Morgunblaðið - 17.11.1983, Síða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
„Vonlaust að ætla tveim
körlum einn kvenmann“
endurbótunum á safninu er að
Ijúka, nú og svo höfum við dýr-
in hérna hvort eð er. Þannig að
það er alveg eins gott að opna
núna eins og að láta þetta vera
mannlaust fram á næsta vor,
einungis vegna þess að það sé
skemmtilegra að opna á vori.“
Jón býðst nú til að fara með
okkur og sýna okkur safnið.
Hann kveikir í pípunni sinni og
við höldum af stað út í snjóinn.
„Þarna uppfrá eru strákarnir
að ljúka viðgerð á apa- og
ljónahúsinu. Það eru óhemju-
miklir peningar sem hafa farið
í þessar endurbætur. Ætli það
hafi ekki verið fjárfest fyrir
svona fimm milljónir undan-
farna mánuði. Nýja húsið er
um 400 fermetrar að stærð. Svo
þurftum við að gera við allar
girðingar og gangstíga, sem
voru illa farnir. Þar sem fisk-
arnir voru áður, þ.e í Fiskahús-
inu svonefnda, er búið að koma
upp fóðuraðstöðu og aðstöðu til
að útbúa mat fyrir dýrin. Þetta
er svo gífurlega margbreytilegt
fæði, sem þarf að útbúa."
Inni í apa- og ljónahúsinu
voru um 10 manns önnum kafn-
ir við viðgerðir. Sumir lóðuðu
saman rimla og aðrir unnu við
viðgerð á gólfinu. Allir voru
þeir önnum kafnir og virtust
ákveðnir í að ljúka verkinu á
tilsettum tíma.
Vonlaust að ætla sér
að hafa einn kvenmann
fyrir tvo karla
„Þetta er simpansapar," segir
Jón og bendir á tvo apa sem
héngu í rimlunum og virtu
komumenn fyrir sér. „Þau eru
ung ennþá. Bara rétt komin á
gelgjuskeiðið og eru nýfarin að
gera sér grein fyrir að þau eru
ekki af sama kyni. Við erum að
vona að einn góðan veðurdag
fjölgi þau sér. I dýragörðum er
best að hafa pör saman í búri,
því parinu semur yfirleitt vel.
Það er í lagi að hafa tvö kven-
kynsdýr og eitt karlkyns sam-
an, en það er alveg vonlaust
mál að ætla sér að hafa bara
einn kvenmann fyrir tvo eða
fleiri karla. Þá berjast karlarn-
ir nefnilega um konuna og geta
meitt hvern annan eða jafnvel
drepið.
Úr apa- og ljónahúsinu lá
leið okkar fram hjá föngulegum
fuglahópi. „H érna eru peking-
endur og gæsir," fræðir Jón
okkur. „Þær virðast una sér
best utandyra og fara ekkert
inn í kofana sem voru smíðaðir
Jón Gunnarsson sýnir okkur angórukanínur. Þær
eru geysifallegar, mjúkar, loðnar og gæfar ...
Menn voru önnum kafnir við viðgerðir og gerðu
það sem í þeirra valdi stóð til að hægt yrði að
opna Sædýrasafnið á tilsettum tíma. Og það tókst...
A þessari mynd má sjá mennina við störf í apa- og
Ijónahúsinu.
Konungur dýranna hefur Ijón-
ið verið kallað. Sennilega
hefur þetta tignarlega dýr ekki
hlotið titilinn að ástæðulaustu, eða
hvað fínnst ykkur?
handa þeim. Oft koma gestir í
heimsókn til þeirra. Það eru þá
fuglar, sem fljúga framhjá og
finnst tilvalið að skella sér í
tjörnina í leiðinni. Sumar
þeirra hafa líka sest að hérna
hjá okkur."
Þrjú sæljón komin
og hvalir á leiðinni
„Við erum með þrjú sæljón
hérna. Mér finnst sæljón ein
skemmtilegustu dýragarðsdýr
sem til eru. Við erum með þrjá
karla, en þeim semur ekki
nægilega vel, þannig að við
verðum að hafa einn aðskilinn
frá hinum tveim. Svo eigum við
von á hvölum nú á næstu dög-
um. í fyrra var þak byggt yfir
hvalalaugina. Fiskarnir verða í
gömlu ísbjarnalauginni, en
fólkið horfir á þá neðan úr
kjallara og sér þá í gegnum
gler. ísbirnirnir eru núna í
gryfju fyrir ofan apa- og ljóna-
húsið. Það er geysifallegt og
skemmtilegt ísbjarnapar. Við
förum stundum í veiðitúra með
bátum og veiðum fiska til að
hafa í safninu en einnig færa
góðir bátamenn okkur stundum
fiska. Svo stundum við háhyrn-
ingsveiðar og seljum háhyrn-
ingana til dýragarða erlendis.
Þessar veiðar hafa satt að segja
haldið okkur uppi.“
Nú, þegar Sædýrasafnið
opnar, verða til sýnis fleiri dýr
en minnst hefur verið á í grein-
inni. Sem dæmi má nefna snæ-
uglur, hrafna, kindur, kanínur
og kengúrur. Stærri hluti
safnsins verður undir þaki en
áður var. Salernisaðstaða hefur
verið bætt og því verður ekki
neitað að öll aðstaða og útlit er
langtum betri en áður var.
„Það er eitt, sem mig langar
til að segja að lokum," sagði
Jón, er komumenn bjuggu sig
til brottfarar. „Tilvera safnsins
byggist að öllu leyti jákvæðum
undirtektum Iandsmanna. Það
er skilyrði fyrir því að hægt
verði að starfrækja safnið, að
fólk taki starfseminni vel og
taki á þann hátt þátt í framför-
um og framtíð Sædýrasafns-
ins.“
btom.
Isbirnirnir tveir eru í gríðarlega
stórri gryfju sem óneitanlega
er ofurlítið ógnvekjandi, en varla
er annað við hæfí hjá dýrum eins
og ísbjörnum.... Á þessari mynd
sést annar björninn teygja sig í átt
til Jóns, sem veifaði vasaklút til að
vekja athygli bjarnarins. Og sjá!
Peking-endur og gæsir vappa
fyrir framan tjörnina sína. í
bakgrunni sést „kofínn" þeirra,
sem þær fara sjaldan inn í. Marg-
ur mundi nú ekki kalla húsakynni
þeirra kofa, heldur hið fínasta ein-
býlishús. En hvað um það ... fugl-
arnir kunna greinilega ekki gott
að meta ...