Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra:
Ahugi á ratsjárstöðvum —
engin formleg beiðni borizt
íslendingar myndu leysa Bandaríkjamenn frá störfum
Sjónarspil Alþýðubandalags fyrir landsfund, sagði Árni Gunnarsson
„Engin formleg beiðni hefur komið fram, en fulltrúar Varnarliðsins hafa lýst áhuga á að reisa
ratsjárstöðvar í stað þeirra, sem lagðar voru niður á Vestfjörðum og N-Austurlandi fyrir
rúmum 20 árum. Nýjar stöðvar yrðu þó mun einfaldari í rekstri. í stað á annað hundrað
manna starfsliðs (innskot: Bandaríkjamanna), væru 10—15 manns í starfi viö nýjar stöövar
og starfræksla þeirra gæti verið í höndum Islendinga svipað og nú á sér stað við Loran-stöðina
á Gufuskálum.“ — Þannig hljóðaði upphaf svars Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, við
fyrirspurnum Steingríms J. Sigfússonar (Abl.) um hugsanlega byggingu ratsjárstöðva í sam-
starfi við Varnarliðið. Utanríkisráðherra lagði áherzlu á að hér yrði um öryggis- og eftirlits-
stöðvar að ræða, ef til kæmi, sem þjónað gætu eftirlitsþörfum Islendinga með skipum og
flugvélum í land- og lofthelgi okkar.
Kæmu að góðu gagni
ríska hersins?
Steingrímur Sig-
fússon (Abl.)
spurði: Hvers
eðlis eru þau
mannvirki sem
áform eru um
að reisa á
N-Austurlandi
og Vestfjörðum
á vegum banda-
IGeir Hallgríms-
son, utanríkis-
ráðherra, svar-
aði sem hér að
framan segir og
bætti við, efnis-
lega eftir haft:
Samhliða rat-
sjárstöðvum á
Vestfjörðum og
N-Austurlandi er talin þörf á
endurnýjun stöðvar á S-Austur-
landi og fækkaði þá í starfsliði þar
til muna og íslendingar tækju við
rekstri hennar.
Frá því ratsjárstöðvar á Langa-
nesi og Straumsnesfjalli vóru
lagðar niður hafa ratsjárflugvélar
af mismunandi gerðum verið not-
aðar til að brúa að hluta það bil er
skapaðist þegar stöðvarnar hættu
að starfa. Þetta fyrirkomulag er
langt frá því að vera fullnægjandi
enda megnar núverandi flugvéla-
kostur engan veginn að halda uppi
stöðugu eftirliti á umræddum
slóðum. Til þess þyrfti að auka
flugvélar og starfslið til muna. Á
sama tíma hefur aðflug úr norðri
aukizt stórlega.
Steingrímur Sigfússon (Abl.) spyr
og: Hafa farið fram viðræður um
slík mannvirki?
Geir Hallgrímsson svarar efnis-
lega:
Viðræður hafa farið fram,
hvern veg bezt yrði staðið að at-
hugun málsins. Utanríkisráðu-
neytið hefur beðið Þorgeir Páls-
son, dósent og flugverkfræðing, að
annast þessa könnun í samráði við
fulltrúa frá Landhelgisgæzlu,
Pósti og síma og Flugmálastjórn.
Þessi athugun nær m.a. til tækni-
legra þátta er kynnu að koma
framangreindum stofnunum að
góðu gagni svo sem -við stjórn á
umferð almennra flugvéla á inn-
anlandsleiðum og í millilandaflugi
og upplýsingaöflun Landhelgis-
gæzlunnar.
Steingrímur Sigfússon (Abl.) spyr
enn: Hafa verið gerðar rannsóknir
til undirbúnings staðarvali fyrir
slík mannvirki, og ef svo er, hefur
það þá verið með leyfi ráðuneytis-
ins?
Geir ilallgrímsson svarar efnis-
lega:
Ráðuneytið heimilaði varnarlið-
inu sjónhornsmælingar er gerðar
vóru á ýmsum stöðum á landinu.
Frekari athuganir verða gerðar í
samráði við ráðuneytið og til-
kvadda tækniaðila.
Engar niðurstöður liggja fyrir
um staðarval en ýmislegt bendir
til þess að gömlu staðsetningarnar
á Vestfjörðum og N-Austurlandi
gætu verið heppilegasti kosturinn.
