Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 39
Washington-pistill:
Að eiga sér draum
— eftir Margréti
Þorvaldsdóttur
Það var í ágúst árið 1963, að
Martin Luther King jr. stóð á
þrepum Lincoln-minnisvarðans og
flutti landsmönnum sínum ræðu,
sem lengi mun minnst meðal þess-
arar þjóðar. Slíkur var máttur
ræðunnar. Með þróttmikilli röddu
sagði King:
„Ég segi ykkur í dag, vinir mín-
ir, er við horfumst í augu við erfið-
leika dagsins í dag og dagsins á
morgun, þá á ég mér ennþá
draum. Mig dreymir að sá dagur
komi, að þessi þjóð rísi upp og læri
að lifa samkvæmt sönnu siðgæði
kristilegs samfélags. „Við teljum
þann sannleik augljósan að allir
menn séu skapaðir jafnir““...
Þessi ræða kom óvænt. King
hafði lokið flutningi ræðu sinnar
þegar Mahilía Jackson sem stóð
þar nærri kallaði til hans „Martin,
segðu okkur draum þinn“. King
leit upp og hóf mál sitt. „Ég segi
ykkur í dag“ ... Hann talaði
blaðalaust. Frá upphafi hafði
hann óskipta athygli fjöldans er
hlustaði sem töfrum sleginn á
þessa kynngimögnuðu ræðu. Er
sagt, að þá hafi verið sem víðir
vellir Lincoln-minnisvarðans
væru horfnir undir þak lítillar
Baptistakirkju í Alabama. Þar
talaði klerkur til safnaðar síns og
söfnuðurinn, mannfjöldinn allur
(200 þús.), tók undir með ræðu-
manni orðum hans til áherslu.
Þetta varð ógleymanleg stund
þeim sem viðstaddir voru.
Fáar ræður hafa haft jafn víð-
tæk áhrif og þessi ræða Kings.
Hún var hvatning til dáða lang-
hrjáðu og undirokuðu þjóðarbroti,
þeldökkum, sem á þeim tíma bjó
ekki við almenn mannréttindi
nema í hluta landsins, og þar virt-
ist engin breyting framundan. Þá
var ákveðin ganga til Washington
undir forystu dr. Kings. Það var
árið 1963. Tilgangurinn var að
knýja fram kosningarétt fyrir
þeldökka í suðurríkjunum jafn-
framt öðrum sjálfsögðum mann-
réttindum.
Við sem bjuggum í norðurríkj-
unum á þessum tíma áttum erfitt
með að skilja þann aðskilnað kyn-
þátta sem viðhafður var í suður-
ríkjunum. Það eru ekki nema rúm
20 ár síðan, að jafnvel hér í höfuð-
borginni sjálfri, Washington, urðu
þeldökkir að sitja aftast í almenn-
ingsvögnum. Þeim var einnig
meinaður aðgangur að mörgum
hótelum, veitingastöðum, drykkj-
arbrunnum og almennum salern-
um.
King hafði tekist að opna suma
þessara staða 1963, en jafnréttis-
lögin sem samþykkt voru 1964
opnuðu þá endanlega. Lögin áttu
einnig að tryggja jafnan rétt til
starfa og tækifæri til mennta
fyrir alla.
Þó að þeir þættir hafi þótt tak-
ast misjafnlega, þá hefur orðið
hér mikil breyting síðustu 20 árin.
Þeldökkir sem áður fyrr fengu
ekki aðgang að stofnunum stór-
borga, sitja þar í dag í æðstu stöð-
um. Þeir eiga borgarstjóra í Atl-
anta, Washington, Chicago, De-
troit og víðar. 20 eru þingmenn
ríkisþingsins, fjöldi starfar við
fjölmiðla, eru kennarar o.fl. Nú er
einnig rætt um framboð Jesse
Jackson til forseta.
Ekki hafa allir verið ánægðir
með framgang mála, því var
ákveðið að efna til göngu í
Washington í annað sinn, 27. ág-
úst síðastliðinn, og nú undir kjör-
orðunum störf, friður, frelsi.
Þessi ganga hafði annan blæ en
sú sem farin var 1963. Þá samein-
uðust allir um eitt baráttumál
sem var kosningarétturinn, en að
þessu sinni voru baráttumálin
mörg og óskyld. Því voru ekki allir
leiðtogar og talsmenn samtaka
þeldökkra á eitt sáttir um hvort
ganga skyldi.
Þeir sem stóðu að göngu '83
mynduðu samtök sem þeir nefndu
„Hin nýja sameining fyrir rétt-
læti“, undir forystu Corettu Scott
King.
Markmiðið var að vinna að lög-
boði hátíðisdags í minningu Mart-
in Luther Kings Jr. og að vinna að
breytingu á jafnréttislögunum.
