Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 19 Ameríkanar hafa áhuga Ekki alls fyrir löngu ræddi ég við umboðsmann okkar í Banda- ríkjunum um íslenskar kvikmynd- ir. Hann var mjög jákvæður og virtist hafa mikinn áhuga og bað um að sér yrðu sendar spólur, svo hann gæti séð myndirnar. Von- andi verður þeim vel tekið á hin- um stóra markaði, sem Bandarík- in vissulega eru. Við komum aðal- lega til með að selja myndirnar til sjónvarpsstöðva en ef einhverjir möguleikar verða til að selja kvikmyndahúsum þær, þá gerum við það. Á þessu stigi málsins er samt erfitt að segja nokkuð um það, eða hvort myndirnar seljast yfirleitt. Að sjálfsögðu munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þessum myndum á al- þjóðlegan markað. Þær eru svo sannarlega þess virði,“ sagði Reinhard Casper að lokum. „Ákaflega ánægður“ — segir Andrés Indriðason kvikmyndagerðarmaður KVIKMYNDIRNAR sem hér um ræðir eru níu talsins. Þær eru: Veiði- ferðin, Húsið, Sesselja, Eldsmiður- inn, Rokk í Reykjavík, Óðal feðr- anna, Okkar á milli, A hjara verald- ar og Líkamlegt samband í Norður- bænum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Andrés Indriðason, sem ásamt Gísla Gestssyni gerði myndina Veiðiferðina, og ræddi við hann um áætlun Studio Ham- burg. „Ég er fyrir mitt leyti ákaf- lega ánægður með þetta framtak fyrirtækisins," sagði Andrés. „Það hefur verið miklum erfiðleikum bundið að koma íslenskum mynd- um á markað erlendis, það kostar mikið fé og mikla fyrirhöfn og menn þurfa að vera öllum hnútum kunnugir á kaupstefnum erlendis þar sem sala og dreifing kvik- mynda fer fram. Á Alþingi liggur nú fyrir frum- varp um kvikmyndastofnun og er gert ráð fyrir því m.a. að hún hlut- ist til um að koma íslenskum kvikmyndum á framfæri erlendis. Á meðan þessi stofnun er ekki fyrir hendi hafa íslenskir kvik- myndagerðarmenn verið að vasast í þessu, hver í sínu horni. Jón Laxdal mun hafa átt veru- legan þátt í því að hið þýska fyrir- tæki ætlar að annast dreifingu á íslensku myndunum og á hann heiður skilið fyrir þetta framtak sitt og þá ræktarsemi sem hann hefur sýnt íslenskri menningu í hinum þýskumælandi heimi.“ Frá blaðamannafundi framkvæmdanefndarinnar. Talið frá vinstri: Þóður Ingvi Guðmundsson, Sigurgeir Sigurðsson, Magnús Pétursson, Björn Friðfinnsson og Geir Haarde. Ljósm. Mbi. Kristján Eínarsson Hagsýni, betri þjón- usta, lægri kostnaður — yfirskrift hagræðingarátaks hins opinbera árið 1984 „HAGSÝNI í opinberum rekstri — betri þjónusta — lægri kostnaður “ eru einkunnarorð hagræðingarátaks sem opinberir aðilar, stjórnvöld og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið að gangast fyrir á árinu 1984. Með þessu er stefnt að aukinni vitund stjórnenda og starfsmanna hins opinbera um mikilvægi stjórnun- ar og hagræðingar, auk nauðsynjar þess að nýta fjármuni eins og best verður við komið. Þá er og ætlunin að ná sambandi við opinbera starfs- menn og almenning um aukna hag- kvæmni í rekstri og bætta þjónustu hins opinbera. Mál þetta hefur verið í undirbún- ingi síðan á útmánuðum 1983, en í september sl. hóf sérstök fram- kvæmdanefnd störf til að skipu- leggja hagræðingarátakið. Formað- ur nefndarinnar er Magnús Péturs- son hagsýslustjóri. Nefndin boðaði til blaðamannafundar fyrir helgi, þar sem hagræðingarátakið var kynnt. Sagði