Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Hér sést hluti nýkjörinnar stjórnar LH, frá vinstri talid: Stefán Pálsson, formaður, Egill Bjarnason, meðstjórnandi,
Gísli B. Björnsson, gjaldkeri, Sigurður Haraldsson, ritari, Kristján Guðmundsson, varaformaður. Á myndina vantar
Skúla Kristjónsson og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Ljósm. V.K.
Undirbúningur og framkvemd þingsins meddi að mestu leyti á þeim Sigurði
Ragnarssyni, framkvæmdastjóra LH (til vinstri), og Guðmundi Sigurðssyni,
formanni Faxa.
*
Alit 34. ársþings LH á upprekstrarmálum:
Bann við upprekstri hrossa
skaðar uppeldi ungviða
Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins var 34. ársþing
l.andsambands hestamannafélaga haldið dagana 28.-29. október síðastlið-
inn. Eins og oft vill verða spyrja menn bæði sjálfan sig og aðra hvort þingið
hafi verið góð eður ei. Að öllu jöfnu telja flestir að þetta og hitt þingin hafi
verið nokkuð gott þótt alltaf greini menn á hversu góð þau eru. Fullyrða má
að það besta við þessi þing sé að þau séu yfirleitt haldin, svo nauðsynleg sem
þau eru. Er þá ekki eingöngu átt við afgreiðslu misjafnlega nauðsynlegra
mála heldur og hitt að þau þjóna mikilvægum tilgangi í almennum samskipt-
um hestamanna víðsvegar um landið. I*essar samkomur stuðla að auknum
kynnum hestamanna meira en margan grunar. Svo ekki sé nú talað um alla
þá hestaverslun eða upphaf að hestaverslun, sem átt hefur sér stað á þeim
þingum sem haldin hafa verið í gegnum tíðina.
Lagabreytinjíar mál málanna
Að öðrum málaflokkum ólöstuð-
um var það samþykkt nýrra og
endurskoðaðra laga sem mest mun
skilja eftir sig frá þessu þingi.
Tæpast er hægt að geta um allar
breytingar sem samþykktar voru
á lögunum, en hér skal drepið á
það helsta.
Fjölgað var í stjórn samtak-
anna, þannig að nú telst varafor-
maður fullgildur stjórnarmaður
auk þess sem einum var bætt við.
Framvegis eru 75 félagar í ein-
stökum félögum að baki hverjum
þingfulltrúa, en var áður 60 og
hefur þetta í för með sér smávægi-
lega fækkun þingfulltrúa. Var
ekki vanþörf á, því það eru fáir
staðir á landinu sem geta orðið
hýst þing af þeirri stærðargráðu
sem þau eru orðin. Vildu sumir
ganga enn lengra en gert var en
segja má að menn hafi mæst á
miðri leið og samþykkt 75.
í 12. grein nýju laganna segir
meðal annars: „Árgjald fyrir
hvern skráðan félagsmann skal
ákveðið á ársþingi. Gjalddagar
árgjalda skulu vera tveir. Fyrri
helming skal greiða 15. maí og síð-
ari helming 15. ágúst. Dráttar-
vextir reiknast 30 dögum eftir
gjalddaga." Hingað til hafa ár-
gjöld verið greidd seinni part árs-
ins, en með þessu verður jafnara
peningastreymi í sjóði LH og með
um leið minni rýrnun vegna verð-
bólgu. Áður en skilið er við nýju
lögin má geta einnar breytingar-
tillögu sem samþykkt var, en í
henni segir að senda verði inn all-
ar tillögur sem bera á upp á árs-
þingum minnst sex vikum fyrir
ársþing. Öðrum kosti verði þær
ekki teknar gildar. Verður fróð-
legt að sjá hvernig tekst að fram-
fylgja þessu ákvæði því hingað til
hefur gengið illa að fá tillögur
sendar inn á tilsettum tíma, þótt
mörkin hafi verið rýmri fram að
þessu.
bingfor.setar voru þeir Leifur Jóhannesson til vinstri og Árni Guðmundsson.
Svo ekki valdi raisskilningi skal það tekið fram að kassinn góði var notaður
undir atkvæði í kosningum og eru þeir félagar væntanlega að telja þau.
verið, kynningu á starfsemi hesta-
manna í fjölmiðlum. Einnig beindi
þingið þeim tilmælum til stjórnar-
innar að hún hafi forgöngu um að
tekin verði upp notkun ljósataflna
við birtingu dóma og dómar verði
unnir í tölvu. I samþykktinni sagði
einnig að mál þetta ætti að vera
komið á þann rekspöl að hægt
verði að nota þetta fyrirkomulag á
næsta fjórðungsmóti. Frá Félagi
tamningamanna kom tillaga um
að stjórn LH beitti sér fyrir að
veitt verði undanþága frá gildandi
aldursákvæðum varðandi há-
marksaldur hrossa sem fara á
Evrópumót. Var þetta samþykkt
samhljóða. Einnig var samþykkt
tillaga um að hafa ekki fleiri en
fjóra hesta í hverjum riðli í skeiði
á kappreiðum óháð hversu breið
brautin er.
Beitarmál og
hrossafjöldi
Kynbótanefnd þingsins sendi
frá sér álit sem samþykkt var.
Fjallar þetta álit um fjölda hrossa
og beitarmál og þykir rétt að birta
það hér því mikil umræða hefur
skapast um þessi mál á undan-
förnum mánuðum: „Kynbótanefnd
vekur athygli á því að sú stefna
sem verið hefur ráðandi að undan-
förnu að banna upprekstur hrossa
geti haft skaðleg áhrif á uppeldi
ungviðanna.
