Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 41

Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 41
 Einvígi Magath og Ásgeirs á morgun í nýjasta hefti hins virta knattspyrnutímarits KIKCER sem kom út í Þýskalandi á sunnudaginn er fjailað mjög ítarlega um leik Stuttgart og Hamburger sem er é dagskrá í Bundesligunni annað kvöld. Á forsíöu blaösins eru myndir af Ásgeiri Sigurvinssyni og Felix Magath. Síöan er fjallað ítarlega um leikinn á fjórum síöum inni í blaöi og er sagt aö leikurinn veröi einvígi Áageirs og Magath. Þeir stjórni leik liða sinna og þvi skipti miklu hvernig þeim tekst upp í leiknum. • Á 104 km hraða á leið niður brunbraut- ina. Resch frá Austur- ríki sigraði í fyrstu brunkeppni heimsbik- arsins um helgina. BRUNKEPPNIN: 104 km meóalhraói AP, Schladming, Austurríki. Austurríkismaöurinn Erwin Resch sigraöi í fyrstu brunkeppni heimsbikarsins á skíðum um síð- ustu helgi. Resch og landi hans Harti Weirather háöu harða bar- áttu um fyrsta sætiö og aöeins örfá sekúndubrot skildu þá að í lokin. Úrslit í brunkeppninni uröu þessi: 1. Erwin Resch, Austurríki 1:58,50 2. Harti Weirather, Austurr. 1:58,89 3. Steve Podborski, Kanada 1:58,90 4. Urs Raeber, Sviss 1:58,97 5. Franz Klammer, Austurr.1:59,13 Austurríkismenn og Svisslend- ingar áttu hvor um sig sex kepp- endur á meðal fimmtán fyrstu. Meðalhraöi Erwin Resch var 104,81 km í brautinni sem var með 1006 metra fallhæð. Hún var ísi- lögö á kafla og þótti hættuleg. Resch er 21 árs gamall og er spáð frama í heimsbikarnum í vetur. Brunkappinn frægi Franz Klammer varð í fimmta sæti en hann varð 30 ára á sunnudaginn. Næsta keppni fer fram 9. —10. des. í Val-Disere, Frakklandi. Borötennis UM HELGINA hóldu KR-ingar sitt fyrsta punktamót á keppnistíma- bilinu og fór keppni fram í félags- heimili þeirra viö Frostaskjól. Keppt var í meistara- og 2. flokki karla og auk þess meist- araflokki kvenna. í m.fl. karla uröu úrslit þessi: 1. Tómas Sölvason, KR, 2. Stefán Konráösson, Víkingi, 3.-4. Jó- hannes Hauksson KR og Kristján Jónasson, Víkingi. I úrslitaleiknum sigraöi Tómas 21 — 11, 23—25 og 21 — 17. í 2. flokki karla sigraði Óskar Ólafsson, Víkingi, en hann hefur ekki tekiö þátt í punktamótum um nokkurt skeið. Átti Óskar ágætt „comeback", því auk þess að sigra þá spilaði hann frábærlega í mörg- um leikjum sinum. I öðru sæti varð Snorri Briem, KR, en í 3.-4. þeir Valdimar Hannesson og Eyþór Ragnarsson, báöir úr KR. í m.fl. kvenna sigraði Ásta Ur- bancic, Erninum. í öðru sæti varð Sigrún Bjarnadóttlr, UMSB. Er Sigrún í 1. flokki og er því árangur hennar sérstaklega góður. I þriöja sæti varö síöan Arna Sif Kærne- sted, Víkingi. GETRAUNIR: Rúmar 95.000 krónur fyrir ellefu retta Kr. 95.705,- fyrir 11 rétta. Enn einu sinni kom enginn seöill fram meö 12 rótta leiki, en í 15. leikviku komu fram 5 raðir meö 11 rétta og var vinningur fyrir hverja röö kr. 95.705.-. Þá komu fram 99 raðir meö 10 rétt- um og vinningur fyrir hverja röð kr. 2.071.-. Hæsti vinningur fyrir einn seðil nam kr. 203.836.- fyrir kerfisseðil með 11 rétta í 2 rööum og 10 rétta í 6 röðum, en slíkt getur hent í 16 raða kefi, þegar tvítrygging hittir ekki á rétt úrslit. Síðasti getraunadagur fyrir jólin verður laugardaginn 17. desem- ber, en þá veröur hlé hjá getraun- um fram til laugardagsins 7. janú- ar. • Ballesteros hlaut jafnviröi 900 þúsunda íslenskra króna í verðlaun fyrir sigur í golfmóti um helgina. Dágóð verðlaun SPÁNVERJINN Severiano Ball- esteros sigraöi í miklu golfmóti í Sun City í Botswana á sunnu- daginn og hlaut hann 300.000 dollara í sigurlaun. Ballesteros lék á 274 höggum (69, 67, 70, 68) — sem er 13 höggum undir pari. Ballesteros lék frábærlega vel, og var fimm höggum á undan næsta manni. Þrír uröu reyndar efstir og jafnir í ööru sæti: David Graham, Ástralíu, Nick Faldo, Bretlandi og Fuzzy Zöller, Bandaríkjunum. Þeir léku allir á 279 höggum, og komu 80.000 doilarar i hiut hvers þeirra. Ray Floyd, Bandaríkjunum, varö fimmti á 281 höggi og fékk 71.000 dollara. Johnny Miller, landi Floyd, notaöi jafn mörg högg og fékk því jafn mikiö í verölaun. Grétarsmótið í lyftingum: Kári setti íslandsmet Lyftingamaðurinn kunni, Kári Elísson, setti nýtt íslandsmet í bekkpressu á Grétarsmótinu í lyftingum sem fram fór á Akur- eyri um helgina. Kári lyfti 167,5 kg en hann keppti í 75 kg flokki. Kári lyfti 155 kg í hnébeygju og 240 kg í réttstööulyftu. Samanlagt 562. Góöur árangur hjá Kára. Mikil átök og hávaði voru í Sjall- anum á Akureyri hér á laugardag- inn, er keppt var i hinu árlega Grétarsmóti í lyftingum, sem hald- ið er til minningar um Bernharð Grétar Kjartansson f. 17.11. ’51, d. 21.12 ’74, frumherja hér í lyfting- um, einnig var hann okkar fyrsti (slandsmeistari. Er þetta stigakeppni milli Akur- eyringa, og fær stigahæsti Akur- eyringurinn veglega styttu er var gefin til minningar um Grétar. Hlaut Freyr Aöalsteinsson stytt- una í eitt ár, setti hann fjögur Ak- ureyrarmet. Fengum við marga góða gesti, má þar telja Jón Pál Sigmarsson, Hjalta Árnason og Torfa Ólafsson alla úr KR. Leiksstjóri var Guð- mundur Sigurðsson og yfirdómari Óskar Sigurpálsson, en dómarana áttu Akureyringar, þá Bernharð Haraldsson og Gísli Ólafsson. • Freyr Aðalsteinsson, Þór, setti fjögur Akureyrarmet á Grétarsmót- inu og hann hlaut Grétarsbikarinn. Hér lyftir Freyr 270 kg í réttstööu- lyftu á mótinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.