Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
37
M orgu n bl *óid/Ar nór.
Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi 1983, Guðmundur Páll Arnarson
og Þórarinn Sigþórsson, ásamt forseta Bridgesambands, íslands Birni
Theodórssyni. Myndin var tekin að lokinni keppni sl. sunnudagskvöld.
Þórarinn og Guðmund-
ur Páll Rvíkurmeist-
arar í tvímenningi
Bridge
Arnór Ragnarsson
Guðmundur Páll Arnarson og
Þórarinn Sigþórsson unnu yfir-
burðarsigur í úrslitakeppni Reykja-
víkurmótsins í tvímenningi sem
fram fór í Hreyfilshúsinu um helg-
ina. Þeir tóku forystu þegar mótið
var rúmlega hálfnað og juku það
jafnt og þétt til loka mótsins og að
27 umferðum loknum höfðu þeir
fengið 345 stig yfir meðalskor sem
er tvplega 13 stig úr hverri um-
ferð.
Jöfn og skemmtileg keppni var
um annað sætið í mótinu en
sterkastir á endasprettinum
urðu Ásmundur Pálsson og Karl
Sigurhjartarson með 205 stig.
Jón Baldursson og Hörður
Blöndal urðu í þriðja sæti með
201 stig og í fjórða sæti urðu
Guðmundur Sveinsson og Þor-
geir Eyjólfsson með 174 stig en
þeir leiddu mótið framanaf.
Röð efstu para:
Gylfi Baldursson
— Sigurður B. Þorsteinsson 144
Aðalsteinn Jörgensen
— Runólfur Pálsson 121
Hermann Lárusson
— Ólafur Lárusson 84
Björn Eysteinsson
— Guðm. Sv. Hermannsson 46
Guðlaugur R. Jóhannsson
— Örn Arnþórsson 45
Hróðmar Sigurbjörnsson
— Karl Logason 35
Spiluð voru 4 spil milli para.
Reiknimeistari var Vigfús Páls-
son og keppnisstjóri Agnar Jörg-
ensson.
Svipmynd frá mótinu.
„Enn er von — hand-
bók piparsveinsins
Útgáfufyrirtækið Fjölsýn hefur
gefið út bókina Enn er von — hand-
bók piparsveinsins, eftir Eric Weber
í þýðingu Baldurs Hólmgeirssonar.
I bókinni er að finna ráðlegg-
ingar til piparsveina um hvernig
fara skuli á fjörurnar við kven-
fólk. Enn er von hefur hlotið frá-
bæra dóma hjá erlendum bóka-
gagnrýnendum og hefur verið
þýdd á fjölmörg tungumál.
f kynningu frá útgáfunni segir
að meðal efnis í Enn er von sé:
Viðtöl við 25 þokkagyðjur um
„áhrifaríka" þætti í fari karl-
manna. Urmull heppilegustu upp-
hafssetninganna. Ráðleggingar til
fráskilinna. Hvernig fá skal kven-
fólk til að ieita á sig. Hvar heppi-
legast er að fara í fjörurnar við
kvenfólk og margt fleira.
Bókin er filmusett og prentuð
hjá Prentsmiðju Friðriks Jóels-
sonar í Hafnarfirði, en þýðandi
bókarinnar, Baldur Hólmgeirsson,
setti texta og braut um.
Enn er von — handbók pipar-
sveinsins er 160 bls. að stærð.
Valentina eftir
Rafael Sabatini
BÓKHLAÐAN hefur gefið út bók-
ina „Valentina" eftir Rafael Sab-
atini. Bókin fjallar um ættardeil-
ur og afbrýði og óvæntar upp-
ljóstranir og ókunnar hættur auka
enn á spennuna, segir í kynningu á
bókarkápu. Sabatini hefur skrifað
margar skáldsögur.
Jlttfgmiftlfifeifc
Metsölublcid á hverjum degi!
Olympia
Omega 001
Ljósritunarvélin
sem beðið
hefur verið eftir
Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt
framköllunarefni (duft).
Verð og greiðsluskilmálar sem vert er að athuga
AÐEINS EITT
FRAMKÖLLUNAR-
EFNI (DUFT).
Kr. 69.750.-
KJARAIM
E
ARMULI 22 - REYKJAVIK - SIMI 63022
Mazda 626
MARGFALDUR
VERÐLAUNABÍLL
og metsölubíll á íslandi sem annars staðar,
og engin furða, því að MAZDA 626 er:
★ Rútngódur. MAZDA 626 er rúmbetri en sambærilegir bílar og jafn rúm-
góður og margir bílar, sem eru mun stærri að utanmáli.
jrFramdrifid tryggir góða aksturseiginleika og gefur frábæra spyrnu í
snjó og hálku.
■frEyðslugrannur. MAZDA 626 eyðir aðeins liðlega 6 lítrum á hverja 100
kílómetra á 90 km hraða.
ifVandaður.MAZDA 626 er hannaður og smíðaður af alkunnri vand-
virkni japanskra handverksmanna og framleiddur í nýrri bílaverksmiðju,
sem talin er vera sú fullkomnasta í heiminum í dag.
★6 ára ryðvarnarábyrgð. MAZDA 626 er ryðvarinn með nýja ryðvarn-
arefninu VAXOYL og fylgir honum 6 ára ryðvarnarábyrgð.
MAZDA 626 árgerð 1984 OOC 0011
kostar frá aðeins kr. m
með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
1600 Saloon
gengisskr. 24.11.83
MAZDA — bestur í endursölu
undanfarin 10 ár.
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99