Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
Giinnar Helgi Hálfdánarson:
Verðtryggðar fjár-
festingar reynst best
Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvKmdastjóri Fjárfestingarfélagsins.
Ástandið á peningamarkaðinum
hér á landi hefur um langan tíma
einkennst af því að vextir af óverð-
tryggðum fjárskuldbindingum hafa
verið neikvæðir. Þannig hafa spari-
fjáreigendur verið féflettir árum
saman, en svo virðist sem sparifjár-
eigendur hafi verið of sundurleitur
hópur til að geta myndað hagsmuna-
hóp og þrýst á um umbætur. Þetta
ástand fór versnandi eftir því sem
verðbólgan jókst, og eftir að verð-
bólgan fór úr böndunum á síðasta
áratug náði þessi féfletting hámarki.
Með Ólafslögunum svonefndu
urðu á árinu 1979 þáttaskil í þess-
um efnum, þar eð þá varð verð-
trygging fjárskuldbindinga al-
mennt heimil, en það hefur gert
sparifjáreigendum kleift að verj-
ast frekari skakkaföllum af völd-
um verðbólgunnar, sagði Gunnar
Helgi Hálfdánarson, fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags
fslands hf.
Nú rirðist þó hafa dregiö úr rerð-
hólgunni. Gæti þetta komið þannig
út að hagkræmara yrði að bafa pen-
inga á órerðtryggðum innlánsreikn-
ingum?
Þessa stundina virðast neikvæð-
ir raunvextir af sparisjóðsreikn-
ingum vera að hverfa. Hvort
raunvextir nái því að verða já-
kvæðir eða haldi áfram að vera
neikvæðir er erfitt að segja fyrir
um, en það mun vissulega ráðast
af því hvort árangurinn í barátt-
unni við verðbólguna sé varanleg-
ur eða aðeins stundarfyrirbrigði.
í slíkum vangaveltum vegur þó
reynsla síðustu áratuga þungt, þar
sem sú spurning hlýtur að koma
upp, hvort stjórnmálamönnum sé
almennt treystandi til að ábyrgj-
ast hag sparifjáreigenda án verð-
tryggingar. Sjálfur er ég ekki
bjartsýnn á það, og tel hiklaust að
verðtrygging sé eftir sem áður
skynsamlegasta leiðin.
Verðtrygging er eina leiðin sem
tryggir mönnum fyrirfram að
halda kaupmætti þess fjár sem
þeir leggja til hliðar. Að binda fé í
óverðtryggðri fjárfestingu þegar
verðbólguþróunin er eins óljós og
hún er nú í þjóðfélagi okkar, ber
keim af spákaupmennsku. Við þær
aðstæður er veðjað á, að verðbólg-
an haldist innan tiltekinna marka
á því tímabili, sem fjárfestingin
varir.
Reynslan hefur sýnt að verð-
tryggðar fjárfestingar hafa komið
betur út en óverðtryggðar, og gild-
ir það jafnt um innlánsreikninga
sem veðskuldabréf. Þannig hafa
verðtryggðir innlánsreikningar
náð að tryggja raungildi pen-
inganna, en að visu getur ávöxtun
þeirra umfram verðtryggingu að-
eins numið 1% p.a. þegar best læt-
ur. Verðtryggð spariskírteini rík-
issjóðs hafa skilað um 4 prósent
ávöxtun p.a. og reynst góð fjár-
festing. Sama er að segja um verð-
tryggð veðskuldabréf, sem skilað
hafa 7—10% p.a. umfram verð-
tryggingu. Spariskírteini og
veðskuldabréf eru að jafnaði auð-
veld í endursölu, en það er háð
flokkum og árstíma.
Hrernig er starfsemi Fjárfest-
ingarfélags íslands ht háttað?
Fjárfestingarfélag íslands hf.
var stofnað 14 maí 1971 sam-
kvæmt heimild í lögum frá Al-
þingi nr. 46. 6. maí 1970. Félagið er
almenningshlutafélag og leggur
því ekki hömlur á meðferð hluta-
bréfa sinna. Hluthafar eru nú 86.
