Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
41
Andlát Helga á Lambastöðum
kom ekki á óvart. Allir sem til
þekktu vissu að hverju dró, en
undruðust jafnframt þá viljafestu
og karlmennsku er hann sýndi
fram á síðustu stundu. Æðruleysi
var einn af þeim kostum sem
prýddu Helga og með æðruleysi
tók hann mótlætinu og sorginni
sem til hans kom í ríkum mæli, en
aldrei varð ég þess var að hann
flíkaði tilfinningum sínum, er svo
stóð á. Ég kynntist Helga fyrst ár-
ið 1960 og allar götur síðan höfum
við verið góðir vinir og af þeirri
vináttu hef ég notið margs. Það
var Helga eðlislægt að vera veit-
andi og aldrei var hann glaðari en
þegar hann veitti fjölmenni af
þeirri rausn er honum var lagið.
Alla tíð stóð Katrín Magnúsdóttir
við hlið hans með sérstakri reisn
og tryggð.
Til Helga sóttu margir góð ráð,
því fáa menn hefi ég þekkt sem
eins gott var að leita til þegar
eitthvað bjátaði á. Hann leysti
hvers manns vanda og horfði þá
hvorki í kostnað né fyrirhöfn. í
æsku kynntist Helgi fátækt og
þeirri reynslu gleymdi hann aldrei
og hún mótaði mjög hans lífsskoð-
un og því skipaði hann sér ævin-
lega þar í sveit er hann gat veitt
lítilmagnanum.
Glaðværð Helga og félags-
hyggja leiddu til þess að hann tók
verulegan þátt í félagsmálum og
var allsstaðar þarfur og dugandi
en vildi ógjarnan láta á sér bera.
Ég kynntist félagsstarfsemi
Heiga best innan Kiwanis-hreyf-
ingarinnar, en einkunnarorð
hennar eru: „Við byggjum". Þetta
átti vel við Helga. Hann var bygg-
ingarmeistari að lífsstarfi og skil-
aði því vel sem öðru er hann kom
nærri en honum nægði ekki að
byggja úr sandi og sementi, hann
vildi líka byggja upp á andlega
vísu og það gerði hann svikalaust
með glaðværð sinni og sönghneigð,
en þó fyrst og fremst með mann-
elsku sinni.
Ég mun sakna Helga, en vel get
ég unnt honum hvíldarinnar, sér-
staklega þar sem ég veit hvílík
kvöl honum var að vera ekki full-
komlega sjálfbjarga.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Að lokum votta ég Katrínu og
öðrum ástvinum Helga innileg-
ustu samúð mína og fjölskyldu
minnar og þakka þeim allar liðnar
stundir.
Páll Guðmundsson.
Kveðja frá Karlakór
Reykjavíkur.
Undirritaður minnist þess æ, er
hann og hinn látni heiðursmaður
hófu störf í Karlakór Reykjavíkur
árið 1951. Þá, ekki síður en svo
margoft áiðar, voru umbrot í kórn-
um; stefnt hátt og unnið mikið að
stórum verkefnum. Nýjum með-
limum kórsins var vel fagnað og
þeim fljótlega falin störf, er þeim
virtist henta og gagnast kórnum
vel.
Einn þessara nýliða var Helgi
Kristjánsson, sem átti oft eftir að
sýna dugnað og fórnfýsi á mörg-
um sviðum. Honum var hægt að
treysta þegar mikið lá við. Eink-
um voru það umsvifamiklar utan-
ferðir kórsins og þá ekki alltaf
gengið í gilda sjóði til að fjár-
magna eitt eða annað.
Það var árið 1956, að Helga
fannst kórfélögum ekki lánast vel
að leysa vandamál vegna einnar
utanfararinnar, og þótti þeir ekki
nógu jákvæðir við úrlausnina. Tók
Helgi þá upp tékkheftið og skrif-
aði út ávísun, er jafngilti bílverði,
og sagðist ekki nenna karpi og
þetta væri hægt að greiða þegar
fjármála-planinu væri lokið og
uppgjör lægi fyrir!
Helgi var alltaf jákvæður og
hann átti ekki síst þátt í því, að
kórinn eignaðist eigið húsnæði.
Þar kom sér vel bjartsýni hans og
útsjónarsemi. Hann var fylginn
sér; baráttumaður, og ef hann
Systir Elíse
- Kveðjuorð
Fædd 21. október 1902.
Dáin 12. nóvember 1983.
Kveðjuorð frá augndeild
Landakotsspítala
í fjölda ára var Systir Elíse eina
hjúkrunarkonan á augnskurðstofu
Landakotsspítala, alltaf til taks,
traust og létt í lund. Um sjötugt
fékk hún fyrst aðstoðarmann á
skurðstofuna. Þá höfðu umsvifin
aukist með fjölgun augnlækna á
deildinni.
Enn er í minnum haft hve vel
hún meðhöndlaði hin viðkvæm-
ustu skurðáhöld. Þau fáu skifti,
sem hún varð hvassyrt hafði henni
þótt verkfærum misboðið.
Systir Elíse var minnug og
fylgdist vel með því sem gerðist í
þjóðfélaginu.
Hún hætti ekki að hafa áhuga á
gamla vinnustaðnum þó hún léti
af störfum og heimsótti okkur síð-
ast fáum dögum fyrir andlátið.
