago
Dublin
Feneyjar
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
Lundúnir
Los Angeles
Malaga
Mallorca
Miami
Montreal
Moskva
New York
Osló
París
Reykjavík
Rio de Janeiro
Róm
Stokkhólmur
Sydney
Vancouver
Vínarborg
Þórshöfn
9 léttskýjað
6 rigning
11 rigning
17 skýjaó
5 skýjaó
3 skýjaó
9 rigning
7 skýjaó
3 léttskýjaó
3 heióskírt
4 skýjaó
3 rignfng
23 skýjaó
15 skýjað
5 rigning
23 skýjaó
16 rigning
7 skýjað
23 heíóskirt
13 rigning
21 skýjaó
25 skýjaó
8 skýjaó
16 skýjaó
9 heióskírt
3 heióskírt
5 heióskirt
5 þokumóóa
39 heióskírt
10 rigning
4 skýjaó
28 heióskírt
10 rignfng
1 hefóskírt
7skýjaó
Amnesty International:
Mannréttindi fótum
troðin í Sýrlandi
London, 15. nóvember. AP.
AMNESTY International-samtökin halda því fram í skýrslu að öryggissveit-
ir í Sýrlandi hafi pyntað, myrt og haldið þúsundum manna í fangelsum án
réttarhalda, auk þess sem stjórn Sýrlands beri ábyrgð á öðrum mannrétt-
indabrotum.
„Enginn getur treyst á vernd
laganna í Sýrlandi," segir í skýrslu
samtakanna. Þar segir að óbreytt-
ir borgarar megi alltaf búast við
gjörræðislegum handtökum þar
sem öryggissveitirnar hafi frjáls-
ar hendur skv. neyðarástandslög-
um, sem verið hafa í gildi í 20 ár.
Segja samtökin frá 23 pynting-
araðferðum, sem öryggissveitirn-
ar sýrlenzku hafi beitt menn.
Meðal fanga, sem nefndir eru í
skýrslu Amnesty, eru Nour Al-din
Al-atassi, fyrrum forseti og for-
sætisráðherra Sýrlands, sem verið
hefur í haldi í 12 ár. Einnig Kamel
Hussein, fyrrum sendiherra í
Frakklandi, sem verið hefur í
haldi frá 1971, og Mijali Nasrawin,
háttsettur foringi í Baath-flokkn-
um, sem er á 13. ári í fangelsi.
Amnesty-samtökin gruna yfir-
völd í Sýrlandi um að hafa fyrir-
skipað sex fjöldamorð á tímabil-
inu marz 1980 til febrúar 1982, þar
sem þúsundir manna voru líflátn-
ar.
Castro ásakar
stjórn Reagans
Mexíkóborg, 15. nóvember. AP.
EIDEL Castro Kúbuforseti var harð-
orður í garð Bandaríkjastjórnar í
dag vegna innrásarinnar á Grenada,
sagði hana ögrun við mannkynið og
líkti Keagan við Hitler.
Castro hélt ræðu þar sem hann
minntist Kúbumanna sem féllu á
Grenada. Sagði hann byltinguna á
Grenada hafa í raun liðið undir
lok með aðförinni gegn Maurice
Bishop fyrrum forsætisráðherra,
sem myrtur var skömmu fyrir
innrásina.
Bráðabirgðastjórnin á Grenada
tók formlega við völdum við at-
höfn í St. Georges að Alistair
Mclntyre leiðtoga hennar fjar-
stöddum. Stjórnin situr að völdum
þar til kosningar fara fram, sem
verða að sex mánuðum liðnum.
Utanríkisráðuneytið í Wash-
ington birti fleiri skjöl í dag, sem
hald var lagt á í innrásinni á
Grenada, og kemur þar fram að
stjórnin hafi verið farin að riðlast
vegna innri togstreitu. Einnig
kemur þar fram uggur yfirvalda
vegna vaxandi óánægju þjóðarinn-
ar með landstjórnina. Ennfremur
voru birt skjöl sem sýndu að bylt-
ingarstjórnin á Grenada hafði
farið fram á verulega hernaðar-
aðstoð frá Rússum og aðstoð við
hernaðaruppbyggingu.
John le Mes-
urier látinn
lA>ndon, 15. nóvember. AP.
BREZKI leikarinn John le Mesuri-
er, sem á að baki langan feril í kvik-
myndum, sjónvarpsþáttum og á leik-
sviði, lézt í dag. Hann var 71 árs að
aldri. Hann lék í yfir eitt hundrað
kvikmyndum og varð þjóðkunnur í
heimalandinu fyrir hlutverk sitt í
sjónvarpsflokknum „I)ad’s Army“.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Jan ............ 28/11
Jan ............ 12/12
Jan ............ 27/12
ROTTERDAM:
Jan ............ 15/11
Jan ............ 29/11
Jan ............ 13/12
Jan ............ 28/12
ANTWERPEN:
Jan ............ 16/11
Jan ............ 30/11
Jan ............ 14/12
Jan ............ 29/12
HAMBORG:
Jan ............ 18/11
Jan ............. 2/12
Jan ............ 16/12
Jan ............ 30/12
HELSINKI:
Helgafell ...... 12/12
LARVIK:
Hvassafell ..... 21/11
Hvassafell ...... 5/12
Hvassafell ..... 19/12
Hvassafell ... 3/1 84
GAUTABORG:
Hvassafell ..... 22/11
Hvassafell ...... 6/12
Hvassafell ..... 20/12
Hvassafell ... 4/1 84
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ..... 23/11
Hvassafell ...... 7/12
Hvassafell ..... 21/12
Hvassafell ... 5/1 84
SVENDBORG:
Helgafell ...... 17/11
Hvassafell ..... 24/11
Hvassafell ...... 8/12
Helgafell ...... 16/12
Hvassafell ..... 22/12
ÁRHUS:
Helgafell ...... 17/11
Hvassafell ..... 24/11
Hvassafell ...... 8/12
Helgafell ...... 16/12
Hvassafell ..... 22/12
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell ..... 30/11
Jökulfell ...... 16/12
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ...... 1/12
Jökulfell ...... 17/12
^SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101