Er þar um afar ólíka aðila að
ræða. Hluthafarnir eru t.d. Fram-
kvæmdasjóður íslands, Iðnaðar-
bankinn, Iðnlánasjóður, Lífeyris-
sjóður verslunarmanna, Lífeyris-
sjóður verksmiðjufólks, Versl-
unarbankinn, Samvinnubankinn
og fjöldi einstaklinga.
Markmið félagsins er að efla ís-
lenskan atvinnurekstur og örva til
þátttöku í honum með því að fjár-
festa í atvinnufyrirtækjum og
veita þeim fjárhagslega fyrir-
greiðslu og beita sér fyrir nýjung-
um í atvinnumálum.
f samræmi við markmið félags-
ins hefur það verið brautryðjandi
eða veitt aðstoð í fjölda mála, sem
ýmist eru nú fastir þættir í rekstri
félagsins eða eru sem sjálfstæð
fyrirtæki í atvinnulífinu. Sem
dæmi um nýjungar, sem félagið
hefur beitt sér fyrir og eru nú
þættir í rekstri þess, má nefna:
a) Leigukaupastarfsemi, sem
hófst árið 1973, en hún gengur
út á það að félagið kaupir inn
atvinnutæki og leigir þau út til
arðbærra fyrirtækja.
b) Verðbréfamarkaður félagsins í
Iðnaðarbankanum við Lækj-
argötu hóf rekstur 1976, en
hann var fyrsta fyrirtækið á
markaðnum, sem beitti fagleg-
um vinnubrögðum, starfaði
fyrir opnum tjöldum og aug-
lýsti gengi reglulega.
c) Frjálsi lífeyrissjóðurinn tók til
starfa 1978, en í honum geta
allir orðið félagar, sem ekki eru
lögskyldaðir til að vera í öðrum
sjóði eða vegna hárra launa fá
ekki að inna af hendi fullt ið-
gjald til lífeyrissjóðs síns.
Sjóðurinn er verðtryggður sér-
eignasjóður.
d) Fasteignamarkaður Fjárfest-
ingarfélagsins tók til starfa
vorið 1981 og hefúr verið
brautryðjandi við kynningu
fjölbreytilegra fjármögnunar-
leiða á fasteignamarkaði.
Jafnframt hefur félagið m.a.
gefið út bók, Fjárfestingarhand-
bókina, til leiðbeiningar í fjármál-
um einstaklinga og fyrirtækja.
Bókin, sem mun verða endurútgef-
in á næstu vikum, hefur verið
kennd í framhaldsskólum landsins
og hjá Stjórnunarfélaginu.
Auk framangreinds hefur félag-
ið í samvinnu við aðra unnið að
stofnun og framþróun efnilegra
atvinnunýjunga með það fyrir
augum að selja þær öðrum síðar.
Hrað um hlutabréfamarkaðinn?
Því miður hefur efnahagsum-
hverfið hér á íslandi verið þannig
að afkoma íslenskra fyrirtækja
hefur oft nánast verið tilviljunum
háð. Skortur á fjármagni hefur
valdið miklu um þetta, en skortinn
má fyrst og fremst rekja til skað-
legrar stýringar stjórnmála-
manna á fjármagni landsmanna.
Arðsemi hlutabréfa veltur annars
vegar á þeim arði, sem fyrirtækin
greiða út, en hann hefur ekki verið
mikill eins og flestum er kunnugt.
í öðru lagi veltur arðsemin á verð-
hækkun hlutabréfa en forsendan
fyrir eðlilegum verðhækkunum á
hlutabréfum er virkur endursölu-
markaður, sem ekki er fyrir hendi
á íslandi í dag. Því veldur eins sog
áður sagði veikur og ófrjáls fjár-
magnsmarkaður.
Er fjárfesting í fasteignum arð-
bær?
