Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
38
SIEMENS
SIWAMAT
þvottavélin
frá Siemens
• Vönduö.
• Sparneytin.
SMITH &
NORLAND HF.,
Nóatúni 4, sími 28300.
Tríumjilt
ÞAÐ ÞEKKJA ALLIR
Versl. Rún
Grindavík
SIEMENS
NÝTT!
Siemens-
FERÐAVIÐTÆKIN:
Ódýr og handhæg og henta vel til nota
heima og heiman.
SIEMENS-einkaumboð:
SMITH & NORLAND H/F,
Nóatúni 4,
sími 28300.
m jfgtml H
l Melsölublod ú hverjum degi!
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON
Frakkland:
Beinist frumvarp að prent-
lögum að pólitískum and-
stæðingi stjórnarinnar
Franska ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku lagafrumvarp
um prentfrelsi, sem ætlað er, að sögn fylgjenda þess, að koma í
veg fyrir að einn og sami aðilinn geti átt mörg dagblöð og tímarit.
Frumvarpið verður lagt fyrir þingið 13. desember, og búist við að
það verði að lögum í byrjun næsta árs. Frumvarpið hefur sætt
harðri gagnrýni þar sem augljóst þykir að því sé fyrst og fremst
beint gegn blaðaveldi Robert Hersants, Socpresse, sem verið
hefur óvægið í gagnrýni á vinstri flokkanna.
Frönsk blöð hafa gagnrýnt
áætlanir stjórnar Mitt-
errands, einnig blöð sem annars
hafa tekið upp hanskann fyrir
stjórnina, og almennt er talað
um hefnigirni stjórnarflokk-
anna, Jafnaðarflokks Mitt-
errands og Kommúnistaflokks
Marchais, gegn Hersants.
í kosningabaráttunni 1981 lof-
aði Mitterrand því að koma í veg
fyrir að blöð „söfnuðust á einni
hendi“ og því aðeins tímaspurs-
mál hvenær hann efndi það lof-
orð sitt, enda finnst vinstri
mönnum þeir eiga Hersant grátt
að gjalda. Enginn útgefandi er
jafn öflugur og Hersant í Frakk-
landi, og hefur hann eldað grátt
silfur við franska vinstri menn í
áratug með mjög ákveðinni
hægri stefnu í skrifum. f raun og
veru er ekkert annað blaðaveldi
til í Frakklandi í samanburði við
Socpresse, sem ræður yfir 20%
blaðamarkaðarins þar í landi.
Af hálfu stjórnar Mitterrands
er sagt að tilgangurinn með
frumvarpinu sé aðeins að færa
prentlögin frá 1944 í takt við
tímann, en þau takmörkuðu
verulega blaðaeign. Harðari lög
gegn hringamyndunum séu þeg-
ar í gildi í t.d. Bretlandi og
Bandaríkjunum.
Robert Hersant, blaðakóngur-
inn franski. Ætíar Mitterrand
með frumvarpi sínu að þagga
niður í Hersant?
Stjórnin eykur tök sín
Leiðtogar hægri manna hafa
harðlega gagnrýnt frumvarp
Mitterrands og segja það stofna
blaðafrelsi í stórhættu og
treysta tök og áhrif ríkisstjórn-
arinnar á fjölmiðla, enda gerir
frumvarpið ráð fyrir stofnun
sérstaks ráðs til að framfylgja
lögunum. Vilja þeir útfæra um-
ræðuna um prentfrelsi og taka
inn í dæmið hver áhrif hins
opinbera á blöð og aðra fjölmiðla
eigi að vera. Umræðan eigi að ná
til allrar einokunar í fjölmiðlun,
þ.á m. til framtíðar sjónvarps-
ins. Hafa þeir áform um að
reyna að draga úr hörðustu
ákvæðum frumvarpsins og tak-
marka frekar þau ríkisafskipti
af fjölmiðlum sem boðuð eru. En
öruggur meirihluti stjórnar-
flokkanna mun þó tryggja fram-
gang frumvarpsins, þótt ýmsir
þingmenn jafnaðarmanna séu í
andstöðu við það eins og það er
úr garði gert.
f frumvarpinu er að finna 37
lagagreinar, þar sem m.a. er
kveðið á að sami útgefandi geti
ekki átt fleiri en þrjú sérrit og
eitt dagblað, sem dreift sé á
landsvísu. Engum útgefanda
verður leyft að eiga bæði dag-
blað með útbreiðslu á landsvísu
og dagblað með staðbundna út-
breiðslu. Hins vegar leyfir frum-
varpið sama útgefanda að eiga
fleiri en eitt blað með stað-
bundna útbreiðslu ef samanlögð
útbreiðsla þeirra allra fer ekki
yfir 15% af heildarútbreiðslu
samskonar blaða. Jafnframt
skylda lögin útgefanda, sem á
tvö eða fleiri blöð á landsvísu, að
starfrækja aðskildar ritstjórnir
fyrir hvert þeirra.
