Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
15
Þ.B., og í raun var vinnslu- og
dreifingarkostnaður ekki endur-
reiknaður vegna verðlagsbreyt-
inga á sölutímabilinu 1980—1981.
Ástæður þess, að vinnslu- og
dreifingarkostnaður var reiknað-
ur mishár við einstakar verð-
ákvarðanir á sölutímabilinu voru
þær, að eftir að sexmannanefnd
hafði komist að niðurstöðu um
720.00 g.kr./kg., ákvað ríkisstjórn-
in að fresta í september gildistöku
nokkurs hluta þessarar upphæðar,
auk þess var við það miðað að taka
720.00 g.kr./kg. að fullu inn í verð-
lagningu í desember, og við verð-
lagningu í mars skyldi auk þess
gera ráð fyrir því tekjutapi, sem
ið september—nóvember, með því
að hækka vinnslu- og dreifingar-
kostnað i verðlagningunni úr
720.00 g.kr./kg. í 749.00 g.kr./kg.
I fyrstu grein Þorvalds Búa-
sonar í Morgunblaðinu er gerður
lauslegur samanburður á vinnslu-
og dreifingarkostnaði á íslandi og
Nýja-Sjálandi. í þessum saman-
burði, 1. tl., er fullyrt, að megnið
af því fjármagni, sem fer til bygg-
ingar síáturhúsa, komi sem styrk-
ir úr Framleiðnisjóði eða úr fjár-
festingalánasjóðum, sem gera aðr-
ar og minni ávöxtunarkröfur en
lánastofnanir yfirleitt. Þetta er
rangt.
Framleiðnisjóður hefur í ein-
staka tilvikum veitt fé til slátur-
húsabygginga, en hlutdeild hans í
þeim undantekningartilvikum
hefur aðeins verið mjög lítið brot
af heildarfjármagninu. Það fjár-
magn, sem vinnslustöðvar land-
búnaðarins fá frá fjárfestinga-
lánasjóðum, kemur fyrst og
fremst frá Stofnlánadeild land-
búnaðarins, en lán þeirrar stofn-
unar til vinnslustöðvanna eru að
fullu gengistryggð.
Tuttugu og sex af hundraði af
heildartekjum sláturhúsa á Nýja-
Sjálandi koma af sölu innmatar,
sem þau greina framleiðendum
ekkert fyrir. Ef sláturhús á ís-
landi nytu sömu aðstöðu, mætti
lækka vinnslu- og dreifingar-
kostnað, sem nú fer inn í verð á
kjöti, um 20%.
Óljóst er hjá Þ.B., að hve miklu
leyti sölu- og dreifingarkostnaður
er inni í kostnaðartölum frá
Nýja-Sjálandi. Um frystikostnað
er það að segja, að gagnstætt því,
sem er hérlendis, er verulegt
magn kjöts selt ófryst á heima-
markað á Nýja-Sjálandi. Meðal-
talsfrystingarkostnaður pr. kg.
verður því af þessari ástæðu mun
lægri á Nýja-Sjálandi, auk þess
sem frystiaðstaða nýtist margfalt
betur en hérlendis, bæði vegna
stærðarhagkvæmni og lengri nýt-
ingartíma. Ljóst er, að stærð og
nýtingartími sláturhúsa á Nýja-
Sjálandi gera slátrun ódýrari þar.
Hagkvæmni sláturhúsa á Nýja-
Sjálandi er nátengd stærð þeirra,
enda ekki hægt að gera ráð fyrir
öðru en að Ný-Sjálendingar, sem
sérfræðingar í slátrun sauðfjár,
byggi sláturhús með allt að 20
þúsund kinda dagslátrun, vegna
þess að þau eru hagkvæmari en
minni hús. Þ.B. segir, að nýt-
ingartími sláturhúsa á Nýja-
Sjálandi sé 3—6 mánuðir. í grein-
argerð Sigurðar Einarssonar og
Sigurðar Arnar Hanssonar, sem
Þ.B. vitnar til, „Ferð til Nýja-
Sjálands og Ástralíu vorið 1980“,
stendur orðrétt um þetta efni:
„Aðalsláturtíð hefst í október og
lýkur í júní eða júlí, þó á einhver
slátrun sér stað allt árið, að
minnsta kosti í sumum húsanna".
Með öðrum orðum, slátrað er að
jafnaði 9—10 mánuði á ári að
minnsta kosti. Hérlendis er slát-
urtíð nær því að standa 1 V4 mánuð
en tvo. En hvort heldur sem miðað
er við, er augljóst, að nýting fasta-
kostnaðar, svo sem vegna húsnæð-
is og búnaðar, er 5—6 sinnum
betri á Nýja-Sjálandi en hérlend-
is. Nýtingartími húsa hefur einnig
önnur áhrif, þegar Nýja-Sjáland
og ísland eru borin saman. Á
Nýja-Sjálandi er sauðfjárslátrun
heilsársatvinnugrein, á íslandi
nánast íhlaupavinna. Vegna þess
hve sláturtíð á Islandi er stutt og
langt á milli þeirra, leiðir það til
mikilla mannaskipta. Bæði þessi
mannaskipti og aðlögun óreyndari
starfsmanna að vinnslunni, leiðir
til þess, að sláturhúsin ná ekki
fullum afköstum fyrr en eftir 2—3
vikur. Þessi byrjunarkostnaður
nýtist þeim mun verr sem slátur-
tíð er styttri, og þar er ólíku sam-
an að jafna, íslandi og Nýja-
Sjálandi.
