Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
Fyrsta bók ísólar
Karlsdóttur
BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Ak-
ureyri hefur gefíð út fyrstu skáld-
sögu ísólar Karlsdóttur og heitir
bókin Forlagafíækja.
I kynningu forlagsins segir m.a.:
,Ekki er hægt að segja annað en
ísól fari vel af stað í þessari fyrstu
bók sinni. Henni tekst að halda
lesandanum í spennu frá fyrstu til
síðustu síðu bókarinnar ... Þetta
er ótrúlega spennandi skáldsaga,
þar sem forlögin spinna sinn
flókna vef.“
ísól Karlsdóttir fæddist í Garði
í Ólafsfirði 1917 og býr nú á Hól-
koti í Ólafsfirði. „Ég ólst upp í
sveit,“ segir fsól m.a. í bréfi til
Morgunblaðsins. „Ég byrjaði
snemma að semja sögur við hríf-
una mína, en þær voru hvergi
skráðar og hefir mig oft iðrað
þess. Börnum sagði ég mikið af
sögum, þegar ég var í vistum sem
unglingur.
Það liggur lítið eftir mig á
prenti, þó hefi ég sent frá mér
blaðagreinar, smásögur og ljóð,
birt í Aftureldingu — Barnablaði
og ein saga hefur birst í Heima er
bezt og þar er önnur væntanleg.
Einnig hefi ég skrifar minn-
ísól Karlsdóttir
ingagreinar og ort eftirmæli, sem
komið hafa í blöðum.“
Og í lok bréfsins: „Þessi bók,
Forlagaflækja, er úr ruslakörf-
unni, sem ég hefi nú loks fengið
tíma til að róta í. Það kemur í ljós,
hvort ég finn þar eitthvað fleira."
Bæjarstjórn Kópavogs:
Ófremdarástand umferd-
ar á Kringlumýrarbraut
Ófremdarástand í umferðinni á
Kringlumýrarbraut var umræðuefni
á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi 11.
nóvember síðastliðinn, og þar var
eftirfarandi ályktun samþykkt sam-
hljóða:
„Bæjarstjórn Kópavogs vekur
athygli yfirvalda á því ófremdar-
ástandi sem nú ríkir í umferð á
Kringlumýrarbraut sem jaðrar
við hættuástand og augljóslega
mun versna mikið á komandi vetri
með verri færð.
Bæjarstjórn samþykkir að
skora á Vegagerð ríkisins og
Reykjavíkurborg að gera nú taf-
arlaust úrbætur til að greiða fyrir
umferð á Kringlumýrarbraut t.d.
með fjölgun akreina og lagfæringu
gatnamóta."
Fjölskyldu-
jólafundur
Kvennadeild styrktarfélags lamaöra og fatlaðra heldur
árlegan jólafund sinn í félagsheimili starfsmanna rafveit-
unnar við Elliðaá, sunnudaginn 11. des. kl. 5 síödegis.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síöasta lagi fimmtu-
daginn 8. desember í símum 72886 og 71485.
PAPPÍRSSTATÍV
MARGAR GERÐIR NÝKOMNAR
GEíSiBf
íslenskri menningarviku er nú
lokið í Berlín en hefur verið
opnuð með svipuðu sniði í Kult-
urcenter í Bonn. Þar er staddur
hópur íslenskra listamanna og
náði Mbl. tali af Jóni Laxdai.
„Við opnuðum á fullveldis-
daginn og kom hér feikilega
mikið af bæði íslendingum og
íslandsvinum sem búsettir eru í
Bonn og nágrenni. Fram-
kvæmdin öll hefur gengið eins
og í sögu. Þar eru primus mot-
orar þeir bræður Stefán og
íslenskri menningu
vel tekið í Þýskalandi
Wolfgang Edelstein og verður
þeim seint fullþakkað fyrir
þetta framtak sitt. Forseti
okkar hefur ekki síður staðið
sig með sóma, henni hefur verið
dásamlega tekið og heillað alla
hvar sem hún hefur komið.
í Berlín rak Njáll Sigurðsson
hnút á vel heppnaða menning-
arviku með kvölddagskrá um ís-
lenska alþýðutónlist og fékk
hann troðfullt hús. Allt hefur
verið eftir þessu, fólk tekur
okkur með hlýiu og áhuginn og
forvitnin um Island leynir sér
ekki. Myndlistarmennirnir hafa
fengið góða dóma og hefur mik-
ið af verkum þeirra selst, ljós-
myndasýning þeirra Guðmund-
ar Ingólfssonar og Sigurgeirs
Sigurjónssonar seldist í einu
Mikið hefur selst af
listaverkum og
þýskt forlag vill gefa
út bók Sigurðar A.
