Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Frumvörp um sölu átján ríkisfyrirtækja lögð fram FJARMALARAÐHERRA lagdi fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun átján frumvörp um sölu jafnmargra ríkisfyr- irtækja og stofnana. Frumvörpin af- benti hann ráöherrum þeim er fara með yfirstjórn hvers fyrirtækisins fyrir sig og sagöi fjármálaráöherra í samtali við Mbl. í gær, að hann hefði afhent þeim frumvörpin með ósk um aö þeir flyttu frumvörpin hver og einn varð- andi sín fyrirtæki, þar sem ekki hefði náðst samkomulag um að fjármála- ráðuneytið sæi um söluna. I»á sagði fjármálaráðherra að auk þessa væri gert ráð fyrir sölu hlutabréfa í ríkis- eigu í allmörgum fyrirtækjum. — íríkisstjórn í gærmorgun Flest fyrirtækin falla undir land- búnaðarráðuneytið, eða fimm. Þau eru: Grænmetisverslun landbúnað- arins, Laxeldisstöðin í Kollafirði, Áburðarverksmiðja ríkisins, Græn- fóðurverksmiðja ríkisins og Til- raunastöðvar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Samgönguráðu- neytið: Skipaútgerð ríkisins, Ferða- skrifstofa ríkisins og Umferðarmið- stöðin í Reykjavík. Utanríkisráðu- neytið: Fríhöfnin á Keflavíkurflug- velli, Sala varnarliðseigna og ls- lenskir aðalverktakar sf. Mennta- málaráðuneytið: Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Söludeild Námsgagna- stofnunar. Iðnaðarráðuneytið: Landssmiðjan og Lagmetisiðja ríkis- ins á Siglufirði. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið: Lyfjaverslun ríkisins og Islensk endurtrygging. Sjávarútvegsráðuneytið: Síldar- verksmiðja ríkisins. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að frumvörp þessi séu nú til athugunar í vikomandi ráðuneytum og að framvinda mála mðist af undirtektum þeirra. MorgunblaðíA/ Heimir Stigsson. Sveinn Sæmundsson ásamt Gertrud llary og ættingjum hennar á Keflavík- urflugvelli í gærdag. 25 sinnum yfir Atlants- hafið með Flugleiðum „ÞAÐ er auðvitað ánægjulegt til þess að vita, að farþegar sýni félag- inu trygglyndi af þessu tagi," sagði Sveinn Sæmundsson, forstöðumaður kynningardeildar Flugleiða, í tilefni af því að þýzk kona, Gertrud Mary, lenti hér á landi í sinni 25. ferð yfir Atlandshafið með Flugleiðum. Sveinn tók á móti frúnni, en í fylgd með henni voru tveir fjölskyldumeo- limir. „Okkur þótti vel við hæfi að bjóða frúnni í hádegisverð á Hótel Aerogolf í Luxemborg, áður en hún lagði upp í þessa för. Síðan færðum við henni blómvönd við komuna hingað til lands," sagði Sveinn ennfremur. Það kom fram hjá Sveini, að Gertrud Hary bý í landamærahér- aði Þýzkalands við Luxemborg, en ættmenni hennar búa flest í Bandaríkjunum. „Hún býr hjá ættingjum sínum í Bandaríkjun- um yfir vetrartímann, en mun síð- an fljúga með okkur til baka til Luxemborgar í maí nk." Helgi Hálfdanarson: Kynhvarfar Að undanförnu hefur orðið þó nokkur umræða um kynhvörf. En svo nefnist í orðasafni kennara- háskólans úr uppeldis- og sálar- fræði það fyrirbæri, sem á er- lendu máli (ensku) kallast homo- sexuality og telst einkum vera til- hneiging til að leita kynnautnar með persónu sama kyns. Sá mað- ur, karl eða kona, sem svo er eðli farinn, er þar kallaður kynhvarfi (nafnorð), og sagt að hann sé kynhvarfur (lýsingarorð). Um hvort kynjanna hafa nú um skeið mjög heyrzt orðin „hommi" og „lesbía", og hafa raunar kynhvarfar sjálfir notað um sig þessi orð. Þegar orðanefnd Kennara- háskóla íslands hafði þessi at- riði til meðferðar, þóttu orðin „hommi" og „lesbía" með öllu ótæk, þar eð þau hefðu á sér niðrandi blæ. Voru þar tekin upp tökuorðin hómi og lespa, sem bæði þóttu kurteisari í viðmóti og miklu íslenzkari á svip. Orðið „hommi" er ekki sem bezt mynd- að tökuorð af erlendum uppruna sínum. Það er myndað líkt og meinlaus uppnefni (kommi, sjalli) eða kunningja-gælunöfn (Simmi, Tommi) sem ókunnugir nota naumast nema í hálfkær- ingi. Orðið hómi er hins vegar klárt og kvitt af öllum óhreinum grunsemdum, og þó nær upp- runa sínum. Orðið „lesbía" er býsna óheppilegt tökuorð; því enda þótt hið góða eyland Lesbos eigi að sjást í hillingum á bak við það, verða hugmyndatengsl frá hljómi þess (-bía, -spía) allt önn- ur og ógeðfelldari en svo, að þau liggi til Saffóar skáldkonu hinn- ar grísku, sem orti þar ódauðleg ástaljóð til stallmeyja sinna, svo að fátt hefur verið kveðið af feg- urri innileik um göfugar ástir á þeim árþúsundum sem síðan eru liðin. Illa trúi ég því, að kynhvörfu fólki á Islandi sé mjög annt um orðin „hommi" og „lesbía" og vil því ráðleggja bæði þeim og öðr- um að taka upp í þeirra stað orð- myndir orðanefndar kennarahá- skólans: hómi um kynhvarfan karlmann og lespa um kynhvarfa konu. A41KUG«H>UR ómo«rjn,u*w tComduástaðinn,skoðaðu kynntuþérvoruvalokkar a láqt vöruverð. — . ,mvörumí«efniopnunarinnar. /MIKUGIRÐUR MARKAÐURVDSUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.