Vegna samanburðar á slátur-
kostnaði á Nýja-Sjálandi og ís-
landi má ennfremur benda á, að
meðalþungi dilka er um 20%
hærri þar en hérlendis, en vitað
er, að kostnaður við slátrun á 16,7
kg. kind er nánast sá sami og á 14.
kg. kind og þvi lægri pr. kg. Þá er
rétt að benda á, að bændur á
Nýja-Sjálandi bera alla áætlaða
rýrnun kjötsins, en hérlendis er
frystingar- og geymslurýrnun
reiknuð inn í vinnslu- og dreif-
ingarkostnað.
Um samanburð á slátrunar-
kostnaði á íslandi og Nýja-Sjá-
landi verður ekki fjallað meira
hér. Vel má vera, að íslendingar
geti hagnýtt sér eitthvað af vinnu-
brögðum og tækni Ný-Sjálendinga
umfram það, sem nú er gert, en
augljóst er, að grundvallarskilyrði
til rekstrar sláturhúsa á íslandi
eru allt önnur og miklu lakari en á
Nýja-Sjálandi, enda þótt Þ.B. eigi
ekki auðvelt með að sjá að svo sé,
en gera verður ráð fyrir, að ástæð-
ur þess séu fyrst og fremst þær, að
hann hafi ekki kynnt sér alla
málavexti.
Vafalaust má finna mörg lönd
þar sem framleiðslukostnaður
kindakjöts er lægri en á íslandi,
en langtum hærri en á Nýja-
Sjálandi. Þau lönd hafa þó mörg
mikla kindakjötsframleiðslu bæði
fyrir heimamarkað og til útflutn-
ings og vilja ekki verða háð Nýja-
Sjálandi eða öðrum um fæðuöflun.
Skyldi vera unnt að finna fleiri
vörutegundir en kindakjöt, sem
hægt er að framleiða með lægri
tilkostnaði erlendis?
Þegar borið er saman verð
framleiðsluvöru í tveimur eða
fleiri löndum, þarf að fleiru að
hyggja en gengisskráningu við-
komandi gjaldmiðla, ef réttur
samanburður á að fást. Koma þar
einnig til ýmsar þjóðfélagslegar
aðstæður.
Vegna mats Þorvalds Búasonar
í hlutdeild sláturhúsa í verðmynd-
un kindakjöts, er rétt að það komi
fram að víðast erlendis þykir gott,
ef bændur fá um 50% af þvi verði,
sem neytendur greiða fyrir búvör-
ur. í mörgum löndum er þetta
hlutfall lægra. Á Islandi er slátur-
og heildsölukostnaður nú 21,8% af
óniðurgreiddu smásöluverði
kindakjöts í heilum skrokkum og
bændur fá 68,7% af þessu verði í
sinn hlut. Þegar fjallað er um þá
framleiðslustarfsemi að breyta „fé
á fæti“ í matvæli, ættu menn ekki
að gleyma staðreyndum.
Jón H. Bergs er íorstjórí Slátur-
íélags Sudurlands.
er einstaklingsins eða þjóðfé-
lagsins. Mér dettur ekki í hug
eitt andartak að andmæla þvi, að
sumt nám skuli koma að gagni.
Þetta á sérstaklega við allt
tækni- og iðnnám og allt nám á
hagnýtum sviðum ýmissa fræði-
greina eins og verkfræði,
kennslufræði eða annars af því
tæi. Það eina, sem ég vil vekja
athygli á, er að sumt nám er
þannig, að það verður einungis
stundað sjálfs sín vegna, það
hefur einvörðungu gildi í sjálfu
sér. Slíku námi má ekki gleyma
og því má ekki kasta fyrir róða í
þeim breytingum, sem nú ganga
yfir. Slíkar greinar efla virðingu
og ást á menntun og fræðum,
sem er nauðsynleg undirstaða,
hvaða menntakerfis sem er.
Með öllum þessum breytingum
hefur fylgt aukin tilhneiging til
að samræma námsefni, kennslu
og námsmat á milli skóla. Það
gekk raunar svo langt að leggja
átti alla menntaskóla niður,
þ.e.a.s. nöfnin á þeim, og allir
skyldu þeir heita framhaldsskól-
ar. Á nýlegum fundi hér í bæ
upplýsti núverandi menntamála-
ráðherra að framhaldsskóla-
frumvarpið yrði lagt fram á
þessu þingi og það yrði hverjum
skóla leyft að halda nafni sínu
og starfa eftir sínu höfði eftir
því sem unnt er. Það er umtals-
vert framfaraspor, ef frumvarp-
ið verður samþykkt í þeirri
mynd. Menn hefur ekki greint á
um, að nauðsyn bæri til að setja
lög um framhaldsskóla, heldur
hitt hvernig þau ættu að líta út.
