Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
31
Stjórnarfrumvarp um breytingu á skattalögum:
Skattbyrdi hin sama 1984 og 1983
í hlutfalli af tekjum greiðsluárs
í GÆR var lagt fram stjórn
arfrumvarp til breytinga á
tekjuskattslögum, sem þann
veg er skýrt í greinargerð:
Frumvarpið miðast við að
skattbyrði tekjuskatts og sjúkra-
tryggingagjalds verði í heild hin
sama af tekjum greiðsluárs á árinu
1984 og á árinu 1983, eins og gert
er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi.
Skattalækkanir þær er ákveðnar
voru með bráðabirgðalögum við
valdatöku núverandi rikisstjórnar
haldast þannig áfram á næsta ári.
Miðað er við að heildarálagning
tekjuskatts og sjúkratrygginga-
gjalds verði hin sama og reiknað
er með í fjárlagafrumvarpi.
Miðað við launaforsendur fjár-
lagafrumvarps er áætlað að með-
altekjur manna hækki um 20%
milli áranna 1983 og 1984 og er því
miðað við að nettóálagning tekju-
skatts (að frádregnum nýttum
persónuafslætti og barnabótum)
hækki nákvæmlega í sama mæli,
en um 21% að meðtalinni fjölgun
gjaldenda. Samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
innheimtur tekjuskattur árið 1984
verði (nettó) 1.885 m.kr. en sam-
svarandi upphæð 1983 er 1.475
m.kr. Er hér um 28% hækkun að
ræða. Skýringin á þessum mun er
sú að vegna minnkandi verðbólgu
vega óinnheimtar eftirstöðvar
gjalda fyrri ára hlutfallslega
meira í heildarinnheimtu.
Hlutfall fyrirframgreiðslu
skatta á fyrri hluta næsta árs
mun verða lækkað til samræmis
við markmið þessa frumvarps.
Meginregla frumvarpsins er sú
að upphæðir er fylgja skattvísi-
tölu hækka um 54% frá síðustu
álagningu (1983). Er þetta í sam-
ræmi við áætlaða hækkun meðal-
tekna milli áranna 1982 og 1983.
Þessi hækkun skattvísitölu ein sér
nægir þó ekki til þess að ná
ofangreindu markmiði um
óbreytta skattbyrði. Að vísu
mætti hækka skattvísitölu það
mikið (eða um 75%) að réttar
heildarálagningartölur náist. I
minnkandi verðbólgu er á hinn
bóginn ekki eðlilegt að nota
skattvísitölubreytingu eina sér í
þessu skyni. Mikilvægt er að
1. Skattstigi:
Frumvarpió fyrir 19*4
lækka skatthlutföll. Auk þess er
með þessum tillögum stefnt að því
að tekjuskattur greiðist fyrst af
hærri tekjum en yrði með 54%
hækkun skattvísitölu og öðru
óbreyttu. Með frumvarpinu er
stefnt að því að tekjuskattsbyrði
hinna tekjulægri verði minni á ár-
inu 1984 en á árinu 1983. Auk
hækkunar skattvisitölu um 54%
eru því gerðar eftirtaldar megin-
breytingar á gildandi skattaálagn-
ingarkerfi:
• 1. Skatthlutföll tekjuskatts
lækka bæði hjá einstakling-
um og félögum.
• 2. Skattþrep eru lengd umfram
skattvísitöluhækkun.
• 3. Barnabætur hækka því sem
næst í hlutfalli við áætlaða
tekjuhækkun milli áranna
1983 og 1984 (20%). Bætur
vegna barna einstæðra for-
eldra hækka þó meira, um
30%.
• 4. Persónuafsláttur er hækkað-
ur nokkuð umfram hækkun
skattvísitölu og verulega
umfram verðlagshækkun
milli greiðsluára.
• 5. Skatthlutfall eignarskatts er
lækkað og skattfrjáls eign er
hækkuð umfram skattvísi-
töluhækkun.
Tölulega er gerð tillaga um
svofellt skattkerfi (og samanburð-
ur sýndur við álagningu 1983):
Skattbyrði vegna eignarskatts
verður óbreytt milli áranna 1983
og 1984.
Gert er ráð fyrir að lög um
sjúkratryggingagjald verði fram-
lengd og mark gjaldfrjálsra tekna
sem var 153.900 kr. við síðustu
álagningu hækki í 237.000 kr. eða
um 54%.
