Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 1

Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 1
80 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 280. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkjamenn segja loftárásina árangursríka Wa.shington. Beirút, 5. desember. AP. ^ Þannig var umhorfs við bygginguna þar sem bíl- sprengja sprakk í Beirút í .. gærmorgun. 20 manns týndu lífi og yfir 50 slösuðust er byggingin hrundi að hluta. í sprengjunni voru um 150 kíló af TNT-sprengiefni. AP/ Símamynd CASPAR Weinberger, varnarmálaráöherra Bandaríkjanna, sagði enga lausn í átökunum í Líbanon í sjónmáli og væru Bandaríkjamenn að íhuga ýmsar leiðir til að vernda friðargæzlusveitir sínar þar. Af hálfu varnarmálaráðuneyt- isins var sagt í dag að bandarískar orrustuþotur hefðu valdið „meiriháttar tjóni“ á eldflaugapöllum, loftvarnabyssum, skotfærabyrgjum og ratsjárstöðv- um Sýrlendinga á þremur stöðum f miðhluta Líbanons á sunnudag. Sagéi ráðuneytiö árásina árangursríka, en hún var fyrirskipuð í framhaldi af harðri skothríð Sýrlendinga á bandarískar könnunarvélar á laugardag. í árásinni í gær voru notaðar 28 A-6E og A7E þotur af flugmóð- urskipunum Independence og Kennedy, og voru tvær þeirra skotnar niður. Vörpuðu flugvélarn- ar klasasprengjum og öflugum 500 kílóa sprengjum. Flugmaður ann- arrar þotunnar lézt af völdum sára sem hann hlaut er þotan hrapaði til jarðar, en hinn bjargaði sér í fallhlíf og er fangi Sýrlendinga. George Shultz, utanríkisráðherra, sagði árásina einfaldlega lið í þeim ásetningi Bandaríkjamanna að gjalda árásir á bandaríska gæzlu- liða í Líbanon í sömu mynt. Þá féllu átta bandarískir gæzlu- liðar og nokkrir líbanskir hermenn í stórskotaárás drúsa og shita á stöðvar gæzluliðsins í Beirút í gærkvöldi. Fórust gæzluliðarnir er ein sprengja hæfði ófullkomið byrgi þeirra á þaki veitingahúss. Gæzluliðar beittu stórskotavopn- um er þeir vörðust árásinni og skotið var á stöðvar árásaraðila af bandarískum herskipum úti fyrir strönd Líbanons. Jafnframt sprakk öflug bílspr- engja fyrir utan níu hæða fjölbýl- ishús í hverfi múhameðstrúarm- anna í Beirút í morgun og týndu a.m.k. 20 manns lífi og tugir slösuð- ust er byggingin hrundi að hluta. Ástæður tilræðisins eru óljósar en það hefur ekki orðið til að draga úr ört vaxandi spennu í Líbanon. Lítt þekkt samtök, sem berjast fyrir brottrekstri allra útlendinga úr landinu, lýstu ábyrgð sinni á verk- naðinum. Weinberger sagði að engin von væri um frið í Líbanon meðan þar dveldust erlendar hersveitir. Árás- in í gær hefði verið gerð í varnar- skyni. Viðbrögð við árásinni hafa verið á ýmsa lund, eins og vænta Flugmaður annarrar bandarísku orrustuþotunnar sem skotin var niður yfir Líbanon á sunnudag nýtur aðhlynningar óbreytts borgara. mátti. Rússar og nokkur Arabaríki gagnrýndu Bandaríkjamenn, en Shamir forsætisráðherra ísrael sagði árásina skiljanleg a og skyn- samlega. Wazzan forsætisráðherra Líbanon gagnrýndi árásina. Kenan Evren Tyrklandsforseti kom úr opinberri heimsókn til Jórdaníu í dag og sagði mikla spennu í Mið- austurlöndum í framhaldi af at- burðum síðustu daga. Ríkisútvarpið í Líbanon sagði í kvöld að brotist hefðu út harðir bardagar í nágrenni Trípólí í norð- urhluta landsins. Þar börðust sveitir Líbana, sem ýmist eru hliðhollir Arafat eða honum and- snúnir. Palestínuskæruliðar munu ekki hafa tekið þátt í átökunum. 