Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Samsetta orðið öl-gerð aðeins haldist í notkun hér á landi Tómas Agnar Tómasson skrifar: „Ágæti Velvakandi. í tilefni af fremur frjálslegri, og því auðmisskilinni tilvitnun í sím- tal okkar sl. föstudag (Velvakandi Mbl. 13. nóv. 1983), vil ég gjarnan taka fram eftirfarandi: Þótt merking og notkun orðsins öl hafi haldið velli með öllum norrænum þjóðum gegnum aldirn- ar (jafnvel hjá Finnum, sem nota samstofna orð, olut, er mun upp- runalega fengið að láni), og geti því, samkvæmt nútima skilningi talist „samnorrænt", er ekki því sama að heilsa með samsetta orðið öl-gerð, sem aðeins hefur haldist í notkun hér á landi. Er reyndar alls ekki víst að það orð hafi spannað nema eitt stig ölgerðar til forna, þ.e. gerjunina, er þá hét að fá „gerð“ í ölið. Fornrit tala um að hita öl, ölhitu og ölhituhús, og væri gaman að fá álit norrænu- fræðinga á því, hvort þessara orða, ölhita eða ölgerð, hafi í upp- hafi spannað öll stig ölgerðar; þ.e. þá merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Um þýðingu orðsins öl fer hinsvegar ekkert á milli mála; það er samheiti allra gerjaðra drykkja af möltuðu byggi, þ.e. maltkorni — og skiptir áfengisinnihald þar engu máli. Það, að þjóðin í dag rugli saman þessu samheiti og slanguryrðinu „gos“, sem spannar gosdrykki, er íslenskri tungu raunaleg afleiðing 70 ára sveltis á þann drykk sem aðrar þjóðir telja aðeins venjulegt öl — og er þá enginn dómur á það lagður, þó menn greini á um hollustu og gagnsemi. Ég vil hinsvegar biðja íslenska fjölmiðla að staldra við, áður en þeir falla í hina séríslensku minni- máttargryfju gagnvart öllu út- lendu, og tileinka sér flatyrðið „bjórverksmiðjur“ um erlendar öl- gerðir, til aðgreiningar frá ís- lenskum. Það er sagt, að neyðin kenni nakinni konu að spinna — og hugtakið má gjarnan flytia yfir á íslenska ölgerð sl. 70 ár. Áfeng- ishámarkið í innlendu öli, 2,25% vínandi að rúmmáli, hefur reynst ölgerðarmönnum okkar hvatning til að framleiða jafnbesta léttöl fáanlegt á byggðu bóli — og það hefur vissulega tekist. Erlend áhrif skyldu þó alls ekki vanmetin; t.d. hefur Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson haft þýska ölgerðarmeistara að störfum hjá sér frá árinu 1926, að undanskild- um árum seinni heimsstyrjaldar- innar og fram til ársins 1953, en óslitið síðan — og Sana á Akur- eyri sótti á sínum tíma ráðgjöf í smiðju til Danmerkur. ölgerðar- menn víða um heim, páfar minni- máttarmanna, hafa lokið upp ein- um munni um gæði hins íslenska léttöls og talið það standa jafnvíg- is hvaða erlendu öli sem væri, af sama styrkleika — en raunhæf- astur er samt dómur hins al- menna íslenska neytanda; þrátt fyrir frjálsan innflutning sl. 13 ár, hefur innflutt öl lengst náð 7% markaðsaðild (1979), og þeim dómi verður ekki hrundið. Um styrkleika íslensks öls höf- um við aðeins við okkur sjálf að sakast; íslenska löggjöf, setta af okkur sjálfum gegnum kjörna fulltrúa okkar á Alþingi. Og vart getur það talist stórmannlegt, að við sniðgöngum aldagamla merkingu tungunnar til þess eins að fela þá staðreynd — fyrir okkur sjálfum. Virðingarfyllst." Velvakandi biður Tómas afsökunar á þessum mistökum. Þessir hringdu . . . Snertum aldrei á kvikmyndaverkum sem okkur eru send Hinrik Bjarnason hjá sjónvarp- inu hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Vegna fyrirspurnar Skúla Helgasonar hér í dálkun- um er rétt að taka fram að sjón- varpið breytir aldrei myndum, sem það kaupir. Til þess hefur það hvorki rétt né löngun. Þar mundi stofnunin ganga á verk fjölmargra manna sem gæti orð- ið dýrkeypt. Við kaupum myndir af fjölmörgum dreifingaraðilum og margar þeirra hafa áður verið sýndar í kvikmyndahúsum. Ég geri ráð fyrir að flestar mynd- anna séu í sínu upprunalega horfi. En í einstaka tilfellum kann að vera um sjónvarps- útgáfu mynda að ræða. Mér er kunnugt um að rétthafar hafa breytt myndum fyrir sjónvarps- markaðinn og ég er ekki frá því, að það hafi verið svo með mynd- ina „Litli risinn". Hún er keypt hjá Viacom í London og er sú útgáfa sem boðin er fyrir sjón- varpsmarkaðinn um víða veröld. Við getum ekki ábyrgst, að myndir séu í sínu upprunalega horfi í öllum