Þar sem frumvarp þetta kveður
ekki beinlínis á um að skattvísi-
tala hækki um 54% milli áranna
1983 og 1984 er nauðsynlegt að
breyta lögum um tekjustofna
sveitarfélaga til þess að tryggja að
afsláttur til útsvars hækki um
þessa prósentu. Þá er og nauðsyn-
legt að breyta lögum um fram-
kvæmdasjóð aldraðra af sömu
ástæðu. Ríkisstjórnin mun leggja
fram frumvörp um þessi atriði.
Álsgning 1983
Af 0—170 þús. kr. skattstofni greiðist .......... 23% 0—107 þús. kr. 25%
Af 170—340 þús. kr. skattstofni greiðist ........ 32% ca. 107—205 þús. kr.
35%
Af skattstofni yfir 340 þús. kr. greiðist ....... 45%yfir ca. 205 þús. kr.
50%
Skatthlutfall af tekjum barna verði .............. 5% (var7%)
Skatthlutfall félaga verði ...................... 51% (var65%)
2. Persónuafsláttur verði 29.350 krónur (var 18.751 kr. 1983).
3. Barnabætur:
Með 1. barni ........................................ 6.000 kr. (var 4.960 kr.)
Með börnum umfram 1 ................................. 9.000 kr. (var 7.110 kr.)
Með börnum einstæðra foreldra .:.................... 12.000 kr. (var 9.257 kr.)
Aukabætur vegna barna yngri en 7 ára ................ 6.000 kr. (var 5.150 kr.)
4. Skattfrjáls eign einstaklinga verði 780.000 kr. (var 495.900 kr.) og
skatthlutfall eignarskatts verði 0,95%, jafnt hjá einstaklingum sem
og félögum (var 1,2%).
Samkvæmt ákvæðum frumvarpsins byrja menn (með fastan frádrátt
einungis) að borga tekjuskatt við eftirfarandi tekjur á árinu 1983. Ekki
er tekið tillit til barnabóta:
Árstekjur
1983
kr.
Klokkun hjónr -ftir því hvaða breyting li %) verður sk\. frumvarpinu á skatthyrði ivegna tekjuskatta til rikisins) á
milli álagningar 1983 og 1984. Töflurnar eru hyggðar á úrtaki úr skattframtölum arsins i983.
Tekjur 1983 þús. Kr. Fjöldaskipting hjóna eftir breytingu á skatthyrði I.ækkar Stendur í stað Ha-kka
Fjöldi hjóna meira en TO/ i /o 0.5-2% Breyting undir 0,5% til eða frá 0,5-2% meira en 2%
0— '00 260 > X 165 X <
'.00— ?IK) 1050 X 565 420 X X
200-- 30 ) 4020 1190 I4(H) 1345 X X
*4(X| 4540 2375 2025 115 X X
41KU ;';X) 6665 340 5975 350
.SIX)— fXX) 8390 KXI 2895 5395
600-- 71X) 8380 X 445 7725 185
7ix)— 8;x) 6490 X 1 (K '• 37(H) ■>665
SMX)—l(XX) 5V40 X 1065 4850
100)1— 2940 X X X 1985 845
Samtals 48675 4125 1349(1 20350 98<H) 910
x færri en citl hundrað
2. Tafla
Flnkkun einhlevpra eftir hrevtingu á skatthyrði
l.ækkar Stendur í stað Hækkar
lekjur Breyting
1983 Fjölöi incira en undir 0,5% meira en
þú$. kr. einhÞypinita 2% 0,5-2% til eða frá 0.5-2% 2%
0— 100 I34(X) 1(X) 6245 6950 X X
100— 2(X) 21660 4655' 11495 5490 X
200— 300 14630 860 10925 2820 X X
300— 4(X! 9040 X 475 6870 1625 X
4(X)— 500 4760 X X 745 3970 X
500— (KXI 2050 X X 1965 X
600— 1230 ' 890 340
Samtals 64,770 5710 29150 22950 8535 425
3. 'l'afla
Flokkun einstæðra foreldra eftir breytingu á skatthyrði
I.ækkar Stendur í stað Hækkar
Tekjur Fjöldi Breyting
1983 einstseðra meira en undir 0,5% ineira en
þús. kr. foreldra 2% 0,5-2% til eða frá 0.5-2% 2%
0— l(X) 665 525 135
100— 200 1230 1030 2<K)
200 - 3(XI 1680 610 1070
300— 4(X) 1255 785 470
400— 5(X) 620 X 375 235
5(XK— 255 X 95
Samtals 5705 2165 2190 920 330 0
Mánaóartekjur
1984
kr.
