Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 48
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
H0LLUW00D
Opiö
öll KVÖId
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Vatnsrenni-
brautir í Laugar-
dalslaugina?
HUGMYNDIK eru uppi um það f
íþróttaráði Keykjavfkur að setja upp
vatnsrennibrautir í sundlaugunum í
Laugardal.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Stefáni Kristjáns-
syni, íþróttafulltrúa Reykjavíkur-
borgar, er íþróttaráð áhugasamt
um að setja upp fyrrgreindar renni-
brautir, en hins vegar hefði engin
samþykkt hefði verið gerð í málinu,
en unnið væri að upplýsingaöflun.
Rennibrautir eins og hér um ræð-
ir tiðkast víða í sundlaugum erlend-
is.
Daggjöld
sjúkrahúsa
hafa hækkað
um 44,2% frá
áramótum
DAGGJÖLD sjúkrahúsa fyrir tímabil-
ið 1. október til 1. desember hækkuðu
nýlega, og hafa þá daggjöldin hækkað
um 44,2% frá síðustu áramótum sam-
kvæmt hækkun vísitölu sjúkrahús-
kostnaðar, samkvæmt upplýsingum
sem Morgunblaðið fékk í heilbrigðis-
ráðuneytinu í gær.
Hér er átt við hækkun rekstrar-
daggjalds, en hæsta rekstrardag-
gjaldið er hjá Borgarspítalanum í
Fossvogi í Reykjavík, en þar er
rekstrardaggjaldið kr. 4.212, en
heildardaggjald er 5.253 kr.
Daggjöld sjúkrahúsa hækka sam-
kvæmt vísitölu sjúkrahúskostnað-
ar, en hún er samsett úr tólf liðum.
Næsta breyting á daggjöldum sjúk-
rahúsa verður 1. desember næst-
komandi, en ekki er búist við mikl-
um breytingum þá vegna þess að
laun hækka ekki á tímabilinu, en
launakostnaður vegur um 70% í
daggjöldum sjúkrahúsa.
Loðnuaflinn
um 20 þús-
und lestir
HEILDARAFLINN á loðnuveríðinni
var í gær rétt um 20 þúsund tonn. í
fyrrinótt var bræla á miðunum, en
skip voru að veiðum fram eftir nóttu.
Scxtán skip tilkynntu afla til loðnu-
veiðar, um 5400 tonn. Aflann fengu
þau austur af Kolbeinsey og lönduðu í
Siglufirði, Krossanesi og á Kaufar-
höfn. I>au skip sem tilkynntu loðnu-
nefnd afla eru:
Hilmir II 400, Hákon 500, Þórðurl
Jónasson 350, Albert 500, Gullberg
180, ísleifur 480, Þórshamar 450,
Svanur 300, Rauðsey 270, Helga II
270, Fífill 350, Örn 250, Keflvíking-
ur 300, Grindvíkingur 600, Skarðs-
vík 130, Magnús 50 og Gísli Árni.
Sex skip höfðu tilkynnt loðnu-
nefnd um afla um miðjan dag á
föstudag, samtals 2.930. Flest skip-
anna héldu með aflann til Krossa-
ness.
Skírnir fór með 430 lestir til
Krossaness, Húnaröst 650 til Siglu-
fjarðar, Hrafn 650 til Krossaness,
Kap II 600 til Krossaness, Víkur-
berg 520 til Krossaness og Sæbjörg
80 lestir til Neskaupstaðar. Loðn-
una fengu skipin á Kolbeinseyjar-
svæðinu.
1.100 Reykvíkingar bíða eftir síma:
5.000 ný símanúmer í notk-
un á næsta ári í Reykjavík
sex stafa númer í næsta mánuði
EITT þúsund ný símanúmer verða tekin í notkun í Reykjavík í næsta
mánuði og verða þau öll sex tölustafir. Er tímar líða verða öll símanúmer á
Reykjavíkursvæðinu sex stafa, að sögn Hafsteins Þorsteinssonar, símstjóra
í Reykjavík. Fyrir árslok 1984 mun símanúmerum á höfuðborgarsvæðinu
hafa fjölgað um 5000.
Um ellefu hundruð manns bíða
nú eftir síma í Reykjavík. Um 500
þeirra eru á svæði Múiastöðvar-
innar en hinir í miðborginni.
