Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 33
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 33 ÖRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara Kr. Sæmundsen Ofiiæmi Nú eru þekktir fimm flokkar mótefna (immunoglobulins), þ.e. IgM, IgG, IgA, IgD og IgE. Þrír þeir fyrstnefndu eru langalgeng- astir og gegna mikilvægu hlut- verki í klassískri ónæmissvörun, t.d. við bólusetningar. Ekki er vit- að, hvaða hlutverki IgD gegnir, en IgE er talið gegna sérstöku hlut- verki í baráttu við ýmis sníkjudýr. IgE er þó þekktara vegna hlut- verks síns í ofnæmi. Reyndar geta hinir klassísku mótefnaflokkar, t.d. IgG, einnig átt þátt í vissum tegundum ofnæmis, en hér er ætl- unin að fjalla um hlutverk IgE í þeim ofnæmum, sem flestir kann- ast við, annaðhvort af afspurn eða eigin raun. IgE og Mast—frumur Öll framandi efni, sem hvetja myndun mótefna eða á annan hátt erta ónæmiskerfið, eru nefnd einu nafni mótefnavakar eða ónæmis- vakar (antigen). Antigen geta ver- ið margs konar, en þekktust eru eflaust alls kyns sýklar, s.s. veirur og bakteríur. En við getum einnig brugðist við öðrum antigenum i umhverfinu, t.d. í fæðu eða and- rúmslofti. Venjulega bregðast menn við antigenum, með því að framleiða einn eða fleiri af al- gengustu mótefnaflokkunum, þ.e. IgM, IgG og/eða IgA, en sumir einstaklingar bregðast þannig við, að þeir framleiða einnig óeðlilega mikið af IgE. IgE, sem þannig myndast, eftir ákveðið áreiti, tengist síðan yfirborði svokallaðra mast—fruma (mynd). Ef viðkom- andi einstaklingur verður síðan aftur á vegi sama antigens, þá binst antigenið IgE sameindunum á yfirborði mast—frumanna og svokölluð afkornun (degranulat- ion) á sér stað (mynd), þ.e. inni- hald kornanna í umfrymi mast— frumanna er losað út í umhverfi frumanna. Einstaklingar, sem þannig bregðast við, eru með ofnæmi (allergic) gagnvart við- komandi antigeni. Hvað gerist? í kornunum í umfrymi mast— frumanna er að finna ýmis efna- sambönd, m.a. histamín og efna- samband, sem kallast SRS-A (slow-reacting substance A). Bæði þessi efni geta valdið tímabundn- um samdrætti sléttra vöðva, en histamín veldur jafnframt æðaút- víkkun, þ.e. æðarnar verða gljúp- ar. Samspil antigena, IgE og mast—fruma, og þeirra efnasam- banda, sem þessar frumur losa, veldur því þeim sjúkdómseinkenn- um, sem hrjá þann er ofnæmið hefur. Fólk getur haft ofnæmi gegn mörgum mismunandi antigenum. Mjög algengt er að menn hafi ofnæmi gegn frjókornum plantna, en einnig er algengt að menn hafi ofnæmi gegn ákveðnum matarteg- undum, t.d. skelfiski eða jarðar- berjum. Ljrfjaofnæmi, t.d. gegn pencillin, er einnig þekkt fyrir- bæri. Þó fær fólk ekki ofnæmi gegn lyfinu sem slíku, heldur binst lyfið eða niðurbrotsefni þess, pró- teinum í líkamanum. Við það geta orðið smávægilegar breytingar á próteinunum, sem gera það að verkum að ónæmiskerfið telur að hér sé um framandi prótein að ræða. Það myndar því mótefni gegn viðkomandi prótein-lyf komplex, m.a. IgE, og í vissum til- vikum getur þetta leitt til lyfja- ofnæmis. Ofnæmissjúklingar bregðast við því antigeni, sem þeir hafa ofnæmi fyrir, á mismunandi hátt. Hafi viðkomandi ofnæmi fyrir einhverju í andrúmsloftinu (t.d. frjókornum), þá getur antigenið bundist IgE á yfirborði mast— fruma í efri hluta öndunarvegar- ins, t.d. í slímhúð nefs. Losun histamíns og annarra efna gerir æðaveggina í slímhúðinni gjlúpa og vessi úr æðunum flæðir út í vefina umhverfis. Þar af leiðir hið hvimleiða nefrennsli. Neðar í öndunarveginum veldur losun histamíns og SRS-A samdrætti í lungnapípum og -berkjum. Þetta veldur andþrengslum og astma. Þeir sem hafa ofnæmi gegn ákveðnum fæðutegundum fá oft uppköst, ef áhrifanna gætir í efri hluta meltingarvegarins, en krampa og niðurgang, ef neðri hluti