Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
39
Elísabet Brynjúlfs-
dóttir — Minning
Fædd 21. ágúst 1911.
Dáin 6. nóvember 1983.
Mig langar að setja á blað fáein-
ar línur til að minnast Elísabetar
eða Betu eins og hún var oftast
kölluð. Ég hætti mér ekki út í það
að rekja ætt hennar. Hún lést í
Landspítalanum aðfaranótt hins
6. nóv. eftir tæplega þriggja sól-
ahringa legu. Hún var lögð inn til
rannsóknar vegna mikils slapp-
leika en mig grunaði ekki að svo
stutt yrði til leiksloka er við hjón-
in heimsóttum hana daginn áður
en hún dó. Hún spjallaði við okkur
og var glettnin ekki langt undan.
Við vonuðum að hún mundi ná sér,
a.m.k. að nokkru, svo hún ætti þó
einhver ár eftir. En ef til vill var
þetta það besta, ekki hefði það átt
við hana að verða lengi rúmliggj-
andi. En eitt er víst, Guð ræður.
Kynni okkar Betu urðu aldrei
mjög náin. Kannski áttum við ekki
skap saman en ég mat hana á
minn hátt. Hún var hrein og bein
svo sumum þótti kannski nóg um.
Vol og víl átti ekki við hana. Ekki
þó svo að skilja að þeir sem minna
máttu sín ættu sér ekki hauk í
horni þar sem hún var. Hún var
ekki fyrir það að bera tilfinningar
sínar á torg. Heimilið var ávallt
mannmargt nema undir það síð-
asta og átti það ekki við hana að
vera mikið ein. Hún var höfðingi
heim að sækja og rausnarleg þó
ekki hefði hún úr miklu að spila.
Hún var með afbrigðum listfeng.
Þó hún hefði aldrei lært neitt þá
málaði hún margar fagrar myndir
og skar út í tré og leður og prýða
þessir munir heimili hennar og
barna hennar. Blóm döfnuðu með
eindæmum vel í höndum hennar.
Fengi hún lítinn afleggjara var
ekki langt í að hann yrði að feg-
ursta blómi enda var stofan henn-
ar líkust aldingarði. Hún annaðist
börn sín af alúð og helgaði sig
heimilinu svo lengi sem þrek
leyfði.
Henni varð fimm barna auðið,
og eru barnabörnin orðin tólf og
barnabarnabörnin sjö, og leit það
yngsta dagsins ljós daginn áður en
hún lést. Þetta er hinn mannvæn-
legasti hópur.
Ég vil að lokum votta manni
hennar og börnum mína dýpstu
samúð. Fari hún í Guðs friði.
Gyða
Garðar Kjartansson (t.v.), Kjartan V. Guðmundsson og Guðmundur Kjartansson í hinni nýju verslun
þeirra, Sportvali.
Eigendur Bikarsins kaupa Sportval:
Stærstu aðilar á sviði sport
vöruverzlunar í Reykjavík
í ÁGÚST sl. urðu eigendaskipti á
einni stærstu íþróttavöruverslun
Reykjavíkur er Kjartan V. Guð-
mundsson og synir hans Garðar og
Guðmundur keyptu Sportval við
Hlemmtorg af Jóni Aðalsteini Jón-
assyni. Þeir feðgar ráku áður og
reka áfram sportvöruverslunina Bik-
arinn við Skólavörðustíg og má segja
að þeir séu nú umsvifamestu aðilar á
sviði sportvöruverslunar í Reykjavík
með á þriðja tug starfsmanna.
Það var í apríl 1977, að Halldór
Einarsson, öðru nafni Henson,
stofnaði Bikarinn í Hafnarstræti
16. í ágúst sama ár keyptu þeir
Kjartan V. Guðmundsson og Stef-
án V. Pálsson búðina. í Hafnar-
strætinu var staldrað við í rúm
tvö ár, en sumarið 1979 var versl-
unin flutt í núverandi húsnæði að
Skólavörðustíg 14. í apríl 1980 tók
Kjartan alfarið við rekstrinum
ásamt Garðari syni sínum.
í fyrstu var verslað eingöngu
með vörur í boltaíþróttirnar en
fljótlega var farið út í fleiri vöru-
flokka t.d. skíðavörur, ballet- og
leikfimifatnað o.m.fl.
Fljótlega var farið að leita út
fyrir landsteinana eftir vörum og
smám saman gerðist Bikarinn
umboðsaðili fyrir fjölmörg erlend
fyrirtæki t.d. Dynamic, Uhl-sport,
Capezio, Dubin, Röhnisch, Hefa,
Danskin og marga fleiri. Fyrst og
fremst var flutt inn fyrir verslun-
ina en einnig var dreift til fjöl-
margra staða víða um land.
Reksturinn frá 1980 hefur geng-
ið vel og hefur búðin verið stækk-
uð tvívegis.
