Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
77
VELVAKANDI ~
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Get lýst fullum stuðn-
ingi við frumvarpið
Jón Magnússon hdl. skrifar 15.
nóv.:
„Velvakandi.
Þann 19. nóvember sl. bað Arn-
ar Jónsson mig undirritaðan um
það að skýra hvernig á því stæði
að ekkert hefði heyrst í Neytenda-
samtökunum vegna frumvarps-
flutnings nokkurra þingmanna
um að gefa frjálsan innflutning á
grænmeti.
Neytendasamtökin hafa barist
fyrir því að tollar verði felldir
niður af grænmeti. Þá hafa þau
einnig barist fyrir því að innflutn-
ingur á grænmeti verði gefinn
frjáls og áttu í viðræðum við
fyrrverandi landbúnaðarráðherra '
ásamt fleiri samtökum í því skyni
að þoka málinu áleiðis. Um þessar
mundir standa einmitt yfir funda-
höld fulltrúa Neytendasamtak-
Þessir hringdu . . .
Tilmæli til lista-
og skemmtideildar
sjónvarpsins
Margrét Sigurðardóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Mig langar til að beina orðum
mínum til forráðamanna lista- og
skemmtideildar sjónvarpsins. Ég
bið þá um að taka meira tillit til
okkar, sem þurfum að vakna
snemma á morgnana, þegar þeir
raða kvikmyndum niður í dag-
skrána. Þær eru nú það seint, að
fólk sem þarf að mæta upp úr sjö í
vinnu, getur ekki beðið eftir þeim.
Ekki heldur gamalt fólk, sem
gjarna fer snemma til hvílu. T.d.
var danska myndin í gærkvöldi
(mánudagskvöld) allt of seint á
ferðinni. Þó hefði verið í lófa lagið
að hafa íþróttirnar á eftir mynd-
inni, ekki síst með tilliti til þeirra
fjöimennu áhorfendahópa sem ég
nefndi áður og e.t.v. hafa ekki
áhuga á íþróttum. Það hlýtur að
vera hægt að hliðra til fyrir þá
notendur sem verða að fara
snemma að sofa, en langar samt
til að sjá kvikmyndirnar, sem
sjónvarpið býður upp á.
Furugerði 1;
Lyftan verður
komin upp í maí
á næsta ári
Davíð Oddsson borgarstjóri
skrifar 15. nóv.:
„Til Velvakanda.
í dálkum þínum á dögunum
var að því vikið, hv^rt ekki
væri ætlunin að standa við
loforð um að bæta við auka-
lyftu í Furugerði 1, leiguhús-
næði aldraðra þar.
Því er til að svara, að auð-
vitað er ætlunin að standa við
það loforð. Þessi lyfta hefur
þegar verið boðin út og tilboði
tekið. Afgreiðslufrestur er 24
vikur á lyftunni, þannig að
hún verður komin upp eigi síð-
ar en í maímánuði á næsta
ári.
Þætti vænt um, ef þessu
yrði komið á framfæri í dálk-
um þínum."
anna og fleiri aðila vegna þessa
máls.
Af framangreindum ástæðum
get ég persónulega og vegna Neyt-
endasamtakanna lýst fullum
stuðningi við það frumvarp sem
Arnar Jónsson minnist á í spurn-
ingu sinni og er stuðningur við það
og afnám þeirrar einokunarsölu
sem gildir á grænmeti í samræmi
við önnur baráttumál Neytenda-
samtakanna.
Það hefur jafnan komið fram í
málflutningi okkar að við teljum
nauðsynlegt að innlend gæðavara
verði seld áður en komi til inn-
flutnings á grænmeti.
Arnar Jónsson og vafalaust
margir fleiri geta spurt fjöl-
margra spurninga um það hvers
vegna Neytendasamtökin beiti sér
ekki í þessu máli eða öðrum mál-
um. Svarið er ofur einfalt. Neyt-
endasamtökin hafa yfir of litlum
mannafla og fjármagni að ráða til
þess að geta beitt sér að mjög
mörgum verkefnum í einu.
Það er því ástæða til þess að
brýna fyrir Arnari Jónssyni og
fleirum sem bera neytendamál
fyrir brjósti að snúa sér til sam-
takanna og vinna ásamt okkur að
því að vekja athygli á þeim málum
sem um er að ræða hverju sinni, í
því skyni að koma þeim fram og
gera Neytendasamtökin virkari.“
Svo brast þolinmæðin
Fjórir óánægðir drengir skrifa:
„Velvakandi.
Við ætlum hér með að lýsa
óánægju okkar með hvað fólk í
búðum er oft dónalegt við okkur
krakkana.