Magnús Pétursson m.a. á fundinum, að tíl að vinna að þessu takmarki hygðist framkvæmda- nefndin leita eftir góðri samvinnu við starfsmenn, stjórnendur, stétt- arfélög og fjölmiðla. Hann tók fram að tilgangurinn með þessu væri ekki að fækka opinberum starfsmönnum Dollarabinding lána hækkaði skuldir okkar um 40 milljónir — segir Kristján Ásgeirsson, útgerðarforstjóri Höfða á Húsavík „SKULDIR okkar af togaranum Kolbeinsey væru í dag 40 milljónum króna lægri ef lán vegna kaupanna á skipinu hefðu verið tekin í pundum en ekki dollurum. Auk þess má benda á, að gengisbreytingar kostuðu okkur níu milljónir króna meðan á smíði skipsins stóð,“ sagði Kristján Ásgeirsson, útgerðarforstjóri Höfða á Húsavík, í samtali við blm. Morgunblaðsins á þingi LIU á Akureyri í síðustu viku. „Þetta dæmi sýnir vel aðalvand- ann í sambandi við sfculdaskil þeirra skipa, sem við þessi lána- kjör búa. Kolbeinsey, sem smíðuð var í Slippstöðinni á Akureyri, kom til Húsavíkur 10. maí 1981 og á þessum stutta tima hafa skuld- irnar hrannast upp. Þegar ég tek þetta dæmi miða ég við tímabilið frá því skipið kom og til 1. júní á þessu ári. Vanskil okkar af skip- inu á þessum tíma nema nú 31 milljón króna og gætu orðið rúm- lega 40 milljónir um áramótin. Vanskilavextirnir leggjast því á okkur af fullum þunga þrátt fyrir að við greiðum Fiskveiðasjóði 20% af skiptaverðmæti, það dugir hvergi til. í yfirgripsmikilli ræðu sjávar- útvegsráðherra á fundi okkar út- gerðarmanna í dag, komu fram tiilögur til úrbóta, svo sem lenging iána, vaxtalækkun, skuldbreyting á vanskilum og fleira. Þetta er reikningsdæmi og miðast fyrst og fremst við þær forsendur, hve mikið megi fiska. Dæmið lítur ekki glæsilega út um það hvað má og hægt verður að fiska eftir síð- ustu upplýsingar fiskifræðinga. Það er erfitt að vera spámaður. Okkur var bent á að taka lán vegna kaupanna á Kolbeinsey í dollurum. Það var augljóslega röng ábending yfirvalda. Allar til- lögur sjávarútvegsráðherra eru áfangi til lausnar þess að geta gert eðlilegan og réttan skulda- skilareikning. Menn segja að inn- lend skipasmíði sé dýr en þetta dæmi, sem ég hef tekið hér, sýnir að það er ekki hennar sök. Stjórn- völd hafa búið þannig að innlendri skipasmíði hvað varðar lán vegna nýsmíði fiskiskipa, að óviðunandi er og á allt annan hátt en gengur og gerist erlendis, þar sem okkur standa til boða ódýr, niðurgreidd skip. Ekki er hægt að fá betur byggð skip en þau sem hér eru smíðuð. Því verður að búa að þess- um iðnaði þannig að öll nýsmíði, sem endurnýjun flotans kallar á, fari fram innanlands. Kolbeinsey hefur í alla staði reynst skínandi vel,“ sagði Kristján Ásgeirsson að lokum. Kolbeinsey ÞH10 eða stöðum þeirra og að samstarf yrði haft við starfsmannafélög hins opinbera. Hann kvað helstu ástæðu þess að ákveðið hefði verið að efna til þessa átaks þá að hert hefði að hvað varðar efnahag þjóðarinnar og fyllsta ástæða væri til að gæta ýtr- ustu hagsýni. Hagsýni myndi í mót verða til að bæta kjör opinberra starfsmanna og halda útgjöldum skattborgaranna í lágmarki. Þá hyggst framkvæmdanefndin verð- launa áhugaverðustu hagræðingar- tillögurnar sem berast frá starfs- mönnum og almenningi. Til kynningar verða gefnir út bæklingar og þegar er komið út fræðslurit númer eitt, undir heitinu „Hvers vegna hagræðingarátakið 1984?