Vegna mikils umfangs og til að
auka þjónustuna úti á landi var
ákveðið í ágúst 1982 að stofna nýtt
fyrirtæki til að annast innflutning
og heildverslun og fékk nýja fyrir-
tækið nafnið Inntak sf. Fram-
kvæmdastjóri er Guðmundur,
yngsti sonur Kjartans, en hann
hafði áður unnið við Bikarinn með
námi sínu.
Þann 16. ágúst 1983 var síðan
gengið frá kaupsamningi á Sport-
val, en Jón Aðalsteinn Jónsson
hefur rekið þá verslun í hart nær
20 ár. Garðar verður verslunar-
stjóri í Sportval, Kjartan í Bik-
arnum og Guðmundur hjá Inntak.
Um daglegan rekstur og fram-
tíðina segja þeir feðgar:
„Hinn daglegi rekstur fyrir-
tækjanna er algerlega aðskilinn,
þ.e. þau eru rekin sem sjálfstæðar
einingar. Það er reynsla okkar að
með þessu fyrirkomulagi sé mun
auðveldara að komast að rótum
vandamála sem upp koma, birgða-
eftirlit auðveldara og öll stjórnun
nákvæmari.
Markmið fyrirtækjanna er að
bjóða upp á vandaðar vörur, góða
þjónustu og sanngjarnt verð. Við
íeggjum mikla áherslu á að versl-
anirnar séu snyrtilegar og aðlað-
andi, lipurt starfsfólk og líflegt.
Nú er verið að endurskipuleggja
Sportval bæði að utan og innan.
Það er stefna okkar að búðin fái
ferskara „andlit". Einnig hefur
rekstrinum verið breytt í sam-
ræmi við okkar hugmyndir á
rekstri sportvöruverslunar.
í byrjun nóvember var opnað
fullkomið skíðaverkstæði hjá
Sportval þar sem veitt verður
besta fáanlega þjónusta t.d. á
skíðaviðgerðum, ásetningum o.fl.
Einnig verða þar skautaskerp-
ingar og ýmsar aðrar viðgerðir á
íþróttaáhöldum. Innan tveggja
mánaða verður tekin í notkun ný
tölva sem mun auðvelda alla bók-
haldsstarfsemi til muna, en auk
þess er ætlunin að nota hana til að
spara vinnu og tíma á sem flestum
sviðum sem of langt mál yrði að
telja upp hér.“
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargrcinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
t
Kærar þakkir færi ég öllum sem veittu mór hjálp og sýndu samúð
viö andtát og jarðarför bróður míns,
GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR,
Klafastööum.
Guð blessi ykkur öll.
Kristmundur Þorsteinsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug
viö andlát og útför
FANNEYJAR INGIMUNDARDÓTTUR,
Ásgarði 23.
Börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúð viö andlát og útför
JÓNS ELÍASSONAR,
verzlunarfulltrúa,
Eskihlíö 8a.
Lilja Hafliöadóttir,
Ragnar Kærnested, Sigrún Ólafsdóttir
og börn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
MARGRÉTAR GUDMUNDSDÓTTUR
frá Hellatúni.
Jóhannes Pétursson,
Vilborg Jóhannesdóttir
og fjölskylda.
t
Innilegar þakklr færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur og afa,
ALFREÐS STURLUSONAR,
málarameistara,
Hverfisgötu 99.
Steinunn Jónsdóttir,
Guörún Alfreðsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns,
fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
ÁRNAJÓNASSONAR,
húsasmíöameistara,
Granaskjóli 40.
Þorbjörg Agnarsdóttir,
Hólmfríöur Árnadóttir, Bjarni Jónsson,
Ingibjöra Árnadóttir, Haraldur Karlsson,
Brjánn Árni Bjarnason, Bolli Bjarnason,
Þorbjörg Haraldsdóttir, Heimir Haraldsson,
Kristjana Haraldsdóttir, Siguróur Hermannsson,
Ágúst Fjeldsted, Hermann Sigurðsson,
Gunnlaugur Bollason.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar og tengdamóöur,
ODDNÝJAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Eyri viö Fáskrúðsfjörö.
Guðlaug Sigurbergsdóttir,
Oddur Sigurbergsson,
Þórunn Sigurbergsdóttir,
Guðbjörg Sigurbergsdóttir,
Sigsteinn Sigurbergsson,
Karl Sigurbergsson,
Arthúr Sigurbergsson,
Valborg Sigurbergsdóttir,
Bragi Sigurbergsson,
Baldur Sigurbergsson,
Stefanía Sigurbergsdóttir,
Sveinn Ingimundarson,
Helga Einarsdóttir,
Halldór Benediktsson,
Guómundur Gíslason,
Herdís Antoníusardóttir,
Valgeröur Bjarnadóttir,
Lára Karlsdóttir,
Reynir Pálsson,
Brynhildur Magnúsdóttir,
Anna Guömundsdóttír.