Einhleypur maður ............................... 155.600 13.000
Kvæntur maður, maki tekjulaus .............. 253.200 21.000
Kvæntur maður, maki greiðir tekjuskatt ....... 141.800 11.800
f samræmi við það sem áður sagði myndi óbreytt skattkerfi, hækkað á
hefðbundinn hátt með skattvísitölu (um 54%), leiða til aukningar á
skattbyrði gjaldenda á næsta ári og heildarálagning yrði 600 m.kr.
hærri en hér er miðað við. f sliku kerfi yrðu fyrrgreind skattfrelsismörk
eftirfarandi:
Árstekjur Mánaðartekjur
1983 1984
kr. Itr.
Einhleypur maður ............................... 143.500 14.400
Kvæntur maður, maki tekjulaus ................ 235.700 23.600
Kvæntur maður, maki greiðir tekjuskatt ....... 128.300 12.800
Skattkerfi það sem hér er gerð tillaga um leiðir til lækkunar skatt-
byrði vegna tekjuskatts hjá öllum framteljendum sé hún borin saman
við þá skattbyrði sem leiða myndi af 54% skattvisitöluhækkun einni
saman og óbreyttu skattkerfi að öðru leyti.
Núgildandi lög veita sveitarfé-
lögum að öðru leyti nægilegt svig-
rúm til að gera sambærilegar
ráðstafanir við ákvæði frumvarps
þess. Aðstæður hjá einstökum
sveitarfélögum eru þó afar mis-
jafnar og verður það að vera kom-
ið undir sveitarstjórnum á hverj-
um stað, hvernig þær bregðast við.
Ríkisstjórnin mun ekki beita sér
fyrir breytingu á lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga sérstaklega
vegna þessa.
I því sem hér fer á eftir tekur
skattbyrði til allra tekjuskatta til
ríkisins, þ.e.a.s. álagðs tekjuskatts
og sjúkratryggingagjalds en að
frádregnum þeim ónýtta afslætti
sem nýtist til greiðslu annarra
gjalda (útsvars og eignarskatts)
og að frádregnum barnabótum. A
hinn bóginn er hér hvorki tekið
tillit til útsvars né eignarskatts,
enda er óljóst hvernig útsvars-
álagningu verður háttað á næsta
ári. Þá er skattbyrðin (sem fyrr)
ávallt metin sem hlutfall þessara
álögðu gjalda af tekjum gjaldárs-
ins.
Sé slík skattbyrði ársins 1983
borin saman við væntanlega
skattbyrði samkvæmt frumvarp-
inu lækkar hún almennt eða
stendur í stað nema hjá hinum
tekjuhæstu. Sé miðað við meðal-
talsfrádrátt gjaldenda lækkar
þannig skattbyrði þeirra hjóna að
jafnaði sem hafa lægri tekjur á
árinu 1983 en 450 þús. kr. Sam-
svarandi tala fyrir einhleypinga
er u.þ.b. 275 þús. kr. og hvað ein-
stæða foreldra snertir er hún um
290 þús. kr. Skattbyrðin lækkar
eða stendur í stað hjá um 75%
hjóna, 85% einhleypinga en um
90% einstæðra foreldra. Hjá hin-
um tekjuhæstu verður nokkur
hækkun. Eins og að framan grein-
ir er hér miðað við raunverulega
frádráttarliði eins og þeir voru á
framtali 1983. Þessar tölur eru
nokkuð breytilegar eftir því hve
frádráttur er mikill, sé t.d. ein-
göngu miðað við fastan 10% frá-
drátt eru tölurnar nokkru lægri.
Alþingistfðindi:
Ódýrasta lesmálið
Alþingistíðindi, sem birta þing-
ræður, koma nú út vikulega, hvern
þriðjudag, og geyma þingræður all-
ar í vikunni fyrir útkomudag. Þetta
er nýjung, sem hefur mælzt vel
fyrir, og gefur öllum þeim, sem
áhuga og tíma hafa til, kost á því
að fara ofan í saumana á þingræð-
um, svo til glænýjum.
Alþingistíðindi er sennilega
ódýrasta lesmál, sem kostur er á,
en ársáskrift er nú kr. 450,-, en
prentaðar blaðsíður yfir 5000,
þar af rúmlega 2000 í þingræð-
um og afgangurinn í þingskjöl-
um ýmiskonar.
Upplag Alþingistíðinda í dag
mun nálægt 1000, þar af gengur
bróðurparturinn til opinberra
stofnana en innan við 200 greið-
enda kaupverðs. Þetta gæti þó
breytzt með góðri auglýsingu.
Umsjónarmaður Alþingistíð-
inda er Helgi Bernódusson.