Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
TM Reo U S. Pat. Ofl —all rifltits reservad
e1983 Los Angeles Times Syndicate
Ég man að í gamla daga var Læknirinn segir að ofnæmið
hér aðeins mjór stígur. stafi af þér og ekkert annað!
Hlutverk móður ædsta hlut
verk í heimi mannkyns
Árelíus Níelsson skrifar:
„Allt er betra en þögn og tóm-
læti gagnvart miskunnarleysi
mannlífsins.
Þess vegna gladdist ég yfir orð-
um og fyrirspurnum Tómasar
Björnssonar í Velvakanda laug-
ardaginn 12. nóvember, þótt vel
mætti telja þau ásökun í minn
garð.
Ég hugði orð mín um Kvenna-
bréf nr. 1 1983 ekki hafa náð til
nokkurs eyra og því síður huga
eða hjarta.
Áskorun mín til kvenfylkingar
Alþingis og íslendinga yfirleitt,
um að afmá sem fyrst þann smán-
arblett, sem lög um frjálsar fóst-
ureyðingar af félagslegum orsök-
um eru, að mínu áliti, er sjálfsagt
„rembingur", en samt í anda lífs
og til verndar hinum smáu og
varnarlausustu alls sem lifir á
vegum samfélagsins.
I þeim fólst samt engin afsökun
fyrir ófyrirleitni og valdbeitingu
karla í ástum og aðstöðumun í
kynlífi.
Og því síður var þar nokkuð ymt
að frelsi í ástamálum né afneitun
þess, heldur miklu fremur að
njóta og nota allt, sem nútíma
tækni og heilbrigðishættir veita
til varnar og takmörkunar óæski-
legra afleiðinga.
En veslings Heródesi kóngi og
afrekum hans í Betlehem forðum
gæti ég aldrei fylgt, né útburði
barna í heiðnum samfélögum.
Hugsið ykkur hópa þeirra barna
að leik eða í skólastofum og í
kirkjum, sem búin hafa verið ör-
lög að hans fordæmi í leyndum nú
undanfarin ár aðeins hér í okkar
fögru og farsælu borg.
Sjálfur höfundur kristninnar,
meistari miskunnar og besti vinur
barna og frumherji kvenréttinda í
veraldarsögunni, sjálfur Jesús,
hefði líklega aldrei fæðst, ef þau
lög hefðu gilt í landi hans, sem hér
eru til umræðu.
Fyrsta blaðsíða N.T. gerir þess
nokkra grein þar sem móðir hans
flýr í skjól góðrar frænku til að
forða sér þegar hún veit hans von
og sjálfsagt fordóma og jafnvel
grýtingar í kjölfarið að áliti hinn
„réttlátu" og „vitru“.
Um samanburð Tómasar
Björnssonar á hlutverki, ábyrgð
og aðstöðu karls og konu til
mannlífs og upphafs þess, hef ég
allt frá bernsku talið konunnar
hlut æðri og helgari skilning
hennar og lotningu fyrir lífi og
vernd þess æðri og eðlislægari.
Ábyrgð kynja ætti að vera hin
sama. Én afleiðingar og framhald
athafna skapa ójafnan leik, sem
konan verður að annast.
En fjarri sé það mér að afsaka
karlveldi heimskra eða grimmra
herra og feðra.
Hlutverk móður er æðsta hlut-
verk í heimi mannkyns. Þar hafa
íslenskar mæður ljómað skært um
aldaraðir gegnum myrkur marg-
víslegra þrenginga. Megi svo verða
um alla framtíð, hvað sem mæta
kann.
En í snertingu við örbirgð og
raunir liðinna tíma kemur annað í
hugann sem Tómas nefnir ekki.
Það er offjölgun mannkyns.
Þar er á ferð tilefni ótta og
skelfingar ekki síður en kjarn-
orkusprengjan.
Milljónir barna deyja nú þegar
árlega ægilegum hungurdauða og
þar með fylgjandi þjáningum og
neyð. Þar væru lög um fóstureyð-
ingar afsakanleg og jafnvel sjálf-
sögð.
Samt eru getnaðarvarnir ennþá
sjálfsagðari. Og síðustu fregnir
um sigra á því sviði vekja vonir.
En hér skora ég enn á alþingis-
konur og -menn að taka sér hlé frá
áhyggjum og umræðum vegna
þorskfæðarinnar um stund meðan
skuggi fóstureyðingalaga er máð-
ur af skjaldarmerki Islands.
„Karlremban" Árelíus er kom-
inn úr hópi þeirra barna sem hér
er beðið miskunnar, og veit um
kjör þeirra barna sem eru í ónáð
fædd og fordæmd af hinum „frels-
uðu“ og „réttlátu", áður en þau
fæðast.
Hann er því hundrað prósent
sammála viðmælandanum Tóm-
asi, er hann segir í lokin:
„Miskunnsemi þrái ég — en ekki
fórn.“
Notið getnaðarvarnir en ekki
fóstureyðingar."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hagnaður varð af sölu handsápanna.
Rétt væri: ... af sölu handsápnanna.
Betur færi þó: Handsápurnar voru seldar með hagnaði.