Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 27

Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 35 Fyrsta refabúið í Reykholtsdal komið undir þak Kleppjárn.srcykjum, 22. nóvember. LAUGARDAGINN 19. nóvember varð fyrsta refahúsið á Grímsstöðum fok- helt. Guðmundur Kristinsson bóndi sagði að ýmiss frágangur væri eftir eins og búrasmíði og að steypa ganga. Guðmundur sagðist fá refalæðurnar frá Krísuvík, 40 stykki, og högna. Húsið er tæpir 400 m2 að stærð og getur hýst 50 læður með högnum og hvolpum, meðaltal hvolpa eftir læðu er um 8 stykki, þannig að eftir ár verða um 300—350 dýr hjá honum. Fóður er svolítið vandamál því ekki er svokall- að eldhús hér í nágrenninu. Því verður hann að sækja fóðrið til Reykjavíkur. f Geirshlíð eru bræðurnir Jón og Guðmundur Péturssynir að verða tilbúnir með sitt refabúr og verður trúlega samvinna við fóð- uröflun milli þeirra, að sögn Guð- mundar. Tíðarfar hefur verið mjög gott það sem af er vetri og aðstaða til smíða þess vegna góð. Um aðrar byggingaframkvæmdir er varla að ræða nema 200 m2 gróðurhús hjá Þórði Þórðarsyni í Reitum og endurbygging á 270 m2 gróðurhúsi há Kristjáni Benediktssyni í Viði- gerði. Garðyrkjubændur eru að byrja undirbúning fyrir næsta ræktun- artímabil. Uppskeru þessa árs er að mestu lokið, enda var haldin uppskeruhátíð Garðyrkjubænda- félags Borgarfjarðar 12. nóvember á Hreðavatni. Þar mættu félags- menn með gesti sína og borðuðu þar gæsasteik, en gæsirnar voru frá Þorvaldi Pálssyni í Runnum. Þessi viðburður er orðinn árviss aftur eftir nokkurt hlé. Vegurinn frá Gróf að Hvítár- völlum hefur verið merktur með hálkumerki nú í haust sökum þess að vegakantarnir voru teknir upp og settir ofan á veginn en ekki borið ofan í á eftir vegna þess að fjármagn vantaði hjá Vegagerð- inni. Verið er að reyna að klára aust- ur-vesturbraut á Stóra-Kropps- flugvelli. Það er gert með því að keyra bindiefni á brautina. Það er fyrirtækið Vellir sf. sem sér um framkvæmdina undir stjórn flug- málastjórnar. Hólakotsbrekkan á Hálsasveit- arvegi er nú horfin. Var hún sprengd í burtu í haust og ýtt út. Þetta hefur verið leiðindafarar- tálmi á veturna og horfa menn nú björtum augum á framtíðina. — Bernhard Eyrarbakki: Verkalýdsfélag- ið Báran áttrætt Eyrarbakka, 29. nóvember. LAUGARDAGINN 26. nóvember var haldið afmælishóf í tilefni 80 ára afmælis Verkalýósfélagsins Bárunn- ar á Eyrarbakka. Báran var stofnuð í desember árið 1903, og var hiö þriðja í röð samnefndra verka- mannafélaga, sem stofnuð voru upp úr aldamótunum. Það mun hafa ver- ið Sigurður Eiríksson regluboði, sem stóð að stofnun félagsins, en hann bjó á Eyrarbakka. Alls hafa verið 15 formenn í Bárunni frá upphafi, og núverandi formaður er Guðrún Thorarensen. Það er augljóslega tímanna tákn, að í stjórn Bárunnar eru nú fjórar konur og aðeins einn karlmaður og formenn þeirra tveggja verkalýðs- félaga, sem sátu afmælishófið, frá Stokkseyri og Selfossi, eru einnig konur. Daginn sem afmælishófið var haldið, var vonskuveður, stórhríð og norðanstormur með mikilli ófærð og var því gripið" til þess ráðs að fá rútubifreið með drif á öllum hjólum til þess að aka gest- unum til samkomunnar og heim að henni lokinni. Fólk þurfti því ekki að láta ófærðina á sig fá og fór skemmtunin hið besta fram og skemmti fólk sér vel. — Óskar „Ég græt að morgni“ í þriðju útgáfu „ÉG GRÆT að morgni“, ævisaga Lillian Roth, seldist upp í fyrra en kemur nú í III. útgáfu hjá Bókaút- gáfunni Hildi í takmörkuðu upplagi. Þessi vinsæla bók segir frá ör- lögum þekktrar konu, sem berst hetjulegri baráttu við áfengisböl- ið, en sigrar að lokum. Bókin er sígild saga örlaga milljóna manna, þar sem sigur og ósigur skiptast á, segir í frétt frá forlaginu. morgni Úr refahúsinu á Grímsstöðum. Morgunblaðið/Bernhard. PORTAFIX SKÚFFUSKÁPURINN vinsæli. Fyrir bifvélavirkjann, trésmiöinn, pípulagningamanninn, flugvirkjann, við saumavélina, í tómstundaher- bergið og bílskúrinn. Aðrir sölustaðir: Reykjavík: J.L. Byggingavörur, O. Ellingsen Vald. Paulsen Hafnarfjörður: Lækjarkot, Miðvangur, Dvergur h/f Keflavík: Stapafell h/f Hvammstangi: Versl. Sigurðar Pálmasonar Blönduos: Stígandi h/f ísafjörður: Póllinn h/f Siglufjörður: Versl. Sigurðar Fanndals Akureyri: Raftækni Vestmannaeyjar: Brimnes. STALSKAPAR Sem gefa mikið geymslurými með fær- anlegum hillum með eða án hurða (læsan- legum) með eða án plastskúffa í mörgum stærðum. Hringið eða komið og fáið myndalista. PLASTKASSAR í mörgum stærðum og litum fyrir flesta hluti, stóra og smáa. Ótal möguleikar. Kíktu i gluggann hjá okkur. W Fl Grensásvegi 12, Reykjavík Sími 85840 opiðtilsjöíkvöldNJí ] Vörumarkaöurinnhf. e/ð/storg/n mánudaga — þriöjudaga — miðvikudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.