Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
29
Punktar úr
bæjarstjórn
Akureyrar
Akureyri, 15. nóvember.
8 konur
í bæjarstjórn
Átakalitill og stuttur fundur
var haldinn í bæjarstjórn Akur-
eyrar í dag. Helst má til tíðinda
telja að hann sátu að þessu sinni
8 konur en aöeins 3 karlmenn,
auk bæjarritara, Valgarðs Bald-
vinssonar, sem sat fundinn í fjar-
veru Helga Bergs, bæjarstjóra.
Frá Alþýðubandalaginu sat
fundinn Sigríður Stefánsdóttir,
sem er varafulltrúi Helga Guð-
mundssonar, en hann mun vera í
þann mund að flytja til höfuð-
borgarsvæðisins. Frá Framsókn-
arflokknum voru Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir og Þóra Hjalta-
dóttir, sem sat fundinn í forföll-
um Sigurðar Jóhannessonar. Frá
Kvennaframboðinu sátu fundinn
að venju Sigfríður Þorsteinsdótt-
ir og Valgerður Bjarnadóttir, frá
Alþýðuflokki situr nú alla fundi
Jórunn Sæmundsdóttir vegna
fjarveru Freys Ófeigssonar og
frá Sjálfstæðisflokki sátu fund-
inn Margrét Kristinsdóttir og
Bergljót Rafnar, sem þar var í
forföllum Jóns G. Sólnes.
Sigurður J. Sigurðsson, Gunn-
ar Ragnars og Jón Sigurðsson
voru fulltrúar „sterkara kynsins"
á þessum fundi bæjarstjórnar
Akureyrar og mun það kyn aldrei
áður hafa haft svo fáa fulltrúa á
bæjarstjórnarfundi.
Atvinnuleysi
eykst
í október voru skráðir atvinnu-
leysisdagar á Akureyri 1745, sem
svarar til þess að 83 hafi verið
atvinnulausir allan mánuðinn.
Er þar um talsverða aukningu á
skráðu atvinnuleysi að ræða.
KA vill fá
leyfi til athafna
á göngugötu
Knattspyrnufélag Akureyrar
hefur leitað eftir því við bæjar-
stjórn að félaginu verði heimil-
aðar uppákomur í Hafnarstræti.
Hyggjast KA-menn afla fjár til
rekstrar knattspyrnudeildar með
þeim hætti að efna til sýninga-
og kynningarstarfsemi fyrir
fyrirtæki í göngugötunni, þegar
til þess viðrar.
Lélegir gluggar
á sjúkrahúsinu
f fundargerð heilbrigðisnefnd-
ar frá 3. nóvember sl. kemur
fram að gluggar fjórðungs-
sjúkrahússins halda hvorki vatni
né vindi og veldur það vatnselg
innandyra í hlýindum og kulda í
frostvindum. Telur heilbrigðis-
nefnd að mikið vanti á að hús-
næði sjúkrahússins uppfylli skil-
yrði heilbrigðisreglugerðar og
beinir þeim tilmælum til stjórn-
ar FSA að úr þessu verði bætt
hið fyrsta og sjúklingum boðin
sómasamleg aðstaða.
Lóð undir
gistihús veitt
Bygginganefnd hefur sam-
þykkt að veita Bernharði Stein-
grímssyni 2.854 fermetra lóð
undir gistihús. Lóðin er við Þór-
unnarstræti, sunnan lögreglu-
stöðvarinnar og er byggingar-
frestur ákveðinn eitt ár.
26 sóttu um
akstur hjá SVA
Stjórn Strætisvagna Akureyr-
ar auglýsti nýlega eftir einum
bifreiðastjóra til starfa. Alls bár-
ust 26 umsóknir um starf þetta
og þykir það lýsa nokkuð at-
vinnuástandi í bænum. Stjórnin
hefur samþykkt að ráða Hauk
ívarsson, Seljahlíð 9G, til starf-
ans - G.Berg.
Leiðrétting
í FRÉTT Mbl. í fyrri viku um
þann atburð er skipverja tók út
af mb. Akurey á síldarmiðunum
jndan Suðurlandi voru missagn-
ir, sem nauðsynlegt er að leið-
rétta.
Skipverjinn fór ekki útbyrðis
með netunum eins og stóð, því bú-
ið var að leggja netin. Hins vegar
festist hann í útgjöf sem kallað er,
kaðli, og losnaði um leið og hann
kom í sjóinn. Hann hvarf í myrkr-
ið en bátnum var bakkað í þá átt
sem skipverjar töldu að manninn
væri að finna. Eftir 6—7 mínútna
leit sást hann í kastljósum bátsins
og náðist fljótlega upp en var þá
orðinn örmagna.
Ognað með
hnífi til
að skrifa
undir afsal
Tveir menn ógnuðu sjómanni
með hnífi í heimahúsi í Reykjavík
um helgina og kröfðust þess að
hann skrifaði undir afsal fyrir bif-
reið sinni, en þeir komu saman af
veitingahúsi, þar sem þeir mættust
í fyrsta sinn.
Maðurinn skrifaði undir afsal-
ið til þess að losna úr prísundinni
en kærði síðan málið til lögregl-
unnar. Mennirnir voru handtekn-
ir og neita þeir að hafa ógnað
manninum og mun afsalið ófund-
ið. Fjórði maðurinn ber að saga
sjómannsins sé rétt.
Aðalfundur FEF
á fimmtudag
AÐALFUNDUR Félags einstæðra for-
eldra verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6,
fimmtudaginn 17. nóvember og hefst
kl. 21 e.h.
Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður
FEF, flytur skýrslu fráfarandi
stjórnar og endurskoðaðir reikningar
munu liggja frammi. Síðan fer fram
stjórnarkjör og að loknum aðalfund-
arstörfum verður drifið upp
skemmtiatriði.
Þess má geta að jólakort FEF
verða afhent á fundinum og einnig
geta félagsmenn fengið framfærslu-
könnun þá sem gerð var nýlega og
miklum umræðum hefur komið af
stað.
f fréttatilkynningu frá FEF eru fé-
lagar hvattir til að fjölmenna og
kaffi og meðlæti verður á boðstólum.
Samhygð með
skammdegis-
brennu
í Vatnsmýrinni
SAMHYGÐ hefur sagt skamm-
deginu stríð á hendur, ef marka
má fréttatilkynningu frá samtök-
unum.
f dag, miðvikudag, verður opið
hús á eftirtöldum stöðum:
Bergþórugata 21, Djúpið,
Hafnarstræti 15, Freyjugata 27,
Fríkirkjuvegur 11, Norræna
húsið, Hamraborg 5 og Suður-
landsbraut 32, 4.h.
Þá verður í kvöld kl. 23.30
brenna í Vatnsmýrinni, þar sem
skammdegið verður á táknræn-
an hátt brennt burt, eins og seg-
ir í tilkynningunni.
...IEINUM
MOGGAMÁNUÐI!
Þú getur bókað 1500 síðna skammt af geysi-
fjölbreyttu lesefni í einum Moggamánuði.
Það samsvarar um 20—30 bókakiljum. Hefurðu áhuga á áskrift?
Hringdu þá í síma 83033 og við komum blaðinu til þín hvar sem þú ert.
Lesefni í stórum skömmtum!