Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 7

Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 7 HUGYHKJA eftir • • sr. Hannes Orn Blandon Þaö vildi ég óska, aö ég hefði einhverjar patentlausnir handa fólki, sem býr í ástlausu hjóna- bandi. Ástin hefur aldrei veriö keypt eins og eignir, húsgögn og annað, sem viö hlöðum í kring- um okkur í endalausri leit aö andlegri og líkamlegri velferð og hamingju. Peningaþjóðfélag á borð við okkar gerir beinlínis ráð fyrir því, að við endurnýjum árlega alla skapaða hluti og tísku- auglýsingar gefa í skyn, að eig- inkonur og menn megi helst ekki verða eldri en tvítug og uppúr því skuli endurnýja. Það er ýmislegt í starfi prests, sem ekki fer hátt meðal almennings. Stundum þarf hann að leggja nótt við dag við lausn mála, er brestir verða í stoðum hjónabanda. Og nú þegar skammdegið færist yfir virðast slíkir erfiðleikar magnast og aukast. Ef til vill á versnandi efnahagur hlut að máli, en allt of oft leita hjón til prests þegar allt er um seinan og niðurbæld vonbrigði og gremja fær skyndilega útrás og verður ekki hamin. Það er dapurlegt til þess að vita hve mörg hjónabönd enda með skilnaði og sú þróun verð- ur æ örari. Unga fólkið er vart af barnsaldri er það tekur upp sambúð og snýr sér fljótlega að því að koma sér upp þaki yfir höfuðið með öllu því álagi sem því fylgir og svo koma börnin í kjölfarið. Einn góðan veðurdag er hamingjan rokin út í veður og vind, spennan horfin og sambúðin rofnar. Það má vera alveg ljóst,- að mörg hjónabönd eru byggð á sandi, að minnsta kosti ekki á þeim grunni sem Kristur ætl- ast til með orði sínu. Það er vissulega fallegt og hátíðlegt að gifta sig í kirkju, en einskis virði ef það er sýndarmennsk- an ein. Ef til vill þarf kirkjan að auka fræðslu á þessu sviði og fjalla miklu ítarlegar um skyldur og kvaðir hjónabands- ins með hjónaleysum áður en að sjálfri athöfninni kemur. En kannski verður aldrei nóg- samlega að gert. Margt fólk í sambúð og hjónabandi sýnist hamingju- samt á ytra borði eða tekst ágætlega að dylja ógæfu sína. Einmanaleikinn getur birst í mörgum myndum. Það er hægt að vera einmana innan um fjölda fólks og það er hægt að vera afskaplega einmana í sambúð. Og einmanaleikinn getur verið yfirþyrmandi í hjónarúminu, tugir metra á milli maka. Og í þessum hug- leiðingum mínum rifjuðust upp fyrir mér orð úr predikar- anum, fjórða kafla: Betri eru tveir en einn, með því að þeir hafa góð laun fyrir strit sitt. Því falli annar þeirra, þá getur hinn reist félaga sinn á fætur. Sömuleiðis er tveir sofa sam- an, þá er þeim heitt, en sá sem er einn, hvernig getur honum hitnað? Það eru margir, sem þurfa að búa við að sofa einir, aldrað fólk á elliheimili eða heima. Þá leggst margur makinn til hvílu að kveldi skyndilega einn og yfirgefinn. Við fáum aldrei nógsamlega þakkað fyrir þá gjöf Guðs, sem hann gefur okkur í góðum og ástríkum maka. Hversdags er þetta kannski hulið og ekkert okkar fæðist fullkomið. Stund- um falla stór orð og þung og freistingar blasa við í hverju horni og við gleymum því hve ævin er stutt og hve litlu við fáum áorkað á lífsleiðinni. Þess í stað eyðum við dýrmæt- um tíma í deilur um smáatriði og komum ekki auga á aðalatr- iðin. í annan stað kyngir mak- inn öllu sem honum er rétt í þeim tilgangi að halda friðinn og fyrr eða síðar er mælirinn fullur. Mörgum veitist erfitt að ræða málin svika- og um- búðalaust, taka á hverju máli er til kasta kemur af einlægni og alvöru. En við verðum líka að horfast í augu við það, að mörg hjónabönd eru dæmd til að mistakast vegna þess að til þeirra er stofnað af augna- blikskynhrifum, augnabliks- ánægju. Ég á enga patentlausn, ekk- ert tilbúið svar. En ef til sam- ^bands er stofnað af sannri ást, sönnum kærleika, þar sem fólk gerir sér grein fyrir kostum og göllum, þá mun auðveldar ganga að þræða veginn til hamingju. Það þarf svolitla fórnfýsi, skilning