Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
19
œggfi'
Fögur hönnun — Fágað handverk
Vönduð gjöf sem vermir
Póstsendum
í boda)
Bankastræti 10. Sími 13122
íkosta]
_I_____/
Kosningamar á Taiwan:
Fyrsta loftárás Bandaríkja-
manna í Líbanon var dýrkeypt
Weinberger hótar fleiri viðlíka aðgerðum
ReiruL .1 Hesemher AP.
Beirut, 5. desember. Af\
BANDARÍKJAMENN fóru í sínar fyrstu herferðir með sprenjuþotum í
Líbanon á sunnudaginn, er 28 þotur hófu sig til flugs af flugmóðurskipi úti
fyrir Beirút, og gerðu árásir á stöðvar Sýrlendinga í fjöllunum 30 kílómetra
fyrir austan Beirút. Voru árásirnar svar Bandaríkjamanna við skothríð Sýr-
lendinga á könnunarflugvélar Bandaríkjamanna að undanförnu. Síðast
skutu Sýrlendingar á könnunarvélar á laugardaginn, en hæfðu ekki frekar
en áður. Hins vegar grönduðu þeir tveimur herþotum í orrustunum á sunnu-
daginn og lést þá einn bandarískur flugmaður en annar var handtekinn.
Þetta var í sjötta skiptið sem um þ£ sem berðust gegn ofríki
friðargæsluliðin hafa svarað Bandaríkjanna og ísraels. Nikolai
L/iuansKur nermaour sKooar
verksummerki í byrgi
bandarískra gæzluliða á
húsþaki við úthverfi
Schweifat. Átta gæzluliðar
týndu lífi er ein sprengja
féll beint ofan á byrgið í
stórskotaárás drúsa og shita
á bandaríska gæzluliðið á
sunnudagskvöld.
AP-símamynd.
áreitni með loftárásum, en til
þessa hafa Frakkar verið drýgstir
við að beita herþotum sínum, svo
og ísraelsmenn. Könnunarflug
Bandaríkjamanna, Frakka og
ísraela hafa stóraukist eftir
sprengingarnar mannskæðu á
dögunum, er hryðjuverkamenn
shita drápu hundruð friðargæslu-
liða.
Það hefur vakið athygli, að þot-
urnar sem Bandaríkjamenn tefldu
fram voru af gerðunum A-7E
Corsair og A-6E Intruder, en þær
voru fyrst framleiddar fyrir 10 ár-
um og þykja fremur hægfleygar
heldur en hitt. Ein af hverri teg-
und var skotin niður á sunnudag-
inn.
Viðbrögð við aðgerðum Banda-
ríkjamanna voru á ýmsa lund.
Sovétmenn og Kínverjar for-
dæmdu þær harðlega og töluðu
þeir síðarnefndu um hættulega
samvinnu bandaríska og ísraelska
„öxulsins". Leonid Zamayitin,
talsmaður Kremlverja, sagði jafn-
framt að Sovétmenn myndu ekki
hika við að aðstoða með öllum ráð-
Ogarkov, yfirmaður sovéska her-
aflans, sagði Grenadamálið segja
allt sem segja þyrfti um heims-
valdastefnu Bandaríkjamanna.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, sýndi skilning á að-
gerðum Bandaríkjamanna og
sagði Sýrlendinga neyðast til að
skoða hug sinn og gerðir betur.
Ronald Reagan, forseti Bandaríkj-
anna, varði áraáirnar og sagði
kjarna málsins vera að það yrði að
vernda líf og limi bandarísku her-
mannanna og öllum ráðum yrði að
beita til þess. Caspar Weinberger,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, bætti við orð forsetans, að
ekki væri fráleitt að fleiri slíkar
herfarir yrðu farnar ef ástæða
væri til að mati Bandaríkja-
manna.
