Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Kjarnorkuandstæðingar: Eyðilögðu drátt- arbíl í stað Persh- ing-eldflaugar New York, ( atania, Schwaebisch, 5. desember. AP. FJÓRIR MENN, þar á meöal bandarískur prestur, brutu sér leiö í skjóli myrkurs, inn á bandaríska herstöð í Schwaebisch í Vestur Þýskaiandi um helgina og réöust þar til atlögu gegn þungri og mikilli dráttarbifreið. Lömdu þeir faratækið sundur og saman með sleggjum og gengu svo frá að það verður vart notað á næstunni. Þeir munu hafa ætlað að skemma meðaldræg- ar Pershing kjarnorkueldflaugar, en er á hólminn var kominn höfðu þeir engin tök á að nálgast þær. Hermenn voru fljótir að umkringja mennina og vestur-þýska lögreglan fjarlægði þá skömmu síðar. Kjarnorkumótmæli voru víða um helgina, til dæmis í Arizona og New York, þar sem um 200 manns voru þátttakendur á hvorum stað, en aðgerðirnar voru við herstöðv- ar Bandaríkjahers. í New York fór allt fram með friði og spekt, en í Arizona kom til átaka. Voru 7 manns handteknir, þar á meðal tveir ljósmyndarar sem þóttu helst til of nærgöngulir við hern- aðarmannvirki og tregir til að hlýða skipunum um að hverfa af vettvangi. Kjarnavopnaandstæðingar freistuðu þess að mynda lifandi keðju milli borgarinnar Catania á Sikiley og herstöðvar nokkurrar skammt frá, þar sem verið er að koma fyrir meðaldrægum NATO- flaugum. Ekki ber fréttum saman um fjölda þátttakenda, sögðu sumir þá hafa verið milli 10 og 20 þúsund, en aðrir sögðu þá aðeins hafa verið um 2.000 talsins. Samtök andstæðinga kjarn- orkuvopna á Bretlandseyjum komu saman um helgina og mót- uðu sameiginlega stefnu. Um 2.000 fulltrúar ýmissa samtaka mættu til viðræðna og komu þeir sér saman um að taka ekki ákvörðun um hvort Bretland ætti að segja sig úr NATO. „Við megum ekki blekkja okkur í þessum efnum, þó að 70 prósent þjóðarinnar séu mótfallin kjarnorkuvopnavígbún- aði þá er NATO allt annar hand- leggur. Að setja sig gegn aðild að NATO myndi margkljúfa samtök okkar og þá gætum við alveg eins hætt þessu," sagðiJenny Tremeer, einn af fulltrúunum á fundinum. Lech Walesa: Refsiaðgerðum gegn Póllandi verði hætt Varsjá, 5. desember. AP. LECH Walesa, friðarverðlaunahafi Nóbels í ár, skoraði í dag á Vestur- lönd að falla frá refsiaðgerðum þeim, sem komið var á, er herlög voru sett á í Póllandi fyrir tveimur árum. „Refsiaðgerðunum verður að Ijúka, því að það sem Pólland þarfn- ast nú er ekki tap, sem nemur millj- ónum dollara, heldur aðstoð, sem nemur milljörðum dollara,“ sagði Walesa á fundi með fréttamönnum í Gdansk í dag. Walesa hefur ekki áður tekið opinberlega afstöðu gagnvart refsiaðgerðunum. Hann vísaði á bug þeim staðhæfingum pólskra stjórnvalda, að þessar aðgerðir hefðu valdið Pólverjum 13,5 millj- arða dollara tjóni á síðustu tveim- ur árum, en sagði hins vegar, að efnahagsástandið í Póllandi ætti eftir að versna til mikilia muna, ef þessum refsiaðgerðum yrði ekki aflétt bráðlega. Danuta, kona Walesa, fer á morgun til Noregs, þar sem hún hyggst taka við friðarverðlaunun- um fyrir hönd manns síns. Sagði hún í dag, að nú virtist, sem áróð- ursherferð pólskra stjórnvalda á hendur manni hennar væri hafin að nýju, eftir það hlé, sem varð eftir að tilkynnt var um friðar- verðlaunaveitinguna 5. október sl. Lusinchi næsti forseti Venezúela ('aracas, 5. deaember. AP. FRAMBJÓÐANDI jafnaðarmanna, Jaime Lusinchi, sigraði í forsetakosning- unum i Venezúela á sunnudag. Var hann með 56% atkvæða og því með verulegt forskot umfram andstæðinga sína, er 87% atkvæða höfðu verið talin. Helzti keppinautur hans, Rafael Caldera, fyrrum forseti, hafði þá aðeins hlotið 36% atkvæða. í ávarpi til fagnandi stuðningsmanna sinna í nótt sagði Lusinchi: „Ég held ég geti sagt með sanni, að ég verði næsti forseti Venezúela". Caldera sendi Lusinchi heillaóskaskeyti í nótt og óskaði honum til hamingju með forsetakjörið. Lusinchi starfaði sem barna- læknir áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann er 56 ára að aldri og hafði sigri hans verið spáð frá upphafi kosningabaráttunnar, sem staðið hafði í 8 mánuði. Lus- inchi mun taka við embætti í febrúar nk. Núverandi forseti, Luis Herrera Campins, bauð sig ekki fram nú, en hann hafði setið það lengi í embætti, að honum er samkvæmt lögum Venezúela bannað að bjóða sig fram að nýju næstu 10 