og þolin- mæði, kannski blóm, bros og dálitla hlýju. En fyrst og síð- ast þarf að hafa í huga, að það sem Guð hefur samantengt, má eigi maður sundurskilja. í Guðs friði. Frú Jóhanna Vigfúsdóttir Axel Clausen, sölumaður Einar Bergmann Arason, stórkaupmaður Sigurður Sveinn Sigurjónsson, sjómaður Finnbogi G. Lárusson, bóndi Pétur B. Guðmundsson, frá Rifi Kristjón Jónsson, formaður Grétar Kristjónsson, umsjónarmaður Guðlaug Pétursdóttir, frá Ingjaldshóli Sigurbjörn Hansson, verkamaður Skúli Alexandersson, alþingismaður VIÐ KLETTOTTA Miuanií&lKcttir UllU/lll/ififrfaii Jökli Aðalefni bókarinnar Við klettótta strönd, er frásagnir 11 einstaklinga, sem hafa meira eða minna varið lífi sínu undir Jökli. Þeir eru: í bókinni birtast ævisögubrot þeirra, frásagnir af uppvaxtarárum í sjóþorpum á Snæfellsnesi, sagt er frá minnisstæðum mönnum og lífsParáttunni sem fólkið háði. Höfundur bókarinnar er hinn vinsæli útvarps- og blaðamaður Eðvarð Ingólfsson. SPARIFJÁR- EIGANDI! Hvaða ávöxtunarleið ættir þú að velja á næst- unni? o Reynsla síðustu 12 og 5 mánaða ætti að gefa þér nokkra vísbendingu um það. Síðustu 12 mánuðir Síðustu 5 mánuðir Á vt'txtimarleið: Peninga- eign l.nóv.82 Peninga- eign l.nóv.83 Ávöxtun í% síðustu 12 mán. Peninga- eign l.júní.83 Peninga- eign l.nóv.83 Ávöxtun í% síðustu 5 mán. Verðtryœð veðskuldabréf 100.000 199.703 100% 100.000 129.322 29% Spariskfrteini Ríkissjóðs 100.000 191.752 92% 100.000 127.079 27% Verðtr. sparisj.reikn. 6 mán 100.000 186.759 87% 100.000 125.671 26% Verðlr. sparisj.reikn. 3 man 100.000 184.910 85% 100.000 125.150 25% Alm. sparisjóðsbók 100.000 141.139 41% 100.000 116.639 17% Er ást^eða til að trúa því besta á það versta? GENGI VERÐBRÉFA 20. nóvember 1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓDS: VERÐTRYGGD VEÐSKULDABRÉF 1970 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100,- 16.551,64 1971 1. flokkur 14.605,83 1972 1. flokkur 12.646,76 1972 2. flokkur 10.710,56 1973 1. flokkur A 7.597,55 1973 2. flokkur 6.936,52 1974 1. flokkur 4.787,74 1975 1. flokkur 3.943,32 1975 2. flokkur 2.971,35 1976 1. flokkur 2.815,65 1976 2. flokkur 2.238,46 1977 1. flokkur 2.066,74 1977 2. flokkur 1.733,84 1978 1. flokkur 1.408,04 1978 2. flokkur 1.107,68 1979 1. flokkur 933,78 1979 2. flokkur 721,66 1980 1. flokkur 598,11 1980 2. flokkur 470,21 1981 1. flokkur 403,92 1981 2. flokkur 299,90 1982 1. flokkur 272,55 1982 2. flokkur 203,66 1983 1. flokkur 158,01 Meöalávöxtun umfram verötryggingu 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ Sölugengi m.v. nafnvexti og 1 afborgun é ári. (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 33% 1 ár 75 77 78 80 81 87 2 ár 61 62 64 66 68 77 3 ár 51 53 55 57 59 69 4 ár 44 46 48 50 52 64 5 ár 39 41 43 45 47 60 Sölugengi Nafn- Ávöxtun m.v r. vextlr umtram 2 afb. fári (HLV) verötr. 1 ár 95,34 2% 8,75% 2 ár 92,30 2% 8,88% 3 ár 90,12 2'/2% 9,00% 4 ár 87,43 2’/2% 9,12% 5 ár 85,94 3% 9,25% 6 ár 83,56 3% 9,37% 7 ár 81,22 3% 9,50’/. 8 ár 78,96 3% 9,62% 9 ár 76,75 3% 9,75% 10 ár 74,62 3% 9,87% 11 ár 72,54 3% 10,00% 12 ár 70.55 3% 10,12% 13 ár 68,60 3% 10,25% 14 ár 66,75 3% 10,37% 15 ár 64,97 3% 10,49% 16 ár 63,22 3% 10,62% 17 ár 61,57 3% 10,74% 18 ár 59,94 3% 10,87% 19 ár 58,42 3% 10,99% 20 ár 56,92 3% 11,12% •r VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Sölugengi pr. kr. 100.- D — 1974 4.346.76 E — 1974 3.077,05 F — 1974 3.077,05 G — 1975 2.039,70 H — 1976 1.847,77 I — 1976 1.478,54 J — 1977 1.308,04 1. fl. — 1981 281,65 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöxt- un p.á. umfram verötryggingu auk vinningsvonar. Happdrættisbréfin eru gefin út á handhafa. Við klettótta strönd er kjörin bók fyrir alla þá sem hafa gaman af þjóðlegum fróðleik og frásögnum af litríku mannlífi í stórbrotnu umhverfi. _________________ Æskan Laugavegi56 Sími 17336 Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.