Bandarískar könnunarflugvélar
fóru aftur á loft gær og reyndu að
finna fallbyssur þær, sem drápu
átta bandariska friðargæsluliða
og særðu tvo um helgina. Ekki var
skotið að þeim og var það nýlunda
miðað við síðustu vikurnar.
■
Norskir útgerðarmenn óánægðir
Osló, 5. desember, frá frélUriUra MorgunbUósills, Per A. Borglund.
UM HELGINA slitnaði upp úr við-
ræðum norskra útvegsmanna og
norsku stjórnarinnar um hagsmuna-
mál sjávarútvegsins, eftir að viðræð-
ur höfðu staðið yfir nær næturlangt.
Kröfðust útgerðarmenn þess, að rík-
issjóður legði fram 1,4 milljarða
n.kr. og veitti þar að auki útflutn-
ingsábyrgðir fyrir 300 millj. n.kr.
Stjórnin hafði boðizt til þess að
leggja fram 1,1 milljarða n.kr. og að
veita útflutningsábyrgð fyrir 300
millj. n.kr. að auki.
Gert var ráð fyrir því, að á
ríkisráðsfundi í dag yrðu tillögur
stjórnarinnar í þessu máli til með-
ferðar, en síðan yrðu þær lagðar
fyrir Stórþingið. Samtök norskra
útgerðarmanna íhugar nú til
hvaða ráðstafana grípa skuli af
þess hálfu, eftir að slitnaði upp úr
viðræðunum.
Sýrlenskir hcrmenn gefa sigurmerki við stélflöt annarrar bandarísku herþot-
unnar, sem skotin var niður yfir Líbanon á sunnudag. Sýrlendingar skutu
þotuna niður er 28 bandarískar A6- og A7-þotur gerðu árás á stöðvar
Sýrlendinga austur af Beirút.
Yfirburðasigur
þjóðernissinna
Taipei, Taiwan, 5. dosember. AP.
KUOMINTANG, stjórnarflokkurinn á Taiwan, vann mikinn sigur í þing-
kosningum þar á laugardag. Flokkur þessi, sem er flokkur þjóðernissinna,
fékk 62 af 71 þingsæti á þjóðþinginu, en helzti stjórnarandstöðuflokkurinn,
Tangwai, fékk aðcins 6 þingsæti og tapaði þremur. Er þetta einhver versta
útreið flokksins í kosningum um langt skeið.
Kjörtímabilið á Taiwan er þrjú in eingöngu sem oánægju kjós-
ár og er myndun nýrra stjórn-
málaflokka þar bönnuð. Þetta
veldur því, að kosningabarátta
stjórnarandstöðunnar byggist
meira á persónulegum sjónarmið-
um frambjóðendanna en flokks-
legum grundvelli. Helztu kröfur
þeirra í kosningunum nú voru á
þann veg, að bannið við myndun
nýrra stjórnamálaflokka yrði fellt
niður og jafnframt afnumin her-
lög, sem í gildi hafa verið síðan
1949.
Stjórnmálaskýrendur telja hins
vegar, að of mikill þótti og sjálfs-
ánægja hafi einkennt kosninga-
baráttu stjórnarandstöðunnar og
að ekki megi túlka kosningaúrslit-
enda með hana. Engu að síður sýni
kosningaúrslitin vel afstöðu fólks
til stjórnar þjóðernissinna, sem
með stefnu sinni í efnahagsmálum
hafi lagt grundvöll að mikill vel-
gengni og góðum lífskjörum á Tai-
wan.
Kunnasti þingmaðurinn úr röð-
um Tangwai, sem féll í kosningun-
um nú, var Kang Ning-Hsiang, 45
ára gamall blaðaútgefandi, sem
kunnur var fyrir harða gagnrýni á
stjórn þjóðernissinna. Tvær kon-
ur, sem voru í framboði fyrir
flokkinn nú í fyrsta sinn, náðu
hins vegar báðar kjöri og gerðu
raunar enn betur, því að þær voru
á meðal þeirra frambjóðenda, sem
fengu flest atkvæði.