Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
Grikkir og Tyrkir hafa löngum
eldað saman grátt silfur á Kf pur
Skipting Kýpur. Dökkleita svæðið sýnir tyrkneska hlutann en sá hvíti
gríska hlutann. íbúar tyrkneska hlutans eru rúml. 150.000.
EYJAN Kýpur á austurhluta Mið-
jarðarhafs hefur um langt skeið
verið mikið deiluefni milli Tyrkja
og Grikkja og þau innanlandsátök,
sem þar hafa átt sér stað milli
grísku- og tyrkneskumælandi
manna, verður að skoða í Ijósi þess
langvarandi fjandskapar, sem ríkt
hefur með þessum þjóðum og þó
einkum og sér í lagi með þessum
þjóðabrotum á Kýpur.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
beindu íbúar Kýpur ekki spjót-
um sínum svo mjög hver gegn
öðrum heldur gegn Bretum, sem
tekið höfðu eyna af heimsveldi
Ottomana 1878. Grískir Kýp-
urbúar hófu mikið skæruliða-
stríð gegn Bretum 1955 og kröfð-
ust sameiningar við Grikkland
(Enosis). Samtök þeirra nefnd-
ust EOKA og var Makarios erki-
biskup, yfirmaður grísk
kaþólsku kirkjunnar á Kýpur,
pólitískur leiðtogi hennar, en
George Grivas ofursti stjórnaði
hernaðaraðgerðum hennar.
Eftir að tekizt hafði að koma á
málamiðlunarsamkomulagi milli
grískra og tyrkneskra Kýpurbúa
fékk eyjan sjálfstæði 1960 og
Makarios erkibiskup varð fyrsti
forseti hins nýstofnaða lýðveld-
is. Til mikilla deilna kom þó enn
á ný milli grísku- og tyrknesku-
mælandi manna um stjórnskip-
an lýðveldisins og svo fór, að
þeir síðarnefndu hættu allri
þátttöku ( ríkisstjórninni 1963.
Bein átök fylgdu svo fljótt í
Rauf Denktas, forseti tyrkneska
hlutans á Kýpur.
kjölfarið. Það varð úr, að Sam-
einuðu þjóðirnar sendu friðar-
gæzlulið til Kýpur 1964 til þess
að stilla til friðar milli þjóða-
brotanna og halda þeim aðskild-
um.
Eftir að Tyrkir á Kýpur höfðu
verið útilokaðir í reynd frá allri
þátttöku í stjórnmálum eyjar-
innar, hvort heldur á landsvísu
eða í sveitarfélögum, tóku þeir
að koma á fót hjá sér sínu eigin
stjórnsýslu- og dómgæzlukerfi
svo og löggjafarstofnun. Sam-
skipti þjóðabrotanna fóru þó
batnandi næstu ár á eftir og
1968 var enn gerð tilraun til þess
að kon-.a á stjórnkerfi fyrir Kyp-
ur alla, sem bæði þjóðabrotin
Spyro Kyprianou, forseti gríska
hlutans.
gætu sætt sig við. Þessum til-
raunum var haldið áfram með
nokkrum hléum í sex ár, en sam-
komulag náðist þó aldrei, því að
Tyrkir á Kýpur vildu koma þar á
eins konar sambandsríki en
Grikkir vildu hins vegar, að eyj-
an yrði eitt og óskipt ríki. Grísk-
ir menn á Kýpur fengu hernað-
araðstoð frá Grikklandi og þeir
tyrknesku frá Tyrklandi og það
sagði sína sögu, að yfirmenn
þjóðvarðliðs grískra manna á
Kýpur voru foringjar úr her
Grikklands.
Árið 1972 sneri Grivas ofursti
á ný til Kýpur, endurlífgaði
EOKA og hóf hryðjuverkastarf-
semi í þvf skyni að koma á sam-
einingu ^ við Grikkland. Var
starfsemi hans beint gegn Mak-
ariosi og naut hann þar sýnilega
stuðnings grísku herforingja-
stjórnarinnar. Grivas lézt 1974
og í júní þar á eftir lét Makarios
fara fram hreinsun innan lög-
reglunnar á Kýpur og reka það-
an alla þá, sem samúð höfðu með
EOKA-hreyfingunni. Þjóðvarð-
liðið greip þá til sinna ráða og
hrifsaði völdin í sínar hendur
með valdaráni og 15. júlí þar á
eftir var Nicos Sampson skipað-
ur forseti Kýpur.
Tyrkneskir menn á Kýpur
þóttust ekki geta setið hjá að-
gerðalausir við þessa atburði og
leiðtogi þeirra, Rauf Denktas,
sneri sér til stjórnar Tyrklands
með beiðni um aðstoð. Tyrk-
landsstjórn brást skjótt við og
sendi öflugan her til Kýpur, sem
tók strax á sitt vald svæði tyrkn-
eskra manna á eynni. Makarios
flýði úr landi og Glavcos Cleri-
des varð forseti. Makarios sneri
þó heim í desember sama ár og
tók á ný við forsetaembættinu.
Tyrkneski herinn hvarf hins
vegar ekki frá Kýpur og með
hann að bakhjarli komu tyrkn-
eskumælandi á eigin stjórn á
sínum hluta eyjarinnar. Þar
lýstu þeir síðan yfir stofnun
tyrknesks sambandsríkis í
febrúar 1975 með Denktas sem
forseta.
