Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
Hið ljúfa líf
C.C. f stofunni heima daginn eftir húsrannsóknina. Víkingnum tókst
ekki að verja hann.
— eftirSigurð
Þorsteinsson
Þann 6. desember kemur út hér
í borg bók um utanríkisþjónust-
una. Ekki kannski út frá sama
sjónarmiði og titill þessarar
greinar gæti gefið tilefni til, mið-
að við samnefnda bók sem eitt
sinn kom út á íslandi. Það er
bókaforlagið Atheneum, sem hefir
haft veg og vanda af útgáfunni, en
ritstjórar hafa verið Alf R.
Bjerske, generalkonsúll, og Inge-
gerd Galtung, blaðakona.
Þessi bók varðar ísland,
kannski meira en nokkur önnur,
sem kemur út hér fyrir þessi jól.
Einn af höfundum bókarinnar er
nefnilega íslenskri ambassadorinn
í Noregi, Páll Ásgeir Tryggvason.
Hann skrifar kaflann „A være
Ambassadör for et lite land“, þar
sem hann segir frá reynslu og
störfum sínum hér. Meðal annarra
höfunda má nefna Knut Fryden-
lund, fyrrverandi utanríkisráð-
herra Noregs, Thorvald Stolten-
berg, fyrrverandi varnarmálaráð-
herra, og ráðherrann Eivinn Berg.
Efni bókarinnar er í þremur
þáttum. Sögulegt yfirlit yfir störf
utanríkisþjónustunnar í 1000 ár,
eða allt frá dögum Haraldar hár-
fagra. Þá er kafli um stofnun
hinnar formlegu utanríkisþjón-
ustu 1905—1906. Alf R. Bjercke
hefir gert fyrsta hlutanum skil, en
Ingegerd Galtung segir frá sam-
bandsslitunum og stofnun eigin
utanríkisþjónustu.
Annar kaflinn fjallar svo um
utanríkisþjónustuna í dag. Þar er
m.a. grein Knuts Frydenlund og
þeirra sem nefndir eru hér á und-
an. Auk þess eru þar greinar er-
lendra ambassadora, sem lýsa því
hvernig sé að starfa í Noregi.
Þá er einnig í þessum hluta að
finna mikið efni um störf konsúla,
bæði hér í landinu og erlendis.
Þarna er ennfremur sagt frá hin-
um hálfopinberu sendimönnum,
útflutningsráðinu, alþjóðlegri
starfsemi Alþýðusambandsins
o.fl.
Þriðji hluti bókarinnar fjallar
svo um allar stöðvar utanríkis-
þjónustunnar, bæði norskrar og
erlendrar er snerta Noreg. Þjóð-
hátíðardagar eru einnig skráðir og
helstu norsk lög um fána, skjald-
armerki o.fl. Einnig er lýst vel
nálarauganu sem starfsmenn
utanríkisþjónustunnar þurfa að
ganga í gegnum, þegar þeir eru
valdir til starfa.
Þetta er mjög vönduð bók um
svið sem að mestu hefir verið hul-
ið almenningi. Gefur bókin breiða
útsýn yfir hvernig utanríkisþjón-
usta lands er rekin og af hverju í
mörgum tilfellum hlutirnir eru
svona.
Þetta er ekki eina bókin sem At-
heneum gefur út í ár. Ein af mest
umdeildu bókunum á þessari vert-
íð, „Det hemmelige Norge", eftir
Chr. Christensen, hefir vakið mik-
ið umtal og ekki nóg með það, hús-
rannsókn hefir farið fram á heim-
ili hans og í skrifstofu Atheneum
til að kanna hvort hann hafi skrif-
að um hernaðarleyndarmál og
hvort hann skaði öryggi landsins
með skrifum sínum. Hann er
nefnilega maðurinn sem var
þekktur sem CC á stríðsárunum,
bæði í Milorg og upplýsingaþjón-
ustunni, þar á meðal í upplýsinga-
þjónustu hersins í Stokkhólmi eft-
ir stríðið, síðan hér heima til 1955.