Afvopnun —
vígbúnaður
Steingrímur Sigfússon (Abl.)
taldi það í hróplegu ósamræmi við
almannakröfu um afvopnum að
auka nú vígbúnað hérlendis. Verið
væri að lauma hernaðarmann-
virkjum inn í landið í skjóli Ar-
onsku
Svavar Gestsson
(Abl.) vitnaði til
fjölda sam-
þykkta, m.a.
Prestafélags
; Vestfjarða og
j kjördæmisráðs
! Framsóknar-
r m> :■ v flokks á Norður-
ÆkU landi eystra,
gegn þessum framkvæmdum, en
verið væri að færa hernámið yfir
landið allt.
Mál í könnun
Steingrímur
Hermannsson,
forsætisráð-
herra, sagði mál
þetta ekki hafa
verið rætt í rík-
isstjórn. Ekki
væri hæg að
taka afstöðu til
þess nema að
fegnum fyllri upplýsingum. Sjálf-
sagt væri þó að kanna, hvaða
gagnsemi íslendingar gætu haft af
slíkum ratsjárstöðvum í tegslum
við flug yfir landið, skipaferðir
umhverfis það, í landhelgi okkar
og fyrirbyggjandi slysavörnum.
Fróðleg
framsóknarmennska
Hjörleifur Gutt-
ormsson (Abl.)
taldi slysavarn-
ir hæpið skjól
til að færa út
hernaðarmann-
virki í landinu.
Hér væri fróð-
leg framsóknar-
mennska tíund-
uð. Hann kvað það vekja undrun
sína að mál þetta hefði ekki verið
rætt í ríkisstjórn að frumkvæði
framsóknar.
Sovétrflrin og
N-Atlantshafið
Árni Johnsen (S)
vitnaði til heim-
ilda um vaxandi
ferðir sovézkra
flugvéla og kaf-
báta í nágrenni
íslands. Flug-
vélar þeirra
færu hér um í
tvennum til-
gangi: annarsvegar í beinu njósna-
flugi, hinsvegar á leið til Kúbu.
Flugleiðir hafa breytzt, færst
vestar og norðar, milli fslands og
Grænlands. Á sl. ári vóru 150 út-
köll hjá flugvélum varnarliðsins
til að fylgjast með þessari flugum-
ferð Sovétríkjanna. Bæði ofan- og
neðansjávarfloti kemur og við
sögu. Þetta sýnir nauðsyn góðs
eftirlits, auk þess hagnaðar, sem
landhelgisgæzla og íslenzk örygg-
isgæzla á sjó og í lofti gætu haft af
góðum ratsjárstövðum.
140 styrjaldir — 10
milljónir fallnar
Birgir ísl. Gunn-
arsson (S) fagn-
aði umræðu um
gildi ratsjár-
stöðva; umræða
og upplýsingar
væru nauðsyn-
legur undanfari
þess að geta
tekið afstöðu.
140 styrjaldir hafa verið háðar
víðsvegar í veröldinni frá lyktum
síðari heimsstyrjaldar, 10 milljón-
ir fallið, enn fleiri særst. Tekist
hefur að varðveita frið í okkar
heimshluta, vegna varnarsam-
starfs lýðræðisríkjanna. Þessa
varnarkeðju vilja Alþýðubanda-
lagsmenn rjúfa. Sú afstaða þeirra
yrði okkur hættulegri en flest
annað, ef fram næði að ganga.
Ratsjárstöðvar í
friði og ófriði
Ingvar Gíslason
(F) taldi við-
kvæmt mál
rætt. Ég er i
hópi þeirra sem
held að fara eigi
hægt í það að
auka umsvif
varnarliðsins.
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
(Kvl.) kvað
utanríkisráð-
herra hafa tí-
undað hlutverk
ratsjárstöðva í
friði. Hún
spurði ráðherr-
ann: Hvaða
gagn gera þessar stöðvar í ófriði?
Stuttar þingfréttir:
Tímabundin ráðning for-
stöðumanna ríkisstofnana?
Hér er — í stuttu máli — sagt frá
þingmálum sem varða launamál,
ráðningu forstöðumanna ríkisstofn-
ana og fyrirtækja, rekstrargrundvöll
sláturhúsa, skatt á ferðamannagjald-
eyri, húsnæðissamvinnufélög, lífeyr-
issjóði, samstarfsnefnd um iðnþróun
(starfssvið og kostnað), fiskeldi og
rannsóknir á klaki og kosningar til
Alþingis:
★ ★ Páll Pétursson (F), Friðrik
Sophusson (S), Þorsteinn Pálsson
(S) og Geir Hallgrímsson (S) flytja
breytingartillögu í fjárhags- og
viðskiptanefnd neðri deildar, þess
efnis, að ákvæði bráðabirgðalaga
um launamál, er varðar skamm-
tímaskerðingu samningsréttar,
verði fellt niður.