Mikill eldsvoði
í San Salvador
San Salvador, 15. nov. AP.
MIKLIR eldar kviknuðu í gær í San Salvador, höfuðborg El Salvador.
Rrunnu þeir hvað ákafast í miðhluta borgarinnar, þar sem fimm verzlanir
urðu mjög illa úti í brunanum. Um skeið var heil húsaröð þar alelda.
Eldarnir brutust út í grennd við
kvikmyndahús um kl. 6.30 að stað-
artíma. Ekki er enn ljóst, hvort
um skemmdarverk var að ræða né
heldur er vitað til þess, að mann-
tjón hafi orðið í brunanum.
Um 300 skæruliðar vinstri sinna
gerðu í gær árás á borgina San
Lorenzo, sem stendur um 60 km
fyrir austan höfuðborgina. Tals-
maður varnarmálaráðuneytis
landsins skýrði hins vegar svo frá
í dag, að aðeins einn stjórnarher-
maður hefði særzt í þessum átök-
um en ekki væri vitað um mann-
fall uppreisnarmanna. Sagði tals-
maðurinn, að uppreisnarmenn
hefðu hörfað burt eftir um 12
klukkustunda bardaga. Hefði
þeim ekki tekizt að komast inn í
borgina né heldur hefðu þeir náð
að valda þar miklu tjóni.
Fimmtíu uppreisnar-
menn falla í
'NýjuDelhí, 15. nó». AH.
SOVÉZKAR herþyrlur og orrustu-
þotur drápu að minnsta kosti 50 afg-
anska uppreisnarmenn fyrr í þessum
mánuði á Shomali-svæðinu. Er þetta
talið eitt versta áfall, sem uppreisn-
armenn í Afganistan hafa orðið fyrir
síðan í sumar.
Sovétmenn gerðu árásina 8.-9.
nóvember og tókst þá að koma
fjölmennum hópi uppreisnar-
Afganistan
manna að óvörum í þorpi einu
fyrir norðan Kabúl. Beittu Rússar
bæði þyrlum og þotum sem fyrr
segir og er talið, að mannfallið í
hópi uppreisnarmanna hafi verið
á bilinu 50—80 manns.
Uppreisnarmenn hafa lengi ver-
ið öflugir á Shomali-svæðinu og
þaðan hafa þeir hvað eftir annað
gert harðar árásir á stöðvar
stjórnarhersins og Sovétmanna.
Mótmæli gegn
Marcosi Marcos
forseti
Haguk), 15. nóvember. AP.
KLEIRI þúsund manns fóru í mót-
mælagöngu í fjallaborginni Baguio og
söfnuðust síðan saman til fundar, þar
sem bróðir Benigno Aquino fyrrum
leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Fil-
ippseyjum sakaði Ferdinand E. Marros
forseta um að vera höfuðpaurinn í
morðtilræðinu á flugvellinum í Manila.
þar sem Aquino var myrtur.
„Nixon sagði af sér, Tanaka sagði
af sér,“ sagði Agapito Aquino og átti
við að báðir leiðtogarnir hefðu sagt
af sér starfi eftir mikil hneykslis-
mál, sem þeir hefðu verið viðriðnir.
„Marcos er af öllum talinn höfuð-
paurinn í morðinu á Benigno en sit-
ur sem fastast."
Marcos hefur harðlega neitað að
stjórn sín hafi á nokkurn hátt verið
viðriðin morðið á Aquino 21. ágúst
sl., sem valdið hefur forsetanum
ýmsum vandræðum, pólitískum og
efnahagslegum.
Kaldar kveðjur
Michael Haseltine, landvarnaráðherra Breta, kemur til háskólans í Manchester þar sem hann ávarpaði stúdenta-
fund. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin sprautaði andófsmaður á ráðherrann rauðri málningu til að mótmæla
uppsetningu stýrieldflauga í Bretlandi.
Hald lagt á tölvur til Sov-
étríkjanna í V-Þýskalandi
New York, 15. nóv. AP.
YFIRVÖLD í Vestur-Þýzkalandi
hafa lagt hald á mjög þróaðar og
flóknar tölvur, sem framleiddar voru
í Bandaríkjunum. Gerðist þetta að-
eins 7 mínútum áður en tölvurnar
skyldu fluttar af stað áleiðis til Sov-
étríkjanna en með viðkomu í Sví-
þjóð.
Michael Kaufmann, talsmaður
bandarísku tollgæzlunnar í New
York, skýrði svo frá í dag, að
sending þessi hefði verið stöðvuð í
Hamborg á föstudaginn var. Hefði
þetta gerzt „á síðustu stundu".
Hefðu bandarískir tollgæzlumenn
sent yfirvöldum í Hamborg til-
kynningu þess efnis, að hér væri
um mikilvæg tæki að ræða, sem
reynt kynni að verða að smygla til
Sovétríkjanna.
Bandarísk stjórnvöld hafa lagt
bann við, að þróaðar tölvur yrðu
sendar til Austur-Evrópu, svo að
ríkin þar kæmust ekki yfir há-
þróaðan tæknibúnað, sem unnt
væri að nota í hernaðartilgangi.