Hann veit því mikið, en segist
Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra fs-
lands í Noregi.
Knut Frydenlund, fyrrv. utanríkisráð-
herra Noregs.
aldrei nefna neitt, sem opni öðrum
leiðir til ríkisleyndarmála. Þar er
víst lögreglan í Osló ekki alveg
sammála ennþá og hefir yfirlýst
að hann sé grunaður um að hafa
skaðað öryggi ríkisins með upplýs-
ingum sínum.
Alf Nordhus skrifar formálann
og segir þar m.a. að „bókin opni
fyrir almennari umræðu um leyni-
þjónustuna".
Þegar húsrannsóknin var gerð
hjá CC, var m.a. tekið handrit
hans að ræðu, sem hann átti að
flytja um kvöldið. Ræðuna hélt
hann víst samt, svo sennilega hef-
ir hann ritvinnslutölvu með prent-
ara.
„Sovétlýðveldið Noregur" eftir
Albert Hernrik Mohn, er ein af
bókum forlagsins. Ennþá er þessi
bók vísindaskáldsaga. En hún
byggir á allri þeirri starfsemi, sem
austantjaldslönd og Rússland
hafa þegar hér á landi. Dauðalist-
inn hefir þegar verið birtur opin-
berlega yfir þá er fyrst skal myrða
komi til styrjaldar og í bókinni er
flett ofan af margskonar njósnum,
ekki aðeins að því er varðar
stjórnmálin, heldur og í atvinnu-
lífinu og menningarlífinu. Bókin
lýsir því hvernig Noregur verður
Sovétlýðveldi. Gæti þetta í raun-
inni gerst? Bókin gefur svarið.
Eigum við kannski að flytja dæm-
ið. Gæti þetta gerst á íslandi?
Hverjir skyldu vera á dauðalistan-
um þar?
Það vakti ekki svo litla athygli
hér er þingmaðurinn Wenche
Lowzow lýsti því yfir að hún væri
lesbísk og sagði frá sambúð sinni
og Karen-Christine Friele. Samt
var hún áfram í öruggu sæti á
lista Hægri hér í Osló til alþing-
iskosninga og situr áfram á þingi.
Hún er jafnframt kristin og hefir
staðið í stappi við kirkjuleg yfir-
völd um að fá viðurkenningu
þeirra á kynvilltum, sem eðli-
legum meðlimum þjóðkirkjunnar.
Endaði þetta með því að hún sagði
sig úr þjóðkirkjunni og festi upp
skjal mikið á hurð Dómkirkjunnar
í Osló, eins og Lúter forðum.
Atheneum hefir nú gefið út bók
sem nefnist „To kvinner" og er
færð í penna af Birni Gunnari
Olsen, sem er þekktur blaðamaður
og rithöfundur.
Oft er rás atburðanna undarleg.
Meðan ég sit og skrifa þetta ekur
löng lest herbíla með fullan út-
búnað framhjá glugganum mín-
um, sennilega á leið upp í Nord-
marka. Vonandi eru þeir allir
norskir. .. ,,
Oslo,
Sigurður Þorsteinsson
Frelsi eins og frelsi eða
frelsisskerðing annars
— eftir Valdimar
Kristinsson
Nú liggur fyrir Alþingi frum-
varp til laga um tóbaksvarnir.
Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er
markmið laganna „að draga úr
tóbaksneyslu og þar með því
heilsutjoni, sem hún veldur og
vernda fólk fyrir áhrifum tób-
aksneyslu".
Lengi hefur verið talað um al-
varleg áhrif reykinga á heilsu
margra reykingamanna. Á síðari
árum hefur bæst við rökstuddur
grunur um óheillavænleg áhrif
svonefndra óbeinna reykinga, þ.e.
þeirra, sem ekki reykja, en neyð-
ast til að anda að sér útblæstri
hinna. Má þá segja, að reykingar
séu komnar á enn alvarlegra stig
en áður var vitað, þar sem þeir, er
ekki kæra sig um áhrifin, eiga
víða fárra eða engra kosta völ.