Múlastöðin fær í næsta mánuði
nýja símstöð, svokallaða „digit-
al“-stöð, eða talnarafeindavals-
stöð, sem býður upp á margfalt
meiri möguleika en venjulegar
stöðvar. Þar með verða tekin í
notkun eitt þúsund ný númer,
sem byrja munu á tölunni 6, en
auk þess verður tvö þúsund núm-
erum skipt út, númer á bilinu
85000—86999; þau númer fá einn-
ig töluna 6 framan við gildandi
númer og verða sex stafa.
Hafsteinn sagði að í mars eða
apríl á næsta ári yrðu tekin í
notkun 2.000 ný númer á miðbæj-
arsvæðinu og yrði það í tveimur
áföngum. Einnig yrði fjölgað um
500 númer í Breiðholti, um önnur
fimm hundruð í Kópavogi og um
enn önnur fimm hundruð í Hafn-
arfirði. Allt yrðu þetta sex stafa
númer. „Það hefur valdið mörg-
um miklum erfiðleikum að geta
ekki fengið síma," sagði Haf-
steinn, „ekki aðeins notendum
heldur okkur líka. Fjárveitinga-
valdið hefur hins vegar ekki leyft
meiri fjárfestingu en svo, að
þetta margir eru nú á biðlista. Á
næsta ári er fyrirsjáanleg mikil
bót á ástandinu, líklega verður
númerafjölgunin í allt um 5.000
númer, eða yfir 9% af númera-
fjöldanum, eins og hann er í dag.
Nú orðið pöntum við ekkert ann-
að en „digital“-stöðvar, en af-
greiðslufrestur á þeim er allt frá
einu ári og upp í eitt og hálft.“
Ýmsir möguleikar opnast með
nýju símstöðvunum. Framvegis
verður t.d. ekki þörf á að láta
Landssímann hringja í morg-
unsvæfa, verði þeir sér úti um
viðeigandi símtól geta þeir sjálfir
stimplað inn tímasetningu og
númer og látið vekja sig, svo einn
möguleiki sé nefndur. En til
þeirrar þjónustu duga ekki venju-
legir skífusímar, að sögn Haf-
steins Þorsteinssonar.
Sjaldséðir stórþorskar
Á tímum aflaleysis og minnkandi þorskstofna er sjaldgæf sjón að sjá
stórþorska eins og þá sem eru á myndinni. Þorskarnir komu allir í
sama halinu í rannsóknarferð Bjarna Sæmundssonar undan Austur-
landi. Þess má geta, að í þriggja vikna rannsóknarferð fengust aðeins
Morgunblaðið/ Rafn Ólafsson.
tveir aðrir þorskar af sama stærðarflokki. Rannsóknarmenn eru
þarna við vinnu sína og lengst til vinstri er Einar Jóhannesson, bryti,
að fá sér einn vænan í soðið.
Skoðanakönnun Hagvangs hf.:
63,5% vilja leyfa sölu
áfengs öls hjá ÁTVR
Mikill munur á afstöðu eftir aldri
í SKOÐANAKÖNNUN þeirri, sem
Hagvangur hf. framkvæmdi fyrir
skömmu voru þátttakendur spurðir
um það, hvort þeir vildu leyfa sölu
áfengs öls í verzlunum ÁTVR.
Niðurstaðan varð sú, að 63,5%
þeirra, sem spurðir voru, svöruöu
þeirri spurningu játandi en 33,7%
neitandi. Aðeins 2,8% tóku ekki af-
stöðu.
Verulegur munur var á afstöðu
fólks eftir aldri. Milli 60—80%
þátttakenda á aldrinum 19—49
ára vildu leyfa sölu áfengs öls en
stuðningur við það minnkaði mjög
meðal eldra fólks og einungis
26,8% þeirra, sem eru 70 ára og
eldri svöruðu spurningunni ját-
andi.
Mun fleiri þátttakendur á höf-
uðborgarsvæðinu svöruðu spurn-
ingunni játandi en á landsbyggð-
inni. Þannig sögðu 68,3% já á höf-
uðborgarsvæðinu en 58,5% í
þéttbýli á landsbyggðinni og
48,8% í dreifbýli.
Skoðanakönnun Hagvangs hf.
náði til landsins alls og voru 1.300
þátttakendur fimmtán ára og
eldri valdir af handahófi úr þjóð-
skrá af Reiknistofnun Háskóla ís-
lands að undangengnu leyfi Hag-
stofu íslands og tölvunefndar.
Svarprósenta af brúttóúrtaki var
76,9% en af nettóúrtaki 85,7%.
Könnunin fór fram í gegnum síma
og stóð yfir frá 28. október sl. til 6.
nóv. sl.
Sjá nánari greinargerð
um skoðanakönnun Hag-
vangs hf. á bls. 20.