Morgunblaðið - 02.12.1983, Page 25

Morgunblaðið - 02.12.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 25 Flóamarkaður og basar systrafélagsins Alfa SYSTRAFÉLAGIÐ Alfa heldur flóamarkað og basar að Ingólfsstræti 19, sunnudaginn 4. desember kl. 14.00. Margt góðra muna — heimabakaðar kökur og jólamunir. Allur ágóði rennur til styrktar safnaðarheimilinu. m * i úm s * 9 W » __ TL rv} 9 i Jólabasar Sjálfsbjargar JÓLABASAR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn laugardag og sunnudag 3. og 4. desember nk. í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð og hefst sala kl. 14.00 báða dagana. A basarnum verður margs konar varningur, til dæmis jóla- skreytingar og aðrar jólavörur, útsaumaðir munir, prjónafatn- aður, púðar og kökur. Jafnframt verður efnt til happdrættis og kaffisölu eins og undanfarin ár. Sólheimar í Grímsnesi Nú setjum við nýtt met í sjónvarpstilboðum. Við bjóðum 26"CS-1006 Philips litsjónvarp með innan við 10% útborgun og eftirstöðvar má greiða á allt að 8 mánuðum. Það fæst líka á frábæru staðgreiðsluverði, aðeins kr. 35.900.-. Við komum tækinu heim í stofu, stillum það og þið fáið vetrardagskrá sjónvarpsins eins góða og mögulegt er. * Arleg Sólheimasala SUNNUDAGINN 4. desember verður hin árlega Sólheimasala haldin í Templarahöllinni við Ei- ríksgötu í Reykjavík og hefst hún kl. 14.00. Á Sólheimum í Grímsnesi dveljast nú um 40 vangefnir ein- staklingar, sem stunda þar vinnu eða sækja skóla eftir getu og hæfileikum hvers og eins. Á Sólheimum er smíðastofa, vef- stofa, kertagerð og ylrækt, auk lítilsháttar búskapar. Við rækt- un og framleiðslu hefur ávallt verið leitast við að nota ómeng- uð og náttúruleg efni og er svo enn. Meðal varnings sem til sölu verður i Templarahölinni eru tréleikföng, bývaxkerti, ofnir dúkar og mottur, aðventukrans- ar, nýtt og súrsað grænmeti og margt fleira. Tombóla verður opin og Foreldra- og vinafélag Sólheima mun halda kökubasar og sjá um kaffiveitingar. Allur ágóði af sölunni fer til byggingar íþrótta- og samkomu- húss á Sólheimum. Þetta köllum við sveigjanleika í samningum. Heimilistækl hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.