★ ★ Ragnar Arnalds (Abl.) hefur
flutt frumvarp til laga um starfs-
mannaráðningar ríkisins. Helzta
nýmæli þess er, að „skipa skuli að
jafnaði tímabundið í allar stöður
forstöðumanna atvinnufyrirtækja
ríkisins og ríkisstofnana ...“. Gert
er ráð fyrir að starfstími sé 4 til 6
ár, skv. nánari ákvörðun ráðherra
í reglugerð, en endursköpun sé
heimil einu sinni. Sama gildir um
aðrar mikilvægar stöður, þó ekki
biskup né aðra starfsmenn Þjóð-
kirkju.
★ ★ Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp til staðfestingar
bráðabirgðalögum frá í apríl varð-
andi Húsnæðisstofnun ríkisins,
sem fjallar um sölu „félagslegra"
íbúða.
★ ★ Svavar Gestsson og fleiri
þingmenn Alþýðubandalagsins
hafa flutt tillögu til þingsályktun-
ar um lífeyrismál sjómanna. Sam-
kvæmt tillögunni skal kjósa nefnd
til að „athuga lífeyriskjör sjó-
manna og gera tillögur um sam-
ræmingu lífeyrisréttinda þeirra".
★ ★ Helgi Seljan og Hjörleifur
GuUormsson, þingmenn Alþýðu-
bandalags, hafa flutt tillögu til
þingsályktunar um nýtingu og
rekstrargrundvöll sláturhúsa. Til-
lagan er tviþætt: 1) að kanna leiðir
til að tryggja rekstrargrundvöll
sláturhúsa, sem nú standa lakast,
„m.a. með því að gera markvisst
átak til að tryggja sláturhúsum
önnur verkefni svo lengja megi
nýtingartíma þeirra," 2) „endur-
bætt verði eldri sláturhús svo við-
unandi sé og ekki þurfi að ráðast í
nýbyggingar".
★ ★ Ragnar Arnalds (Abl.), Sigríð-
ur Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) og
Magnús H. Magnússon (A), minni-
hluti fjárhags- og viðskiptanefnd-
ar neðri deildar, leggur til að við-
haldið verði álagi á ferðagjaldeyri
og stjórnarfrumvarp um staðfest-
ingu bráðabirgðalaga, sem kveða á
um niðurfellingu þess, fellt.
★ ★ Stefán Benediktsson (BJ), Jó-
hanna Sigurðardóttir (A) og Kristín
Halldórsdóttir (Kvl.), flytja tillögu
um húsnæðissamvinnufélög. Sam-
kvæmt tillögunni skal ríkisstjórn-
in undirbúa löggjöf um þetta efni,
sem tryggi lagalegan rétt húsnæð-
issamvinnufélaga, lögbundinn bú-
seturétt og eðlilega fjármögnun
fyrsta húsnæðis.
★ ★ Kjartan Jóhannsson (A), flyt-
ur breytingartillögu við frumvarp
til staðfestingar á bráðabirgðalög-
um um launamál, svohljóðandi:
1. „Fyrirsögn frv. breytist og
verði: Frv. til 1. um launamál og
vísitöluviðmiðanir.
2. Við 1. gr. bætast tvær nýjar
Þingmenn Austurlands og Vesturlands og ráðherrar orkumála og félagsmála,
Sverrir Hermannsson og Alexander Stefánsson, hlusta á umræður í Samein-
uðu þingi.
mgr. sem verða 2. og 3. mgr.,
svohljóðandi:
Á sama hátt og á sama tíma-
bili er óheimilt að miða opinber
gjöld af einu eða öðru tagi,
hvort sem er til ríkisins eða
sveitarfélaga, með einum eða
öðrum hætti við vísitölu. Þrátt
fyrir ákvæði í öðrum lögum um
heimildir til hækkunar gjalda
eða skatta með tilliti til breyt-
inga á vísitölu skal slík hækkun
óheimil frá og með gildistöku-
degi þessara laga.
Hvarvetna þar sem í lögum
segir, að gjöld eða skattar til