Þau áttu að koma í veg fyrir
hlutdrægni við starfsveitingar
vegna kynferðis, litarháttar eða
uppruna, en þeim hefur ekki verið
framfylgt. Énnfremur að veita
stuðning baráttu kvenna til jafn-
réttis við karla, til trygginga,
skatta, eftirlauna o.fl.
I sambandi við utanríkismál þá
studdu samtökin þau lög sem
draga eiga úr fjármagni til varn-
armála — banna sölu kjarna-
kleyfra efna og tækni til Suður-
Afríku svo og fjárfestingu banda-
rískra fyrirtækja þar í landi. Þau
stóðu að kröfu um skilyrðislausar
friðarumleitanir og varanlega
lausn á átökunum f E1 Salvador
o.fl.
í göngunni tóku þátt fjölmargir
hópar fólks, þar á meðal 110
manna hópur friðarsinna frá
Skandinavíu, m.a. íslandi. Þau
sýndu einstaka hreysti við að
ganga frá New York hingað suður
eftir á þessum heitasta tíma árs-
ins.
Gangan sem gengin var 1963 var
skipulögð af manni að nafni Rust-
in, en hann neitaði að vera þátt-
takandi í göngu ’83. Skýringu á því
gaf hann í sjónvarpsviðtali. Hann
sagði að þeim fjármunum, sem til
göngunnar væri varið, væri illa
eytt og kæmi þeim ekki til góða
sem aðstoðar þyrftu við.
Hann benti á að mikil breyting
hefði orðið á aðstöðu þeldökkra
síðustu 20 árin. Kosningarétt
hefðu allir í dag og peningum
hefði verið bétur varið til að
hjálpa fólki að komast á kjörskrá
svo það geti notað rétt sinn og
þannig haft áhrif á líf sitt. Hann
sagði ennfremur að brýn nauðsyn
væri að byggja upp með einstakl-
ingnum trúna á eiginn mátt og
styrk og það þyrfti að leggja
aukna áherslu á menntun og þjálf-
un nútímaþjóðfélags.
Tímar eru breyttir, bætti hann
við, frá því er minnihlutahópar
eins og íranir, Pólverjar og ítalir
gátu unnið sig áfram í krafti
vöðva sinna. í dag eru aðstæður
gjörbreyttar, þeldökkir koma inn
á vinnumarkaðinn þegar ný
tækniöld er að ganga í garð, sem
er sjálfvirkni í iðnaði. Þá þróun
verða menn að horfast í augu við í
dag, sagði hann að lokum.
Meðal viðmælenda voru Meaner
og Williams (blaðamenn). Þeir
deildu á leiðtogana vegna afstöðu
þeirra til menntamála. Þeir kváðu
þá hafa lagst gegn eðlilegum kröf-
um af hendi nemenda svo og próf-
um í skólum. Það sögðu þeir vera
orsök fyrir því að þeirra börn
koma verr menntuð út í lífið en
aðrir.
Lágmarkslaun sagði Williams
halda unglingunum frá því að fá
vinnu og þar bæru leiðtogar sök-
ina.
í dag búa þeldökkir við mun
meiri fátækt en aðrir (36%). Fé-
lagsfræðingar benda á að í kjöl-
farið komi stöðugt vaxandi félags-
leg vandmál.
Mun meira er um eiturlyfja-
notkun meðal þeldökkra en hvítra,
— það er meira um glæpi — fleiri
lenda í geðsjúkrahúsum og fleiri
fremja sjálfsmorð. Fyrir 20 árum
voru 15% einstæðra mæðra þel-
dökkar, en nú eru þær 50%.
Talsmenn segja að eitt sé sam-
eiginlegt þessu unga fólki, en það
er eigið vanmat. Það skortir
sjálfstraust og trú á hæfileika
sína til að ná árangri. Það hafi'
beinlínis gefist upp í lífsbarátt-
unni.
Nýkjörinn formaður NEA sem
eru önnur stærstu kennarasamtök
hér í landi, Mary Tutrell (þeldökk)
hvetur til róttækra breytinga í
skólamálum. Hún kveðst því mót-
fallin að nemendur fái að fara
milli bekkja iila læsir og skrifandi
— vegna félagslegra aðstæðna.
Þróun síðustu ára með lægri kröf-
ur til minnihlutahópa en annarra
segir hún hafa verið stórkostleg
mistök.
„Það sem við hefðum átt að
gera,“ sagði hún, „var að „lyfta“
nemendum svo að þeir næðu að
standast kröfurnar." Hún kvaðst
einnig samþykkt prófum svo lengi
sem nemendum hefði verið kennt
það efni sem prófa ætti. Þarna
þykir hafa orðið breyting á stefnu.