Sá markaður er einnig veikur
sem stendur. Verð á 2ja til 3ja
herbergja íbúðum hefur að vísu
haidist hátt, enda ráða flestir við
að kaupa þær, en stærri íbúðir
hafa lækkað að raunvirði. Þannig
er hægt að gera góð kaup í stærri
eignum, en hins vegar er afar
erfitt að segja fyrir um, hvenær
þær hækka í verði aftur, þannig að
hægt sé að losa hagnaðinn. Fjár-
festing í þeim er því hæpin og
ættu slíkar fjárfestingar fyrst og
fremst að miðast við eigin not.
Hrað um aðrar fjárfestingar sro
sem fjárfestingu í gjaldeyri?
Fjárfesting í gjaldeyri er fyrir
það fyrsta ekki frjáls á íslandi, en
nokkrar líkur eru þó á því, að
frelsi verði aukið í þessum efnum
á næstunni.
Fjárfesting í gjaldeyri er afar
áhættusöm. I fyrsta lagi verður að
spá í stöðu gjaldmiðla á alþjóða-
gjaldeyrismörkuðum. í öðru lagi
verður að spá fyrir um þróun ís-
lensku krónunnar, ef ísland er að-
al starf- eða lífsvettvangur þess
sem fjárfestir. Sum þeirra atriða
sem hér eru að verki eru hagræns
eðlis, s.s. verðbólga og vextir, önn-
ur af sálfræðilegum toga spunnin
og þau þriðju háð ríkisstjórnum,
sem með tilviljanakenndum ráð-
stöfunum geta haft mikil áhrif á
ágæti fjárfestingar í gjaldeyri. Til
að draga úr áhættu samfara fjár-
festingu í gjaldeyri má nota hinar
ýmsu varnaraðferðir, en notkun
þeirra krefjast meira frelsis og
þekkingar en flestir íslendingar
hafa yfir að ráða í dag.
Almennt má segja að fjárfest-
ing í gjaldeyri að viðbættum vöxt-
um á svonefndum Evró-markaði
ætti að gefa góða vernd gegn verð-
bólgu, þegar til lengri tíma er lit-
ið. Slík vernd er hins vegar mikilli
óvissu háð, þegar fjárfest er til
skamms tíma.
Að vísu má sýna yfirburði arð-
semi fjárfestinga í einstökum
gjaldmiðlum á undanförnum ár-
um t.d. hefur US$ hækkað um
78% á ári sl. 4 ár að viðbættum
vöxtum. Það er þó líklegt, að arð-
semi af fjárfestingu í dollurum á
næstu árum verði mun minni og
óhagstæðari en fjárfesting í ýms-
um öðrum gjaldmiðlum eða verð-
bréfum.
Nú er Ijóst, að fjárfestingar-
ákrörðunin sjálf getur rerið flókin
og erfið riðfangs. Hrað ættu menn
yfirleitt að hafa í huga rið fjárfest-
ingarák rarðanir ?
Það eru mörg atriði sem að ber
að hyggja í þeim efnum. Við hjá
Fjárfestingarfélaginu reynum að
leiða skjólstæðinga okkar í gegn-
um eftirfarandi ferli áður en við
gefum þeim ráðleggingar.
P.C. Jersild
Dagskrá í Norræna húsinu, sunnudag 20.
nóvember kl. 16.00:
Njörður P. Njarövík kynnir skáldiö og les úr þýð-
ingu sinni á „Eftir flóöiö“
Guörún Backman les úr þýðingu sinni á „Bjarnar-
eyjunni“
P.C. Jersild les úr verkum sínum.
Veriö velkomin
Norræna húaiö Mál og menning.
NORR€M HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
fHtfgmtÞliifrtfc
Metsölublad cí hverjum degi!
VIÐBOr
ÞÝÐINGAR&LJÓSRITUNARÞJÓNUSTA
Auk allrar almennrar auglýsingastofuþjónustu,
svo sem auglýsingagerð og dreifing, uppsetning
pappíra og bæklinga, merki, umbúðir o.fl.,
höfum við bætt við Ijósritunarþjónustu og
þýðingum á ensku, dönsku, norsku og sænsku.
Opið alla virka daga kl. 9-12 og 13.30-17.
* AU6LYSINGAST0FA SF
DALSHRAUN113
220 HAFNARFIBBI
SIMI54304