Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 35 Tækniskóli íslands hyggur á breytingar „NEFND, sem menntamálaráðherra skipaði, vinnur nú að athugun á stöðu Tækniskóla fslands í mennta- kerfinu og áætlun um framtíðarþörf fyrir margs konar tæknimenntun og hvernig henni verði best fyrir kom- ið,“ segir í frétt, sem Mbl. hefur borist. í sömu frétt segir, að umrædd nefnd muni fjalia um tengsl skól- ans við aðrar menntastofnanir, nýjar námsbrautir í skólanum og fjölbreyttara nám svo og verkefni skólans á sviði endurmenntunar. í fréttinni segir ennfremur að fyrrverandi nemendur Tækniskóla íslands, vinnuveitendur þeirra og aðrir, sem áhuga hafa á málefninu séu beðnir að senda athugasemdir og tillögur varðandi verkefni sitt, þ.á m. varðandi alla menntun, sem nú er veitt í skólanum, til rektors skólans. Æviminninga- bók Menning- ar- og minninga- sjóðs kvenna STJÓRN Menningar- og minn- ingasjóðs kvenna hefur ákveðið að gefa út 5. hefti æviminninga þess fólks, er sjóðnura hafa borist minn- ingagjafir um. Miðað er við að bókin komi út á miðju ári 1984. Fram til 31. janúar 1984 er fólki gefinn kostur á að koma með greinar í bókina. Allar upplýsingar fást á skrif- stofu sjóðsins og KRFÍ á Hallveig- arstöðum, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14.00-17.00. Sími 18156. Þar verður einnig hægt að gerast áskrifandi að bókinni og kaupa 2., 3. og 4. hefti æviminningabók- anna. Kveiktu á perunni — 50 vísnagátur ÚT ER komin önnur bók af vísna- gátum Ólafs Gíslasonar á Neðra-Bæ í Arnarfirði, Kveiktu á Perunni. Bókin hefur að geyma 50 vísna- gátur. Eins og við fyrri útgáfuna fá þeir, sem flestar réttar ráðn- ingar senda inn verðlaun og sá efsti hlýtur auk þess skrautritað heiðursskjal í bundnu og óbundnu máli. Annarri bók fylgja ráðn- ingar á gátum fyrstu bókar og nafnalisti yfir tíu „hæstráðendur". Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda. ^Vskriftar- síminn er 83033 ÞESSAR stöllur eiga heima í Garðabæ, en þar efndu þær til hlutaveltu til ágóða fyrir Þjónustumiðstöð aldraðra þar í bænum og söfnuðu þær 965 krónum. Dömurnar heita: Magnea Guðrún Karlsdóttir, Helga Hrönn Þórs- dóttir, Kristín Agnarsdóttir og Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Nýr bókaflokkur í MH: Hamraskáld BÓKSALA Menntaskólans við Hamrahlíð hefur gefið út sína fyrstu bók, og er það Ijóðabókin Hanastél hugsana minna eftir Þór Sandholt, nítján ára Reykvíking sem stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. f formála bókarinnar segir að Hanastél hugsana minna sé fyrsta bókin í flokki skáldverka nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð, og hefur flokkur þessi hlotið nafnið Hamraskáld. Tilgangurinn með bókaflokknum er að koma ritverk- um nemenda á framfæri og örva skáldskaparlist innan skólans, þannig að ritsnjallir menn þar geti átt sér eitthvert markmið með skrifum sínum, eins og segir í fréttatilkynningu frá Bóksölu MH um fyrstu bókina. Hanastél hugsana minna er fyrsta bók Þórs Sandholt, en eftir hann hafa birst mörg ljóð í skóla- blaði MH, Beneventum. Bókin er 48 síður að stærð og í henni eru alls 33 ljóð. Hún er myndskreytt af Guðmundi Pálssyni, en prentun og band annaðist Prisma sf., Hafnarfirði. Við bíðum eftir hrikalegri verölækkun Kæru mömmur og pabbar það er engin bílasala hjá okkur í augnablikinu, bílar eru orðnir svo dýrir, en á næstu dögum eigum við von á hrikalegri verð- lækkun. f tilefni af því, svona til þess að gera eitt- hvað, bjóðum við til stórkostlegrar barnaskemmtunar í dag, sunnudag kl. 15—17 hér í sýn- ingarsalnum hjá okkur. Þar verður ýmislegt gert sér til skemmtunar og góðir gestir koma í heim- sókn. Þetta verður einhvern veginn svona: 1. Halli og Laddi 2. Jón Spæjó 3. Þórður 4. Risa vínarbrauð frá Nýja Kökuhúsinu 5. Gosdrykkir frá Coke 6. Hljómsveitin The Icelandic Seafunk Corporation 7. Kannski fá einhverjir eitthvað 8. K1 17 flugeldasýning 9. Allt búið Allir krakkar eru velkomnir og svo kaupa mamma og pabbi nýja bílinn seinna, það borgar sig. Sjáumst!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.