“ Fyrirhuguð er m.a. útgáfa um „skipulagningu hagræðingar- starfs hjá ríki og sveitarfélögum", um „ný viðhorf í opinberri stjórn- sýslu", og um „mat á framleiðni í opinberri stjórnsýslu". Þá verða haldin námskeið með stjórnendum og starfsmönnum hins opinbera um stjórnun og hagræðingu. Þá verða myndaðir sérstakir verkefnahópar í stofnunum og í einstökum mála- flokkum, s.s. heilbrigðismálum, skólamálum o.s. frv. Einnig verður leitað eftir tillögum frá samtökum neytenda og stéttarfélögum, auk þess verður efnt til hugmyndasam- keppni. Með aðstoð fjölmiðla er ætl- unin að gefa starfsmönnum og al- menningi kost á að fylgjast með framgangi og árangri hagræðingar- átaksins. í framkvæmdanefndinni eiga sæti, auk Magnúsar Péturssonar: Geir Haarde aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, Björn Friðfinnsson formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, Sigurgeir Sigurðsson bæj- arstjóri Seltjarnarnesi, Steinar Berg Björnssons forstjóri og Sigurð- ur R. Helgason forstjóri. Tveir hinir síðasttöldu eru tilnefndir af Stjórn- unarfélagi íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Þórður Ingvi Guð- mundsson deildarstjóri í fjárlaga- og hagsýslustofnun. Spegilsmálið í Sakadómi: Refsingar krafist fyrir guð- last, klám og brot á prentlögum Pétur Guðgeirsson, fulltrúi rík- issaksóknara, krafðist við munn- legan málflutning í Sakadómi Reykjavíkur í Spegilsmálinu svo- kallaða, að Úlfar Þormóðsson, ábyrgðarmaður Spegilsins verði dæmdur fyrir guðlast, klám og brot á prentlögunum vegna um- mæla og mynda, sem birtust í Speglinum í sumar. Þess er krafist, að Úlfar greiði sakarkostnað í rfk- issjóð og sæti upptöku á 4.445 ein- tökum af 2. töluhlaði Spegilsins, sem kom út síðastliðið sumar og 174 eintökum af Samvisku þjóðar- innar. Þá er gerð krafa um að allar offsetfilmur og prentmót verði lát- in af hendi. Úlfar er ákærður fyrir brot á 125. grein almennra hegningar- laga, sem kveður á um guðlast og hljóðar svo: „Hver sem opinber- lega dregur dár eða smánar trú- arkenningar eða guðsdýrkun lcglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða varðhaldi. Mál skal ekki höfða nema að fyrirlagi sak- sóknara." í máli Sigurmars Albertsson- ar, lögmanns ákærða, kom fram að fjórum sinnum hefði það gerst hér á landi, að menn hafi verið dæmdir fyrir guðlast. Hinn fyrsti var Hjalti Skeggjason á söguöld, næstur var Sveinn son- ur Axlar-Björns, þriðji Magnús Guðfinnsson, sem dæmdur var fyrir guðlast árið 1685 og brenndur á báli, og loks var Brvnjólfur Bjarnason dæmdur fyrir guðlast vegna ummæla, sem hann viðhafði í ritdómi um „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórðarson. Hámarksrefsing er sekt og fangelsi allt að 2 árum. Úlfar er ákærður fyrir brot á 210. grein hegningarlaganna, sem kveður á um klám. Há- marksrefsing við broti á 210. grein eru sektir, varðhald eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Þá er ákært fyrir brot gegn 3. máls- grein 3. greinar og 30. grein prentlaganna. Fyrir prentlaga- brotin eru sektir eða varðhald ef sakir eru taldar miklar. Krafist var hæfilegrar refs- ingar að mati dómsins. Jón Abraham Ólafsson, sakadómari, dæmir í málinu. Með honum í dóminum sitja séra Bjarna Sig- urðsson og dr. Eysteinn Sigurðs- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.