Hinir, sem aftur á móti vilja ekki
eða geta ekki látið aðvörunarorð
gegn reykingum sér að kenningu
verða, virðast, a.m.k. til skamms
tíma, hafa átt allan rétt.
Afstaða fólks til þessara mála
hefur breyst mikið á undanförn-
um árum. Óvíða munu reglur, er
miða að takmörkun á reykingum,
vera jafn strangar eins og í San
Francisco í tóbaksræktarlandinu
Bandaríkjunum. í stórborginni
voru þessar reglur nýlega stað-
festar í almennum kosningum og
tóku gildi 8. nóv. sl. Þess má geta,
að tóbaksframleiðendur eyddu
einni milljón dollara í kosninga-
baráttunni um þetta mál til þess
að vernda „frelsi" reykingamanna
í borginni.
Sumir kalla það einmitt frels-
isskerðingu, þegar takmarka á
reykskýin í samskiptum fólks.
Hefur frelsinu í þessu sambandi
bæst stuðningur úr óvæntri átt
hér á landi. Ekki var þar þó um
almennan frelsisóð að ræða, held-
ur haldið fram rétti fólks til að
geta haldið áfram að gefa „reyk“ í
samborgara sína, um leið og það
þjónaði ávana sínum. Eftir ósigur-
inn í San Francisco gæti tóbaks-
framleiðendum verið það nokkur
huggun að vita, að á fjarlægu,
svölu landi er að finna rödd hróp-
andans, er styður viðleitni þeirra
til að þjóna mannfólkinu.
En hér gleymist, að hið sanna
frelsi er frelsi allra manna, hverju
„Óvíða munu reglur, er
miða að takmörkun á
reykingum, vera jafn
strangar eins og í San
Francisco í tóbaksræktar-
landinu Bandaríkjunum. í
stórborginni voru þessar
reglur nýlega staðfestar í
almennum kosningum og
tóku gildi 8. nóv. sl. Þess
má geta, að tóbaksfram-
leiðendur eyddu einni
milljón dollara í kosn-
ingabaráttunni um þetta
mál til þess að vernda
„frelsi“ reykingamanna í
borginni.“
nafni sem nefnast, og getur því
aidrei náð lengra en svo, að tekið
sé fullt tillit til frelsis náungans.
Annars erum við komin út á þá
hálu braut, að sumir séu jafnari
en aðrir. Raunar er allt of mikið
um slíkt í mannlegum samskipt-
um, en í framfaraviðleitninni
megum við ekki byggja kenningar
á þess háttar rökum og síst á ár-
inu 1984.
„Frelsi" reykingamanna tak-
markar mjög harkalega rétt
þeirra, sem ekki vilja reykja, og
aðgangur að hreinu lofti hlýtur að
teljast til mikilsverðustu nauð-
synja og mannréttinda. Af þessu
leiðir, að réttur til reykinga ætti
ekki að vera almenna reglan og
bann við þeim undantekningar,
heldur á hreina loftið að vera al-
menna reglan og mengunin und-
-^intekning. Um þetta mun umræð-
an nú snúast í Danaveldi sam-
kvæmt nýlegri útvarpsfrétt.
Áðurnefnt lagafrumvarp er
mikilsverður áfangi á réttri leið
og verður því vonandi fljótlega
samþykkt á Alþingi. Að öðrum
kosti munum við áður en varir
dragast mjög aftur úr borgum og
byggðarlögum víða um heim í
þessu mikiisverða heilbrigðismáli.
Valdimar Kristinsson er riðskipta-
íræðingur, búsettur í Reykjavík.
Jóla-bingo
Hiö árlega jóla-bingó Framsóknarfélags Reykjavíkur veröur haldiö í Sigtúni nk.
fimmtudagskvöld, 8. desember, og hefst kl. 20.30. Húsiö opnar kl. 19.30.
Glæsilegir ferðavinningar
auk annarra eigulegra muna. Spilaðar verða 18 umferðir.
Stjórnandi Baldur Hólmgeirsson.
FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR