Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 40

Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 t Eiginmaöur minn, faöir og sonur, BJARNI JÓHANNESSON, flugvirki, Breiövangi 41, Hafnarfiröi, sem lést af slysförum 8. nóvember sl. veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á byggingasjóö Víöistaöakirkju, Hafnarfirði. Eygló Einarsdóttir og börn, Ásbjörg Ásbjörnsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐNI SIGURÐUR ERLENDSSON, Móvahlíö 2, lést í Borgarsþítalanum þann 11. nóvember. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Jóhanna Þorgilsdóttir, Guöbjörg Þ. Guönadóttir, Sigrún A. Guönadóttir, Áslaug Guðnadóttir, Þórir B. Jóhannsson, Kristinn E. Guðnason, Jóna S. Jóhannsdóttir, og barnabörn. t Jaröarför móöur minnar og mágkonu, GUOMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegi 28, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. nóvember kl. 10.30. Jaröaö veröur í Gufuneskirkjugarði. Ashildur Haröardóttir, Gunnar Áspeirsson, Sigríöur Ásgeirsdóttir, Ebeneser Asgeirsson, Erla Ásgeirsdóttir, Snæbjörn Ásgeirsson. t Maöurinn minn og faöir okkar, ÞORSTEINN MAGNÚSSON frá Vestmannaeyjum, Litlahjalla 7, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 3. Guórún Gunnarsson og börn. t Eiginmaður minn og faöir, ÞÓRÐURJÓNSSON frá Súöavík, Bólstaöarhlíö 52, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. nóvember kl. 10.30. Blóm afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagiö eöa SÍBS. Guöný Þorvaldsdóttir, Margrát Þóröardóttir. t Sonur minn, stjúpsonur og bróöir, KRISTJÓN ÖRN KRISTJÓNSSON, framreiðslumaöur, Mánahlíö við Suöurlandsveg, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Sólveig Sigurðardóttir, Hreinn Ólafsson, Ásta Björgvinsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, VALDIMAR SIGURÐSSON, Hringbraut 52, Hafnarfiröi, verður jarösunginn frá Frikirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeöin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ásdís Þóröardóttir, Þóróur Valdimarsaon, Svanhildur Ísleifsdóttír, Sigríöur Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason, Ragna Valdimarsdóttir, Edvald K. Edvalds og barnabörn. Minning: Helgi Kristjánsson húsasmíðameistari Fæddur 4. febrúar 1909. Dáinn 14. nóvember 1983. Helgi Kristjánsson, húsasmíða- meistari á Lambastöðum, flutti burtu síðastliðinn sunnudag 13. nóvember. Helgi var fæddur á Ketilsstöðum í Holtum 4. febrúar 1909. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Sigvaldason og kona hans, Jónína Kristín Vigfúsdóttir. Börn þeirra voru alls 7, en nú eru tvær systur Helga á lífi. Með Helga er horfinn dreng- lyndur maður og duglegur, þróttmikill, starfsglaður og skemmtilegur og síðast en ekki sízt afbragðs félagsmaður í öllum nytsömum málum og öðru er til heilla horfði. Það var eðli hans að leysa úr hverjum vanda á höfð- inglegan hátt, svo framarlega það væri í valdi hans. Helgi Kristjánsson var, þegar nánar var að gætt, maður í stóru broti í lífsstarfi sínu. Samhliða umfangsmiklu og erfiðu bygg- ingarstarfi sínu var hugur hans og hjarta alltaf opið fyrir því list- ræna og bjarta, sem lífið bauð. Hann hafði opið auga fyrir sér- hverjum hlut, sem gerður hafði verið á fagran hátt. Hann var að- dáandi góðra, þjóðlegra bók- mennta og safnaði þeim. Þá var hann mikill unnandi sönglistar alla tíð. Hann var strax í söngkór Nes- kirkju, þegar sóknin var stofnuð. Söngstjóri var Jón ísleifsson, en Jón var snillingur í kennslu radd- beitingar. í þessum kór var Helgi alla tíð á þjónustuárum mínum. Hann starfaði samhliða þessu í Karlakór Reykjavíkur um langt árabil, ásamt félagsskap í öðrum samtökum. Hann var ákaflega gestrisinn og höfðinglyndur í öll- um móttökum og veitingum. Brúð- kaupsveizlur þær, sem þau hjónin héldu, er þau giftu dætur sínar voru bæði fjölmennar og með því- líkri reisn, að þær verða bæði okkur hjónunum og ótal mörgum vinum þeirra hjóna ógleymanleg- ar. Meðan Helgi naut sín á starfs- velli lífsins var alltaf bjart yfir lífi hans. Hann var gæfumaður í lífs- starfi og heimilislífi. Hann átti af- bragðs konu, Katrínu Magnús- dóttur, sem átti djúpan skilning á öllum hlutum, víðsýni og veglyndi, svo hún var í sannleika ljósið í lifi hans alla tíð og styrkur hans á lifsbrautinni. Það sannaðist á henni, það sem ritningin segir: Góð kona er gersemi. Þau hjón eignuðust góð börn og efnileg og ljómandi tengdabörn og barna- börn. Allt er þetta gott og bjart, þegar til baka er litið. Helgi Kristjánsson var húsa- smíðameistari, en eflaust hefur það hús ekki verið sízt, sem hann reisti sér og fjölskyldu sinni, því í þessu húsi hans voru máttarstólp- arnir; hamingja annars vegar og risviðir birtan. Þess vegna segir skáldið: „Þar verður sumar, sem samlyndið býr og sólskin á glugganum, hvert sem hann snýr.