8já nánar á bls 19. Kloftiingur á togafundi EBE Aþenu, 5. desember. AP. LEIÐTOGAR Efnahagsbanda- lagsríkjanna komust hvergi er þeir deildu um landbúnaðarniður- greiðlsur og kröfur Breta um endurgrciðslur á framlagi sínu til bandalagsins. Fulltrúar íra og Hollendinga á fundinum óttuðust að enginn árangur yrði af fundi þessum Bandaríkin hefja frí- verzlun við ísrael Wa.shington, Jerúsalem, 5. desember. AP. Bandaríkjamenn og ísraelar gerðu með sér samkomulag er kveöur á um umfangsmikla fríverzlun milli ríkja þeirra, og er talið að samkomulagið, sem gert var í Bandaríkjaferð Sham- irs forsætisráðherra, kunni að marka þátttaskil í utanríkisviðskiptum Bandaríkjanna. Samkvæmt samkomulaginu fella bæði ríkin niður tolla eða aðrar hömlur á flestum vörum sem þau skipta með sín í milli. Ríkin tvö gerðu einnig með sér samkomulag um að freista þess með samræmdum pólitískum að- gerðum að knýja Sýrlendinga til að draga heri sína frá Líbanon. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti gagnrýndi þá hernaðarsam- vinnusamninga sem Bandaríkja- menn og ísraelar gerðu með sér á dögunum og kvað þá ólán og nýja hindrun í vegi friðar í Miðaustur- löndum. Arafat skæruliðaleiðtogi hafnaöi í dag hugmyndum um myndun út- lagastjórnar og kvaðst voniítill um að andstæðingar sínir leyfðu sér að fara með friði frá Trípólí. Kasparov sigraði liondon, 5. desember. AP. SOVÉZKI stórmeistarinn Gary Kasparov bar sigur úr býtum í sjöttu einvígisskák þeirra Viktors Korchnoi í kvöld, en hún fór ( bið á sunnudag. Staðan í einvíginu er því sú að báðir hafa hlotið þrjá vinninga. Korchnoi vann fyrstu einvígis- skákina en síðan lauk næstu fjór- um með jafntefli. Korchnoi stýrði hvítu mönnun- um að þessu sinni en Kasparov þeim svörtu. Sjá nánar á miðopnu blaðs- sökum djúpstæðs klofnings í veigamestu málunum, en fund- unum á að ljúka á morgun, þriðjudag. Gert var ráð fyrir fundum fram eftir kvöldi í þeirri von að eitthvað rættist úr. Ágreiningur er um tillögur um framleiðslu- kvóta í landbúnaði er iækka myndi niðurgreiðslur, sem taka til sín tvo þriðju bandalags- útgjaldanna, eða jafnvirði 14 milljarða dollara. Þá voru Frakkar í forystu fyrir ríkjum sem lögðust hart gegn kröfu Breta um endurgreiðslu á framlagi sínu til bandalagsins að jafnvirði um 1,2 milljarða doll- ara. Telja ríkin aðeins réttlæt- anlegt að endurgreiða helming þeirrar upphæðar. Bretar hafa krafizt endurskoð- unar á reglum um framlög til bandalagsins. Aðeins V-Þýzka- land greiðir hærra framlag til EBE en Bretar. Greiða Bretar jafnvirði 830 milljóna dollara umfram það sem þeir njóta úr sameiginlegum sjóðum banda- lagsins á ári hverju. Náist ekki samkomulag í þessari deilu er óttast að það kunni að lama bandalagið. Áður en leiðtogafundinum lýk- ur er búist við sameiginlegri yfirlýsingu um málefni Líbanon og í undirbúningi var í dag áskorun til yfirvalda í Tyrklandi um að Tyrkir fengju Kýpur- Tyrki til að draga til baka sjálfstæðisyfirlýsingu sína. Eftir áralanga stöðnun sjást þess nú ýms merki að efnahagslíf í EBE-ríkjunum sé að rétta úr kútnum. Hagvöxtur í banda- lagsríkjunum nam 0,5% að meðaltali 1983 og er spáð 1,5% hagvexti á næsta ári. Kafbáta- olíu stolið (•lasgow, 5. desember. AP. STOLIÐ hefur verið díselolíu fyrir um átta milljónir sterlings- punda úr kjarnorkukafbátastöð brezka hersins í Faslane í Clyde- firði í Skotlandi, samkvæmt upp- lýsingum varnarmálaráðu neytisins. Sex óbreyttir starfsmenn stöðvarinnar, þar sem öryggis- eftirlit er mjög strangt, Jiafa verið leystir frá störfum um stundarsakir vegna rannsókn- ar á þjófnaðinum. Að sögn Lundúnablaðsins Times átti þjófnaðurinn sér stað á „mjög löngum tíma“ og er talið að olían hafi verið seld á svartamarkaði í Englandi. Eldsneytisþjófnaðurinn hefur ekki komið niður á umsvifum brezka flotans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.