Því að á síðasta áratug hefur NEA
barist mjög gegn samræmdum
prófum og grundvallarþekk-
ingarprófi sem lokaprófi úr
menntaskóla.
Keðjuverkun, afleiðing van-
rækts grunnskóla ætti að verða
okkur Islendingum íhugunarefni.
Gangan í Washington og sú um-
ræða sem fylgt hefur í kjölfarið,
hefur án efa verið mjög jákvæð.
Hún hefur rifjað upp fyrir fólki
ástandið eins og það var fyrir 20
árum og einnig þróun síðustu 20
ára. Umræðan hefur dregið fram
ólíkar skoðanir og viðhorf til
vandamála sem ráða þarf bót á.
Það sem mikilvægast er, er að hún
hefur gefið ábendingar um leiðir
til að búa ungu fólki framtíð og
hamingju.
Bent hefur verið á, að aukin
grunnmenntun eyði vanmati og
efli sjálfstraust, sem gera mun
einstaklingnum auðveldara að
afla sér menntunar til starfs. Það
muni leiða til öryggis og lífsfyll-
ingar í þjóðfélagi þar sem ein-
staklingurinn finnur sig virkan
þátttakanda. Það er draumur
hvers og eins að vera virtur þegn
þjóðar sinnar fyrir því barðist dr.
King.
Því munu framtíðarkynslóðir
ætíð finna hvatningu í hinni frá-
bæru ræðu dr. Martin Luther
Kings jr. „Ég á mér draum í dag.“
Bók um mann-
líf á jörðu
BÓKAKLIJBBUR Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér bókina
Mannlíf á jörðu í þýðingu Björns
Jónssonar. í frétt frá útgefenda segir
um bókina: „Hér er um að ræða
geysimikla landafræði og þjóðfræði-
bók sem spannar allan hnöttinn og
lýsir þjóðum hans og þjóðflokkum, að-
stæðum þeirra, lifnaðarháttum, þjóð-
trú og sérkennum og þeim breyting-
um sem nútíminn veldur víðast hvar.
Bókin er með miklum fjölda vandaðra
mynda og korta lesendum til glöggv-
unar.
Mannlíf á jörðu er rituð af mörg-
um sérfræðingum víðsvegar um
heim, en menn á vegum tímaritsins
LIFE hafa séð um ritstjórn og san^
ræmingu. Einnig er myndum safia|
að úr söfnum víðsvegar um hnötG*
inn.
Bókin er kynnt þannig á bókar-
kápu: „Mannlíf á jörðu fjallar um
mannkynið — fjölskyldu þjóðanna,
upphaf hennar og menningarsögu,
streymi þjóðanna um hnöttinn, ein-
kenni þeirra og aðlögunarhæfni við
umhverfið. Bókin er unnin af fær-
ustu sérfræðingum víðsvegar að úr
heiminum. Hún greinist í tvo hluta:
Ylfirsýn um alla jörð
og þjóðir heims
Hinn fyrri fjallar um upphaf
mannkyns, sameiginleg einkenni,
sjálfsbjargarviðleitni og þróun,
hinn síðari um sérkenni einstakra
þjóða og hvernig fólki tekst eða
tekst ekki að lifa saman í sátt. Með
könnun hins almenna og hins sér-
stæða ieitast bókin við að skýra og
MANNLÍF
ÁJÖRÐU
skilja þau reginöfl sem móta og
endurmóta veröldina á liðandi
stund.
Mannlíf á jörðu er í mjög stóru
broti, 24x34 sm, Hún er með ræki-
legum nafna- og efnisorðaskrám
alls 208 bls. að stærð.
Annað
bindi
Dalalífs
ALMENNA bókafélagið hefur sent
frá sér skáldsöguna Dalalíf eftir
Guðrúnu frá Lundi, 2. bindi. Þetta
er 2. útgáfa bókarinnar.
Dalalíf kom út í fyrstu útgáfu í
5 bindum 1946—1950. Útgáfa Al-
menna bókafélagsins verður í 3
bindum og kemur lokabindið út
næsta ár.
Um þetta 2. bindi skáldsögunn-
ar segir í kynningartexta á bók-
arkápu:
Áfram er haldið að rekja örlög
fólksins á Nautaflötum og ná-
granna þess. Gömul kynslóð
hverfur, ný kynslóð tekur við, sem
ber sum einkenni eldri kynslóðar,
sum af öðrum toga ...
Samspil fjölskrúðugs mannlífs í
fábrotnu umhverfi, hörð lífsbar-
Guðrún frá Lundi.
ástamál. Úr slíku samspili myií
ast sú sérkennilega snenr
bækur Guðrúnar frá
þekktar fyrir..
Þetta miðbindi Dah
bls. að stærð og unni^í Prentstc
G. Benediktssonar og Félagsbé
bandinu.
3oa £
sr
er