Eitt sinn, er við fórum í sjoppu
í Hafnarfirði, fengum við hlý-
lega móttökur eða hitt þó heldur.
Maður, sem kom inn á eftir
okkur, var afgreiddur á undan
okkur strákunum. Og konan,
sem afgreiddi i sjoppunni, var nú
ekkert þolinmóð. Hún rak á eftir
okkur með þeim afleiðingum, að
við vorum helmingi lengur að
ákveða, hvað við ætluðum að
kaupa. Svo brast þolinmæðin hjá
henni og hún rak okkur út.
Við gætum nefnt fleiri svipuð
dæmi um það, hvernig af-
greiðslufólk hagar sér við okkur
krakkana. En við ætlum að hafa
þessa grein stutta og gerum það
í von um að fólk, sem afgreiðir í
búðum og sjoppum og ýmsum
fleiri verslunum, bæti sig og líti
sömu augum á okkur krakkana
og fullorðið fólk.“
Abending til bæjar-
og sveitarstjórna
— vegna fréttar um hækkun fasteignamats
1977—0567 skrifar:
„Hversu oft hefur almenningur
ekki heyrt þessi fleygu orð frá
hinu opinbera? Til stendur að
stofnað verði hagsmunafélag
skattborgara, sem hefur það á
stefnuskrá sinni að snúa vörn í
sókn vegna skattagrimmdar
stjórnvalda þessa, lands. Vegna
nýjustu aðgerða um hækkun fast-
eignamats, sem á að vera í þágu
almennings, en er í raun illa
dulbúin aðferð til að hækka fast-
eignaskatta. Vill væntanlegt hags-
munafélag hvetja stjórnendur
bæjar- og sveitarfélaga til að
stilla kröfum sínum svo í hóf, að
þeir drepi ekki kýrnar í fjósinu.
Þeir telja sig vera í algerri fjár-
þröng. En hvað um almenning?
Það stendur að vísu í helgri bók,
að beri að gjalda keisaranum það
sem keisarans er, en þegar keisar-
inn er kominn upp í rúm hjá al-
menningi, er mál að stjaka honum
framúr. Þegar lög eru orðin að
ólögum ber okkur þegnunum að
berjast á móti þeim, því að ailir
vita, að ólög eyða.
Gott hefði verið að geta leitað
réttar síns til hins háa Alþingis,
en þaðan er varla mikið að vænta.
(Eru þeir ekki eitthvað að tala um
hættu af reykingum? En er nokk-
uð verra að deyja úr reykeitrun en
hor?)
Ef af hækkun fasteignaskatts
verður gæti fyrsta aðgerð vænt-
anlegs hagsmunafélags orðið sam-
tök um að segja sig til sveitar."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Afstaða þeirra til hvors annars er
óbreytt.
Rétt væri: Afstaða þeirra hvors til annars er
óbreytt.
Eða: Þeir hafa óbreytta afstöðu hvor til annars.
S2P SIGGA V/öGA £ VLVlRAU
TOYOTA-VARAHLUTAUMBOÐIÐ
ÁRMÚLA 23 — SÍMi 81733
KYNNTU ÞER VERÐIÐ
Á GROHE!
Nýju hitastýritæhin frá GROHE eru komin. í '84 tegundunum er nýr heili hannaður meö
isienskar aöstaaður i huga.
★ Enn betri stjórn á mismunaþrýstingi.
* Enn betri aölögun aö islensku hitaveituvatni.
Þegar þú velur hitastýrö blöndunartæki, þarftu aö hafa i huga:
A Fullkomiö brunaöryggi. Ef kalda vatniö fer óvænt af, þarf tækiö aö loka.
♦ Barnaöryggislæsing viö 38°C.
♦ Rennslið í gegnum sturutækiö þarf aö vera minnst 20 Itr. á minutu. GROHE nr. 34633.
skilar 26 Itr. á mmutu.
A Rennsliö i gegnum baökarstækiö þarf aö vera minnst 30 Itr. á minútu. GROHE nr. 34465,
skilar 36 Itr. á minútu.
A Tækiö þarf aö vera hannaö fyrir islenskar aöstæöur
Viöa á islandi er hitaveituvatniö sérstætt varöandi hitastig og kisilinmhald. Tækiö veröur aö
taka tillit til þessara eiginleika
★ Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta þarf aö vera til staöar.
A Ræddu máliö viö fagmanninn, hann mæiir meö GROHE.
BYGGINGAVÚRUVERSLUN KÓPAVOGS SF.
SÍMI 41000
Metsö/ubiaö á hverjum degi!