Séreinkenni íslenska hestsins,
m.a. vöðvabygging, fjölhæfni í
hreyfingum, fótvissa og lífsgleði
að þessar reglur væru sniðgengn-
ar, m.a. á fjórðungsmótinu á Mel-
gerðismelum. Var samþykkt að
breyta þessu aftur í fyrra form,
þannig að nú verður einungis
dæmt brokk, tölt og skeið, en feti
og stökki sleppt. Var þessi breyt-
ing samþykkt með meginþorra at-
kvæða gegn tveimur. Viljaprófun
sem ávallt hefur verið umdeild
fékk sína umfjöllun sem lyktaði
með því að hún var afnumin. Voru
92 meðmæltir því að leggja hana
niður en 2 á móti. Athyglisverð
tillaga kom frá Gusti sem kveður
á um breytingar á reglum um
gæðingakeppni. Rétt þykir að
birta hana orðrétta svo góð sem
hún er:
„Reglum þessum (þá er átt við
reglur um gæðingakeppni) má
Eilífar breytingar á
gæðingakeppni
Hin seinni ár hefur reglum um
gæðingakeppni verið breytt á
hverju einasta þingi og svo var
einnig nú. I fyrra var samþykkt að
breyta úrslitakeppninni þannig að
allar gangtegundir sem dæmdar
voru í forkeppni skildu dæmdar í
úrslitum. Þetta mæltist illa fyrir
síðastliðið sumar og dæmi til þess
Margar nefndir eru settar i laggirnar i hverju þingi og mi hér sji hluta af
laganefndarmönnum en þeir eru, fri vinstri talið: Þorleifur Pilsson, formað-
ur nefndarinnar, Stefin Pálsson, formaður LH, Ólafur Kristjinsson, Sverrir
Hallgrímsson, Ragnar Tómasson og Guðmundur Jónsson.
ekki breyta, nema að undangengn-
um tilraunum á keppnisvelli.
Samþykki ársþing LH breytingar
á keppnisatriðum í gæðinga-
keppni, skal þeim vísað til gæð-
inga- og unglinganefndar, sem
prófar þær og skilar umsögn um
þær til næsta þings sem þá tekur
tillögurnar til endanlegrar af-
greiðslu." Þessi tillaga var sam-
þykkt með miklum meirihluta.
Með samþykkt þessara tiilögu
geta menn nú gert sér vonir um að
gæðingareglurnar fái að vera að
mestu í friði fyrir stöðugum
breytingum frá ári til árs.
Aðrar samþykktir
Þingið skoraði á stjón LH að
fela framkvæmdastjóra að annast
í mun ríkari mæli en gert hefur
byggist á því að hrossin alast upp
í frjálsræði við mikla hreyfingu og
á misjöfnu landi. Athuganir hafa
sýnt að undrafljótt breytist vefja-
bygging lifi hrossin hóglífi við
litla hreyfingu. Það yrði ómetan-
legt tjón ef íslenski hesturinn tap-
aði þeim eiginleikum sem að fram-
an getur." Ennfremur segir:
„Varðandi fjölda hrossa gildir hið
sama og með annað búfé að
óraunhæft er að ala hross sem
engan arð gefa. I ásetningi verður
að taka tillit til þessa. Þó er rétt
að vekja athygli á því að peninga-
legur mælikvarði einn getur ekki
verið þar algildur mælikvarði. Því
er ekki sanngjarnt að miða við það
eitt hver hundraðshluti hrossa-
afurðir eru af heildarframleiðslu
landbúnaðarafurða."
Með þessari samþykkt má segja
að þingið hafi tekið undir orð
Þorkels Bjarnasonar en hann
ávarpaði þingið fyrri daginn og
kom meðal annars inn á óhóflega
hrossaeign landsmanna. En hann
hefur lýst þeirri skoðun sinni í
fjölmiðlum að fækka beri hrossum
stórlega. Fyrir þessa skoðun sína
hafa sumir hestaeigendur talið
hann svíkjast undan merkjum. í
framhaldi af þessu mætti spyrja
hvort ekki sé auðveldara að fá
hross rekin á afrétt ef þau væru
færri. í umræðum um þessi mál
kom sú hugmynd fram hjá einum
ræðumanni hvort ekki væri rétt
að leyfa eingöngu ættbókafærðum
hryssum aðgang að afréttum
landsins og vakti hún hrifningu
margra þingfulltrúa.
Tveimur athyglisverðum tillög-
um var vísað til stjórnar LH, ann-
arsvegar tillaga um reglugerð
fyrir aganefnd og tillaga frá Faxa
um að aðeins skuli haldið eitt
fjórðungsmót ár hvert milli lands-
móta. Eins og málum er háttað í
dag eru fjögur fjórðungsmót á
þrem árum, þannig að halda verð-
ur tvö mót á einu af þessum þrem-
ur árum. Var talið að gera þyrfti
könnun á því hver vilji hesta-
manna væri. Hvað agareglum víð-
víkur kom í ljós að framkomin til-
laga frá aganefnd LH var mjög
ófullkomin. Var þessu vísað til
frekari skoðunar en greinilega eru
menn sammála um að setja þarf
strangar agareglur.
Næsta þing í Hafnarfirði
Eins og venja er til var tilkynnt
í lok þingsins hvar næsta þing
verðir haldið og varð Hafnarfjörð-