tilfellum en víst er að við snertum aldrei á kvik- myndaverki sem okkur er sent, þ.e. að stytta það, fella úr eða lagfæra. Kvöldgestir verdi á fimmtudagskvöldum Málfríður Jörgensen hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma þeirri ósk á framfæri til Ríkisútvarpsins að þættirnir hans Jónasar Jón- assonar, Kvöldgestir, verði færð- ir yfir á fimmtudaga og hafðir fyrr á kvölddagskránni en nú er. Ég veit, að ég mæli fyrir munn margra, þegar ég fer þessa á leit, ekki síst eldri borgara okkar, sem eiga í erfiðleikum með að vaka eftir þessum ágæta þætti, sem þeir svo gjarna vildu hlusta á. Aldrei nefndir 3149—7159 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef oft furðað mig á því í sambandi við Reykjalund í Reykjahverfi í Mosfellssveit, sem er orðin mikil heilsugæslustöð, vinnuheimili ásamt fleiru, eins og flestir landsmenn kannast við, að aldrei eru nefndir þeir aðilar, sem ge- rðu mögulegt að stofnunin gat risið á þessum fallega stað. Það voru þáverandi eigendur Suður- reykja í Mosfellssveit, þeir Bjarni Ásgeirsson, alþingismað- ur og síðar ráðherra og sendi- herra, og mágur hans, Guð- mundur Jónsson skipstjóri, sem létu landið af hendi. Og nú kem- ur það sem ég furða mig mest á: að það skuli aldrei koma fram, að þeir mágar gáfu stóran hluta af því landi. Það varð til þess að hægt var að hefja byrjunarfram- kvæmdir fyrir nýútskrifaða berklasjúklinga af Vífilsstöðum. Hvað er vínmenning? Jón Óttar Ragnarsson skrifar: „Hvað er vínmenning" spyr Þorbjörg Björnsdóttir í Velvak- anda sl. föstudag. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til iesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Er von að spurt sé? Hvar ættu íslendingar að hafa kynnst þessu fyrirbæri þegar allar aðstæður miða að því að koma í veg fyrir að menning af þessu tagi myndist. Vínmenningu kalla ég það þegar skynsamleg notkun þessa lögskip- aða vímugjafa okkar er samgróin siðvenjum viðkomandi þjóðar með þeim hætti að allir þjóðfélags- þegnar geri sér grein fyrir þessum venjum. Með skynsamlegri notkun á ég við að áfengi sé notað í hófi sem vímugjafi við sérstök tækifæri til að auka félagslega samloðun og krydda annars (oft) litlausa til- veru. Sem dæmi um vínmenningu vil ég nefna það þegar maður getur fengið sér glas af sérríi og látið það vera að fá sér aftur í glas eða drekka flöskuna í botn. Sem dæmi um vínmenningu vil ég nefna þegar fjölskylda fær sér bjór eða borðvín með mat til að gera máltíðina eftirminnilegri, hátíðlegri og notalegri. Sem dæmi um vínmenningu vil ég nefna það þegar fólk þekkir í hverju gæði góðs áfengs drykkjar eru fólgin og kann að gera grein- armun á góðu víni og slæmu. Andstæðan við vínmenningu eru þær áfengisvenjur sem tíðkast hér á landi, þ.e. þú ferð á barinn og sporðrennir nokkrum sjússum til að komast í skjótfengna vímu. Andstæðan við vínmenningu er þegar áfengi er notað í opinberri móttöku á þann hátt og eftir skamma hríð er stór hluti gest- anna orðinn drafandi í tali og ósty.'kur á fótunum. Andstæðan við vínmenningu er þegar tólf ára ungmenni stendur á vegarbrúninni á Þingvöllum, veif- andi hálftómri flösku, og snýr sér svo við til að æla yfir vegarkant- inn. Vonandi skilst hvað ég átti við. Virðingarfyllst." SKYRTUR MELKA G0LWIN — er auðveld i þvotti 09 þarf j strauja. Bómullin er netnilega þlönduðH með 30% polyster.H^H^^fl Efni í skyrtunni er sérlega fallegt.J smáköflótt, og skyrtan er meðBl „Tab"-kraga.^HHHHH Fæst í öllum helstu ■ herrafataverslunumB ' landsins.H ' .-v.: J Þig tvisvar um áður en þú kaupir uppþvottavél. Loksins höfðum við efni á að eignast almennilega upp- þvottavél. Eldhúsið er helsti vinnustaður hússins. Þess vegna þótti okkur mikilvægt a< hljóðlát. Jafnframt var nauðsyn- legt að hún sparaði rafmagn, því gamla vélin eyddi óheyrilega. Blomberg Rondotella vélin hefur þessa kosti auk margra annarra. Þess vegna varð hún fyrir valinu. • 4 stillingar • Þreföld skolun og yfirúðun • Stillanlegur styrkur á neðri armi • Hljóðlát, aðeins 49 db. Og það er tveggja ára ábyrgð á Blomberg, taktu eftir því. V. 2Ara ábyrgð Síontbi /J EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A Sími 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.