Þökk sé henni fyrir hjálp og
góðar stundir.
Hörður Þorleifsson,
augnlæknir.
Lokaö
frá kl. 2 eftir hádegi mánudaginn 21. nóvember
vegna jaröarfarar HELGA KRISTJÁNSSONAR, bygg-
ingameistara, Lambastööum.
Efnissalan hf.,
Smiöjuvegi 9,
Kópavogi.
Lokað
Skrifstofur vorar og vörugeymslur veröa lokaöar frá
kl. 2 mánudaginn 21. nóv. vegna jaröarfarar
HELGA KRISTJÁNSSONAR, húsasmíöameistara.
Björninn hf.,
Skúlatúni 4.
trúði á málstaðinn eða verkefnið,
þá var hann harður í horn að taka
og sannfærandi. M.a. þess vegna
var húsnæðið að Freyjugötu 14
keypt fyrir starfsemi kórsins. Bet-
ur væri að oftar hefði verið fylgt
ráðum hans og áhuga fyrir ýmsum
málefnum.
Tveir bræður Helga voru fyrir í
kórnum, er hann kom þangað; þeir
Kristjón og Kristinn. Allir voru
bræðurnir heiðursfélagar kórsins
fyrir langt og óeigingjarnt starf.
Helgi var um árabil varafor-
maður kórsins; söng af hjartans
lyst djúpan bassa og var ætíð
hrókur alls fagnaðar á samkomum
kórsins, sem á öðrum mannamót-
um.
t
Innilegar þakkir tyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát cg
jaröarför
BENEDIKTS JÓHANNESSONAR,
Saurum.
Steinunn Gunnarsdóttir,
Melkorka Benediktsdóttir,
Sigurbjörn Sigurðsson,
Jóhannes Benediktsson,
Vilborg Eggertsdóttir,
Jófríöur Benediktsdóttir,
Hafliöi Aöalsteinsson,
og barnabörn.
Hann var þó alvörumaður á
milli.
A Grieg-hátíðinni í Bergen í
Noregi, 1956, söng Karlakór
Reykjavikur lag Schuberts við 23.
sálm Davíðs í Gamla Testament-
inu, er hefst þannig: „Drottinn er
minn hirðir, mig mun ekkert
bresta."
Hann felldi þá tár fyrir framan
undirritaðan eftir hljómleikana og
sagði: „Við komum við hjörtu
áheyrenda, — fannstu viðbrögðin
og heyrðirðu klappið?" Hann
bætti við: „Er það furða, við svo
fallegt lag og ljóð.“
Helgi söng einnig í kirkjukór
Neskirkju í Reykjavik og þar fékk
hann líka að túlka fegurð sálma og
söngs. Þaðan verður og útför hans
gerð mánudaginn 21. nóvember
nk.
Karlakór Reykjavíkur flytur
eftirlifandi konu hans, Katrínu,
börnum og fjölskyldum, innilegar
samúðarkveðjur við fráfall Helga,
og þakkar Katínu og látnum eig-
inmanni allar ánægjustundirnar á
lífsleiðinni.
Ragnar Ingólfsson
+
Þökkum hjartanlega auösýnda samúö viö andlót og útför
KRISTJÁNS LOFTSSONAR,
fyrrverandi bónda aö Haukadal og
Felli, Biskupstungum.
Þakkir færum viö læknum og starfsfólki spítala sem önnuöust
hann af alúö í veikindum hans.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö viö andlát og útför foreldra
minna, tengdaforeldra, afa og ömmu,
GÍSLA STEFÁNS SIGURÐSSONAR
OG
JÓHÖNNU SIGRÍÐAR SÖLVADÓTTUR,
Aðalgötu 27, Sauöárkróki.
Siguröur Gíslason, Erna Magnúsdóttir,
Gísli Sigurösson, Karólína Thorarensen,
Erna Gísladóttir.
EICENDUR
SPARiD
BENSIN
LÁTID STILLA OC YFIR-
RARA BÍUNN
FYRIR VETURINN
ÞJONUSTA
1.
2.
3.
5.
6.
7.
10.
11.
12.
13.
Vélarþvpttur.
Ath. bensín, vatns- og olluleka.
Ath. hleöslu, rafgeymi og
geymissambönd.
Stilla ventla.
Mæla loft I hjólbörðum.
Stilla rúöusprautur.
Frostþol mælt.
Ath. þurrkublöö og vökva á rúöu-
sprautu.
Athuga loftsíu.
Skipta um kerti og platinur.
Tfmastilla kveikju.
Stilla blöndung.
Ath. viftureim.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
Ath. slag ( kúplingu og bremsu-
pedala.
Smyrja huröalamir.
Setja silikon á þéttikanta.
Ljósastilling.
Vélarstilling meö nákvæmum
stillitækjum.
Skiptum benslnslu.
Verö með söluskatti kr. 1.770.00
Innifalið i verói; Platlnur, kerti, ventla-
lokspakkning og frostvari á rúöusprautu.
Þér fáiö vandaöa og örugga þjónustu
hjá sérþjálfuðum fagmönnum
MAZDA verkstæðisins.
Pantiö tlma i simum: 81225 og
81299.
B/LABORG HF
Smiöshöföa 23.