Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 11

Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Hin nýja glæsilega Toyota er sigraði 4500 km langt Ivory Coast-rallið. HM í rallakstri — Fílabeinsströndinni: Villisvín hrelldi keppendur Áhorfandi að keppn- inni lét lífið SVÍINN Björn Waldegard sigraði í Ivory Coast-rallinu, sem fram fór fyrir stuttu síðan og er liður í heims- meistarakeppninni í rallakstri. Ók hann Toyota Celica Twincam Turbo, keppnisbíl sem tiltölulega nýlokið er að hanna. Samskonar bíll lenti einn- ig í þriðja sæti undir stjórn Svíans Per Eklund. Finninn Hannu Mikk- ola tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með því að ná öðru sæti á Audi Quattro. Einni keppni er ólokið í heimsmeistarakeppninni, en aðeins bjóðverjinn Walter Röhrl getur náð Mikkola að stigum, en Röhrl tekur ekki þátt í síðasta rallinu, sem fram fer í Englandi um miðjan mánuö. Keppnin á Ivory Coast, Fíla- beinsströndinni, lá um 4500 km langa illfæra leið, og var ekið í fimm daga. Keppnin varð strax einvígi milli Toyota Waldegard og Quattro Mikkola, sem hafði for- ystu eftir fyrsta hlutann. Eklund var þriðji á undan viðgerðarmanni Mikkola, sem ók Quattro! Fyrir rallið var Ijóst að ekki næðist lág- marksfjöldi þátttakenda (50 bílar) til að réttlæta að rallið gilti til heimsmeistaratitils. Fóru því for- ráðamenn rallsins þess á leit við nokkra viðgerðarmen að þeir skráðu bíla sína í keppni, þó ekki væri nema til að aka gegnum rásmarkið! Lasse Lampi stóð sig hinsvegar mjög vel eftir fyrsta hlutann og héít því einfaldlega áfram! Á öðrum hluta rallsins þurfti að ljúka tæplega 1200 km akstri. Mikkola slapp við allt ryk, þar sem hann hafði forystu, en Mikkola slapp við allt ryk, þar sem hann hafði forystu, en Waldegard tap- aði dýrmætum tíma fyrir aftan Morgunblaöiö/Martin Holmes Audi Quattro Hannu Mikkola var orðið ansi veikburóa í lok keppninnar eftir mörg óhöpp, hér sést hann á lokaleiðinni. hann, því langir rykmekkir eftir Quattro Mikkola byrgðu oft sýn. Fyrir eina sérleiðina slitnaði viftureim í Toyota Eklunds og það varð honum til happs, því hann stöðvaði og lét gera við bilunina. En forystubílarnir tveir héldu áfram á fullri ferð. Inn á leiðina stóð trjádrumbur á miðjum vegi og skall Quattro Mikkola harka- lega á honum, kastaðist í loft upp og lenti á framhlutanum. Fór stýrið úr sambandi, afturfjöðrin brotnaði og sprakk á tveimur dekkjum. Viðgerðarlið Mikkola kom á vettvang og hófst þegar handa við að gera við, en í millitíð- inni ók Waldegard Toyota sínum á drumbinn, en slapp betur. Ók hann framhjá Mikkola og náði forystu. í rásmarki þriðja dags var ljóst að Waldegard hafði náð 30 mín- útna forskoti á Mikkola daginn áður vegna óhappsins, en keppnis- stjóri Audi kærði leiðina, sem trjádrumburinn umtalaði var á, og forráðamenn rallsins athuguðu málið. Kom í ljós að drumburinn var vörn innfæddra gegn veiði- þjófum, sem eru algengir á þess- um slóðum! Var niðurstaðan sú að MorgunblaðiA/Martin Holmes Sigurvegarinn Björn Waldegard, í fullu fjöri á fertugsaldrinum. Mikkola hefði átt að gæta að sér, því rallið var haldið á opnum veg- um. Á einni sérleið dagsins líkaði villisvíni einu ekki lætin í rallbíl- unum og eftir að hafa reynt að hrella forystubílana, stangaði svínið Toyota Samir Assef á fullri ferð og endaði þar með lifdaga sína, en ekki þó án þess að hafa stórskemmt framfjaðrir bílsins. í lok sömu leiðar varð hörmu- legt slys. Afturhjól losnaði undan Toyota Waldegard í endamarkinu og flaug inn í hóp áhorfenda. Varð lítil stúlka fyrir hjólinu og lést af meðslum er af því hlutust skömmu síðar. Waldegard hélt áfram keppni, en tapaði forystunni til Mikkola, sem ætlaði greinilega að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Á fjórða degi hélt Mikkola for- ystu þó Waldegard ynni sex mín- útur á hann, Eklund var enn þriðji og Assef fjórði eftir viðgerð á skemmdum eftir villisvínið. Á lokadeginum varð Mikkola illilega á í messunni. Hann mis- skildi leiðbeiningar aðstoðar- manns síns í einni beygjunni og Quattro-bíllinn flaug út af. Aft- urhlutinn skekktist, en Mikkola náði að hökta áfram, en Toyota Waldegard þeysti framúr. Walde- gard hafði fyrir útafakstur Mikk- ola náð að vinna fjórar mínútur á hann. Eftir viðgerðarhlé fyrir síð- ustu leiðirnar hélt keppnin áfram, og hélt Waldegard öruggri forystu til loka. Lokastaðan varð þessi. Björn Waldegard, Toyota, 5,18 klukku- stundir í refsingu, Hannu Mikk- ola, Audi Quattro, 5,29, Per Ek- lund, Toyota, 6,58, Samir Assef, 12,09, Ambrozino, Peugeot 505, 14,22 klst. Aðeins átta bílar af fimmtíu luku keppni. Martin Holmes/G.R. 59 <x ALFA-LAVAL VARMA SKIPEIR LANDSSMIÐJAN vekur athygli á ALFA-LAVAL varmaskiptum til notkun- ar við upphitun á vatni til neyslu og fyrir miðstöðv- arkerfi. ALFA-LAVAL er sænsk gæðavara. Um þaö eru allir sammála sem reynt hafa. r ^ Helstu kosti ALFA-LAVAL varmaskipta teljum vió vera: X Þeireru virkirog einfaldir X Plöturnar úr ryófrfu stáli sem tærast ekki við öll venjuleg skilyröi X Hreinsun auóveld X Þrýstiþol mikið X Breytingar auðveldar X Þeirtaka Iftiö pláss X Nýtingin mjög góó LANDSSMIÐJAN hefur einkaumboð fyrir ALFA- LAVAL á íslandi, og get- ur vottað um að áratuga löng reynsla á hitaveitu- svæðum um allt land hefur sannað ágæti þessara varmaskipta. Við veitum allar tækni- legar upplýsingar, svo og hvers konar upplýs- ingar aðrar um ALFA- LAVAL varmaskiptana. LANDSSMIZUAN 20-6 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.