“ (Þ.E.) Vel gerðir menn byggja sól- skinshús. Það gerði Helgi. Ævi- þráðurinn fór vel í höndum hans. Við hjónin vottum eftirlifandi konu hans og börnum og skyldu- liði þeirra, systrum hans og tengdafólki innilegar samúðar- kveðjur. Við hjónin kveðjum okkar góða vin, Helga Kristjánsson, og sam- starfsmann minn með miklu þakkiæti og blessunaróskum. Ég færi kveðju frá öllum gömlu söngfélögunum og söngstjóra í kirkjukórnum okkar forðum og segi með þeim öllum: Hafi minn góði vinur þökk fyrir liðnu góðu árin. Guðs ljós lýsi honum á nýjum ævi- brautum. Jón Thorarensen Á morgun, mánudaginn 21. nóv- ember, verður jarðsunginn okkar kæri afi, Helgi Kristjánsson, Lambastöðum, eða afi á Lambó, eins og við köliuðum hann alltaf. Margs er að minnast, því marg- ar góðar stundir höfum við systk- inin átt hjá afa og ömmu á Lambó. Ekki síst þegar við fengum að gista og það var oft, en þá reif maður sig upp fyrir allar aldir þegar maður heyrði í afa, til að drekka með honum morgunkaffi og fara í sund. Alltaf átti afi inni á skrifstofu eitthvert góðgæti til að t Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSU M. AOALMUNDARDÓTTUR, Þórsgötu 25, veröur gerð frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagiö eöa aörar líknarstofnanir. Guörún Aradóttir, Þóra Aradóttir Sickles, Jóhannes Arason, Þorsteinn Arason, Jón Arason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu við útför móöur okkar, ÞÓRNÝJARJÓNSDÓTTUR, Bergstaóastræti 6C. Þórlaug Guómundsdóttir, Vilhjólmur Guömundsson. t Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför JAKOBS SVEINSSONAR kennara. Ingeborg Sveinsson, Steinar Jakobsson, Sveinn Jakobsson. stinga upp i lítinn munn og ef eitthvert af okkur systkinunum var ekki með, fékk það ávallt sendingu heim. Þrátt fyrir sín iöngu og erfiðu veikindi var afi alltaf fullur af áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka afa fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum með honum hér. Elsku amma, Guð blessi þig og styrki. Katý, Bússi og Davíð. Nokkur kveðjuorð Ennþá einu sinni er þögnuð rödd úr gamla Neskirkjukórnum, djúp og falleg bassarödd Helga Kristjánssonar. Við, gömlu söng- félagarnir, minnumst hans sem góðs vinar og félaga, sem ætíð var viðbúinn að rétta hjálparhönd þeim sem minnst máttu sín. Með söngfélögum myndast oft sterk bönd vináttu og samúðar, því söngurinn er sá þáttur í lífi manna, sem lengst nær inn að hjartarótum, megnar að eyða deyfð og drunga, en dregur fram birtuna og ylinn sem í sálunni búa. Gömlu söngfélagarnir í Nes- kirkjukórnum hafa haldið hópinn um árabil. Kirkjan var okkar ann- að heimili, vinnustaður á stund- um. Það var gott félagslíf í kórn- um á vetrum og ferðalög á sumr- um. Þá var oft farið í aðrar kirkj- ur til að syngja. Um tíma voru þeir þrír bræður í kórnum, Helgi, Kristjón og Guð- mundur, allt ágætir bassar. Fjórði bróðirinn bættist svo við á árshá- tíðum, og var gaman að hlusta á þá bræður syngja saman. Nú eru þessar þrjár bassaraddir okkar þagnaðar hérna megin grafar. Við vitum, að við erum borin í kirkju ung og ósjálfbjarga, og borin það- an aftur síðasta spölinn. En við vitum einnig að blessun kirkjunn- ar fylgir okkur yfir landamærin. Okkur langar til að þakka Helga allar góðu samverustundirnar, alla þá fögru tóna, sem hann lagði af mörkum í kórnum okkar. Við vottum eftirlifandi konu hans, frú Katrínu Magnúsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum, dýpstu samúð. Blessuð sé minning Helga Kristjánssonar. Félagar úr gamla Neskirkjukórnum Elskulegur afi okkar á Lambó er dáinn. Sárt við munum sakna hans. Alltaf var gaman að heim- sækja afa. Hann var alltaf svo góður, hlýr og glettinn. Oftast átti hann nammi í skúffunni sinni og ef svo var ekki þá læddi hann til okkar aurúm í lófann, svo að við gætum keypt nammi. Þetta kunnum við að meta. Leikföng okkar tók afi að sér, ef pallur brotnaði á bíl eða dekk á bíl eða vagni, þá smíðaði afi nýtt, ef ekki var hægt að laga það gamla. í afmæli og heimsóknir kom afi iðu- lega með pakka og nammi. Elsku afa þökkum við allar stundir, sem við áttum með hon- um. Nú vitum við að hjá Guði líð- ur honum vel. Barnabörnin í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.