Magnússonar
„Undir kalstjörnu“
lagi og kvikmyndir Ágústs Guð-
mundssonar slógu í gegn, eins
og maður segir. Á morgun mun
ég lesa hér kafla sem ég hef
þýtt úr verkum átta íslenskra
höfunda. Þessari dagskrá var
stórkostlega tekið í Berlín og
hefur verið rætt um að gefa
þetta út á bók. Nú, margt hefur
gerst, kafli sem ég las úr „Undir
kalstjörnu", bók Sigurðar A.
Magnússonar, varð til þess
þýskt forlag ákvað að gefa bók-
ina út á þýsku og skrifuðum við
undir samninginn um það í gær,
en ég mun þýða bókina. Ég las
einnig úr Návígi og fleiri verk-
um mínum og var mjög vel tek-
ið.
Menningardögum í Þýska-
landi lýkur svo með samþjapp-
aðri dagskrá 6.-9. desember í
Hamborg. Þetta hefur verið
mikið ævintýri og góður hópur
sem starfað hefur að þessu
saman. Við erum í góðu yfirlæti
hér í Bonn, veðrið er gott, ekki
síst í hugum okkar þar sem er
sólskin og heiðskírt hvert sem
litið er.
Olafur Briem
ERGO-STYŒ
stóllinn frá
DRABERT heldur
þérígóóu skapi
allandaginn
Útilegumenn
og auðar tóttir
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef-
ur gefíð út í annarri útgáfu endur-
skoðaðri og aukinni rit Olafs Briem
Útilegumenn og auðar tóttir.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir:
„Bók þessi lýsir útilegumanna-
byggðum sem frá greinir í íslensk-
um heimildum fornum og nýjum
og telst því fræðileg rannsókn.
Jafnframt lýkur höfundur upp
hulduheimi þjóðsagna og þjóð-
trúar og ber saman við staðreynd-
ir. Mun lesendum þykja sá fróð-
leikur skemmtilegur og markverð-
ur enda um hann fjallað af vand-
virkni og hugkvæmni.
Bókina prýða fjölmargar ljós-
myndir, flestar eftir Gísla Gests-
son fyrrum safnvörð sem einnig
hefur samið þrjá kafla hennar og
stjórnað þeim fornleifarannsókn-
um er gerðar voru.
Ólafur Briem fyrrum mennta-
skólakennari á Laugarvatni er
bæði mikilhæfur fræðimaður og
listrænn rithöfundur. Bækur hans
aðrar en Útilegumenn og auðar tótt-
ir eru: Norræn goðafræði (1940),
Heiðinn siður á íslandi (1945), Vanir
og Æsir (1963) og íslendingasögur
og nútíminn (1972).
Ennfremur hefur hann búið til
prentunar vandaðar útgáfur sí-
gildra rita og gert efni þeirra skil
í ágætum formálum: Fornir dans-
ar, Eddukvæði og ljóðaúrvöl
Davíðs Stefánssonar og Matthías-
ar Jochumssonar."
Útilegumenn og auðar tóttir er
188 blaðsíður að stærð. Bókin er
sett, prentuð og bundin í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar. Kápu gerði
Sigurður Örn Brynjólfsson.
Við erum Samar
Bók gefin út með
styrk frá Ráöherra-
nefnd Norðurlanda
„VIÐ erum Samar“ nefnist ný bók,
sem Æskan hefur gefíð út. Höfund-
ar eru Boris Ersson og Birgitte Hed-
in, en Ólafur Haukur Árnason
þýddi. Bókin er gefín út með styrk
frá Ráðherranefnd Norðurlanda.
í kynningu frá útgefanda segir
í Drabert
siturðu rétt
HALLARMÚLA 2
m.a.:
„í þessari fallegu litmyndabók
kynnumst við nokkrum Sama-
börnum sem segja frá högum sín-
um. — Frá örófi alda hafa Samar
lifað á veiðum og hreindýrarækt í
Norður-Skandinavíu og austur á
Kólanskaga. En framandi þjóðir
komu og iögðu undir sig landið og
nú er því skipt á milli Svíþjóðar,
Noregs, Finnlands og Sovétríkj-
anna. — Samt telja Samar —
Lappar — sig sérstaka þjóð. —
Börnin segja frá heimkynnum sín-
um og daglegum störfum."
Samahön'í sogjb tré
Borís Btpcm.....Bbtjhta Hedín