Lögin bitna á Hersant
Eins og að framan segir koma
nýju lögin fyrst og fremst til að
bitna á Hersant, sem á þrjú
dagblöð á landsvísu, þ. á m. Le
Figaro, og 15 blöð með stað-
bundna útbreiðslu. Árleg velta
samsteypunnar nemur fjórum
milljörðum franka eða um 14
milljörðum króna, og er Le Fig-
aro eina franska dagblaðið á
landsvísu sem rekið er með
hagnaði. Einnig koma lögin
niður á Philippe Amaury-sam-
steypunni, sem á eitt Parísar-
blað og annað staðbundið, en
veldi samsteypunnar er þó ekk-
ert í líkingu við Socpresse.
Dagblöðum í París, sem gefin
eru út á iandsvísu, hefur fækkað
úr 28 í 11 frá 1946 og héraðsblöð-
um úr 175 í 73. Ástæðan er fyrst
og fremst hörð sa mkeppni um
auglýsingar frá tímaritum, sér-
ritum og sjónvarpinu, sem nýtur
verndar í nafni ríkiseinokunar.
Mestur meirihluti blaðanna er í
eigu átta útgáfufyrirtækja. Út-
breiðsla Parísarblaða Robert
Hersants, Le Figaro, France-
Soir og L’Aurore, er um 43% af
samanlagðri útbreiðslu Parísar-
blaðanna 11. Allt frá því þeir
komust til valda 1981 hafa jafn-
aðarmenn reynt að kaupa kvöld-
blaðið France-Soir, og beitt
skrifstofu forsetans fyrir vagn
sinn, en á síðustu stundu hætti
Hersant við.
Frumvarpið mun ekki hafa
áhrif á blöð kommúnista, sem
eiga m.a. dagbiaðið L’Humanite
og mörg staðbundin dagblöð,
sem rekin eru í nafni margra út-
gáfufyrirtækja, en eru í sjálfu
sér undir einum og sama hattin-
um. Það mun heldur ekki hafa
áhrif á Gaston Deferre innanrík-
isráðherra, sem á bæði dagblöð-
in sem gefin eru út í Marseille,
heimaborg hans, og hluti í
franskri fréttastofu.
Minntur á fortíðina
í gagnrýni vinstri manna á
blaðasamsteypu Robert Hers-
ants, sem er 63 ára, hefur Hers-
ant óspart verið minntur á fortíð
sína og aðild að ungliðahreyf-
ingu fasista á tímum hernáms
nasista í Frakklandi, svo og dóm
er hann hlaut 1947 fyrir „óþjóð-
lega hegðun“ meðan á hernám-
inu stóð. Hersant skóp blaða-
veldi sitt með því að kaupa
smærri blöð og steypa þeim sam-
an í öflug héraðsblöð. Hann
keypti Le Figaro 1975 og tók
blaðið þá snarpa hægri beygju í
skrifum sínum. Þótti Hersant
hafa farið út fyrir allt velsæmi
er hann notaði frétta- og auglýs-
ingasíður blaðsins í kosninga-
baráttunni 1977 er hann reyndi
að komast á þing.
Hersant segir að allt frá því
jafnaðarmenn komust til valda
hafi hann verið ofsóttur af
skattyfirvöldum og bankar
landsins, sem jafnaðarmenn
þjóðnýttu, neitað honum um
eðlilega fyrirgreiðslu. Er hann
orðinn eins konar píslarvottur
fyrir prentfrelsi og hefur hann
hlotið samúð úr óiíklegustu átt-
um, m.a. frá blöðum vinstri
manna. Sjálfur segist Hersant
vera fórnardýr öfundar vegna
velgengni sinnar, en einnig sé
Mitterrand að reyna að frið-
þægja flokksmenn lengst til
vinstri, sem óánægðir séu með
efnahagsstefnu ríkisstjórnar-
innar.
(ByKKt á Herald Tribune og Nkeytum AP-
frétUstofunnar.)
Agúst Asgeirsson er blaðamaður í
erlendri fréttadeild Morgunblaðs-
ins.