árin. Stefnu hans er líka að verulegu leyti kennt um hið slæma atvinnu- ástand í landinu, þar sem 17% vinnufærs fólks er atvinnulaust. Efnahagur landsins er jafnframt mjög bágur og nema erlendar skuldir þess 35 milljörðum doll- ara. Forsetaembættið í Venezúela er mjög valdamikið og tekur forset- inn flestar meiri háttar ákvarðan- ir varðandi stefnu stjórnarinnar. t4Ö 300 300 BAPMAHT no H0CM 8APM&HT nO TOlfHjl M 3APMJUAM 4 HOC-tmnflM [oKPAUUHMI nOMIM "5 I 46b Nikolai Ogarkov með töflur og myndir málflutningi sínum til trausts og halds. Símamynd AP. Blaðamannafundur Rússa um kjarnorkumál: Rússar tala um „falska bjartsýni“ Mo-skvu, 5. deæmber. AP. NOKKRIR háttsettir sovéskir emb- ættismenn sögðu í gær, að það væri „fölsk bjartsýni“ að telja Sov- étmenn vera að linast í afstöðu sinni við stöðuna í meðaldrægum kjam- orkuflaugamálum Evrópu. Þeir hafa virst gefa það í skyn að undanförnu að þeir væra tilbúnir að setjast til viðræðna við Bandaríkjamenn í Genf á ný, en þeir gengu frá þeim viðræðum á dögunum. Hinir umræddu embættismenn, voru Nikolai Ogarkov, yfirmaður herafla Sovétmanna, Georgi Kornienku, aðstoðarutanríkis- ráðherra, og Leonyd Zamayatin, helsti talsmaður Kremlar. Sögðu þeir ennfremur að gangur meðal- drægu kjarnorkuvopnamálanna stofnaði START-viðræðunum í stórhættu, en risaveldin tvö eru einmitt að ræða fækkun á lang- drægum flaugum í Sviss um þess- ar mundir. Tilefni þessara tíðinda var blaðamannafundur, tveggja stunda langur, sem Sovétmenn gengust fyrir í Moskvu í gær og fjölmenntu vestrænir fréttamenn. Þeir Ogarkov, Kornienko og Zamayatin sáu einnig um blaða- mannafundinn umtalaða er ástæður Sovétmanna fyrir því að kóreska farþegaþotan var skotin niður á dögunum, voru reifaðar. Fréttamönnunum var mjög um- hugað að spyrja embættismennina hvernig Juri Andropov heilsaðist, en hann hefur ekki sést opinber- lega í rúma þrjá mánuði. Svarið var á þá leið að Andropov væri á góðum batavegi og væri farinn að takast á við stjórn landsins á nýj- an leik. Hins vegar sögðu þeir að heilsa Andropovs væri ekki á dagskrá fundarins og komu sér hjá því að svara fleiri spurningum þar um. Sömu meðferð fengu spuringar fréttamanna um Líban- onmálið. Þeim var svarað stuttar- lega og innihaldslítið. Áður auðug físki mið nú líflítil Frá suður-afrískri fiskvinnslustöð. Heldur lítið að gera. ÖRDEYÐA ER nú að heita má á áður fiskisælum miðum í suður- hluta Atlantshafsins, við strendur Namibíu, en fá ár eru síðan að þar virtist mega taka ótakmarkað magn af mörgum fiskitegundum úr hafinu á þeim slóðum. Nú er hafs- botninn ekki lífvænlegri en næsta eyðimörk, eftir því sem sérfræð- ingar segja. Fiskveiðarnar og vinnsla afl- ans sá mörg hundruð Namibíu- mönnum fyrir atvinnu og aflaði landinu milljónar dollara í tekj- ur af útflutningsvörum. Fisk- veiðibærinn Walvis Bay er gott dæmi um ástandið, í dag eru 9 af 13 fiskvinnslustöðvum borgar- innar lokaðar vegna verkefna- og hráefnaskorts. Þrír fjórðu allra sem áður höfðu lífsviður- væri sitt á einn hátt eða annan af fiskveiðunum, eru nú atvinnu- lausir. Ofveiði er það sem gerst hefur. Fyrir tveimur áratugum virtist fiskimagnið í sjónum óþrjótandi, 1968 lönduðu togarar og fiski- bátar Namibíu og Suður-Afríku 1,5 milljónum tonna af fiski. En þá voru fiskifræðingar farnir að spá ógöngum með sama áfram- haldi. Þeir bentu á hvað slíkar veiðar kynnu að hafa í för með sér, en allt tal um friðun var baulað niður af fiskimönnum og fiskvinnslumönnum. Stjórnvöld vildu ekki styggja neinn og leyfðu jafnan að veitt yrði allt að 40 prósentum meira en fiski- fræðingarnar stungu upp á. 1980 var aflinn kominn niður í 630.000 tonn og var þá loks farið að tak- ast á við málið. Ekki stóðu Namibíu- og Suð- ur-Afríkumenn einir að ofveið- inni, hundruð erlendra togara stunduðu miðin grimmt, sér- staklega kom jafnan mikill fjöldi sovéskra verksmiðjuskipa og vissi enginn hvað sá ryksugufloti veiddi í raun og sannleika. Er- lendi flotinn hefur virt að vett- ugi reglur um friðuð hólf, möskvastærð og fleira. Nami- bíu-menn og þeir frá Suður- Afríku hafa sett strangar frið- unarreglur, en geta lítið gert til að framfylgja þeim og ryksugu- flotinn lætur ekki stjórna sér. Því er allt á huldu hvort tekst að reisa fiskistofnana á þessum slóðum við eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.