Samræming á milli skóla?
Hvað er átt við þegar sagt er
að samræming sé á milli skóla?
Það, sem átt er við er að í sömu
áföngum séu kenndar sömu eða
sambærilegar bækur með svip-
uðum aðferðum, sama mat lagt
til grundvallar prófum, þannig
að frammistaða í einum skóla
ætti að vera jafngild frammi-
stöðu í öðrum. Rökin fyrir þess-
ari skipan eru þau helst, að nem-
endur eigi að geta treyst ein-
kunnum sínum, eigi að geta flutt
sig á milli skóla, vandræðalítið.
Þessi rök eru ágæt, svo langt
sem þau ná. En þau ná bara ekki
sérlega langt. Nemendur geta vel
flutt sig á milli skóla án þess að
fyrir hendi sé einhver samræm-
ing. Það er venjulega gert þann-
ig, að hver skóli leggur mat á
þær einkunnir, sem nemandi
hefur hlotið annars staðar. Slíkt
mat hefur reynst ágætlega og er
ekki ónákvæmara en samræmd
próf. Reynslan er nefnilega sú af
þeirri samræmingu, sem ýmsir
skólamenn á Norðurlandi hafa
haldið nokkuð stíft fram hin síð-
ari ár, að hún hefur ekki gerst á
borði, einungis í orði. Sömu
áfangar í ólíkum skólum hafa
verið kenndir með ólíkum hætti,
sem hefur veitt nemendum ólika
kunnáttu. Ef maður spyr kenn-
ara, hvað þessu valdi, eru svörin
flest á einn veg. Ólíkur tilgangur
skóla, ólíkur tilgangur nemenda
með námi sínu veldur því, að
þetta er illframkvæmanlegt og
þjónar litlum eða engum til-
gangi. Ég átti einu sinni tal um
þetta við kennara hér í Iðnskól-
anum, en hann kenndi ensku
eins og ég. Hann sagði við mig:
Af hverju á ég að fella nemanda
hjá mér, sem ekki getur skrifað
jafngóðan stíl enskan og nem-
andi í menntaskóla? Hann getur
náð fullum tökum á iðngrein
sinni án þess. Ég spurði hann á
móti: Á ég að hætta að láta nem-
endur mína gera stíla, af því að
þér gengur illa að kenna þá? Við
komum okkur saman um að
kenna námsefnið hvor með sín-
um hætti og reyna að leggja mat
á kunnáttu nemenda eftir bestu
vitund. En okkur datt ekki í hug
að samræma okkar mat neitt
frekar. Enda er það ekki sérlega
æskilegt og alls ekki augljóst, að
það sé nemendum fyrir bestu.
Hér má sjá í hnotskurn þann
vanda, sem við er að glíma við i
fjölbrautaskólum, þar sem reynt
er að samræma kennslu af gjör-
ólíku tæi.
Hámark alls samræmingar-
talsins er svo þegar menn deila
um það árum saman í nefndum,
hvort nota eigi kvarðann 1 til 10
eða bókstafskvarða með fimm
bókstöfum við fyrirgjöf á próf-
um. Veitir ýmsum fylkingum
betur í þeim átökum. Er nú víst
uggur í bókstafstrúarmönnum
vegna gruns um, að orrustan sé
töpuð þrátt fyrir hetjulega bar-
áttu. Mér virðist stundum, að
þessi skólaspeki samtímans
komi óorði á-skólaspeki miðalda
en ekki öfugt, eins og menn
kynnu að halda. Þetta er einn af
þeim hlutum, sem ekkert er ann-
að hægt að gera við, en ákveða.
Það verður vonandi gert sem
fyrst.
Ef samræming á lítinn rétt á
sér á grunnskólastigi, sýnist mér
hún eiga enn minni á fram-
haldsskólastigi. Forræði hvers
skóla ætti að vera sem mest.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
er kennari rið Menntaskólann á
Akurejri og skrifar reglulega um
bókmenntir í Morgunblaðið.
Kveiktu
á perunni
maður
Haö eru verðlagsmálin sem eru á döfinni í dag og
verslanir sem eru ódýrastar og bestar stækka og
eflast á kostnaö hinna.
Við getum gefiö þér einfalt ráð til að spara pen-
inga þegar þú kaupir húsgögn:
Það er að koma til okkar, skrifa
niður verð og gæði og bera
þetta saman við verð í öðrum
húsgagnaverslunum.
Þá kemstu aö því aö yfirleitt eru veröin okkar á minni hlutunum
þúsundum króna og á stærri hlutunum jafnvel tugþúsundum
króna lægri en aörir bjóöa.
Gáta
dagsins
Ókeypis 72 síðna hús-
gagnamyndalisti.
2ja ára ábyrgð
á öllum
húsgögnum
Hvort kostar þetta
5 sæta hornsófasett
21.899
eöa
29.899
HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA
HDSGAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410