Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 37 Bandaríkjamennirnir sem aðstoðuðu við björgun þyrlunnar og köfuðu niður að henni. Taldir frá vinstri: George R. Torres, Tom Dailey, Douglas A. Carwile, Silas Thorne, Joseph M. Leszczynski, Chief Spoerer og Jerry Thomas. „Okkar starf var auð- velt — þeirra erfitt“ Rætt við bandarísku björgunarmennina í Jökulfjörðum „Þetta gekk mjög vel og það voru engin sérstök vandamál sem komu upp við björgunina," sagði Chief Spoerer, hjá EOD-sveitum varnar- liðsins (Explosive Ordinance Dispos- al) á Keflavíkurflugvelli, er Morgun- blaðið ræddi við hann um borð í varðskipinu Óðni um miðjan dag í gær eftir aö búið var að bjarga þyrl- unni TF-RÁN um borð í varðskipið og festa hana tryggilega á þyrlupall þess. Hann sagði að þeir 'væru þrír frá EOD-sveitum flotans, sem væru þarna, ásamt tveimur mönnum frá flughernum og tveimur mönnum frá US Salvage Corps. Þeir frá varnarliðinu hefðu fyrst komið vestur seinnipart síð- astliðins miðvikudags, en farið aftur á föstudaginn, allir nema einn, eftir að þyrlan hafði fundist og ljóst var að hún var á of miklu dýpi til þess að þeir gætu kafað niður að henni með þeim tækja- búnaði, sem þeir hefðu yfir að ráða. Þeir hefðu komið aftur á mánudaginn ásamt mönnunum tveimur frá US Salvage Corps. og hafið störf að nýju. Við höfum flestir unnið áður við samskonar bjarganir og í raun og veru lítið frábrugðnar," sagði Spoerer, sem verið hefur eitt ár á íslandi. „Við vorum kallaðir hingað, ef á okkur þyrfti að halda. Þegar til kom var komist hjá djúpköfun, svo við hjálpuðum bara til, eins og kostur var. Allir unnu mjög vel saman og það að þyrlan er komin upp á yfirborðið er fyrst og fremst árangur samvinnu," sagði LCDR Silas Thorne, frá US Salvage Corps. við sama tækifæri. Hann sagði að þeir hefðu ekki komið með nein tæki með sér til djúpköfunar, heldur hefðu þeir viljað kynna sér ástandið fyrst og sjá hvaða tækjum þeir þyrftu á að halda ef til kæmi. Þeir gætu kafað niður á allt að 100 metra dýpi, en þegar komið væri á svo mikið dýpi væri sá tími mjög takmarkaður sem þeir gætu unnið, 10—20 mín- útur, ekki lengur. Þá færi það eftir loftblöndunni sem þeir önduðu að sér hve langan tíma þeir þyrftu að vera í afþrýstiklefa, að meðaltali væri hægt að hugsa sér svona um það bil tvo tíma. Hann sagði að í byrjun hefði þyrlan verið hífð upp á 70 feta (33 metra) dýpi. Þar hefðu verið sett- ar sterkari og tryggari taugar í þyrluna áður en hún hefði verið hífð upp á 30 feta (10 metra) dýpi og á því dýpi hefði henni verið snúið við. „Þetta gekk mjög vel. Það var mjög góð samvinna með áhöfninni hérna á Óðni og á fiskibátnum Sigga Sveins. Okkar starf var auð- velt miðað við þeirra starf sem var erfitt," sagði Thorne. „Það er mönnunum á Óðni og á fiskibátn- um, samvinnu þeirra, mjög góðri sjómennsku, ásamt mikilli og erf- iðri vinnu, að þakka, hversu vel tókst til og þeir gerðu okkur starf- ið auðvelt. Þá vorum við einnig heppnir með veður,“ sagði Thorne ennfremur. Thorne sagðist vera á leiðinni aftur til Norfolk í Bandaríkjunum á næstunni. Aðspurður hvort hann færi oft í svona leiðangra, víðs vegar um heiminn, sagði hann svo ekki vera, þeir hefðu svo mikið að gera heima fyrir og það væri ekki auðvelt að komast á brott. LjÓBmjndir MorminblnðNÍnx: FrjAþjófur Helgason/ Kagnnr Aielsson. Þyrlan um borð í Óðni. Mest sást á nefi hennar, auk þess sem þyrluspaðarnir höfðu brotnað af. FURUHILLUR Utsölusta&lr: REYKJAVlK: JL-Húsið húsgagnadeild, Liturinn Síöumúla 15, KÓPAVOGUR: Byko Nýbýlavegi 6, HAFNARFJÖRÐUR: Málur Reykjavíkurvegi 10, KEFLAVlK: Dropinn, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: K.B. Borgarnesi, HELLISSANDUR: K.B., ÓLAFSVlK: Verslunin Lára, STVKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúö Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, ISAFJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmas., BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, SAUÐARKRÓKUR: Hátún, SIGLUFJÖRÐUR: Bólsturgerðin, ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, DALVlK: Versl. Sogn, AKUREYRI: Grýtan Sunnuhlíð, HÚSAVlK: Kaupfélag Þingeyinga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austuriands, SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn, NESKAUPSTAÐUR: Nesval, REYÐARFJÖRÐUR: Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Versl. Þór, VlK, Kaupfélag V-Skaftfelling, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.A. áeinstöku verði! Stærð Verð 600x12 1.654.00 kr. 560x13 1.838.00— 615x13 1.808.00— 645x13 1.980.00— 615x14 1.962.00— 650x14 2.235.00 — 645 x 14 2.158.00 — 695 x 14 2.235.00— 700 x 14 2.466.00 — 735 x 14 2.644.00— 750 x 14 2.822.00 — 775 x 14 2.668.00 — Góð greiðslukjör. Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 sími 81093 Hjólbarðastöðin sf. Skeifunni 5 sími 33804

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.