Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
5
Útvarp/sunnud.
kl. 15.15:
Armstrong í
dægurlandi
Louis Armstrong, hinn
heimsfrægi tónlistarmaður,
flytur jazz ásamt félögum
sínum í útvarpinu í dag kl.
15.15 í þættinum „í dægur-
landi“, sem Svavar Gests sér
um.
Judith Blegen
Heimsfræg söngkona frá Metrópólitan-óperunni syngur í Háskólabíói
Judith Blegen med Placido Domingo í hlutverki Júlíu í óperunni „Romeo
et Juliette" eftir Gounod í Metropolitan-óperunni í New York.
í TILEFNI af 25 ára afmæli Fulbright-stofnunarinnar á íslandi hefur
Fulbright-stofnun í samvinnu við Háskóla íslands afráðió að efna til
tónleika, þar sem hin heimsfræga sópransöngkona, Judith Blegen, frá
Metropolitan-óperunni í New York, kemur fram.
Að sögn Franks Ponzi, nefnd-
arformanns Menningarsjóðs
Fulbright, og Guðmundar Magn-
ússonar, háskólarektors og
formanns Fulbright-stofnunar-
innar, kemur söngkonan sér-
staklega til íslands vegna þess-
ara tímamóta. Enda þótt söng-
konan sé bókuð langt fram í tím-
ann, allt til ársins 1985, tókst að
fá hana hingað í tilefni afmæl-
ishátíðarinnar. Umræddir tón-
leikar verða haldnir í Háskóla-
bíói þriðjudaginn 29. nóvember
kl. 20.30 og verða ekki endur-
teknir. Sæti verða númeruð og
miðasala hefst mánudaginn 21.
nóvember á skrifstofu Happ-
drættis Háskóla íslands, Tjarn-
argötu 4.
Judith Blegen er fædd í Mont-
ana í Bandaríkjunum og er af
norskum ættum. íslendingum er
hún vel kunn, bæði af hljómplöt-
um í Ríkisútvarpinu og einnig
fyrir söng hennar á opnunarhá-
tíð „Scandinavia Today", en
þáttur þaðan var sýndur hér í
sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu.
Snemma á listaferli sínum
hlaut Judith Blegen Fulbright-
styrk til söngnáms á ftalíu. Rétt
rúmlega tvítug að aldri kom hún
fyrst fram í Metropolitan-
óperunni í „Töfraflautu" Moz-
arts. Þar hefur hún síðan sungið
ótal hlutverk, t.d. í „Le Nozze di
Figaro“, „Fidelio", „Werther",
„Un Ballo in Maschera", „Rigol-
etto“, „Hansel und Gretel", „Der
Rosenkavalier", „Romeo et Juli-
ette“, þar sem hún söng á móti
Placido Domingo, og „L’Elisir
d’amore" með Luciano Pavarotti.
Rödd hennar heyrist í helztu
óperuhúsum heimsins eins og
Royal Opera, Covent Garden í
London, Vínaróperunni, Bolshoi
í Moskvu, Parísaróperunni,
Hamborgaróperunni og víðar.
Einnig hefur hún komið fram á
mörgum listahátíðum, t.d. í
Salzburg, Edinborg, Bergen og
Spoleto.
Fyrir söng sinn á hljómpiötum
hefur söngkonan unnið til ótal
verðlauna, m.a. Grammy-verð-
launanna fyrir „La Boheme" og
„Carmina Burana" og Grand
Prix du Disque fyrir frábæran
söng á aríum eftir Mozart.
Píanóleikarinn Douglas Fish-
er frá New York leikur með
söngkonunni á hljómleikunum,
sem hefjast kl. 20.30 þriðjudag-
inn 29. nóvember í Háskólabíói.
Teiknimynd um gamla þvottavél, sem úr sér er gengin, verður medal annars
í Stundinni okkar í dag.
Tannfræðsla og
Gúmmí Tarsan
„Við höfum verið með fræðslu um
tennurnar, verndun þeirra og hirð-
ingu, síðustu tvær „Stundir" og í
dag verða þær Inga og Halldóra með
síðasta tannfræðsluþáttinn,** sagði
Ása H. Ragnarsdóttir, er hún var
spurð um efni barnatímans í dag.
Inga B. Árnadóttir tannlæknir og
Halldóra Bergmann tannfræðingur
sem sjá um tannsfræðsluna.
„Brúðuapinn kemur nú með sína
frábæru mynd, en hann er sein-
heppinn, greyið, og ýmislegt fer
úrskeiðis hjá honum. Svo förum
við í heimsókn í Leikfélag Kópa-
vogs og sjáum atriði úr Gúmmí-
Tarsan, sem þar er sýndur. Lítil
teiknimynd um gamla þvottavél,
sem er úr sér gengin, verður einn-
ig á dagskránni.
Kínversku fjöllistamennirnir,
sem komu til fslands í haust, sýna
okkur nokkur skemmtileg atriði.
Nú, Smjattpattarnir verða að
sjálfsögðu á sínum stað og rúsínan
í pylsuendanum verður þríhjóla-
keppni, sem var haldin á lóð Aust-
urbæjarskólans í haust. Krakkar
af barnaheimilinu Ösp í Breiðholti
tóku þátt í keppninni og lærðu um
umferðarreglurnar í leiðinni. Við
vitum til dæmis öll að það er
stranglega bannað að aka um á
þríhjólum á götunum," sagði Ása
H. Ragnarsdóttir að lokum.
V
_____ ad bóka I
Sl 'MARl insix f
yrjuð
HOLLANDI
m
* Óbreytt verð frá 1983
★ S-L ferðaveltan dreifir
greiðslum á yfir 20 mánuði
Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku
sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á
sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá
árinu 1983.
í sumar var uppselt f allar ferðir, biðlistar
mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum
því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og
opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum
leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina
tímanlega og hefja strax reglubundinn spamað með
Eemhof
Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega í gegn á sl.
sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt
íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús,
verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti
o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar.
Vetrarsalan opnar
þér greiðfæra leið
Vetrarsala Samvinnuferða-Landsýnar á
hollensku sumarhúsunum er okkar aðlerð
þess að opna sem allra flestum við^wúega
og greiðlaera leið f gott sumarin með alla
fiölskvlduna. í eriiðu efnahagsástandi er
órnemnlegt að geta trygg. sérharreúu ferðma
með góðum fyrirvara og notfært sér óbreytt
verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og
SL-kjörin til þess að létta á kostnaði og dreifa
greiðslubyrðinni á sem allra lengstan tlma.
★ Eemhof-Kempervennen
stóraukið sætaframboð
★ Fjölskylduferðir í algjörum
sérflokki
SL-ferðaveltunni. í henni er unnt að spara í allt að 10
mánuði og endurgreiða lán jafnhátt sparnaðinum á 12
mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum
á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins
mikium mun auðveldari en ella.
Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má
festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og
verjast þannig öllum óvæntum hækkunum.
Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið
1984 að veruleika hjá sem allra flestum fjölskyldum.
Kempervennen
Nýtt þorp, byggt upp í kjölfar reynslunnar í Eemhof
og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í
Eemhof og í Kempervennen er síðan bætt um betur
og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar,
veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess
sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum
fyrir bömin.
Fyrirhyggja í ferðamálum - einföid leid til
lægri kostnaðar og léttari greiðslubyröi
Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni
oghjá umboðsmönnum um allt land
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899