meltingarvegarins á í hlut. Oft sleppa þau antigen, sem við- komandi hefur ofnæmi fyrir, út í blóðrásina. Afleiðingin er þá oft útbrot samfara bólgumyndun. Þetta stafar af staðbundinni æða- útvíkkun og flæði vessa út í nær- liggjandi vefi. Ef menn innbyrða nægilegt magn af antigeninu, þá getur afleiðingin verið svokallað ofnæmislost (anaphylaxis). Al- hliða samdráttur sléttra vöðva og útvíkkun háræða getur í vissum tilvikum dregið til dauða. Slík ofnæmislost geta verið afleiðing, t.d. lyfjaofnæmis. Einnig verður fólk oft illa úti eftir skordýrabit. Rafeindasmásjármynd af mast- frumu. Þessar frumur eni dreifðar um líkamann, en eru algengastar í stoðvef, í lungum og í kringum æðar. Einnig er töluvert af þessum frum- um í lifur, nýrum, milta, hjarta og öðrum líffærum. Þessar frumur eru 10—15 míkrómetrar í þvermál (1 mfkrómetri = 1/1000 úr milli- metra). f umfrymi er mikill fjöldi korna, stundum allt að 500 í frurau. í þessum kornum er að finna margs konar efnasambönd, m.a. histamín og SRS-A. Myndin til vinstri (a) sýn- ir mast-frumu fulla af kornum í um- frymi. Kjarninn er í miðri frumunni. Myndin til hægri (b) sýnir mast- frumu eftir að afkornun hefur átt sér stað, þ.e. mast-fruman hefur los- að innihald kornanna út í umhverf- ið. (Úr bókinni „Essential Immuno- íogy“ eftir I. Roitt.) Það stafar af því að viðkomandi hefur orðið næmur gegn þeim eiturefnum, er slík skordýr gefa frá sér, eftir fyrsta bitið. Sé við- komandi bitinn aftur, þá getur af- leiðingin í vissum tilvikum verið ofnæmislost. Lokaorð Þegar vefir verða fyrir hnjaski, á sér stað losun m.a. histamíns. Það veldur því að æðarnar verða gljúpari en venjulega. Þetta gerir eitilfrumum og mótefnum kleift að smjúga í gegnum æðaveggina inn á hið skaddaða svæði til varn- ar sýklum. Það má ætla að þetta sé hið eiginlega hlutverk mast— fruma. ótímabær losun histamíns og annarra efna frá mast-frumum getur hins vegar valdið öðrum óskemmtilegum áhrifum, eins og allir þeir þekkja, sem þjást af ofnæmi. Ileimíldir: J.T. Barrett (1974) „Textbook of Immunolog)'**. C.V. Mosby ( ompany, Saint Louis. LE. Hood o.n. (1978) „Immuno- logy“. The Benjamin ( ummings Pu- blishing ( ompany, Inc., Menlo Park, (alifornia. I. Roitt (1977) „Essential Immuno- logy“. Blackwell Scientific Publica- tions, Oxford. Neytendafélag stofnað á Suðurlandi Stjórn Neytendafélags Selfoss og nágrennis. NEYTENDAFÉLAG Selfoss og nágrennis var stofnað miðviku- dag 8. nóv. sl. Félagið hefur sótt um inngöngu í heildarsamtök neytenda á íslandi, sem eru Neytendasamtökin. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna neytenda á sem flest- um sviðum viðskipta. Það er von stofnfélaga, að Sunnlendingar sjái sér hag í því að gerast félag- ar. Þegar eru fjölmargir beinir aðilar að Neytendasamtökunum (NS) en það tvímælalaust hag- ræðing í því, að ráðgjöf til neyt- enda og upplýsingastarf séu heima í héraði. Þess vegna markar stofnun félagsins ákveð- in tímamót. Á stofnfundinum í Tryggva- skála komu formaður Neytenda- samtakanna og varaformaður ásamt starfsmanni. Greindu þeir frá félagsstarfi út um land, sem er víða öflugt. Nægir að nefna Borgarnes, en þar hefur félagið m.a. staðið fyrir verð- kynningu og framkvæmt verð- kannanir af myndarskap. Jón Magnússon, formaður NS, skýrði frá því, að innan skamms kæmi út sérstök útgáfa af blaði samtakanna á 30 ára tímamót- um, og þá er von á hentugri möppu til heimilisbókhalds. Er ekki að efa, að hún verður vel þegin. I stjórn Neytendafélags Sel- foss og nágrennis eru Haukur Gíslason, Páll Björnsson, Sig- hvatur Eiríksson, Steingrímur Ingvarsson og Þorlákur H. Helgason, formaður. (Frétutilkynning) 1 YNINGIH BJLDSHOIIÐANUM SKRIFSI0FAI IFRAM1I0AR LYKUR I KVOLD KL. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.