Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 1
96 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
267. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Milljón manns á
mótmælafundi
Santiago, 19. nóvember. AP.
EINN leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Chile, Enrique Silva ('imma sagði
á útifundi, sem talinn er sá fjölmennasti í sögu landsins, í Santiago í
gærkvöld, að Augusto Pinochet, forseti, ætti að segja af sér tafarlaust og
að koma yrði á lýðræði í landinu svo fljótt sem auðið væri.
Talið er að um ein milljón
manna hafi verið saman komin á
útifundinum í gærkvöld, sem
hefur verið lýst sem „sögu-
legum" og „einstæðum". Tölur
þessar eru byggðar á upplýsing-
um frá þeim aðilum er efndu til
fundarins, en lögregla neitaði að
gefa upp áætlaðan fjölda þátt-
takenda.
Hrópuð voru vígorð á fundin-
um í gær eins og „frelsi" og
„stjórnin mun falla“. Fundurinn
fór friðsamlega fram, andstætt
mörgum fundum sem efnt hefur
verið til að undanförnu. Þar hafa
átök verið tíð og um 70 manns
látið lífið, en lögregla fylgdist
aðeins með mannfjöldanum í
gær. Þó bar það við, að 18 ára
piltur féll örendur í götuna er
hann var, að því er virtist, að
flýja lögregluna að fundinum
loknum.
Óánægja með stjórn Pinochet,
sem verið hefur við völd í áratug,
Umdeildur dómur
í nauðgunarmáli:
Fangels-
un eða
vönun
Andcrson. Suóur-Karólínu,
18. nóvember. AP.
DÓMARI í Suður-Karólínu í
Bandaríkjunum kvað upp
óvenjulegan og umdeildan dóm
yfir þremur ungum mönnum
sem gerst höfðu sekir um grófa
líkamsárás og nauðgun á 23 ára
gamallri stúlku.
Dómurinn: 30 ára fangelsi
eða gelding.
Dómarinn, Victor Pyle,
sagði málið vera eitthvert það
ógeðfelldasta sem hann hefði
heyrt um eða fengist við, og
því þætti sér refsingin vera
við hæfi. Einn af verjendum
sakborninganna, lögfræðing-
urinn Theo Mitchell, sagðist
hins vegar vart eiga aukatekið
orð og sagði dóminn bera vott
um mannvonsku. Mikið var
um dóminn rætt í blöðum í
Suður-Karólínu í gær og skoð-
anir skiptar.
Mennirnir þrír, 19, 21 og 27
ára gamlir, viðurkenndu að
hafa af yfirlögðu og úthugs-
uðu máli neytt stúlkuna með
sér inn á hótelherbergi, þar
sem þeir nauðguðu henni allir,
auk þess sem þeir börðu hana
til óbóta og skildu hana eftir
rætiulausa í blóði sínu. Dóm-
arinn sagði það gilda einu
hvort að geldingin færi fram
með skurðaðgerð eða með
lyfjatöku.
hefur farið stigvaxandi að und-
anförnu. Mótmælafundurinn í
gær þykir marka viss tímamót í
andstöðu fólksins við stjórn-
völda, ekki hvað síst í ljósi þátt-
tökunnar, sem var geysilega góð,
þrátt fyrir viðvörun stjórnvalda.
Rússar
neita allri
tilslökun
Moskvu, 19. nóvember. AP.
SOVÉTRÍKIN neituðu því í
morgun, að þau væru reiðubúin
til tilslakana í viðræðum stór-
veldanna í Genf, eins og skýrt
var frá í gær. Þar sagði, að Sov-
étmenn væru reiðubúnir að
sleppa þeirri kröfu sinni, að eld-
flaugar Frakka og Breta yrðu
taldar með eldflaugum Banda-
ríkjamanna.
Áð sögn bandarískra emb-
ættismanna í gær gaf Yuli
Kvitsinsky, formaður sovésku
sendinefndarinnar í Genf,
ótvírætt til kynna á óformleg-
an hátt, að sovésk stjórnvöld
væru reiðubúin til að skera
fjölda eldflauga sinna í Evrópu
niður um helming.
Sömu heimildir herma, að
Kvitsinsky hafi í sömu andrá
tilkynnt, að Sovétmenn væru
reiðubúnir að halda viðræðum
áfram á þeim grundvelli, að
flaugar Breta og Frakka yrðu
ekki teknar með í reikninginn.
Amal-syeitirnar hóta hryöjuverkum:
„Frakkar og ísraelar
hafa opnað reikning
Trípólí ojj Balbeek, 19. nóvember. AP.
TALSMAÐUR studningsmanna Arafats greindi frá því í gær, að þeir héldu
sínu í Baddawi-flóttamannabúöunum. Fyrir misskilning hefði sú frétt borist
út, að stuðningsmenn Arafats heföu gert mikla gagnsókn til að ná búöunum.
Sagði talsmaðurinn hið sanna vera, að þeir hefðu einUngis haldið velli í
suðurhluta búðanna.
Sjö félagar í Fatah-hreyfingu
Arafats voru í gær reknir fyrir að
standa að samsæri gegn leiðtogan-
um. Var þeim gefið að sök að hafa
haft samband við uppreisnarmenn
PLO, sem berjast í Trípólí. Enn-
fremur að hafa safnað saman pal-
estínskum skólapiltum í Kuwait
og sent þá á átakasvæðið við Trí-
pólí. Umræddir félagar í Fatah
voru allir háttsettir og vel metnir.
Friðargæslusveitirnar í Líbanon
voru í viðbragðsstöðu í gær sem
endranær, en þó ekki síst vegna
ummæla Husseins Musawi, leið-
toga Amal-fylkingar shíta, sem
hefur aðsetur í Bekaa-dal ásamt
„Fylkingu Guðs“, sem eru önnur
samtök ofstækismanna undir
verndarvæng írana. Grunur hefur
leikið á því að Amal-fylkingin beri
ábyrgð á fjöldamorðunum á frið-
argæsluliðunum á dögunum.
Muswai sagði, að Frakkar og
ísraelar „hefðu opnað reikning"
hjá Amal-fylkingunni og Fylkingu
Guðs, reikning, sem „yrði sannar-
lega lagt inn á í náinni framtíð og
um langan aldur". Endurtók Mus-
awi það, sem áður var sagt, að
fjöldi „sjálfsmorðsmanna í lík-
klæðum úr sprengjum" myndi elta
þá myrkranna á milli. „Þeir vita
hvert hlutverk þeirra er og það
þarf engar fyrirskipanir," sagði
Amal-leiðtoginn.
Loks sagði Musawi að það væri
hneisa að ísraelar og Frakkar
skyldu ráðast á minnimáttar með
þeim hætti sem þeir gerðu án þess
að hafa sannanir fyrir því að Ám-
al hefði staðið á bak við spreng-
ingarnar á dögunum. „Við komum
hvergi nærri, þeir sem stóðu að
sprengingunum voru ungir menn
sem misstu heimili sín og fjöl-
skyldur í fjöldamorðunum í
Sabra- og Chatilla-flóttamanna-
búðunum á síðasta ári,“ sagði
Musawi.